Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það eru miklar líkur á því að vinur
þinn fari á bak við þig í dag. En það er mikil-
vægt að fá viðurkenningu, engu að síður. En
mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara.
20. apríl - 20. maí
Naut Áætlanir um ferðalög og menntun líta
frábærlega vel út. Góðsemi þinni eru engin
takmörk sett svo þú mátt til með að taka þér
tak.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Já, það er gaman að láta hæla sér
fyrir hæfileikana án þess að biðja um það. En
það er gott að vera á byrjunarreit, sérstak-
lega þegar kemur að því að græða peninga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þegar þú hefur enn ekki komist yfir
það sem þú óskar þér skaltu herða upp hug-
ann. Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíðinni
standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst nú
handa á nýrri öld.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú gætir fundið til einangrunar og ein-
manakenndar í dag. Mundu að þau læra það
sem fyrir þeim er haft frekar en það sem
þeim er sagt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Búðu þig undir að þurfa að leggja heil-
mikið á þig á komandi árum. Gönguferðir
geta gert kraftaverk. Skiptir þá engu hvort
um lítinn hlut er að ræða eða stóran.
23. sept. - 22. okt.
Vog Aðferðin til að fá einhvern til að þegja
yfir leyndarmáli er ekki að kalla það leyndar-
mál. Hvernig væri að hóa hópnum saman og
efna til dúndrandi sumargleði?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Mundu að þú ert ekki einn í
heiminum og það á ekki síst við um vinnu-
stað þinn. Vandamálin eiga ekki að vaxa í
augum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef eitthvað kemur þér í uppnám
skaltu halda að þér höndum og telja upp að
tíu. Ef engin verkefni eru fyrirliggjandi skaltu
ekki hafa neinar áhyggjur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Í dag kemur upp þetta rafmagn-
aða og fljótandi augnablik þegar þú skyndi-
lega veist allt sem þú þarft að vita. Taktu á
þig rögg en ekki stinga höfðinu í sandinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stjörnurnar vilja að þú sýnir mis-
kunn. Veldu þá leið frekar en reyna stöðugt
að skella skuldinni á aðra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það hefnir sín síðar að stinga höfðinu
í sandinn og halda að öll vandamál séu þar
með úr sögunni. Haltu áfram á sömu braut.
Þetta fallegaljóð, Vetr-
arblóm, eftir
Davíð Hjálmar
Haraldsson
birtist í Vísna-
horni á mið-
vikudag en fyr-
ir mistök féll
myndin niður
sem kveikti
ljóðið. – Af
þeim sökum
þykir mér rétt að birta ljóðið að
nýju og nú með myndinni – af því að
þau eiga saman og njóta sín betur
saman en stök og sitt í hvoru lagi.
Það lifnar þótt næði
norðanátt.
Treglega víkur
vetur svalur,
púar í skeggið,
perlugrátt.
Vorið er komið
að viðra bæinn.
Húsið er opið
í hálfa gátt.
Enn bæla fannir
fell og rinda.
Um suðurloft hvergi
sér í blátt
en blómið sem lýsir
bleikt um melinn,
hefur mér aukið
hjartaslátt.
Það blikar í snjónum,
bleikt og smátt.
Á miðvikudaginn fylgdu kvið-
lingar í þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar ljóðinu og ég ætla að hafa
sama hátt á nú.
Hér er kvæðið Vor eftir pers-
neska skáldið Hafiz:
Sjá, vorsins dýrð í dagsins augum skín,
úr duftsins fangi laðar rós og smára!
Hví sveipar þig hið svala grafarlín?
Sem frjómild vorský munu augu mín
á moldir þínar stökkva regni tára
uns rís af dvala einnig ásýnd þín.
„Einmana vor“ eftir japanska
skáldið Kintó:
Það kemur og fer,
vorið; skyldi það ennþá
hrífa hjarta mitt,
nú, þegar unnusta mín
fylgir þér ekki í hlað?
