Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Malcolm Walker, stofnandi Iceland-
keðjunnar í Bretlandi, lýsir í sjálfs-
ævisögu sinni undrun sinni á því
hvernig skilanefnd gamla Lands-
bankans stóð að sölunni á fyrirtæk-
inu eftir að fyrri eigendur fóru í þrot.
Síðla árs 2004 eignaðist Baugur
meirihluta í Big Food Group og þar
með í Iceland. Eftir þrot Baugs
keypti Walker fyrirtækið árið 2012.
Ævisaga Walkers heitir Best
Served Cold: The Rise, Fall and Rise
Again of Malcolm Walker og kom út
í nóvember 2013. Jón Ásgeir
viðskiptafélagi hans kemur þar við
sögu en hvergi virðist minnst á föður
hans, Jóhannes heitinn Jónsson stór-
kaupmann, og verslun Iceland á Ís-
landi. Iceland-búðirnar eru þekktar
fyrir úrval af frystum matvörum.
Fram kom í minningarorðum um
Jóhannes í Fréttablaðinu að hann
hefði stofnað verslunina Iceland á Ís-
landi í samstarfi við Malcolm Walk-
er. Fram kom á mbl.is í janúar 2013
að félag í eigu Árna Péturs Jónsson-
ar hefði keypt 51% hlut í Ísland-
Verslun hf. sem rak Iceland á Ís-
landi. Hluturinn var keyptur af Jó-
hannesi, sem var sagður eiga 12%
hlut eftir söluna. Hann hafði þá bar-
ist við illvígan sjúkdóm. Félag í eigu
Iceland Foods í Bretlandi var sagt
eiga 37% hlut í rekstrinum.
Keypti 67% hlut í keðjunni
Athygli vekur að í kafla 27, Long-
term greedy, fjallar Walker opin-
skátt um aðdraganda þess að hann
keypti 67% hlut skilanefndar Lands-
bankans í Iceland-keðjunni í Bret-
landi (skilanefnd Glitnis átti 10% og
stjórnendur félagsins 23%).
„Landsbankinn skipaði þrjá
stjórnendur fyrir Iceland en af ein-
hverri ástæðu var Jón Ásgeir skip-
aður formaður hópsins. Pólitíkin og
tengslin milli manna í málinu voru
óskiljanleg,“ skrifar Walker um
mannaráðningar hjá skilanefnd
Landsbankans. Hann lýsir ringul-
reið þar innandyra.
„Við flugum til Íslands til að hitta
skilanefndina og það var eins og að
ganga inn á fund hjá einkar óskipu-
lagðri stjórn [parish council]. Það
voru bókstaflega pappírar úti um allt
og það var erfitt að trúa því að nokk-
ur hefði hugmynd um hvað hann var
að gera, eða getu til að taka ákvarð-
anir um nokkurn skapaðan hlut. Það
var sláandi að hugsa til þess að þeir
hefðu efnahagsleg örlög heillar þjóð-
ar í sínum höndum,“ skrifar Walker í
lauslegri þýðingu úr ensku.
Walker lýsir því svo hvernig Jón
Ásgeir taldi gjaldeyrisvanda ís-
lenska þjóðarbúsins skapa kaup-
tækifæri á hlutum skilanefndanna í
Iceland-keðjunni bresku.
Íslendingar örvæntingafullir
„Jón Ásgeir sagði okkur að ís-
lenska þjóðin byggi við slíkan gjald-
eyrisskort að hún væri í örvæntingu
að reyna að afla fjármagns. Taldi
hann að bankarnir [innskot: það er
skilanefndirnar] myndu fallast á
tafarlaust og lágt tilboð frá okkur
um kaup á félag-
inu. Við gerðum
tilboð þar sem fé-
lagið var metið á
600 milljónir
punda. Það
reyndust vera
mistök, enda voru
þeir [í skilanefnd-
inni] ekki sáttir
við okkur og álitu
okkur tækifæris-
sinna, sem við auðvitað vorum. Sam-
skiptin voru upp frá því stirð og
gætti tortryggni á báða bóga,“ skrif-
ar Walker í lauslegri þýðingu.
Hann segir skilanefndina hafa
virst dauðskelkaða um að gera mis-
tök af ótta við málsóknir kröfuhafa.
Walker skrifar svo að skilanefndin
hafi verðmetið Iceland-keðjuna á tvo
milljarða punda. „Við komust sjálfir
aldrei upp fyrir milljarð punda.“
Walker skrifar svo í kafla 29, The
Auction, að í maí 2011 hafi fulltrúi
skilanefndar Landsbankans upplýst
að söluferlið á hlutnum í Iceland-
keðjunni væri hafið. Sami fulltrúi
hafi síðar upplýst að boðnir hefðu
verið 1,4 milljarðar punda í félagið.
Walker leitaði til meðfjárfesta, byrj-
aði á að ræða við Kirkham lávarð.
Hann hitti svo hjónin Renuka og
Micky Jagtiani, eigendur og stjórn-
endur félagsins Landmark í Dubai,
og auðmanninn Christo Wiese frá
Suður-Afríku, sem hugðist fjárfesta í
gegnum fjárfestingafélagið Brait. Af
frásögninni mætti álykta að þessir
fjárfestar hafi slegist með í för.
