Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Drög að deiliskipulagstillögu að Hvannavallareit á Oddeyri, sem kynnt voru á aðalfundi hverf- isnefndar á dögunum, mæta harðri andstöðu nefndarmanna. Deiliskipu- lag hefur ekki verið auglýst en óskað var eftir ábendingum og þeim var komið óformlega á framfæri á aðal- fundinum. Arnar Birgir Ólafsson, sem fer fyrir hópi áhugafólks um skipulagsmál í bænum, hefur sent bæjarfulltrúum hugmyndir að bygg- ingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu.    Hjalti Jóhannesson er í hverfis- nefnd. „Skv. aðalskipulagi er þetta einn af þéttingarreitunum, þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum nýbygginga við Hvannavelli. Okkur hugnast illa sá meginandi sem fram kemur í drögunum. Stefnan stangast illa á við það sem talað var um fyrir síðustu kosningar,“ segir Hjalti.    Tryggvi Már Ingvarsson, formað- ur skipulagsnefndar, fagnar því að fólk hafi skoðun á skipulagmálum. Reiturinn hafi lengi verið til umræðu og um áratugur síðan fyrst var rætt um að Krónan opnaði þar verslun. „Allir flokkar settu það í stefnuskrá sína fyrir síðustu kosningar að setja Oddeyri í fókus hvað skipulagsmál snertir og hefur skipulagsnefnd gert heildarskipulag Oddeyrarinnar eitt af sínum forgangsmálum,“ segir Tryggvi. Í því skyni hafi verið farið í vinnu við rammahluta aðalskipulags Oddeyrar.    Tryggvi segir að á svipuðum tíma og vinna hófst við heildarskipulag, hafi forsvarsmenn Festis haft sam- band við bæjaryfirvöld vegna skipu- lags Glerárgötu 36, sem er að hluta í eigu félagsins, og kannað hvort mögulegt væri að þróa lóðina með það fyrir augum að opna þar verslun fyrir t.a.m. Krónuna og Elko.    „Skipulagsnefnd brást jákvætt við erindinu, því með því sáum við tækifæri til að lyfta upp svæðinu sem hefur verið vannýtt og í hálfgerðri niðurníðslu,“ segir Tryggvi og bætir við að strax hafi verið kannað hvort Festi væri reiðubúið að „skoða bygg- ingu húsnæðis á lóð sinni þar sem verslun væri á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Því var svarað neitandi. Við sögðum á móti að við stæðum við það að við vildum 60 íbúðir í samræmi við ákvæði deiliskipulags inn á svæð- ið og þeir yrðu að taka einhvern hluta þeirra í sinni tillögu sem og þeir gerðu með því að gera ráð fyrir a.m.k. 20 íbúðum í byggingu á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar.“ Eins sé í tillögudrögum gert ráð fyrir 40-50 íbúðum við Hvannavelli 1. Tryggvi bendir á að enn sé unnið að tillögunni og margir endar lausir. „Við stöndum hinsvegar í þeirri trú að skipulagið sé í takti við að- alskipulag bæjarins og við séum að vinna honum til hagsbóta.“    „Satt að segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég sá þessi drög,“ segir Logi Már Ein- arsson, bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar, í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að Logi er arkitekt að atvinnu og talaði fyrir síðustu kosn- ingar mikið fyrir þéttingu byggðar, ekki síst á Oddeyri. „Það er lífs- nauðsynlegt fyrir okkur að þétta íbúðabyggð, með fjölbreyttri land- notkun og nota hvern blett eins vel og hægt er. Við höfum ekki efni á að dreyfa gagnrýnislaust úr okkur um allar koppagrundir. Fleirum og fleir- um er að verða þetta ljós og ég trúi ekki öðru en að við berum gæfu til þess að þróa þessa vinnu meira í átt að þeirri sýn,“ segir Log Már.    Sóley Björk Stefánsdóttir, bæj- arfulltrúi VG, segir ekki tímabært að ræða tillögurnar sem lokaútkomu. „Þær hugmyndir sem uppi eru um nýtingu á reitnum verða eins- konar spegilmynd Glerártorgs, þó minni að umfangi að mínu viti. Það fer ekki gegn skilmálum að- alskipulags eins og ég skil það,“ segir hún. „Fyrir kosningar töluðum við í VG um að byggja upp Oddeyrina og veita hverfinu þá reisn sem það á skil- ið. Að mínu mati er það helst blómleg íbúabyggð sem stendur undir því og allar frekari breytingar í þá átt eru mér að skapi,“ segir Sóley Björk.    Arnar Birgir Ólafsson, landslags- arkitekt, býr í hverfinu og er með skrifstofu á reitnum sem um ræðir. Hann hefur sent bæjarfulltrúum hugmynd að íbúðabyggð á svæðinu, sem sjá má á efri myndinni.    „Ég er fyrst og fremst áhuga- maður um gott skipulag á Akureyri,“ segir Arnar Birgir. „Búið er að kynna skipulagsdrög og yfirleitt verður endanlega tillaga í samræmi við slík drög nema bæjarbúar mótmæli. Til- laga okkar gerir ráð fyrir 300 íbúa byggð, þar sem yrðu nútímalegar, bjartar og rúmgóðar íbúðir með að- gangi að bílastæðahúsi og öllum nú- tíma þægindum á besta stað í bæn- um. Þaðan yrði innan við fimm mínútna gangur í miðbæinn og kostn- aður fyrir Akureyrarbæ að sjálf- sögðu miklu minni en ef byggt yrði í nýju hverfi.“ Arnar heldur því fram að skipu- lagsdrögin séu í andstöðu við aðal- skipulag Akureyrar, þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð, þjónustu og verslun, en „skv. þessum drögum verður þarna bara ein verslunar- skemma á einni hæð og fjöldi bíla- stæða.“ Verslunarhús eða íbúðabyggð? Íbúðir? Mynd Arnars Birgis af hugmynd hans um íbúðarhúsnæði á reitnum. Verslun? Mynd úr drögum að deiliskipulagi af Hvannavallareitnum. Einn af hápunktum Sæluviku Skag- firðinga verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld þegar tónlistar- dagskráin „Árið er – lögin sem lifa“ verður flutt, í samstarfi við Rás 2. Þar verður íslensk dæg- urlagasaga rakin í tali og lifandi tónum, í anda útvarps- og sjón- varpsþáttanna margverðlaunuðu Árið er. Meðal flytjenda verða Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorla- cíus, Sigga Beinteins, Ellert Jó- hannsson og Sigvaldi Helgi Gunn- arsson. Fleiri skagfirskir listamenn koma fram, ásamt stórhljómsveit hússins, þau Bergrún Sóla, Malen, Sigurlaug Vordís og bakarameist- arinn Róbert Óttarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og að þeim loknum verður dansleikur í íþróttahúsinu. Fyrr um daginn verður sérstök sýning fyrir börn, með svipaðri dagskrá. Miðasala hefur farið fram á tix.is en verður einnig við innganginn. Á barnasýninguna verður frítt fyrir sex ára og yngri, í fylgd með full- orðnum. Morgunblaðið/Eggert Sæluvikan Magni Ásgeirsson er meðal flytjenda á Sæluvikunni í kvöld. Dægurlagasagan flutt í tali og tónum  Árið er á Sæluvikunni í kvöld FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA MOGGAKLÚBBURINN Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík Sími 595-1000, netfang: sala@heimsferdir.is Opnunartími skrifstofu: mán.-fös. 09.00-17.00 EINKAFERÐ MOGGAKLÚBBSINS MEÐ HEIMSFERÐUMTIL AGADIR UPPLIFÐU STÆRSTI SÓLARSTRANDARSTAÐUR Í MAROKKÓAGADIR Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábært tilboð til Agadir 7. maí í 12 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Frá kr. 89.900 m/hálfu fæði Allt að 43.000 kr. áskrifendaafsláttur á mann! Allir sem bóka Agad ir eiga mögu leika á að vinna fría ferð! Landssamband hestamanna (LH) stendur fyrir Hestadögum um helgina, í samstarfi við Íslandsstofu, sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu í markaðsverkefninu Horses of Iceland. Á morgun, laugardag, verður skrúðreið sem leggur af stað kl. 13 frá Hallgrímskirkju, fer niður Skóla- vörðustíg og endar á Austurvelli. Þar tekur kór á móti hestum og knöpum og fólki gefst kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Sunnudaginn 1. maí verður Dagur íslenska hestsins haldinn í heiðri um heim allan. Þá eru hestamenn hvatt- ir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í hest- húsin eða í útreiðartúr. Þátttak- endur geta deilt upplifun sinni á samfélagsmiðlum með myllumerk- inu #horsesoficeland. Vikupassi á Landsmót hestamanna á Hólum í sumar er í vinning fyrir skemmtileg- ustu myndina. Horses of Iceland- markaðsverkefnið mun opna sam- félagsmiðla tengda íslenska hest- inum samhliða Hestadögum. Alls hafa um 40 aðilar gerst aðilar að verkefninu til næstu fjögurra ára. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið hefur heitið allt að 25 millj- ónum króna til verkefnisins, gegn sama framlagi frá fyrirtækjum, fé- lögum og hagsmunaaðilum. Íslands- stofa heldur utan um verkefnið. Hestadagar haldnir um helgina Morgunblaðið/RAX Hestadagar Íslenski hesturinn verður í öndvegi um helgina.  Skrúðreið um miðbæinn á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.