Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Útskriftartónleikar Hrafnkels Flóka Kaktusar Einarssonar verða haldnir í kvöld í Salnum í Kópavogi. Hrafnkell útkrifast í vor af tón- smíðadeild Listaháskóla Íslands, þar sem hann hefur notið leiðsagnar Atla Ingólfssonar. Samhliða hefð- bundnu tónlistarnámi hefur hann starfað í raf- og rokktónlist, m.a. sem einn liðsmanna hljómsveit- arinnar Fufanu. Um útskriftarverk Hrafnkels, „Völu“, segir á vef Sal- arins: „Tónverkið Vala er innblásið af þremur ólíkum hljóðum. Hægt er að lýsa verkinu sem stækkunargleri inn í þessi þrjú hljóð sem öll hafa sína sérstæðu. Þegar hljóðin eru skoðuð má greina dans undarlegra hljóðrófa, ef stækkunarglerið er hins vegar fjarlægt hverfur línuleg skipting hljóðana þriggja og þau verða afleiðing af hvert öðru og renna saman í eitt.“ Vala Hrafnkell Flóki heldur útskrift- artónleika í Salnum í kvöld. Dans undarlegra hljóðrófa í „Völu“ Af fréttaflutningi og ýms-um umfjöllunum mættistundum skilja sem svoað lífsgleði og sókn eftir lífsins lystisemdum hyrfi með hækkandi aldri. En svo er nú ald- eilis ekki, sé eitthvað að marka hann Hendrik Groen, 83 ¼ ára, aðalpersónu og sögumann í Lítil tilraun til betra lífs sem nýverið kom út hjá Veröld. Hann er reyndar líka skráður sem höf- undur bókarinnar, en það mun vera dulnefni. Hendrik býr á elliheimili í Amsterdam, honum þykir vistin þar á köflum helst til daufleg og vill ólmur halda áfram að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða á meðan honum endist heilsa til. Í leynilega dagbók skrá- ir hann hugleiðingar sínar og dag- legt líf af kostgæfni og af nægu er að taka því þrátt fyrir að honum þyki stundum að lífið mætti vera viðburðaríkara úir þar og grúir af grátbroslegum vangaveltum um stöðu aldraðra í nútímasamfélagi, alls konar sniðugheitum og stór- skemmtilegum mannlýsingum þar sem hæst ber Evert, afar ósvífinn vin Hendriks sem lætur allar skráðar og óskráðar kurteisis- reglur lönd og leið. Þegar Hendrik, ásamt fleiri íbú- um elliheimilisins, stofnar fé- lagsskapinn Gömul en ekki dauð, sem hefur það helst að markmiði að skemmta sér með ýmsum uppá- tækjum, færist fjör í leikinn. Félagsskapurinn er illa séður af starfsfólki og öðrum íbúum en uppátækjasamir öldungarnir láta það sem vind um eyru þjóta og halda áfram að leita leiða til að viðhalda lífsgleðinni. Lýsingar á samfélagi gamla fólksins og samskiptunum á elli- heimilinu eru kostulegar – þarna er tekið á mörgu af því sem fylgir ellinni en á svo stórskemmtilegan hátt að ekki er annað hægt en að skella upp úr. Hvernig Hendrik og vinir hans upplifa hrörnun og þann vanmátt sem fylgir því að geta ekki spornað við henni snert- ir lesandann án þess að þarna sé einhver væmni á ferðinni og það, hvernig aldraðir virðast stundum hreinlega verða ósýnilegir í sam- félaginu er þörf áminning. Þar sem aðalpersónan er karl á níræðisaldri gæti kannski einhver haldið að þetta væri bara bók fyr- ir gamla karla. Með sömu rökum mætti þá væntanlega halda því fram að enginn hefði gaman af bókunum um Harry Potter nema strákar á aldrinum 11-17 ára. Undirrituð er síður en svo gamall karl og skemmti sér hið besta yfir lestrinum. Þetta er fín „feel-good“ bók og innihaldsríkari en margar slíkar. Á huldu Hendrik Groen er skráður höfundur bókarinnar en það mun vera dulnefni og teikningin á bókarkápu því eina myndin sem til er af honum. Uppátækjasamir og ósvífnir öldungar Skáldsaga Lítil tilraun til betra lífs. Leynileg dagbók Hendriks Groen 83 ¼ ára bbbmn Eftir Hendrik Groen. Veröld, 2016. Kilja, 345 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Erlendir veðbankar hafa heldur litla trú á framlagi Íslands í Euro- vision, laginu „Hear Them Calling“ í flutningi Gretu Salóme, ef marka má vefinn Oddschecker sem metur líkurnar á gengi laganna. Skv. þeirri vefsíðu lendir lag Íslands í 20. sæti, sem er þó