Morgunblaðið - 29.04.2016, Page 35
nokkuð mörgum störfum á Bifröst.
Ég hélt utan um frumgreinadeildina
á sínum tíma og svo BS-námið í fjar-
námi ásamt því að halda utan um
nemendaskráninguna og fleira.“
Meðfram vinnunni tók Guðrún svo-
meistarapróf í alþjóðlegum við-
skiptum við Háskólann á Bifröst og
útskrifaðist með þá gráðu 2009. Árið
2011 bætti hún svo við sig einni próf-
gráðu eftir að hafa tekið kennslurétt-
indanám við Háskólann á Akureyri.
„Ég fékk þá flugu í höfuðið árið
2012 að fara á heimaslóðir með strák-
ana mína, sem þá voru sem sagt orðn-
ir tveir og ég einstæð. Ég fór að finna
í Orkuveitu Húsavíkur, sem var alveg
hreint ágætt, samstarfsfólkið var frá-
bært, en mér fannst það þó ekki
nægilega hvetjandi starf þannig að
þegar þáverandi rektor á Bifröst
hringdi í mig og bauð mér að koma og
vera forstöðumaður Háskólagáttar
og inntökustjóri þáði ég það með
þökkum og flutti aftur á Bifröst. Ég
fór sem sagt aftur um sumarið 2013 á
Bifröst með strákana mína og fór í
nýtt starf. Um áramótin tók ég svo
við af framkvæmdastjóra kennslu og
þjónustu við Háskólann á Bifröst og
sinnti því starfi meðfram forstöðu
Háskólagáttar þar til ég var ráðin
sem skólameistari við Menntaskóla
Borgarfjarðar í október 2014. Þá
fluttum við í Borgarnes og okkur hef-
ur liðið mjög vel hér. Það er krefjandi
og mikið starf að vera skólameistari
en jafnframt mjög skemmtilegt.“
Félagsstörfin hafa aukist
„Ég hef verið nokkuð virk í fé-
lagsstörfum og sérstaklega í seinni
tíð. Ég var í stjórn foreldrafélags
grunnskólans á Húsavík og núna er
ég formaður foreldrafélags grunn-
skólans í Borgarnesi og hef fengið
tækifæri á að taka þátt í mjög
skemmtilegum verkefnum, núna síð-
ast Gleðileikunum í Borgarnesi, sem
eru samfélagsverkefni þar sem allir
leggjast á eitt við að brjóta skóla-
starfið upp. Nemendum efsta stigs er
skipt í hópa og leysa saman þrautir
og fá einkunn fyrir samvinnu, sjálf-
stæði og gleði. Gleðin er höfð að leið-
arljósi í öllu. Svo er ég að fara inn í
stjórn knattspyrnudeildar Skalla-
gríms og vona að ég geti orðið að
góðu liði þar. Það er ekki nóg að eiga
þessi börn, maður þarf að sinna því
hlutverki með margvíslegum
gjörðum.
Strákarnir mínir og fjölskyldan eru
aðaláhugamál mitt og að vera í sam-
skiptum við fjölskyldumeðlimi. Ég er
mikil fjölskyldumanneskja. Ég elska
sunnudagssíðdegi þar sem fjöl-
skyldan sest niður saman með spil og
hefur það notalegt. Við höfum líka
gaman af allri matargerð og að borða
góðan mat saman. Svo hef ég líka
mikið gaman af góðum félagsskap
með góðum vinum, útivist og göngu-
ferðum í góðum félagsskap.“
Guðrún ætlar að bjóða strákunum
sínum út að borða í tilefni dagsins en
svo verður afmælisveisla með nán-
ustu vinum og vinnufélögum annað
kvöld.
Fjölskylda
Synir Guðrúnar eru 1) Fannar Óli
Þorvaldsson, f. 12.10. 2001, en faðir
hans og fyrrv. maki Guðrúnar er Þor-
valdur Hjaltason, f. 30.12. 1977, kokk-
ur, bús. í Borgarnesi, og 2) Jökull
Smári Birgisson, f. 8.2. 2008, en faðir
hans og fyrrv. maki Guðrúnar er
Birgir Smári Karlsson, f. 15.10. 1951,
skipstjóri, bús. í Kópavogi.
Systkini Guðrúnar: Ólafur Jón Að-
alsteinsson, f. 30.10. 1973, vörubíl-
stjóri á Húsavík; Ingunn Ólína Aðal-
steinsdóttir, f. 25.9. 1981, verslunar-
stjóri Kaskó á Húsavík, og Ásgerður
Heba Aðalsteinsdóttir, f. 6.2. 1986,
verkakona á Húsavík.
