Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Á þjóðlegum nótum Peysufatadagur Verzlunarskóla Íslands var í gær og eins og venja er mættu þá annars árs nemar skólans klæddir peysufötum, kjólfötum og íslenskum búningum. Eftir at-
höfn í skólanum um morguninn héldu nemarnir á Hlemm og gengu niður Laugaveg að Ingólfstorgi þar sem þeir stigu þjóðlegan dans við harmónikkuleik með bros á vör og gleði í hjarta.
Golli
Vegna nýlegra atburða í ís-
lenskum stjórnmálum og afsagn-
ar Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar forsætisráðherra
urðu umræður um orðspor Ís-
lands. Mátti jafnvel ætla að
veruleg hætta væri á ferðum. Ís-
land og Íslendingar fengju svo
illt orð á sig að um varanlegan
skaða yrði að ræða.
Tvennt bar hæst sem áhyggju-
efni í þessu sambandi: Sú stað-
reynd að eiginkona forsætisráð-
herra ætti reikning á Bresku Jómfrúareyjum
og að forsætisráðherrann hefði komist illa frá
sjónvarpssamtali í Ráðherrabústaðnum 11.
mars. Fór myndskeið af ráðherranum sem
eldur í sinu um fjölmiðla heimsins.
Með afsögn sinni fjarlægði Sigmundur Dav-
íð sig frá öðrum stjórnmálamönnum sem
nefndir eru til sögunnar í Panama-skjölunum
og vakti þar með einnig heimsathygli.
Fæstir í öðrum löndum vita nokkuð um Ís-
land og fagna því að geta vakið máls á ein-
hverju frá Íslandi þegar þeir hitta Íslendinga.
Þetta verður síðan til þess að Íslendingum
bregður í brún þegar rætt er við þá um annað
en eldgos, Vigdísi eða Björk. Sé umræðuefnið
neikvætt er orðsporið talið í hættu. Neikvæð-
ar fréttir fara illa í allar þjóðir, stórar sem
smáar.
Víða pottur brotinn
Vladimír Pútín Rússlandsforseti valdi þá
leið að banna umræður um Panama-skjölin og
segja þau lið í tilraunum Bandaríkjamanna til
að grafa undan sér og Rússlandi. Þá hafa
Rússar nefnt bandaríska auðmanninn George
Soros sem skaðvald í þessu sambandi enda
hafi rússnesk yfirvöld bannað starfsemi stofn-
ana á hans vegum sem áttu að stuðla að opn-
um umræðum og umbótum í lýðræðisátt.
Að því er orðspor Íslands
varðar mátti helst ætla að menn
óttuðust að umræður um vand-
ræðagang við stjórn landsins
færu varanlega fyrir brjóstið á
annarra þjóða mönnum og hefðu
jafnvel áhrif á ferðaþjónustuna.
Hér skal dregið í efa að slíkur
ótti sé á rökum reistur. Stutt yf-
irlit nægir til að sýna að víða
kemur til tímabundins ímynd-
arvanda út á við vegna stjórn-
mála.
Litið til
nálægra landa
Írar eiga í vök að verjast vegna þess að þar
hefur ríkt stjórnarkreppa í 60 daga. Á Spáni
misheppnaðist stjórnarmyndun eftir 120 daga
þref og verður að kjósa að nýju til þings.
Minnt er á að ástandið hafi þó verið verra í
Írak árið 2010 þegar tók 249 daga að mynda
ríkisstjórn. Heimsmetið er þó sagt í höndum
Belga, þar tók um árið 451 dag að mynda rík-
isstjórn.
Þegar Framfaraflokkurinn gerðist aðili að
ríkisstjórn Noregs með Hægriflokknum eftir
kosningarnar árið 2013 þótti ýmsum að Nor-
egur setti ofan. Þykir nokkrum nú að stefnan
sem Framfaraflokkurinn boðaði í útlendinga-
málum sé of hörð?
Í Svíþjóð situr minnihlutastjórn í skjóli
þess að hefðbundnir valdaflokkar í landinu
þora ekki að rjúfa þing og boða til kosninga af
ótta við að stefna þeirra í útlendingamálum
(sem þeir hafa að mestu kastað fyrir róða)
leiði til enn meira fylgis við Svíþjóðar-
demókratana sem lagst hefur gegn straumi
flótta- og farandfólks til Svíþjóðar.
Í Finnlandi fékk Finnaflokkurinn utanrík-
isráðherraembættið eftir kosningarnar í apríl
2015 enda annar stærsti flokkur landsins.
