Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
✝ Rebekka Siffæddist á
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 1. júlí
1992. Hún lést 18.
apríl 2016.
Foreldrar henn-
ar eru Árdís Guð-
borg Aðalsteins-
dóttir, fædd 12.
febrúar 1967, og
Karl Bóasson,
fæddur 15. apríl
1965. Systkini Rebekku Sifjar
eru Logi Steinn Karlsson, fædd-
ur 21. desember 1984, og Bóel
Rut Karlsdóttir, fædd 25. júní
1993. Sambýliskona Loga Steins
fór ásamt foreldrum sínum þeg-
ar hún var um þriggja mánaða í
hjartaaðgerð á Harley Street
Clinic í London og tókst aðgerð-
in sem best. Hún gekk í leik- og
grunnskóla á Reyðarfirði og
þegar þeirri skólagöngu lauk
sótti hún starfsbraut í Verk-
menntaskólanum í Neskaupstað
í fjóra vetur. Á þeim tíma fór
hún einnig í starfsnám einu
sinni í viku í verslunina Nes-
bakka á Neskaupstað. Því næst
lá leið hennar hvern virkan dag
á Egilsstaði í hæfingu og iðju í
Stólpa en einnig sótti hún
skammtímavist í Neskaupstað á
Bakkabakka. Eftir að hún flutti
til Akureyrar sótti hún hæfingu
og iðju í Skógarlund og einnig
skammtímavist í Þórunnar-
stræti.
Útför Rebekku Sifjar fer
fram frá Glerárkirkju í dag, 29.
apríl 2016, klukkan 13.30.
er Sigþóra Brynja
Kristjánsdóttir,
fædd 22. ágúst
1990, og eiga þau
eitt barn, Jökul Ísar
sem er fæddur 7.
ágúst 2013. Sam-
býlismaður Bóelar
Rutar er Egill Stef-
án Jóhannsson,
fæddur 8. júní
1990.
Rebekka Sif ólst
upp á Reyðarfirði og bjó þar allt
þar til hún flutti ásamt for-
eldrum sínum til Akureyrar
sumarið 2015. Þegar hún fædd-
ist var hún með hjartagalla og
Elsku systir, þú verður alltaf í
huga okkar og að eilífu í hjörtum
okkar.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Þín systkini,
Bóel Rut og Logi Steinn.
Það eru margar myndir sem
þjóta í gegnum hugann þegar ég
minnist þín, elsku Rebekka mín,
ég man þegar þú komst í heiminn
svo agnarsmá og þurftir að fara
til London í hjartaaðgerð en það
stóðstu allt af þér með dyggum
stuðningi foreldra þinna.
Það var ekki ósjaldan þegar
maður kom niður á Austurveg að
tónlist hljómaði úr herberginu
þínu og þá jafnvel jólalögin hvort
sem það var sumar og sól eða
annar tími ársins. Þú hafðir mikið
yndi af því að hlusta á tónlist eða
horfa á myndir í sjónvarpinu eða
Ipad-inum þínum þegar þú
varðst eldri. Þá þýddi nú lítið að
ætla að heilsa upp á þig nema rétt
kíkja inn og segja nokkur orð og
svo varstu farin að gefa manni til
kynna að þú vildir fá frið. Þú
varst nú ekki mikið fyrir það að
vera innan um mikið af fólki í
miklum hávaða og áttir það jafn-
vel til að tína saman föggur fólks
og vísa því á dyr ef þér fannst nóg
komið. Þú gast ekki mikið tjáð
þig með orðum en það var öllum
ljóst hvað þú vildir enda ákveðin
ung kona og vissir upp á hár hvað
þú vildir.
Það var oft gaman af því þegar
þú komst við á Heiðarveginum
þegar þú varst að koma heim úr
vinnunni þinni á Stólpa á Egils-
stöðum.