ekki svo slæmt því alls taka 42 lönd þátt í keppn- inni. Reynist Oddschecker sann- spár kemst lag Íslands í úr- slitakeppnina. Á heimasíðu OGAE, samtaka Eurovision-aðdáenda, er Íslandi hins vegar spáð betra gengi, 16. sæti, skv. kosningu aðdáenda. Íslandi spáð 20. sæti 20. sæti? Greta Salóme mun syngja „Hear Them Calling“ í Eurovision. Gamall draumur auðjöfursins og myndlistarsafnarans François Pi- nault rætist eftir tvö ár þegar opnað verður í miðri Parísarborg samtíma- listasafn þar sem úrval úr safneign hans verður til sýnis auk þess sem þar verða settar upp viðamiklar sýn- ingar samtímalistamanna. Hann hef- ur náð samkomulagi við stjórnendur borgarinnar um að safnið verði sett upp í fyrrverandi kauphöll, Bourse du Commerce, sögufrægri hringlaga byggingu ekki langt frá Louvre- safninu. Pinault, sem verður áttræður í sumar, hefur efnast gríðarlega á lúxusvörum og fyrirtækjum á borð við Gucci Group, Saint Laurent og Balenciaga. Hann á líka Christie’s- uppboðshúsið. Á síðustu árum hefur hann opnað tvö samtímasöfn í Fen- eyjum – Palazzo Grassi og Punta Della Dogana – og mun reka hið nýja í París samhliða. Hann hefur leigt Bourse du Commerce-bygginguna til fimmtíu ára af Parísarborg. Jap- anski arkitektinn Tadao Ando mun hanna sýningarýmið ásamt tveimur ungum frönskum arkitektum, Lucie Niney og Thibault Marca. AFP Byggingin Safnið verður opnað í Bourse du Commerce-húsinu árið 2017. Nýtt listasafn með verkum Pinault í París Karlakór Grafarvogs fagnar fimm ára starfsafmæli með tónleikum í Grafarvogskirkju á morgun, laugar- dag, klukkan 17. Yfirskrift tón- leikanna er „Sveinar kátir syngja“ og í tilkynningu er sú yfirskrift sögð lýsandi fyrir kórinn, sem skip- aður er glaðværum piltum á öllum aldri. Á efnisskránni eru létt lög sem kórfélögum eru kær en einnig þjóð- þekkt karlakórslög. Nokkur lag- anna sem kórinn flytur nú í fyrsta skipti eru í útsetningu stjórnand- ans, Írisar Erlingsdóttur, en hún stofnaði kórinn árið 2011 og fékk til liðs við sig söngmenn úr hverfinu og víðar að. Undir stjórn hennar hefur kórinn dafnað og reynt sig við margvísleg verkefni og tók m.a. þátt í karlakóramóti Kötlu í Reykjanesbæ í haust. Karlakór Grafarvogs heldur jafn- an tónleika bæði vor og haust en kemur einnig fram við sérstök tæki- færi við messuhald í Grafarvogs- kirkju. Nokkrir einsöngvarar úr röðum kórmanna munu koma fram á tónleikunum. Píanóleik annast Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Afmælistónleikar í Grafarvogi Stjórnandinn Íris Erlingsdóttir 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Sýningum lýkur í vor! Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Lau 30/4 kl. 19:30 Lokasýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 29/4 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 4/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Hvítt (Kúlan) Lau 30/4 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 15:00 Leikandi létt og sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík VEGBÚAR –★★★★ – S.J. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 3/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 4/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 14:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Þri 10/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 6/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Lau 7/5 kl. 20:00 Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Vegbúar (Litla sviðið) Fös 6/5 kl. 20:00 39.sýn og síðasta Síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 30/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Hamlet litli (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 10:00 Mið 4/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00 Mán 2/5 kl. 10:00 Fös 6/5 kl. 10:00 Þri 3/5 kl. 10:00 Mán 9/5 kl. 10:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.