Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
✝ Sigríður Reg-ína Ólafsdóttir
fæddist í Árgerði á
Kleifum í Ólafsfirði
23. apríl 1929. Hún
lést á heimili sínu
22. apríl 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Baldvin Ólafur
Baldvinsson út-
vegsbóndi í Ár-
gerði, f. 10. júlí
1899, d. 29. mars 1983, og eig-
inkona hans Snjólaug Ásta Sig-
urjónsdóttir, f. 30. september
1899, d. 16. janúar 1971. Systk-
ini Regínu voru:
Sigurfinnur, f. 23.12. 1922, d.
13.3. 2007, Rósa, f. 19.8. 1925,
d. 19.3. 2006, og Sigurbjörg Ól-
ína, f. 29.10. 1938, d. 26.2. 1979.
Eftirlifandi eiginmaður Reg-
ínu er Eggert Gíslason skip-
stjóri, f. 12. maí 1927 í Kot-
húsum í Garði. Þau gengu í
hjónaband 24. mars 1951.
Börn þeirra eru: 1) Soffía
Margrét Eggertsdóttir, f. 28.9.
1951, sérkennari í Ólafsfirði,
maki Óskar Þór Sigurbjörns-
son, f. 17.6. 1945, skólastjóri í
Ólafsfirði. Börn þeirra eru: a)
Ólafur Ármann Óskarsson, f.
hans er Fanney Long Ein-
arsdóttir, f. 27.7. 1974. Börn
þeirra eru: Katrín Björg Hjálm-
arsdóttir, f. 1998, og Gísli, f.
2003. b) Þórunn Inga Gísladótt-
ir, f. 30.12. 1975. Maki hennar
var Hilmar Ramos, f. 13.6.
1975, þau skildu. Börn þeirra
eru: María, f. 1998, og Ingi-
björg, f. 2003. 3) Hrefna Unnur
Eggertsdóttir, f. 12.9. 1955, pí-
anóleikari og kennari í Reykja-
vík. Maki hennar er Kjartan
Óskarsson, f. 13.2. 1954, klarín-
ettuleikari og skólastjóri í
Reykjavík. Börn þeirra eru: a)
Ásta María, f. 3.2. 1987. b) Egg-
ert Reginn Kjartansson, f. 15.5.
1991, sambýliskona Unnur Sif
Geirdal, f. 3.6. 1991. 4) Ólafur
Eggertsson, f. 29.6. 1959, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík.
Kona hans er Sigrún Birg-
isdóttir, f. 13.10. 1959, leik-
skólastjóri í Reykjavík. Börn
þeirra eru: a) Birgir Ævar
Ólafsson, f. 19.4. 1978. Kona
hans er Fjóla Georgsdóttir, f.
8.8. 1977. Börn þeirra eru:
Daníel Máni Brandsson, f. 2000,
og Úlfhildur Birta, f. 2005. b)
Regína Unnur Ólafsdóttir, f.
13.3. 1982. Maki hennar er
Mark Millen, f. 30.9. 1979. Dótt-
ir þeirra er Una Sadie, f. 2014.
c) Ásdís Eva Ólafsdóttir, f. 26.9.
1989.
Útför Regínu verður gerð
frá Áskirkju í Reykjavík í dag,
29. apríl 2016, og hefst athöfnin
kl. 15.
10.7. 1972. Kona
hans var Sigrún
Sigurðardóttir, f.
30.1. 1968, þau
skildu. Börn þeirra
eru: Signý Rós, f.
1999, Sigurður
Bogi, f. 2002, og
Gréta Þórey, f.
2005. b) Eggert
Þór Óskarsson, f.
5.10. 1973. Kona
hans er Magna
Lilja Magnadóttir, f. 28.12.
1975. Börn þeirra eru: Maren
Ósk, f. 2000, Aron Snær, f.
2003, og Regína Lind, f. 2006.
c) Sigurbjörn Reginn Óskars-
son, f. 10.9. 1979. Kona hans er
Elísabet Pétursdóttir, f. 15.7.
1980. Börn þeirra eru: Kjartan
Bessi, f. 2008, og Baldur Þór, f.
2013. d) Kristján Uni Ósk-
arsson, f. 4.2. 1984. Kona hans
er Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir,
f. 23.7. 1986. Börn þeirra eru:
Elísa Dröfn, f. 2005, og Óskar
Pálmi, f. 2010. 2) Gísli Árni
Eggertsson, f. 2.5. 1954, skrif-
stofustjóri í Reykjavík. Kona
hans er María Ingimarsdóttir, f.