Foreldrar Guðrúnar: Aðalsteinn
Ólafsson, f. 31.3. 1953, sjómaður á
Húsavík, og k.h. Hulda Ingadóttir, f.
29.1. 1950, starfsmaður Heilbrigðis-
stofnunar Norðurlands á Húsavík.
Úr frændgarði Guðrúnar Bjargar Aðalsteinsdóttur
Guðrún Björg
Aðalsteinsdóttir
Þórhildur Hjartardóttir
húsfreyja á Þorgrímsstöðum
Erlingur Jónsson
bóndi á Þorgrímsstöðum
í Breiðdal, S-Múl.
Guðrún Björg Erlingsdóttir
húsfreyja í Skriðdal og
Breiðdal
Ingi Bjarnason
bóndi í Skriðdal
Hulda Sigríður Ingadóttir
starfsmaður Heilbrigðis-
stofnunar Norðurlands á
Húsavík
Kristín Árnadóttir
húsfreyja á Borg í Skriðdal
Bjarni Björnsson
bóndi á Borg í Skriðdal, S-Múl.
Katrín
Júlíusdóttir
húsfr. á
Húsavík
Hákon Aðalsteinsson
sjómaður á Húsavík
Júlíus Stefánsson
framkv.stjóri, bús.
í Sandgerði
Sigurður A. Hákonarson
verkamaður á Húsavík
Katrín
Júlíusdóttir
þingm. og
fv. ráðherra,
bús. í
Garðabæ
Hákon Hrafn
Sigurðsson
prófessor við
lyfjafræðid. HÍ
og þríþrautar-
karl ársins 2015
Helga Eggertsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Andrés Júlíus Sigfússon
bátasmiður á Húsavík
Ásgerður Júlíusdóttir
saumakona á Húsavík
Ólafur Jón Aðalsteinsson
hafnarvörður á Húsavík
Aðalsteinn Ólafsson
sjómaður á Húsavík
Ólína Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja á Sólheimum
Aðalsteinn Halldórsson
bóndi á Sólheimum á
Svalbarðsströnd
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
95 ára
Stefanía Magnúsdóttir
85 ára
Hilma Magnúsdóttir
Hjalti Sigurjónsson
Karl Þorgrímsson
Kristín Erla Valdimarsdóttir
80 ára
Guðlaug Jóhannsdóttir
Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir
Marín Marelsdóttir
75 ára
Gígja Sigríður Tómasdóttir
Kristín Inga Kristjánsdóttir
70 ára
Einar Gíslason
Hrönn Þórðardóttir
Jón Gunnlaugsson
Júlíana Bjarnadóttir
60 ára
Guðbjörg Sigurðardóttir
Guðbjörn Ingólfur Ólafsson
Hilmar Jóhannsson
Ólöf Ólafsdóttir
Sigríður S. Magnfreðsdóttir
Sigurlaug Óskarsdóttir
Sólveig Kristinsdóttir
Valdimar A. Kristinsson
Þórir Ólafur Tryggvason
50 ára
Aðalheiður Guðrún
Þórðardóttir
Aðalheiður Pálmadóttir
Björk Leifsdóttir
Guðný Vésteinsdóttir
Hafþór Guðbjartsson
Heiða Sigríður Davíðsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Jadwiga Zofia Wota
Lóa María Magnúsdóttir
Ragna Arinbjarnardóttir
Reynir Sýrusson
Vilhjálmur Þ. Ólafsson
40 ára
Árný Vigfúsdóttir
Daði Pétur Nez
Einar Þór Sigurjónsson
Friðrik Már Steinþórsson
Guðlaug Berglind
Guðgeirsdóttir
Guðrún Björg
Aðalsteinsdóttir
Hrafnhildur Ása Einarsdóttir
Marta Zarska
Már Wardum
Óskar Kristinn Óskarsson
Sigríður Árnadóttir
Stefán Magnússon
30 ára
Árdís Inga Höskuldsdóttir
Elvar Már Stefánsson
Embla Dóra Björnsdóttir
Ewelina Maria Medic
Iwona Zmuda Trzebiatowska
Jaroslava Fialová
Jóhannes Helgi Benonýsson
Kristrún Kristmundsdóttir
Ottó Stefán Michelsen
Pawel Czyzewski
Rolanda Simenaite
Signý Heiða Guðnadóttir
Sigurður Rúnar Pálsson
Sveinbjörn Geirsson
Til hamingju með daginn
40 ára Berglind er frá
Austurhlíð í Skaftártungu
en er bóndi og búfræði-
kandidat í Skarði í Land-
sveit, Rang.
Maki: Erlendur Ingvars-
son, f. 1981, bóndi og bú-
fræðingur í Skarði.