Þá komuð þið mamma þín
stundum en þú varst nú ekki allt-
af sátt við það og áttir það til að
bíða bara úti í bíl og þér varð ekki
haggað. En oftar komstu inn og
settist þá oft inn í stofu að skoða
albúm sem þú hafðir mjög gaman
af. Þá fórstu stundum inn í sjón-
varpsherbergi og valdir þér
myndir til að fá að láni. Þá til-
heyrði að fá lítinn poka undir
myndirnar og þá varðstu kampa-
kát enda varð allt helst að fylgja
sömu rútínu og þú passaðir vel
upp á það að engu væri gleymt
þegar þú fórst. Þú varst alltaf
mjög góð við stelpurnar mínar og
það stóð ekki á því að þær máttu
fá lánaðar hjá þér myndir en ann-
ars varstu mjög passasöm upp á
dótið þitt og að allt væri á sínum
stað í herberginu þínu.
Það er okkur mæðgum
ógleymanlegt þegar þú varst hjá
okkur eina dagsstund í fyrra og
komst með Ipad-inn með þér til
að horfa á uppáhaldsþáttinn þinn.
Þér fannst nú ekki gaman að vera
skilin eftir enda mikil mömmu-
stelpa, en settist inn og fórst að
horfa á þátt með Supernanny og
hafðir hann ansi hátt stilltan og
harðneitaðir að lækka sama hvað
við mæðgur reyndum. Allt endaði
þó á því að við sátum í kringum
þig og horfðum með þér enda
mörg góð ráð hægt að fá hjá Su-
pernanny við að aga óþekka
krakka. Við höfum mikið skemmt
okkur yfir þessari minningu síð-
an og hlegið að því hvernig þú
gast vafið okkur um fingur þér,
því allt vildum við fyrir þig gera
svo þér liði vel hjá okkur.
Það verður skrýtið að koma
heim til þín og engin stúlka sem
kemur rólega fram með hendur
fyrir aftan bak og segir „baa“ við
mömmu sína þegar hún vill biðja
hana um eitthvað. Við eigum eftir
að sakna þín, elsku Rebekka mín,
fjölskyldan á Heiðarveginum, þó
ekki hafi farið mikið fyrir þér þá
var návist þín sterk. Við trúum
því að vel hafi verið tekið á móti
þér hinum megin þar sem afar
þínir eru báðir fyrir og biðjum
góðan Guð að geyma þig í faðmi
sínum.
Þín frænka,
Sigríður Helga
Aðalsteinsdóttir.
Hún gekk hér inn, lágvaxin og
hnellin, síðsumars á síðasta ári.
Það var eins og hér hefði hún allt-
af verið. Hún vann hug og hjörtu
þeirra sem hún umgekkst og
vann með, rétt eins og hendi væri
veifað. Iðin var hún Rebekka og
hún lagði svo sannarlega sitt af
mörkun í listsköpuninni hér í
húsi. Verkin hennar eru einstök
og falleg. Hún vann hægt og yf-
irvegað og var ákaflega vandvirk.
Ferill Rebekku hér í Skógar-
lundi varð allt of stuttur. Náði
ekki heilu ári. Hér naut hún sín
virkilega. Kom glöð hvern dag og
fór heim glöð í lok hvers dags.
Gekk yfirleitt óhikað til verka en
fannst samt gott að fá þjónustu í
sinni daglegu rútínu.
Hún var ákveðin, hún Re-
bekka, og voru skipulag og rútína
henni mikils virði hér í Skógar-
lundi. Væri leiðarvísir dagsins
ekki til staðar þegar hún mætti
kallaði hún eftir honum. Hún fór í
gegnum skipulagið og lagði
blessun sína yfir það eða benti á
breytingar sem mætti gera.
Fyrir nokkrum dögum var
Rebekka hér frísk og full af lífs-
gleði og nú er hún farin þangað
sem leið okkar allra liggur.
Elsku Rebekka. Skemmtileg
varstu á þinn hægláta hátt.
Horfðir oft á okkur kankvís. Þó
að þú segðir ekki margt með orð-
um tjáðir þú þig á þinn hátt. Það
er ótrúlegt að þú sért farin. Kom-
ir ekki aftur til okkar. En svona
er litla lífið. Við vitum aldrei hve-
nær tilvist okkar hér á jörðu er
lokið og ný hefst á öðru tilveru-
stigi. Á nýjum brautum heldur
tilvera þín áfram.