22.2. 1954, kennari í Reykjavík.
Börn þeirra eru: a) Eggert
Gíslason, f. 24.9. 1971. Kona
Tengdamóðir mín elskuleg,
hún Regína Ólafsdóttir, er látin 87
ára gömul. Hún ólst upp í litla
þorpinu á Kleifum í Ólafsfirði
vestanverðum þar sem bjuggu á
annað hundrað manns þegar mest
var. Bernskuheimili hennar var
Árgerði, stórt tvíbýlishús í miðri
byggðinni. Sigurður útgerðar-
maður Baldvinsson, kona hans
Kristlaug Kristjánsdóttir og dæt-
urnar Gerður og Brynja bjuggu
vestan megin, en bróðir hans Ólaf-
ur Baldvinsson útvegsbóndi, Ásta
Sigurjónsdóttir kona hans og
börnin Sigurfinnur, Rósa, Regína
og Sigurbjörg bjuggu austan
megin ásamt móður Ástu, Soffíu
Margréti Reginbaldsdóttur sem
ættuð var frá Hamri í Stíflu, Fljót-
um. Lífsbjörgin kom frá landbún-
aði og fiskveiðum jöfnum höndum
í byggð sem þessari og lærði Reg-
ína snemma réttu handtökin á
báðum sviðum. Byggðin á Kleif-
um var afskekkt og ekki alltaf
auðsóttur skóli í Horninu, eins og
sveitafólkið nefndi þéttbýlið í
Ólafsfirði. Farskóli var starfrækt-
ur til skiptis á bæjunum og síðan í
skólahúsinu Holti fyrir yngri
nemendur. Regína var námsfús,
tónelsk og listfeng. Hún hlaut auk
þess í vöggugjöf næmt brageyra
og átti létt með að yrkja eins og
faðir hennar og föðurbróðir, sem
voru annálaðir hagyrðingar.
Reyndar mátti segja að annar
hver Kleifabúi væri hagyrðingur
því slíkur var fjöldi vísna og kvið-
linga sem flaug milli bæja og lífg-
aði upp á hversdagsleikann. Hug-
ur Regínu stóð til frekara náms og
fór hún til Siglufjarðar í Gagn-
fræðaskólann sem var þá á kirkju-
loftinu. Þar var hún vistuð hjá
góðu fólki sem hún mat alltaf mik-
ils.
Um miðja síðustu öld urðu
miklar breytingar á högum Reg-
ínu. Ungur aflaskipstjóri að sunn-
an, Eggert Gíslason, kom til
Ólafsfjarðar og tók miklu ástfóstri
við Kleifarnar, því þar náði hann í
Regínu og gengu þau í hjónaband
sem var mesta gæfuspor þeirra
beggja. Settust þau að í Garðinum
og síðar í Reykjavík. Einnig reistu
þau sér hús á Kleifum þar sem
Regína dvaldi með börnin yfir
sumarið og sinnti margþættum
ábyrgðarstörfum sjómannskon-
unnar. Á hverju sumri héldu þau
til á Kleifum meðan heilsa leyfði
og vildu vart annars staðar vera.
Í hvert skipti þegar við Regína
hittumst voru málin rædd, stjórn-
málaástandið jafnt sem annað og
víða komið við. Ef segja þurfti
deili á mönnum var hún vísust til
að vita allt um ættir þeirra og
hagi. Hún hafði mikinn áhuga á
ættfræði og fylgdist vel með öllum
fréttum almennt. Oftar en ekki
vorum við sama sinnis hvað lands-
málin snerti og gat hún verið
gagnrýnin og ráðagóð í senn og
ófeimin að segja sína meiningu.
Eggert hefur nú misst mikið
því hún var kjölfestan í lífi hans.
Daglega kom hún á Hrafnistu þar
sem hann dvelur og annaðist hann
af umhyggju, hlýju og þeirri hug-
arró sem henni var gefin. Það var
fagurt að fylgjast með ástúð henn-
ar og fórnfýsi síðustu daga og vik-
ur sem hún lifði. Einnig var fallegt
samband hennar við litlu barna-
barnabörnin sem öll þekktu lang-
ömmu svo afar vel og syrgja hana
nú. Við biðjum algóðan Guð að
styrkja og styðja Edda afa og
blessa minningu fallegrar og
góðrar konu sem Ína amma var.
