Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Noise gaf út fjórðu
breiðskífu sína, Echoes, 15.apríl sl.
og var hún tekin upp, hljóðblönduð
og masteruð í stúdíói sveitarinnar,
Hljóðverki. Hljóðheimur plötunnar
er að mestu órafmagnaður og fékk
Noise til liðs við sig strengjasveit
tónlistarmannsins Mark Lanegan í
nokkrum lögum. Noise mun halda
upp á útgáfu plötunnar með tón-
leikum í Tjarnarbíói laugardaginn
7. maí kl. 21. Á þeim mun hljóm-
sveitin leika plötuna í heild sinni.
Noise skipa bræðurnir Einar og
Stefán Vilberg Einarssynir, Þor-
valdur Ingveldarson og Valdimar
Kristjónsson.
Byrjuðu 15 ára
„Við erum rokkband og byrj-
uðum árið 2001, vorum þá 15 ára,“
segir Einar um hljómsveitina. „Við
tókum þátt í Músíktilraunum 2001
og 2002 og lentum í úrslitum þar.
Við gáfum út fyrstu plötuna okkar
2003 og vorum mikið að spila inn-
anlands á þeim tíma. Við gáfum
næstu plötu út árið 2007 og fórum
þá að spila erlendis og höfum spil-
að mikið í Bretlandi upp frá því og
aðeins í Evrópu líka. Þriðju plöt-
una okkar gáfum við út árið 2010
og hún komst á vinsældalista hér
innanlands. Við unnum einhver
verðlaun líka, bandarísk indítón-
listarverðlaun,“ segir Einar og á
þar við Sunset Island Music Aw-
ards sem Noise hlaut fyrir lag árs-
ins, „A Stab In The Dark“.
Hljóðver Noise var tekið í notk-
un árið 2013 og segir Einar að
grunnar fyrir Echoes hafi verið
teknir upp í öðrum hljóðverum áð-
ur en upptökur hófust í Hljóðverki.
Hann segir að hljómsveitin hafi
ekki verið nógu ánægð með grunn-
ana en með eigin hljóðveri hafi hún
fengið tíma til að leita að rétta
hljóminum.
„Þetta eru lög af öllum plötunum
okkar, sett í nýjan búning. Þetta er
ekki órafmögnuð plata í þeim
skilningi að við séum að sleppa raf-
magnsgíturunum, það er aðeins
meira lagt í hana. Við erum með
strengjasveit, píanó og það er allt
annar hljómur. Ég gerði í því að
breyta lögunum sem mest þannig
að upplifunin er fersk, þetta eru
eiginlega bara ný lög,“ segir Ein-
ar.
Í eftirpartíi með Lanegan
Sem fyrr segir leikur sama
strengjasveitin á plötunni og leikið
hefur fyrir bandaríska tónlistar-
manninn Mark Lanegan en hann
hélt tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík í nóvember árið 2013.
Strengjasveitin er skipuð Hollend-
ingum og spurður að því hvers
vegna hún hafi leikið á plötu Noise,
hvort Lanegan sé félagi hljóm-
sveitarmeðlima, segir Einar að það
sé nú ekki svo gott. „Við vorum að
hjálpa til með hljóðið þegar hann
spilaði í Fríkirkjunni og svo lentum
við í einhverju eftirpartíi með þeim
öllum, Mark Lanegan og hljóm-
sveitinni og gáfum þeim gömlu
plöturnar okkar. Það barst í tal að
við værum að gera „acoustic“ plötu
og að það væri gaman að fá strengi
og þau vildu endilega spila fyrir
okkur. Við héldum að þetta væri
bara eitthvað bjórtal en þegar þeir
voru komnir aftur til Hollands
fengum við tölvupóst frá þeim um
að þau vildu fá send lög. Þannig að
ég fór að senda þeim lög og þeir
voru mjög hrifnir og tóku þetta
upp í einhverju svaka fínu stúdíói í
Hollandi,“ segir Einar.
Miðasala á útgáfutónleikana fer
fram á midi.is.
„Upplifunin er fersk“
Noise fagnar fjórðu breiðskífu sinni, Echoes, með útgáfutónleikum í Tjarnar-
bíói 7. maí Lög af fyrri plötum hljómsveitarinnar í nýjum útgáfum
Ljósmynd/Sigrún Kristín
Echoes Umslag breiðskífu Noise.
Heimasíða Noise:
noiseIceland.com
Noise Hljómsveitina skipa Þorvaldur Ingveldarson, Valdimar Kristjónsson og bræðurnir Einar og Stefán Vilberg.
Tónlistarhátíðin
Secret Solstice
hefur hlotið al-
þjóðlega Carbon-
Neutral-
gæðastimpilinn
sem þýðir að all-
ur koltvísýringur
sem verður til af
völdum hátíðar-
innar, auk alls
úrgangs, verður
jafnaður út með kolefnisjafnara,
eins og segir í tilkynningu frá
skipuleggjendum. Secret Solstice
verður haldin í Laugardal 16.-19.
júní og er Radiohead meðal þeirra
hljómsveita sem koma fram.
Umhverfisvæn
tónlistarhátíð
Thom Yorke, for-
sprakki Radiohead
„Prince, takk fyrir alla fallegu tón-
listina þína,“ sagði Beyoncé á
fyrstu tónleikum sínum á Form-
ation-tónleikaferðalaginu sem hófu
göngu sína á miðvikudaginn þegar
hún flutti lagið Purple Rain, sem
Prince gerði frægt. Fleiri tónlistar-
menn hafa eftir lát poppgoðsins
flutt þetta lag á tónleikum sínum.
Þetta voru fyrstu tónleikar
Beyoncé eftir að platan Lemonade
kom út um síðustu helgi. Platan
hefur vægast sagt verið mikið á
milli tannanna á fólki en textar
hennar, sem eru afar opinskáir,
fjalla um femínisma, framhjáhald
og fyrirgefningu. Margir telja
nokkuð víst að þar sé poppdrottn-
ingin að syngja um hjúskaparbrot
eiginmanns síns, Jay-Z. Plötunni
lýkur hins vegar á ljúfum nótum og
textinn fjallar um fyrirgefningu. Í
lok tónleikanna tileinkaði hún
eiginmanni sínum Jay-Z lagið Halo
frá árunum 2008. „Ég vil tileinka
þetta lag fallega eiginmanninum
mínum. Ég elska þig svo mikið,“
sagði söngkonan áður en hún hóf
upp raust sína og lokaði tónleik-
unum, en eiginmaður hennar var á
tónleikunum. Tónleikaferðalaginu
Formation lýkur í ágúst.
Tónleikar Poppdrottningin á fyrstu tónleikunum eftir að hún gaf út plötuna
Lemonade. Hún þakkaði Prince fyrir tónlist sína og flutti Purple Rain.
Tileinkaði Jay-Z loka-
lagið á tónleikunum
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
CAPTAIN AMERICA 3D 7, 10
CAPTAIN AMERICA 4, 10:25
RATCHET & CLANK 3:45, 5:50 ÍSL.TAL
HUNTSMAN: WINTERS WAR 10:10
THE BOSS 5:50, 8
MAÐUR SEM HEITIR OVE 8
KUNG FU PANDA 3 3:45 ÍSL.TAL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 3:45