Morgunblaðið - 29.04.2016, Page 44
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Ástin kviknaði í Biggest Loser
2. Eldingu laust niður í vél Icelandair
3. Stunduðu kynlíf á brautarpallinum
4. Flugvél WOW snúið aftur …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Menningarfélag Akureyrar hefur
samið við Atla Örvarsson kvikmynda-
tónskáld um flutning og upptökur á
tónlist við teiknimyndina Lói – þú
flýgur aldrei einn. Þetta er stærsta
verkefni Arctic Cinematic Orchestra,
eða ACO, sem er kvikmyndatónlist-
ararmur Menningarfélags Akureyrar
sem býður upp á upptökur á kvik-
myndatónlist í menningarhúsinu Hofi
með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Friðrik Erlingsson skrifar handrit
teiknimyndarinnar, sem leikstýrt er
af Árna Ólafi Ásgeirssyni og teikn-
aranum Gunnari Karlssyni, en Gunnar
sér um útlit myndarinnar og persóna
hennar. Hilmar Sigurðsson og Haukur
Sigurjónsson hjá fyrirtækinu Gunn-
Hill eru framleiðendur myndarinnar,
auk Ives Agemans hjá Cyborn í
Belgíu. Myndin er sú næstdýrasta
sem gerð hefur verið á Íslandi, en
framleiðslukostnaður er um millj-
arður króna. Á ljósmyndinni sjást
Hilmar Sigurðsson, Atli Örvarsson og
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tón-
listarstjóri Menningarfélags Akureyr-
ar, við undirritun samnings í vikunni.
ACO semur við Atla
vegna teiknimyndar
Portrett-tónleikar með nýjum og
eldri verkum eftir tónskáldið Gunnar
Andreas Kristinsson verða haldnir í
kvöld kl. 21 í menningarhúsinu
Mengi. Flytjendur eru Duo Harpverk,
Íslenski flautukórinn, Ingólfur Vil-
hjálmsson klarínettuleikari og Svan-
ur Vilbergsson gítarleikari auk þess
sem sjónlist Valerijs
Lisac kemur við sögu.
Gunnar hefur samið
verk af ýmsum toga
og hlaut Kraums-
verðlaunin 2013
fyrir geisladisk-
inn Patterns.
Ný og eldri verk
Gunnars í Mengi
Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og slydda um landið norðan-
vert en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan jökla. Hiti 0 til 7
stig, mildast sunnantil á landinu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða norðlæg átt, 3-9 m/s. Snjókoma norð-
vestantil og skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestan-
lands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
Valsmenn náðu forystunni
gegn Aftureldingu í undan-
úrslitarimmu liðanna í Olís-
deildinni í handknattleik.
Valur vann öruggan sigur
gegn Mosfellingum í Vals-
höllinni að Hlíðarenda í
gærkvöld og eru komnir í
2:1 í einvígi liðanna. Fjórði
leikur liðanna fer fram að
Varmá á morgun en í kvöld
mætast Haukar og ÍBV að
Ásvöllum þar sem Haukar
geta komist í úrslitin. »2
Valsmenn náðu
forystunni
„Það yrðu gríðarleg vonbrigði ef ég
yrði ekki í hópnum. Það er bara mjög
eðlilegt. Það eina sem ég get gert er
að reyna að standa mig og vonast til
að ég verði valinn. Ég verð hundfúll ef
ég verð ekki valinn og geðveikt glað-
ur ef ég verð valinn,“
segir Gunnleifur
Gunnleifsson,
hinn fertugi mark-
vörður knatt-
spyrnuliðs Breiða-
bliks sem gæti
verið í hópi Ís-
lands á EM í
sumar. »4
Ég verð hundfúll eða
geðveikt glaður 9. maí
„Þegar Fylkismenn töluðu við mig
þá taldi ég að rétt væri að stíga
skrefið og taka við þjálfun meist-
araflokksliðs,“ sagði Haraldur
Þorvarðarson við Morgunblaðið
en hann var í gær ráðinn þjálfari
kvennaliðs Fylkis í handknattleik.
Auk þess að þjálfa meistaraflokk
Fylkis verður Haraldur þjálfari 3.
flokks kvenna hjá félaginu. »3
Haraldur kominn til
starfa í Árbænum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lið Þróttar í Reykjavík tryggði sér í
fyrrahaust þátttöku í efstu deild
karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, í
sumar og hefur keppni á því að taka
á móti Íslandsmeisturum FH á
sunnudag.
„Sumarið leggst mjög vel í mig,“
segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður
og Þróttari, sem hefur verið virkur
með Kötturum, stuðningsmönnum
Þróttara, frá því fyrir aldamót.
„Flestir spá okkur lóðrétt niður og
það er þægileg staða, getur varla
verið betri.“ Hann bendir á að það sé
reyndar regla frekar en undantekn-
ing að nýliðum sé spáð falli, en
Þróttur hafi sennilega ekki teflt
fram eins sterku liði á pappírunum
til fjölda ára og nú, reynslan sé mikil
og þjálfarinn góður. „Ég er mjög
spenntur.“
Römm er sú taug
Jón æfði og lék með Þrótti í yngri
flokkunum en eftir að tónlistin tók
yfir var hann óvirkur félagsmaður í
mörg ár. „Ég var alltaf að spila á
böllum um helgar og missti því af
flestum leikjum, en 1997, þegar
Köttararnir voru nýbyrjaðir, byrjaði
ég að mæta á leiki á ný og hef ekki
litið til baka síðan.“ Hann segir upp-
lifunina í stúkunni sérstaka. „Þrótt-
ur gaf mér svo mikið á sínum tíma
og fyrir bragðið hef ég tengst
klúbbnum órofa böndum, félagið er í
blóðinu á mér. Það er líka sérlega
gaman að fara á völlinn og hitta fé-
lagana. Húmorinn er mikill í stúk-
unni, dómararnir fá að heyra það á
jákvæðum nótum og meiðist mót-
herji syngjum við „jafna sig, jafna
sig“, hvetjum hann þannig til dáða.
Við reynum að vera jákvæðir og
skemmtilegir. Ég hef ekki hugsað
mér að fá mér tattú en ef ég gerði
það yrði Þróttaramerkið fyrir val-
inu.“
Köttarar hafa verið áberandi á
leikjum Þróttar og leikið við hvern
sinn fingur. Jón segir að guðfeður
þeirra séu enn sprækir sem lækir en
yngri menn þurfi að fara að taka við
keflinu. „Það er ekki endalaust hægt
að treysta á okkur miðaldra menn-
ina fram í rauðan dauðann en við er-
um samt enn í fullu fjöri.“
Þróttarar eru óvenjumiklir söng-
menn og Köttarar eru með mörg lög
á takteinum. „Við höfum haldið tón-
leika þar sem eingöngu hafa verið
spiluð Þróttaralög, eigum ekkert eitt
sérstakt lag en syngjum það sem við
á hverju sinni,“ segir Jón og minnir
á að nýtt lag sé á leiðinni.
Jón segir að sumarið geti verið
erfitt en hann sé bjartsýnn. „Leic-
ester hefur sýnt að allt er hægt.“
Alltaf gaman í stúkunni
Leicester gefur
nýliðum Þróttar í
Reykjavík tóninn
Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson
Þróttarar Jón Ólafsson styður Þróttara af lífi og sál og missir helst ekki af leik. Ásmundur Helgason til vinstri.
Morgunblaðið/Eva Björk
Stuðningur Köttarar eru á öllum aldri og láta sitt ekki eftir liggja.