Óskar og Gréta.
Engin kynslóð Íslandssögunn-
ar upplifði jafn stórkostlegar sam-
félagsbreytingar og kynslóð Reg-
ínu tengdamóður minnar. Hún
var alin upp á sveitaheimili þar
sem nægjusemin var hlutskipti
fjölskyldunnar. Samanborið við
aðstæður nú á tímum þætti sjálf-
sagt mörgum óhugsandi hvernig
fólk fór að í þá daga. Regína tók
með sér það góða og fallega úr
gömlu bændamenningunni en til-
einkaði sér það besta úr menningu
hins nýja tíma. Hún var húsmóðir,
sjómannskona og stýrði sínu
heimili að miklu leyti ein á meðan
börnin voru að vaxa úr grasi. Eftir
að börnin voru flutt að heiman
urðu barnabörnin aufúsugestir og
nutu elskusemi ömmu sinnar.
Hún hafði óbilandi áhuga á því
sem þau tóku sér fyrir hendur,
ekki síst því sem laut að fram-
kvæmdum innanhúss og utan.
Regína var mikil hagleikskona
sem skilur eftir sig margt fallegt
handverkið á heimilum barna
sinna og barnabarna. Hún hafði
einnig brennandi áhuga á ætt-
fræði, sem hún sökkti sér í á
seinni árum. Rúmlega fjörutíu og
sex ár eru síðan ég kom fyrst inn á
heimili tengdaforeldra minna. Þar
var mér strax tekið sem einni af
fjölskyldunni og á ég þeim mikið
að þakka. Aldrei á þessum langa
tíma fór styggðaryrði á milli mín
og tengdamóður minnar. Þegar
ég minnist Regínu koma fyrst upp
í hugann orð eins og þrautseigja,
hlýja, tryggð, orðheldni, prúð-
mennska og hógværð og ekki má
gleyma frábærum húmor. Margt
af þessu hefur birst ljóslega í veik-
indum hennar á síðustu árum og
ekki síst síðustu misseri þar sem
tengdafaðir minn hefur átt við
mikla vanheilsu að stríða. Þar hef-
ur hún staðið þétt við bakið á hon-
um, sýnt ótrúlegan dugnað og
þrautseigju og áreiðanlega staðið
lengur en stætt var. Að leiðarlok-
um vil ég þakka Regínu tengda-
mömmu minni fyrir allar góðu
stundirnar sem ég átti með henni
og ómetanlega hjálpsemi við mig
og mína alla tíð.
María Ingimarsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Regína Ólafsdóttir, kvaddi þessa
jarðvist að morgni föstudagsins
22. apríl síðastliðins, degi fyrir 87
ára afmælið sitt. Hún hafði átt við
vanheilsu að stríða í fjöldamörg ár
og oft verið nálægt því að fara yfir
móðuna miklu. Samt var það svo
að sláttumaðurinn slyngi kom
okkur aðstandendum á óvart þó
að vafalaust hafi Regína verið
undir það búin að leggja upp í
þessa sína hinstu ferð. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
tilheyra fjölskyldu hennar í lið-
lega fjörutíu ár og fæ það aldrei
fullþakkað.
Regína var mörgum góðum
kostum búin. Hún var sérstaklega
iðjusöm og ég held henni hafi aldr-
ei fallið verk úr hendi. Verkkvíða,
hangs og leti þekkti hún bara af
afspurn.
Hún var gestrisin og veitul með
afbrigðum og vildi að allir sem í
heimsókn komu þægju beina.
Þegar ég leit inn til hennar kvöld-
ið áður en hún kvaddi vildi hún
endilega hella upp á kaffi handa
mér. Ég afþakkaði en sé eftir því
núna að hafa ekki þegið þennan
síðasta sopa hjá henni.
Hún var einkar vel lesin, fylgd-
ist vel með og hafði alla tíð sterkar
skoðanir á þjóð- og stjórnmálum
sem hún hvikaði hvergi frá þótt
hún væri ekkert að troða þeim
upp á aðra.