Hann hefur lýst efasemdum um ágæti ESB-
aðildar og upptöku evrunnar í Finnlandi en
hallast til vinstri í félagsmálum. Út á við er
hann stimplaður sem hægri lýðskrums-
flokkur.
Í Danmörku nýtur ríkisstjórnin stuðnings
Danska þjóðarflokksins sem oft er úthróp-
aður erlendis sem öfgaflokkur vegna stefnu
sinnar í útlendingamálum, stefnu sem nú fell-
ur vel að sjónarmiðum sem njóta víðtæks
stuðnings almennings í Evrópu. Danski þjóð-
arflokkurinn beitti sér gegn því í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í desember 2015 að Danir
felldu úr gildi fyrirvara á ESB-aðild sinni.
Danir sögðu nei við tillögunni þrátt fyrir
stuðning gömlu stóru flokkanna við hana og
hræðsluáróður um blett á ímynd Danmerkur.
Íhaldsflokkurinn, stjórnarflokkur Bret-
lands, logar stafna á milli vegna ágreinings
um hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB.
Átökin harðna til 23. júní þegar greidd verða
atkvæði um ESB-aðildina. Íhlutun Baracks
Obama Bandaríkjaforseta í málið kallaði fram
harða gagnrýni á hann sem talsmann afsals
fullveldis annarra þótt Bandaríkjaþing neiti
meira að segja að fullgilda hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna vegna andstöðu við full-
veldisframsal.
Í Hollandi veit ríkisstjórnin ekki sitt rjúk-
andi ráð eftir að skýr meirihluti ákvað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að hafna aðild Hollands að
samstarfs- og viðskiptasamningi ESB við
Úkraínu. Niðurstaðan mótast af andstöðu
Hollendinga við of mikið framsal á valdi til
ESB þar sem lýðræði sé fótum troðið.
Í Austurríki sigraði frambjóðandi Frels-
isflokksins í fyrri umferð forsetakosninga.
Flokknum var lýst sem „öfgahægriflokki“ á
mbl.is, stofnandi hans hefði verið „SS-
dýrkandi“ og sigurvegarinn nú gengi með
„Glock-skammbyssu sína á almannafæri“.
François Hollande Frakklandsforseti nýtur
trausts innan við 20% þjóðarinnar og stjórn
hans á undir högg að sækja á öllum sviðum.
Neyðarlög gilda í Frakklandi en til sögunnar
hefur komið ný hreyfing sem kennir sig við
næturstöðu og mótmælir sérstaklega tillögum
um nýja vinnulöggjöf.
Angela Merkel Þýskalandskanslari mis-
reiknaði sig vegna farand- og flóttafólksins og
situr uppi með að verða að blíðka Erdogan
Tyrklandsforseta í von um að sú vitleysa verði
til að draga úr skaðsemi hinnar.
Sérstaða Íslands
Hér hefur aðeins verið drepið á stjórn-
málástandið í nokkrum löndum sem við notum
gjarnan sem mælistiku á eigin stjórn-
málastöðu. Hver hefur sinn pólitíska drösul
að draga. Hvergi í þessum löndum eru efna-
hagshorfur hins vegar eins góðar og hér á
landi.
„Hagkerfið stendur í blóma, kaupmáttur
vex hröðum skrefum og verðbólga hefur í
meira en tvö ár verið undir verðbólgumark-
miði Seðlabankans. Mikill afgangur er á rík-
issjóði, skuldir ríkisins lækka hratt og erlend
staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri.
Aldrei,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra á alþingi 8. apríl þegar hann
kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar.
Kaupmáttur hefur aukist um 11,6% und-
anfarna 12 mánuði. Erlendar skuldir nema
aðeins um 14% af landsframleiðslu miðað við
130% þegar verst lét. Skráð atvinnuleysi var
2,7% í mars. Taka má undir með forsætisráð-
herra sem sagði: „Þetta er fáheyrður árangur
í alþjóðlegu samhengi.“
Slíkur árangur við landstjórnina skiptir
meira máli fyrir ímynd og afkomu þjóðar en
brot úr sjónvarpsþætti þótt víða fari.
Eftir Björn
Bjarnason » Að því er orðspor Íslands
varðar mátti helst ætla að
menn óttuðust að umræður um
vandræði við stjórn landsins
færu varanlega fyrir brjóstið á
öðrum.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Sérstaða Íslands í efnahagslegum árangri