Kæra Rebekka, nú skiljast
leiðir. Við erum þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og átt með þér
ánægjulegar samverustundir.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Kæru Árdís, Karl og fjölskyld-
an ykkar öll.
Ykkur sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðj-
um almættið að umvefja ykkur
og styrkja á erfiðum tímum.
Elsku Rebekka. Hlutverki
þínu hér á jarðríki var að ljúka og
nú skiljast leiðir. Við brotthvarf
þitt myndast skarð og þín er sárt
saknað.
Hafðu hjartans þökk fyrir
samfylgdina, sem var gefandi og
skemmtileg. Í hjörtum okkar eig-
um við minningu um þig káta og
lífsglaða. Megi góður Guð geyma
þig.
Fyrir hönd allra í Skógarlundi,
Margrét Ríkarðsdóttir.
Margar fallegar og skemmti-
legar minningar leita á hugann
þegar sest er niður til að rita fá-
ein minningarorð um okkar ljúfa
og káta nemanda, Rebekku Sif
Karlsdóttur, sem nú svo allt of
snemma er frá okkur tekin.
Skólaganga þín hér á Reyðar-
firði gerði svo mikið fyrir okkur,
gaf okkur svo mikið og það verð-
ur seint fullþakkað. Við þurftum
að hugsa marga hluti upp á nýtt
og fyrir bragðið var skólastarfið
frjórra og fjölbreyttara.
Hlutir eins og tákn með tali og
skóli án aðgreiningar breyttu
skólastarfinu og juku þekkingu
og víðsýni jafnt nemenda, starfs-
manna sem foreldra og það var
óendanlega gefandi fyrir okkur
öll.
Traust og gefandi samstarf við
foreldra var einstakt og átti
drjúgan þátt í farsælli skóla-
göngu.
Kátína þín og einlægni höfðu
jákvæð áhrif á skólabraginn,
sem og stríðni þín og glettni.
Það tísti í þér hláturinn þegar þú
varst að reyna að stinga okkur
af í útifrímínútunum eða hljópst
á undan okkur á göngum skól-
ans.
Þú tókst alltaf virkan þátt í
öllu því sem við tókum okkur fyr-
ir hendur og ljóslifandi er
skemmtileg framganga þín á
árshátíðum og öðrum skemmtun-
um skólans. Í dag er sérstök Re-
bekkustofa í skólanum okkar þér
til heiðurs og við munum halda
áfram að segja nemendum skól-
ans skemmtilegar og gefandi
sögur af þér. Þannig heldur þú
áfram að auðga skólastarfið hér á
Reyðarfirði.
Um leið og við þökkum giftu-
ríka samfylgd vottum við foreldr-
um, systkinum og aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Þóroddur Helgason,
fyrrverandi skólastjóri,
og starfsfólk Grunnskóla
Reyðarfjarðar.
Rebekka Sif
Karlsdóttir
✝ Ólafía Gunn-laug Guð-
mundsdóttir,
Stella, fæddist á
Núpi í Haukadal í
Dalasýslu 23. mars
1943. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 24. apr-
íl 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Jós-
efsdóttir, f. 19. nóv-
ember 1918, d. 10. febrúar 1995,
og Guðmundur Guðmundsson, f.
20. maí 1919, d. 3. mars 2014.
Systur Stellu eru Kristín, f. 8.
mars 1941, og Guðveig, f. 26.
ágúst 1950. Stella giftist 26. maí
október 1971. 3) Rakel Linda, f.
11. desember 1972, gift Viðari
Jónassyni, f. 24. maí 1973.
Barnabörnin eru sjö og
barnabarnabörnin þrjú.