Sjíkisjí prinsessa orti um vor í
lofti:
Í vetrarþungum
sveigum furugreinanna
langt framtil fjalla
hangir úr bráðnandi snjó
hér og þar stöku perla.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mynd af vetrarblómi
Í klípu
„ÞETTA ER Í LAGI, ÞETTA ER
HÁSKÓLASJÚKRAHÚS. SUMIR ÞURFA
BARA AÐ LÆRA ÞAÐ Á ERFIÐA MÁTANN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ MÁTT EKKI VERA LANGAFI LENGUR;
ÞÚ ERT „LANGPERSÓNA“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að færa fórnir.
LÍSA SEGIR AÐ ÉG HAFI
SETT OF MIKINN RAKSPÍRA
Á MIG. HVAÐ FINNST ÞÉR?
BÝST
VIÐ ÞVÍ
SKELL
HEY! FLÆRNAR
MÍNAR ERU
FARNAR!
EF ÞÚ VÆRIR FÖST Á EYÐIEYJU
OG GÆTIR BARA TEKIÐ EINN
HLUT MEÐ ÞÉR, HVAÐ VÆRI ÞAÐ?
ÞÚ!
AF ÞVÍ AÐ ÞÚ
ELSKAR MIG
SVO MIKIÐ?
AF ÞVÍ AÐ ÉG ÞARF
EINHVERN TIL ÞESS AÐ
KENNA UM ALLT!
Þekkt er að þegar ein kýrin byrjarað míga líður ekki á löngu þar til
hinar láta líka vaða. Þessi athyglis-
þörf einskorðast ekki við kýrnar
heldur er áberandi hjá ótrúlega
mörgum Íslendingum.
x x x
Eftir að forseti Íslands tilkynntisíðast að hann ætlaði ekki að
gefa áfram kost á sér í embættið leið
ekki á löngu þar til hinir og þessir
sögðust hafa ákveðið að láta undan
þrýstingi og fara í framboð. Allt gert
fyrir augnabliksfrægðina.
x x x
Eftir að forseti Íslands tilkynnti aðhann hefði hætt við að hætta
runnu tvær grímur á aðra frambjóð-
endur til embættisins. Einn fram-
bjóðandi var hreinskilinn í vikunni
og sagði að framboðið gengi mjög
illa, en nokkrir aðrir héldu áfram að
rembast eins og rjúpan við staur.
Slógu um sig með kunnum frösum.
Ég fæ góðar undirtektir, fólk vill
breytingar, sagði einn. Fólk kallar
eftir nýrri framtíð, var haft eftir
öðrum. Samanlagt fengu þessir tveir
frambjóðendur um 38% atkvæða í
skoðanakönnun MRR, sem greint
var frá í fyrradag. Sögðust þá vera
ánægðir og bjartsýnir. Fylgi ann-
arra frambjóðenda mældist undir
2% en ríkjandi forseti var með 52,6%
fylgi. Hreinskilni frambjóðandinn
komst ekki á blað.
x x x
Fram eftir vetri var helsti sam-kvæmisleikur þjóðarinnar að
giska á hver gæfi næst kost á sér í
embætti forseta Íslands. „Klukkan
er orðin hálf níu og enn hefur ekki
frést af nýju framboði það sem af er
degi,“ sagði einn umsjónarmaður
morgunfréttaþáttar Bylgjunnar
þegar leikurinn stóð sem hæst.
x x x
Nú snýst leikurinn um það hverhættir næst við framboð. Ef
fram heldur sem horfir verður for-
seti Íslands einn í framboði skömmu
áður en framboðsfrestur rennur út
og þar sem hann er ólíkindatól gæti
hann ákveðið að hætta þátttöku í
leiknum á síðustu stundu. Hvað gera
bændur þá? víkverji@mbl.is
Víkverji
Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til
samfélags við son sinn Jesú Krist,
Drottin vorn.
(Fyrra Korintubréf 1:9)
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 45.725 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 26.040 kr.