Hún var kærleiksrík og bar
mikla umhyggju fyrir sínu fólki,
ávallt boðin og búin að rétta hjálp-
arhönd ef á þurfti að halda. Satt
að segja veit ég ekki hvernig við
Hrefna hefðum farið að þegar
börnin okkar voru að komast á
legg hefði Edda afa og Ínu ömmu
ekki notið við. Hún umvafði af-
komendahópinn sinn og fylgdist
af áhuga og stolti með hverjum og
einum. Ég sá samband hennar og
dóttur minnar breytast úr ömmu-
sambandi yfir í fallegt samband
vinkvenna og viss er ég um að hin
seinni ár spjölluðu þær um ým-
islegt sem ekki fór víðar.
Regínu voru listrænir hæfileik-
ar í blóð bornir. Hún var vel hag-
mælt en flíkaði því ekki. Hún hafði
unun af tónlist og afar næmt eyra
fyrir ljóðum og öðrum kveðskap
og kunni ógrynnin öll af slíku.
Hún unni sannarlega öllu því góða
og fagra sem lífið hafði upp á að
bjóða. Hún var ástríðufull handa-
vinnukona og í öllu sem eftir hana
liggur á því sviði koma listrænir
hæfileikar hennar glöggt í ljós.
Langmest af því sem hún vann í
höndunum var öðrum ætlað, til að
gleðja augað eða til að ylja.
Hún var alla tíð stálminnug og
oft man ég eftir að hafa spurt hana
um sitthvað sem varðaði ættfræði.
Hún sagðist þá gjarnan þurfa að
rifja þetta aðeins upp. Svo hringdi
hún til baka, sama dag eða nokkru
seinna, og rakti alla þræði skýrt
og skilmerkilega án þess að setja
svo mikið sem einn stafkrók á
blað.
Regína hafði einstaklega þægi-
lega nærveru, jafna og góða lund
og skipti ekki oft skapi, þótt allir
vissu vel að hún væri hreint ekki
skaplaus. Stórt skarð hefur verið
höggvið í fjölskylduna, skarð sem
aldrei verður fyllt, en mestur er
þó missir eiginmannsins sem nú
tregar ástvinu sína eftir hartnær
sjötíu ára samfylgd.
Guð blessi minningu Regínu
Ólafsdóttur.
Kjartan Óskarsson.
Hún Ína amma er dáin.
Hún hlaut þennan dauðdaga
sem maður heyrir fólk helst óska
sér þegar árin færast yfir, að fá að
sofna í rúminu sínu og vakna ekki
aftur. Ég sé hana fyrir mér ganga
í rólegheitum, raulandi fyrir
munni sér, yfir mörkin milli lífs og
dauða. Eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Bara rétt eins og hún
gengi fram í eldhús eða niður í
saumaherbergið sitt. Það var
hennar stíll að vera róleg og yfir-
veguð, jafnvel þótt eitthvað gengi
á.
Hún hafði komið þarna áður, að
mörkum lífs og dauða, og hafði
lýst því fyrir sumum okkar. Það
var þegar hann Sölvi Helgason
kom til hennar þar sem hún lá á
sjúkrahúsi milli heims og heljar,
með heilahimnubólgu og varla
hugað líf. Ekki vildi hún fylgja
honum í það skiptið en maður
veltir fyrir sér hvort hann hafi
mætt aftur og náð að fá hana með
sér í þetta skiptið. Hver veit.
Hún amma var góðmennskan
holdi klædd og viðhorf hennar til
lífsins og tilverunnar nokkuð sem
ég hef lagt mig fram um að fylgja
eftir og mun gera um ókomin ár.
Þau eru ófá samtölin okkar í gegn-
um árin við eldhúsborðið eða þar
sem hún sat með handavinnuna
sína og við ræddum saman um
heima og geima, því þó að hún
væri fyrir mörgum árum farin að
tapa heyrn átti hún gott með að
halda uppi samræðum í góðu næði
og var skýr og skörp fram á síð-
asta dag. Þó að hún hefði áhuga á
ætt og uppruna vildi hún ekkert
vera mikið að velta sér upp úr því
sem búið var og gert og ekki yrði
aftur tekið. Heldur vildi hún horfa
fram á veg, spurði frétta af börn-
unum og vildi vita sem mest um
hópinn sinn, sem hún reyndi alltaf
að halda vel utan um.