Stella ólst upp á Kolsstöðum í
Miðdölum í Dalasýslu. Grunn-
skólagangan var stutt eins og
tíðkaðist í sveitum landsins á
uppvaxtarárum Stellu. Hún
stundaði nám við Húsmæðra-
skólann að Staðarfelli Dölum
veturinn 1959-1960. Stella og
Gunnar hófu búskap í Ólafsfirði
og fluttust til Keflavíkur
snemma árs 1970 og bjuggu þar
alla tíð síðan. Stella var heima-
vinnandi þar til börnin uxu úr
grasi og vann eftir það við ýmis
þjónustustörf, lengst af og þar
til hún lauk starfsferli sínum
starfaði hún hjá Flugþjónustu
IGS á Keflavíkurflugvelli.
Útför hennar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 29. apríl
2016, klukkan 13.
1968 Gunnari Ell-
ert Svavarssyni, f.
27. nóvember 1938,
d. 2. mars 2016.
Foreldrar hans
voru Guðný Ingi-
marsdóttir, f. 18.
febrúar 1916, d. 1.
febrúar 2002, og
Svavar Jón Ant-
onsson, f. 12. janúar
1913, d. 22. desem-
ber 1983. Börn
Stellu og Gunnars eru: 1) Anna
Bára, f. 17. desember 1964, gift
Guðbirni Hafsteinssyni, f. 11.
desember 1955. 2) Svavar
Guðni, f. 15. október 1969, giftur
Lisu Bryndísi Matthews, f. 10.
Elsku hjartans ljúfa og góða
amma mín, það er svo sárt að
þurfa að kveðja.
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að alast upp og þrosk-
ast í hlýjum faðmi ykkar afa, betri
fyrirmyndir er ekki hægt að
hugsa sér. Umhyggja og ást ykk-
ar til okkar barnabarnanna var
einstök.
Ég á margar góðar minningar
af Bragavöllunum, má segja að
það hafi verið mitt annað heimili í
æsku. Þar var alltaf hægt að
dunda og gramsa, skottast á eftir
þér og horfa á Tomma og Jenna á
vídeóspólu.
Samloka með skinku og osti og
rísmjölsgrautur með rúsínum er
máltíð sem þú reiddir fram fyrir
mig í hvert skipti sem ég óskaði
eftir því og í ófá skiptin var kvöld-
maturinn tvírétta því litla prins-
essan borðaði ekki það sem var í
boði.
Já, það var gott að vera hjá
ömmu og afa. Þið afi minntuð mig
oft í gegnum tíðina brosandi út í
annað á söguna af því þegar ég, í
einu geðvonskukastinu, fékk nóg
af fjölskyldunni minni og pakkaði
saman dóti í tösku og labbaði mér
heim til ykkar því þar fengi ég að
ráða.
Elsku amma, ég á þér svo
margt gott að þakka, þú kenndir
mér svo margt. Það eru forrétt-
indi að hafa fengið að vera sam-
ferða þér í bráðum 33 ár en um
leið svo ljúfsárt að rifja upp liðnar
stundir og hugsa til þess að þær
verði ekki fleiri að sinni.
Nú siglir þú inn í sólarlagið
með afa, elskunni þinni, og saman
munuð þið halda áfram að vernda
og vaka yfir okkur fjölskyldunni
en nú á nýjum stað þar sem við
sameinumst svo öll aftur þegar
okkar tími kemur.
Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt og
allt.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Þín,
Heiða Björk.
Við trúum því varla hve lífið
getur verið ósanngjarnt. Einungis
nokkrum vikum eftir að hafa
kvatt afa okkar er hún amma okk-
ar nú farin frá okkur, alltof fljótt.
Ömmu fannst alltaf svo gaman
að fá okkur í heimsókn, þegar við
vorum börn var varla hægt að
kíkja heim til þeirra án þess að við
vildum fá að gista, enda vorum við
alltaf dekraðar í botn. Alltaf voru
til kökur og góðgæti heima hjá
þeim og passað upp á að við fengj-
um okkur alla vegna einn bita.
Ömmu var alltaf umhugað um
hversu vel okkur gekk í skólanum
og spurði okkur alltaf út í ein-
kunnir þegar við fengum þær að
hausti og vori. Hún studdi okkur í
öllu því sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Við munum ávallt minnast
þeirra stunda sem við áttum með
þér með hlýhug og söknuði. Takk
fyrir að leyfa okkur að kveðja þig,
elsku amma, skilaðu kveðju til afa.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þínar elsku bestu,
Stella Bryndís og Sunna Rós.