Börn: Sumarliði, f. 2006,
Helga Fjóla, f. 2009, og
Anna Sigríður, f. 2012.
Foreldrar: Guðgeir
Sumarliðason, f. 1937, og
Anna Sigríður Þorbergs-
dóttir, f. 1938, d. 2013.
Guðl. Berglind
Guðgeirsdóttir
30 ára Elvar er frá Kópa-
skeri og býr þar. Hann er
verkamaður og vinnur hjá
Sel sf.
Maki: Matthildur Dögg
Jónsdóttir, f. 1989, gæða-
stjóri í Fjallalambi.
Dóttir: Erla María, f. 2013.
Foreldrar: Stefán Haukur
Grímsson, f. 1962, eigandi
og framkvæmdastjóri Sel
sf. og Sigríður Benedikts-
dóttir, f. 1965, vinnur í
Landsbankanum á Kópa-
skeri.
Elvar Már
Stefánsson
30 ára Ottó er Reykvík-
ingur og er fjármálaverk-
fræðingur og starfar við
gjaldeyris- og afleiðu-
viðskipti hjá Arion banka.
Maki: Anna Lilja Gísla-
dóttir, f. 1987, deildar-
læknir á Grensási.
Börn: Helga Björk, f.
2012, og Stefán Kári, f.
2015.
Foreldrar: Stefán Sig-
urður Guðjónsson, f.
1957, og Helga Ragnheið-
ur Ottósdóttir, f. 1957.
Ottó Stefán
Michelsen
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Hlynur Bárðarson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í líffræði við Líf- og
umhverfisvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin ber heitið: Aðgreining
vistgerða þorsks við Ísland (Identify-
ing cod ecotypes in Icelandic waters).
Leiðbeinandi var dr. Guðrún Mar-
teinsdóttir, prófessor við Líf- og um-
hverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr.
Christophe Pampoulie, sérfræðingur á
Hafrannsóknastofnun, og dr. Bruce J.
McAdam, lektor við Institute of Aqua-
culture, University of Stirling, Bret-
landi.
Íslenski þorskstofninn er byggður
upp af mörgum hrygningarhópum og
erfðafræðilega mismunandi vistgerð-
um (e. ecotypes) sem sýna mismun-
andi farhegðun, ástand og vöxt sem
leiðir til munar í kynþroskaaldri og
áhrif af veiðum geta hugsanlega leitt
til ólíks veiðiálags milli hópa. Það get-
ur haft alvarlegar afleiðingar að leiða
hjá sér og taka ekki tillit til slíks stofn-
breytileika. Það gæti leitt til fækkunar
á hrygningarhópum, að smærri og við-
gangsminni hópar hverfi, að erfða-
breytileiki minnki og gæti einnig end-
að með ofveiðum. Af þessum sökum
er mikilvægt fyrir fiskveiðistjórnun að
innleiða aðferð til
að greina á milli
hópa sem er í senn
auðveld, nákvæm
og ódýr í notkun.
Markmiðið með
doktorsverkefninu
var að athuga
hvort vistgerðir ís-
lenska þorsk-
stofnsins séu aðgreinanlegar út frá út-
litseinkennum kvarna. Þetta var gert
með því að hanna aðferð til aðgrein-
ingar með kvörnum úr gagnamerktum
þorskum sem, þar til nú, eru einu
þorskarnir sem er hægt að greina til
vistgerða. Aðferðin var einnig sann-
reynd með því að kanna samband milli
kvarnaútlits og Pantophysin-
erfðamarksins sem finnst í mismun-
andi tíðni milli vistgerða. Niðurstöð-
urnar voru jákvæðar og aðferðin ár-
angursrík í aðgreiningu vistgerða. Við
mælum með að greining á kvarnaútliti
sé þar með hagnýtt af vísindamönnum
við greiningar á íslenska þorskstofn-
inum. Í þessu verkefni var einnig sýnt
fram á að hægt er að nýta brotnar
kvarnir til rannsókna á aðgreiningu
stofna með því að líma þær saman
aftur.
Hlynur Bárðarson
Hlynur Bárðarson fæddist 1982 og ólst upp á Selfossi. Hlynur er kvæntur Helgu
Ýr Erlingsdóttur hjúkrunarfræðingi á hjartadeild Landspítalans og eiga þau tvær
dætur, Kristínu Eddu 5 ára og Margréti Unu 1 árs. Hann lauk stúdentsprófi af
náttúrufræðibraut og eðlisfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
2002 og B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ 2006 og M.Sc. gráðu í umhverfis- og auð-
lindafræði frá sama skóla 2009. Hlynur er sérfræðingur á Veiðimálastofnun.
Doktor
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.