Það eru tímamót. Heimsókn-
irnar til afa og ömmu á Kleppsveg
verða ekki fleiri. Sá dagur hlaut að
koma, það er gangur lífsins eins
og afi hefur svo oft sagt. Alla mína
ævi hef ég komið á Kleppsveg, þar
sem amma og afi hafa búið í um 50
ár. Þarna var ævintýraland barn-
æskunnar; í húsinu, garðinum og
umhverfinu. Þarna bjó ég á há-
skólaárunum og var húsvörður
þegar afi og amma voru að heim-
an. Þangað kom ég svo seinna
með mín eigin börn í heimsókn til
langafa og langömmu. Þarna eru
minningar sem munu lifa um
ókomna tíð.
Elsku amma mín, takk fyrir allt,
og ég kveð þig nú með orðum sem
þú sagðir svo oft – Guð geymi þig.
Óli Ármann.
Hún Ína amma mín er dáin.
Hún var manneskja sem erfitt er
að kveðja en einnig svo auðvelt að
minnast enda hafa góðar stundir
með henni og Edda afa litað líf
okkar allra barnabarnanna. Sem
strákur á Ólafsfirði beið ég allan
veturinn eftir að amma og afi
kæmu norður. Þegar þau svo
komu á vorin var beðið eftir því að
bíllinn birtist og hlaupið á móti
honum. Þá breyttist sumarið í æv-
intýri. Ævintýralandið var Kleif-
arnar, sumarbústaður ömmu og
afa og umhverfið allt frá fjöru og
upp í fjall. Oftar en ekki var Birgir
frændi minn með í för og frelsið
sem við höfðum til að kanna heim-
inn var ómetanlegt. Amma sá til
þess að allir fengju ást og um-
hyggju og færu nú einhvern tím-
ann í háttinn. Allar stundirnar hjá
ömmu og afa á Kleppsveginum í
Reykjavík eru líka eftirminnileg-
ar. Þar dvaldi ég oft langdvölum á
sumrin sem barn og bjó svo um
tíma meðan á háskólanámi stóð.
Það var aldrei tiltökumál fyrir
ömmu að aðstoða barnabörnin,
hvort sem málið snerist um húsa-
skjól, saumsprettur eða ráðlegg-
ingar um lífið og tilveruna. Ína
amma var alltaf til staðar.
Amma var sterk og dugleg og
tókst á við allt mótlæti með ótrú-
legu jafnaðargeði. Í seinni tíð hafa
synir okkar Elísabetar fengið að
koma á Kleppsveginn og kynnast
Ínu ömmu og fyrir það er ég svo
þakklátur því þar hafa þeir eign-
ast minningar um góða, brosmilda
og hlýja langömmu sem gott var
að koma til. Elsku Eddi afi, vertu
sterkur og mundu að amma er
með þér hvert einasta skref.
Elsku amma mín, takk fyrir allt.
Sigurbjörn Reginn.
Sigríður Regína
Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sigríður Regína Ólafs-
dóttir bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Hjúkrunarheimilinu Eiri, 3. hæð norður,
fyrir alúð og umhyggju. Guð blessi ykkur öll.
.
Helga Eygló Guðlaugsdóttir Reynir Garðarsson
Jón S. Guðlaugsson Þórkatla Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA O. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27.
apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. maí.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sumarstarf KFUK í
Vindáshlíð, s. 588 8899.
.
Sverrir I. Axelsson
Kristín Sverrisdóttir
Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason
Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir
Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall og útför ástkærrar
móður, tengdamóður, fóstru, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
SIGRÍÐAR GUÐNÝJAR
KRISTJÁNSDÓTTUR,
Boðahlein 3, Garðabæ,
sem lést 30. mars og jarðsungin var
22. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda,
.
Rögnvaldur K. Hjörleifsson Erla Ingvarsdóttir
Guðmundur Hjörleifsson
Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir Páll Bragason
Álfhildur Erna Hjörleifsdóttir
Sverrir Hjörleifsson Svanhildur Guðlaugsdóttir
Kristján Haukdal Þorgeirsson
Jón Haukdal Kristjánsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FINNBOGI JÓNSSON
frá Skálmarnesmúla,
Katrínarlind 5, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn
27. apríl. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
miðvikudaginn 4. maí klukkan 13.
Jarðsett verður síðar á Skálmarnesmúla.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
.
Þuríður Kristjánsdóttir,
Anna Freyja Finnbogadóttir, Óskar Halldórsson,
Jón Finnbogason,
Auður Elín Finnbogadóttir, Guðjón Þorsteinsson
og barnabörn.