Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Leikritið Könnunarleiðangur til Koi
verður frumsýnt í Tjarnarbíói í
kvöld. Þetta er annað verk í þríleik
eftir sviðslistamennina Hilmi Jens-
son og Tryggva Gunnarsson úr leik-
hópnum Sóma þjóðar. Verkið er
samið og sett upp á einum mánuði
og fjallar um flóttamannavandann.
Verkið er sjálfstætt framhald af
verkinu MP5, sem vakti athygli í
Tjarnarbíói á síðasta leikári og
fjallaði um fyrirhugaða vopnavæð-
ingu íslensku lögreglunnar.
„Núna tökum við flóttamanna-
vandann. Við köllum þetta lo-fi sci-
fi eða lágtæknivísindaskáldskap,“
segir Tryggvi Gunnarsson, annar
höfunda verksins.
Söguþráðurinn í Koi fjallar um
jörðina, sem er að deyja. Þess vegna
eru geimfararnir Vilhjálmur og
Ísak sendir í könnunarleiðangur til
plánetunnar Koi til að kanna hvort
hún sé byggileg fyrir jarðarbúa.
Verunni hleypt inn eða ekki
„Þeir félagar eru spenntir að fara
og vera hetjur mannkynsins. Allt í
einu er bankað á geimskipið og þar
er vera í neyð sem vill komast inn.
Við tökum umræðuna hvort það
eigi að hleypa þessari framandi
veru inn eða ekki. Hvaða kostir og
gallar fylgja því. Þetta er bein alle-
goría um það hvernig við sem sam-
félag bregðumst við því að milljónir
manna eru að flýja sinn deyjandi
heim og þurfa virkilega á okkur að
halda. Hvernig við bregðumst við
þeirri neyð. Eða kannski hvernig
við bregðumst ekki við neyðinni,“
segir Tryggvi.
Sögusvið verksins er geimurinn,
önnur pláneta. Með þessum hætti er
auðveldara að taka fyrir jafn flókið
og erfitt málefni og flóttamanna-
vandinn er í raun og veru, að mati
Tryggva. Vísindaskáldskapurinn er
einnig notaður í þeim tilgangi að
losa fólk t.d. við flokkadrætti, bú-
setu og aðrar fyrir fram mótaðar
hugmyndir sem það kemur alla
jafna með sér á leiksýningu. „Við
viljum koma fólki út úr því að vera
annað hvort sjálfstæðismaður,
vinstri grænn, úr Breiðholtinu eða
Garðabæ,“ segir Tryggvi um notk-
un sögusviðsins.
„Þegar við tveir stöndum á svið-
inu í spandexgalla og komnir út í
geim er auðveldlega hægt að strípa
þetta alveg niður í hið mannlega.
Við getum auðveldlega speglað við-
brögð okkar samfélags í þessum
bókgáfuðu en jafnframt vitgrönnu
geimförum, þeim Ísak og Vil-
hjálmi.“
Tryggvi segir að við sem þjóð
tökum á flóttamannavandanum
með svipuðum hætti og aðrar Evr-
ópuþjóðir. Hins vegar séu land-
fræðileg skilyrði önnur hér því
landið sé umlukið köldum sjó og þar
af leiðandi erfitt að komast hingað á
meðan þjóðir á meginlandinu hafi
varla val.
„Í gegnum hláturinn sér maður
hvað þetta er hræðilegt“
„En það sem er öðruvísi við þetta
verk en MP5 er að þetta mál er svo
miklu stærra og er hreinlega dauð-
ans alvara. Okkur fannst við ekki
geta fjallað um þetta hræðilega mál
öðruvísi en að fjarlægja okkur að-
eins frá því með þessu gríni. Í gegn-
um hláturinn sér maður hvað þetta
er hræðilegt,“ segir Tryggvi.
Eins og fyrr segir tóku þeir fé-
lagar einn mánuð í að setja verkið
upp. Þeir tveir sjá um allt í verkinu í
sameiningu, semja leiktexta, leik-
stýra og útfæra leikmyndina, bún-
inga og hljóðmynd. „Þetta er bara
heiðarlegt„lo-fi“ og ,“ segir
Tryggvi.
Í þessu samhengi bendir hann á
að þegar þeir settu upp fyrsta verk-
ið MP5, einnig á einum mánuði, var
dregin upp mynd af málefni líðandi
stundar og viðbragð við samtím-
anum. „Þá áttuðum við okkur á því
hversu seint leikhúsið er að bregð-
ast við. Þar tekur allt svo langan
tíma og þarf að skipuleggja langt
fram í tímann. Það er vandamál
leikhússins,“ segir Tryggvi. Hann
telur kostina ótvíræða að þeir skuli
vera tveir að setja upp leikverk.
Hilmir og Tryggvi hafa þekkst í
um áratug en samstarfið hófst í
Stúdentaleikhúsinu.
„Við gerðum manifestó sem segir
að það eigi alltaf að vera gaman
þegar við vinnum saman. Ef það er
ekki gaman horfum við á eitthvað
fyndið saman og reynum svo aftur.
