Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 17

Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 17
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ný ofurtölva dönsku veðurstofunnar var formlega tekin í notkun í gær, en hún er staðsett í rammgerðum tölvu- sal í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg. Hún er af gerðinni Cray XC30 og er stærsta tölva á Íslandi. Tölvan hefur verið í fullum rekstri í nokkrar vikur, en afurðirnar eru samnýttar af dönsku og íslensku verðustofunum. Samningar voru undirritaðir haustið 2014. Dæmi eru um að veðurstofur sam- nýti ofurtölvur og má gera ráð fyrir að aðrar veðurstofur og stofnanir, einkum norrænar, taki til athugunar að hýsa ofurtölvur í gagnaverum á Íslandi í framtíðinni. Hafdís Karls- dóttir, settur veðurstofustjóri, segir að ýmsir möguleikar hafi verið ræddir í því sambandi. Samstarf Norðurlanda um ofurtölvu árið 2022 Hún segir að samstarf norrænna veðurstofa sé vaxandi og í lok árs liggi væntanlega fyrir hvernig því verði háttað í framtíðinni. Fyrir- hugað sé að árið 2022 sameinist öll Norðurlandaríkin um ofurtölvu og rekstur tölvunnar hér á landi fyrir dönsku veðurstofuna sýni að fjar- lægðir skipti litlu máli hvað stað- setningu varðar. Sömuleiðis sé fram undan að endurnýja ofurtölvu finnsku veðurstofunnar og Finnar fylgist vel með samstarfi Dana og Ís- lendinga. „Með auknu samstarfi á ýmsum sviðum sparast fjármunir og kraft- arnir nýtast betur, til dæmis við veðurspár og líkanagerð. Samstarfið við Danina gæti verið ísbrjótur til framtíðar,“ segir Hafdís. Fram kom í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði að ofurtölvan kostar yfir milljarð króna og er sá kostn- aður greiddur af Dönum. Danirnir greiddu 90% af kostnaði við að byggja upp stoðkerfi sem þarf til að sinna svona tölvu og greiða 90% af rekstrarkostnaði stoðkerfisins. Auknir möguleikar í veðurþjónustu Samningurinn um sameiginlega nýtingu á dönsku ofurtölvunni veitir Veðurstofunni aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spá- líkana, segir í frétt frá Veðurstof- unni. Möguleikar í veðurþjónustu munu aukast, s.s. í þjónustu við al- þjóðaflug. Aukið aðgengi að gögnum mun efla rannsóknir, jafnt á fortíð- arloftslagi sem framtíðarsviðs- myndum loftslags, og er þess vænst að stofnanirnar muni eiga samstarf um loftslagsmál á norðurslóðum. Tölvan þrefaldar reiknigetu dönsku veðurstofunnar frá því sem áður var og notar að allt að 400 kW af rafmagni, sem hefði gert rekstur hennar mun dýrari væri hún staðsett í Danmörku. Fulluppsett mun hún geta framkvæmt 700.000 milljarða reikniaðgerða á hverri sekúndu. Dagskrá var í húsnæði Veðurstof- unnar í gær þar sem samstarfinu var fagnað og horft til framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp og Marianne Thyrring, forstjóri dönsku veðurstofunnar, og 10-15 aðrir erlendir gestir voru við- staddir. Veðurstofur samnýta ofurtölvur  Aukið aðgengi að gögnum mun efla rannsóknir, jafnt á fortíðarloftslagi sem framtíðarsviðsmyndum loftslags Morgunblaðið/Styrmir Kári Mikil reiknigeta Ofurtölvan var formlega tekin í notkun í gær, samstarfinu fagnað og horft til framtíðar. Cray-XC 30 » Cray-ofurtölva í notkun í fyrsta skipti á Íslandi. » Hún þrefaldar reiknigetu dönsku veðurstofunnar og not- ar allt að 400 kW af rafmagni. » Notar yfir 20 sinnum meiri orku en allt tölvukerfi Veður- stofunnar. » Fulluppsett mun hún geta framkvæmt 700.000 milljarða reikniaðgerða á sekúndu. » Örgjörvarnir eru af gerðinni Intel Xeon með samtals um 24 þúsund tölvukjörnum. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Er ríkt af virkum innihaldsefnum, ásamt piparmyntu (dregur úr andremmu), pro- og prebiotics (velviljaðir gerlar sem bæta meltingu) og sítrusþykkni (dregur úr myndun tannsýklu) Fresh Breath hundamatur er sérstaklega samsettur til að gagnast hundum með andremmu, slæma munn- heilsu og slappa meltingu Ársfundur EFÍA 2016 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 14 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á árs- fundinum með umræðu- og tillögurétti. Hægt er að nálgast ársfundargögn á heimasíðu sjóðsins www.efia.is Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur kynntur 3. Tryggingafræðileg úttekt 4. Fjárfestingarstefna 5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna 6. Val endurskoðanda 7. Önnur mál – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.