Ólafía Gunnlaug
Guðmundsdóttir
Helga, föður-
systir mín, rækt-
aði vel þau gildi
sem mótuðu líf
hennar, traust og
heiðarleika. Hún helgaði sig
heimilinu og umhyggjan fyrir
afkomendunum var öllu yfir-
sterkari.
En vegna gáfna og hæfileika
var hún hin menntaða heims-
kona sem sótti sér næringu í
það sem auðgar andann; skóla-
gangan var þó stutt. Hún var
skarpgreind, fljót að greina og
skilja samhengi hlutanna, sjálf-
stæð og einörð í skoðunum en
um leið reiðubúin til endurmats
og takast á við það nýja og
óvænta.
Helga var lítt rauðbirkin yf-
irlitum, hárið mikla var jarpt.
Hún var meðalhá vexti, glæsi-
leg kona sem bar með sér
reisn, klæddi sig alla tíð ein-
staklega fallega.
Hún var sannur fagurkeri,
unni fegurðinni og því sem bar
í sér tign. Heimilið bar því
vitni. Hún var höfðingi heim að
sækja, naut þess að bera dýr-
indis veitingar á borð. Hún
hefði lært eitthvað sem varðaði
mat; það sagði hún mér eitt
sinn þegar við töluðum um
fyrri ár, óskir hennar og lang-
anir. Fólk dróst að henni enda
geislaði hún í allri framkomu
sem einkenndist af hlýju og
gamansemi en um leið stakri
háttvísi. Hún naut samvista við
fólk, var vinamörg og ræktaði
vináttuna. Í banalegunni laun-
uðu margir henni velvildina.
Helga Einarsdóttir
✝ Helga Ein-arsdóttir
fæddist 6. desem-
ber 1922. Hún lést
16. apríl 2016. Út-
för Helgu fór fram
27. apríl 2016.
Þau systkinin
Helga og pabbi
voru tveggja og
fjögurra ára að
aldri þegar foreldr-
ar þeirra skildu árið
1924. Þau nutu því
ekki ástar þeirra og
umhyggju nema
stuttan tíma; sam-
veru systkinanna
lauk ári síðar. Þessi
örlög mörkuðu þau
bæði og skildu eftir djúp sár
sem aldrei greru. En þeim
auðnaðist að rækta hæfileika
sína svo að eftir var tekið. Bæði
vildu halda í lífið enda nutu þau
þess; þau náðu háum aldri,
urðu þó aldrei gömul enda hug-
ur beggja sífrjór. Nú eru þau
fallin frá, það var stutt á milli
þeirra. Fráfall þeirra markar
djúp skil og þeirra er sárt
saknað.
Nú þegar ég kveð Helgu
frænku mína er mér efst í huga
þakklæti, innilegt þakklæti.
Hjá þeim Oddi átti ég ekki að-
eins athvarf í næstum hálfa öld,
á skólaárunum átti ég þar
miklu frekar heimili. Þau voru
veitendur, örlát á allt, ég þiggj-
andinn.
Helga Einarsdóttir lifir í
minningum okkar sem sakna
vinar í stað.
Er þú hvarfst fyrir horn
stóð ég eftir andartak
í sömu sporum
og vissi vart hvert halda skyldi.
(Þóra Jónsdóttir)
Margrét
Jónsdóttir.
Vegna mistaka birtist þessi
grein ekki á útfarardegi. Hlut-
aðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar á því.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR RUNÓLFSSON
húsasmíðameistari,
Langholti 17, Akureyri,
lést að heimili sínu þann 22. apríl.
Útför hans verður gerð frá Glerárkirkju mánudaginn 2. maí
klukkan 10.30.
.
Anna Gréta Baldursdóttir,
Elín K. Sigurðardóttir, Þröstur Friðfinnsson,
Baldur Sigurðsson,
Jón Reynir Sigurðsson, Halldóra Magnúsdóttir,
Árni Viðar Sigurðsson, Jenný Ruth Hrafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.