Það er svo gaman hjá okkur, sem
smitar til áhorfendanna. Þessi
vinnuaðferð býr ekki bara til gott
samstarfsfólk, heldur líka vini.“
„Heiðarlegt og „lo-fi“
Leikritið Könnunarleiðangur til Koi frumsýnt Sett upp á mánuði
Ljósmynd/Hörður Ellert
Geimfarar Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson í hlutverkum sínum í
Könnunarleiðangri til Koi, sem fjallar um flóttamannavandann.
Heljarinnar húllumhæ verður á
Gauknum við Tryggvagötu í kvöld
kl. 22, en þá kemur hljómsveitin
AVóKA fram og í kjölfarið tónlist-
armaðurinn Arnljótur. AVóKA spil-
ar draumkennt popp þar sem ein-
lægur söngur, harmóníum og
trompet leika lykilhlutverk á
hippalegum nótum. Arnljótur býr
og starfar í Reykjavík og leikur
tónlist með ýmsum góðkunningjum
sínum auk þess að vera liðsmaður
hljómsveitarinnar Ojba Rasta. Að-
gangseyrir er kr. 1.000 og verður
hægt að kaupa miða við inngang
Gauksins frá kl. 21.
Ljósmynd/Daníel Friðrik Böðvarsson
Arnljótur Í borginni Olomouc í Tékklandi.
AVóKA og Arn-
ljótur á Gauknum
Auður Lóa
Guðnadóttir og
Una Sigtryggs-
dóttir opna
myndlistarsýn-
inguna 109 Cats
in Sweaters í
Ekkisens, Berg-
staðastræti 25b, í
kvöld kl. 20. Þær
sækja efnivið
sinn í netheima
og fjalla m.a. um gif-hreyfimyndir,
fyndna ketti og Pinterest-föndur.
„Hugmyndir frá internetinu eru
handunnar og birtast okkur sem
áþreifanlegir skúlptúrar, teikn-
ingar, hreyfilist og jafnvel matur,“
segir m.a. um sýninguna í tilkynn-
ingu. Að sýningunni koma einnig
Andrea Arnarsdóttir, sem opnar
sýningu í Listamannakofanum
samhliða, Starkaður Sigurðarson,
sem sá um textagerð og sýning-
arskrá, og Berglind Erna
Tryggvadóttir, sem annast tilfall-
andi glamúrstörf.
109 kettir í peys-
um í Ekkisens
Auður Lóa
Guðnadóttir
Útspil nefnist röð örsýninga sem
stýrt er af meistaranemum í list-
fræði við Háskóla Íslands og verða
þrjár þeirra opnaðar í dag. Með ör-
sýningaröðinni stíga nemendur
fyrstu skref sín í sýningarstjórnun
og er verkefnið unnið í samstarfi
Háskóla Íslands við Listasafn Ís-
lands, Nýlistasafnið, Hönnunarsafn
Íslands og Listasafn Háskóla Ís-
lands.
Sýningarnar þrjár sem opnaðar
verða í dag eru Skrælnun í Ný-
listasafninu, Gefjunarteppi í Hönn-
unarsafni Íslands og Myndaðu skoð-
un í Listasafni Háskóla Íslands.
Skrælnun verður opnuð kl. 12 og á
henni er spurningunni um hvernig
hugmynd er varðveitt varpað fram
og hvernig söfn eigi að takast á við
varðveislu listaverka sem átti
hugsanlega aldrei að varðveita.
„Hvert er framhaldslíf verka sem
snúast um ferðalagið frekar en
áfangastaðinn?“ er spurt. Verkin
eru eftir Kristján Guðmundsson,
Ástu Ólafsdóttur, Michael Gibbs og
Rosen/Wojnar og sýningarstjórn er
í höndum Ingu Bjarkar Bjarnadótt-
ur og Birkis Karlssonar. Á sýning-
unni Gefjunarteppi, sem opnuð verð-
ur kl. 14, verða sýnd nokkur
Gefjunarteppi úr safneign Hönn-
unarsafns Íslands, m.a. ullarteppi
frá 1950 með í ofnu skjaldarmerki
Íslands. Sýningarstjóri er Jófríður
Benediktsdóttir. Á sýningunni
Myndaðu skoðun, sem opnuð verður
kl. 16, eru farnar óhefðbundnar leið-
ir í framsetningu á safneign Lista-
safns Háskóla Íslands. Markmið
sýningarinnar er að vekja athygli á
verkum safnsins og skapa vettvang
fyrir umræðu um þau. Við opnun
sýningarinnar verður boðið upp á
listaverkagöngu um þrjár af bygg-
ingum Háskóla Íslands og verður
lagt af stað frá 2. hæð Odda. Í göng-
unni munu listfræðinemarnir og
sýningarstjórar sýningarinnar,
Margrét Á. Jóhannsdóttir og Viktor
P. Hannesson, leiða umræður.
Í Nýló Á Skrælnun má m.a. sjá verk
eftir Kristján Guðmundsson.
Meistaranemar
opna örsýningar
Morgunblaðið/Eggert
Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is
Lyktareyðandi niðurbrotsefni
fyrir safntanka ferðaklósetta