Lárus Welding ráðgjafi við sölu
Walker segir Lárus Welding hafa
veitt ráðgjöf vegna söluferlisins og
lagt til að fulltrúar Iceland færu til
fundar við skilanefndina, án þess að
hafa ráðgjafa sér við hlið. Lárus var
einn lykilmanna hjá Landsbankan-
um þegar bankinn lánaði Baugi fyrir
kaupum á Iceland-keðjunni.
Walker skrifar að hann og við-
skiptafélagar hans hafi boðið 1,4
milljarða punda gegn því að fá að
láni 250 milljónir punda með 5%
vöxtum. „Þeir voru svo fúsir að taka
við tilboðinu að Tarsem [Dhaliwal]
sagði eftir á að hann hefði óskað sér
þess að hafa beðið um 350 milljónir
punda að láni á 4% vöxtum! Þetta var
eins og að skoða bíl sem er til sölu,
leggja fram tilboð og biðja síðan
sölumanninn um að lána þér pening
fyrir kaupunum. Þetta var frábær
niðurstaða fyrir okkur. Ég held að
þeir hefðu ekki verið jafn viljugir til
að lána okkur peningana ef við hefð-
um sagt þeim frá nýju fjárfestunum
okkar þremur,“ skrifar Walker.
Sambærilegar tímasetningar
Fram kemur í bókinni að hinn 15.
febrúar 2012 var bjóðendum gefinn
42 daga frestur til að efna samning-
inn, ellegar missa tilboðsréttinn. Það
stóðst, því að gengið var frá kaup-
unum 9. mars 2012. Undirbúningur
að opnun Iceland-verslana á Íslandi
virðist þá hafa hafist strax, enda liðu
tveir mánuðir þar til Jóhannes Jóns-
son sagði Morgunblaðinu frá þeim
áformunum.
Loks vekur athygli að í þakkar-
orðum þakkar Walker Jóni Ásgeiri
og Gunnari Sigurðssyni, fv. forstjóra
Baugs, fyrir að hafa tiltrú á sér. Þá
þakkar hann Lárusi Welding fyrir að
hafa lánað peninga á árinu 2005 og
fyrir leiðsögn um íslensk stjórnmál.
Undraðist aðild Jóns Ásgeirs
Malcolm Walker undraðist að Jón Ásgeir væri formaður hóps á vegum skilanefndar Landsbankans
Walker lýsir þessu í ævisögu sinni Walker keypti hlut skilanefndar Landsbankans í Iceland 2012
Morgunblaðið/Eggert
Matvara Verslun Iceland í Engihjalla. Jóhannes Jónsson stofnaði Iceland á Íslandi í samstarfi við Walker.
Eftir bankahrunið á Íslandi gerði Jón Ásgeir Jóhannesson ýmsar til-
raunir til að halda áfram rekstri félaga sinna á Íslandi.
Fjallað var um eina slíka tilraun í Lundúnablaðinu The Daily Tele-
graph hinn 24. nóvember 2009. Var þar sagt frá því að Jón Ásgeir
hefði sett sig í samband við Walker varðandi fjárfestingu í Högum.
„Aðeins átta mánuðum eftir að Baugur sótti um greiðslustöðvun
með skuldir upp á milljarð punda segist Walker íhuga að liðsinna
vini sínum með því að veita honum fjárhagslega líflínu. Herra Jó-
hannesson er að reyna að safna allt að 35 milljónum punda til að
tryggja framtíð Haga, sem reka Bónus, Hagkaup, Debenhams og 10-
11 verslanir á Íslandi,“ sagði meðal annars í umfjöllun blaðsins.
Þessar hugmyndir urðu ekki að veruleika. Samkvæmt vefsíðunni Ice-
landbudir.is eru nú þrjár Iceland-verslanir í rekstri á Íslandi; í Engi-
hjalla 8 í Kópavogi og í Vesturbergi 76 og Arnarbakka 2-4 í Breið-
holti í Reykjavík.
Vildi fá Walker með í Haga
UMFJÖLLUN LUNDÚNABLAÐSINS THE DAILY TELEGRAPH
Lárus
Welding
Malcolm
Walker
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Gunnar Bragi
Sveinsson,
sjávarútvegs- og
landbúnaðar-
ráðherra, átti í
gær fundi með
Phil Hogan,
framkvæmda-
stjóra landbún-
aðarmála, og
Karmenu Vella,
framkvæmda-
stjóra sjávarútvegsmála hjá Evr-
ópusambandinu. Á fundinum með
Hogan voru m.a. ræddar reglur
ESB er varða lífrænan landbúnað,
en þær leyfa ekki notkun fiskimjöls
sem fóðurgjafa.
Gunnar Bragi og Karmenu Vella
ræddu m.a. tvíhliða samkomulag Ís-
lands og ESB um fiskveiðimálefni
frá árinu 1992. Samkomulagið var
gert í tengslum við gerð EES-
samkomulagsins en hefur verið
óvirkt um nokkurra ára skeið. Þeir
urðu ásáttir um að skoða leiðir til
að endurvekja og endurnýja sam-
komulagið.
Rætt um að endur-
vekja samkomulag
Gunnar Bragi
Sveinsson
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
NÝ SENDING AF
UMGJÖRÐUM
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200
Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14