Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Umræðan undan-
farið um svokölluð
aflandsfélög hefur
dregið fram í dags-
ljósið gáfnafar þeirra
sem þátt hafa tekið
og þá hefur komið
fram að mörg gáfna-
ljósin skína skært á
löggjafarsamkundu
þjóðarinnar. Menn
sem hafa átt aðild að
svokölluðum aflandsfélögum eru
nánast teknir af lífi í umræðunni og
umsvifalaust stimplaðir glæpamenn
og skattsvikarar þó ekki hafi neitt
komið fram um meint lögbrot. Þá
er reynt að sverta umrædda ein-
staklinga með tilvísun í að félög
sem þeir hafa átt aðild að hafi verið
stofnuð í gegnum sömu lög-
fræðistofu og sem þjónustaði einnig
einhverjar glæpaklíkur. Það er alls
ekkert ólöglegt við að eiga félög er-
lendis og heldur virðist það vera
óljóst hvað er skattaskjól eða afla-
ndssvæði. Helst hafa þeir sem
fjallað hafa um þessi mál það til
viðmiðunar að aflandssvæði sé þar
sem skattar eru lægri en á Íslandi
sem gerir þá flesta staði heimsins
að aflandssvæðum. Menn verða að
hafa í huga að meginmunur er á
skattasniðgöngu og skattsvikum.
Þegar aðilar nýta sér allar glufur
en halda sig jafnframt innan
ramma laganna til að lágmarka
skattgreiðslur má segja að um sé
að ræða skattasniðgöngu en teygi
menn sig út fyrir ramma laganna
er klárlega um að ræða skattsvik.
Það síðarnefnda hafa æðstu emb-
ættismenn þjóðarinnar,
þingmenn og þeir sem
fara með skattaeftirlit í
landinu m.a. stundað í
áraraðir á þann hátt að
telja ekki rétt fram frá-
dráttarbæra liði á móti
fengnum ýmiss konar
sporslum vegna starfa
sinna. Þannig lækka
þeir þá skatta sem þeir
eiga í raun að standa
skil á. Hér er um að
ræða hrein og klár
skattsvik sem liðin hafa
verið um áratugaskeið, sennilega
vegna þess að þeir sem eiga að
uppræta þetta gera það ekki og
njóta góðs af sjálfir. Skipafélögin
Samskip og Eimskip nýta sér gluf-
ur í lögunum til að koma í veg fyrir
að skattgreiðslur starfsmanna
þeirra á skipunum rati ekki í sjóði
samfélagsins en renni þess í stað til
reksturs útgerðarinnar. Eimskip á
mér vitanlega ekki eitt einasta skip
í millilandasiglingum. Þau skip sem
fyrirtækið er með í rekstri eru flest
skráð í skattaskjóli á Bahamaeyj-
um og er væntanlega aðeins eitt
skip skráð undir hverju félagi þar.
Starfsmenn skipanna eru síðan
ráðnir í gegnum félög í Færeyjum
þar sem þeir eru skattskyldir. Yf-
irvöld í Færeyjum endurgreiða síð-
an útgerðinni stærstan hluta þeirra
skatta sem dregnir eru af þessum
starfsmönnum. Þannig skila sér
engir skattar af þessum starfs-
mönnum til íslensks samfélags. Hér
er samt ekki um skattsvik að ræða
heldur það sem kallast skattasn-
iðganga. Þetta er löglegt en dæmi
nú hver fyrir sig hvort einhver
sanngirni er í að þessir aðilar njóti
fullrar þjónustu samfélags okkar
þegar skattgreiðslur þeirra fara í
eitthvað allt annað en til reksturs
þeirrar þjónustu. Í áraraðir var
reynt að koma vitinu fyrir þing-
menn allra flokka landsins til að
stuðla að því að millilandaskipin
flýðu ekki innlenda skráningu en
um tíma voru meira en sextíu
flutningaskip í millilandasiglingum
skráð á Íslandi. Þessi skip flýðu öll
land og komu sér fyrir í skatta-
skjólum víðs vegar um heiminn.
Greinarhöfundur var um árabil bú-
settur á suðrænni eyju og starfaði
þar við rekstur útgerðar ásamt
fleiru. Væntanlega gerir það grein-
arhöfund að glæpamanni fyrir það
eitt að fávísum gáfnaljósum
embættismannakerfisins á Íslandi,
núverandi og fyrrverandi hugnast
að flokka þá eyju sem greinarhöf-
undur var búsettur á sem afla-
ndseyju og skattaskjól. Umræddum
aðilum sem hæst hafa haft í þess-
um efnum er svo starsýnt á flísina í
augum aflandseyjapeyjanna að þeir
sjá ekki bjálkann í eigin augum.
Margir þessara aðila eru á bólakafi
í skattsvikum en eru sínkt og heil-
agt að reyna að gera tortryggilega
þá sem stundað hafa skattasn-
iðgöngu innan ramma laganna,
væntanlega til að draga athyglina
frá umræddum raunverulegum
skattsvikum innanlands. Grein-
arhöfundi er virkilega efins um
þann rétt sem skattyfirvöld hér á
landi telja sig hafa til að skatt-
leggja hagnað erlendra félaga hvar
sem þau eru skráð í heiminum um-
fram skatt á arð íslenskra hluthafa
sem þeir taka út hverju sinni. Dett-
ur einhverjum í hug að tekið yrði
mark á því ef löggjafinn á Íslandi
setti í lög bann við hægribeygju á
rauðu ljósi í Bandaríkjunum ef lög
þar í landi kveða á um annað? Það
er í sjálfu sér ekki undarlegt að á
þeim árum sem Langanesmóri sem
fjármálaráðherra stóð að lögleið-
ingu eignaupptöku fólks sem farið
hafði vel með og kallaði slíkt rán
auðlegðarskatt, að einhverjir hafi
séð sig tilneydda að forða verð-
mætum sínum undan áður en allt
yrði hirt af þeim. Þetta hefur vænt-
anlega verið örþrifaráð þessa fólks
til að koma í veg fyrir að láta slík
ólög yfir sig ganga og klárt brot á
slíkum ólögum. En áður en menn
gagnrýna gjörninginn skyldu þeir
horfa til þess hvort sanngjarnt sé
að fólk, sem er búið að greiða
skatta af þeim tekjum sem um-
ræddar eignir byggja á, skuli svo
líða fyrir það með eignaupptöku að
hafa farið vel með. Þá væri þeim
þingmönnum og embættismönnum
sem sífellt gjamma um skattsvik
annarra hollt að hirða eigin garð þó
ekki væri nema til að hafa efni á að
hafa svo mikið sem skoðun á þess-
um málum almennt.
Eru Færeyjar aflandseyjar?
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Skipafélögin hér á
landi greiða starfs-
mönnum sínum laun í
gegnum félög í Fær-
eyjum og fá skatta
þeirra endurgreidda.
Eru Færeyjar þá af-
landseyjar?
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi og fyrr-
verandi aflandseyjapeyi.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birt-
ir aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi
hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kenni-
tölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhring-
inn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
Forsalan á 2017 vélsleðum
er í gangi til 6. maí
150.000 kr.- afsláttur af sleðum í forsölu
Verð frá 2.490.000 kr.