Morgunblaðið - 02.05.2016, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 101. tölublað 104. árgangur
DRÖGUM ÚT 51.000 VINNINGA Á ÁRINU! AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!
VEIT FYRST
Á SVIÐINU
HVAÐ VIRKAR FH HÓF TITILVÖRNINA VEL
ÚLFUR FRÁ
HELVÍTI VARÐ
ÁSTFANGINN
PEPSI-DEILDIN ÍÞRÓTTIR HARMRÆN ÁSTARSAGA 12UPPISTAND 26
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forseti Alþýðusambands Íslands
segir að það myndi hafa mjög alvar-
legar afleiðingar á vinnumarkaði ef
svo færi að ekki næðist að samþykkja
húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar
fyrir alþingiskosningar. Það yrði
hreinn og klár forsendubrestur í
kjarasamningum ASÍ og SA, en þeir
koma næst til endurskoðunar í febr-
úar næstkomandi.
Gylfi Arnbjörnsson sagði í ræðu á
útifundi á Ingólfstorgi á verkalýðs-
daginn að nú knýði ófremdarástand í
húsnæðismálum margra félaga hreyf-
inguna til að láta á ný til sín taka í hús-
næðismálum. Við gerð síðustu kjara-
samninga hefði verið lögð mikil
áhersla á hækkun húsnæðisbóta og
stofnun nýs félagslegs húsnæðis-
kerfis.
Rifjaði Gylfi upp að ASÍ hefði í til-
efni af 100 afmæli sínu ákveðið að
stofna almennt íbúðafélag og leggja
því til nauðsynlegt rekstrarfé. Sam-
vinna væri við BSRB og borgina.
Alvarlegar afleiðingar
Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga bresta ef húsnæðisfrumvörp nái ekki
fram að ganga Ófremdarástand í húsnæðismálum hjá mörgum félagsmönnum
MPólitísk kreppa »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. maí Fjölmenni var í kröfugöngu um Laugaveg á verkalýðsdaginn.
Landsmenn geta kosið forseta
þótt ekki liggi fyrir hverjir verða í
framboði. Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar vegna forsetakosning-
anna 25. júní hófst á laugardaginn.
Er þetta samkvæmt lögum þótt
enn sé mánaðarfrestur til að til-
kynna framboð. Í gær greindi
Guðni Th. Jóhannesson frá því að
hann ætlaði að tilkynna á fimmtu-
daginn hvort hann yrði í kjöri.
Guðrún Nordal kvaðst ekki ætla að
bjóða sig fram. »6
Forsetakosning haf-
in utan kjörfundar
Kosning Hægt er að kjósa utan kjörfundar.
Kári Stefáns-
son, forstjóri Ís-
lenskrar erfða-
greiningar,
afhenti Sigurði
Inga Jóhanns-
syni forsætisráð-
herra veglegan
bunka með
86.729 undir-
skriftum á fjöl-
mennri samkomu
undirskriftasöfnunarinnar „Endur-
reisum heilbrigðiskerfið“ sem fram
fór í húsnæði Íslenskrar erfða-
greiningar á laugardaginn. »11
Tók við nær 87 þús-
und undirskriftum
Undirskriftir Fjöldi
var á staðnum.
Ungir Þróttarar fylgdu leikmönnum úrvals-
deildarliðs Þróttar í fótbolta inn á gervigrasvöll-
inn í Laugardal þar sem liðið keppti í gær við FH
í fyrstu umferð Íslandsmótsins. FH-ingar unnu
leikinn 3-0. Þróttarar verða því að gera betur
næst. Raunar eiga íþróttirnar fyrst og fremst að
veita ánægju og gleði og því má segja að knatt-
spyrnustrákarnir ungu hafi gefið tóninn fyrir
mótið, sem stendur fram á haust.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kátir knattspyrnustrákar hlupu inn á völlinn
Íslandsmótið í knattspyrnu 2016 hófst í gær
Gagnasöfnun
um matarsóun á
Íslandi er hafin.
Taka eitt þúsund
heimili og 700
fyrirtæki, valin
með slembiúr-
taki, þátt í könn-
uninni. Ekki hef-
ur áður verið
gerð jafn um-
fangsmikil rann-
sókn á efninu hér á landi. Ný gögn
sýna að hver íbúi í Evrópu hendir
að meðaltali um 173 kg af mat á ári.
Samanlagt er um 88 milljónum
tonna af mat hent árlega. »16
Safna gögnum um
matarsóun á Íslandi
Matur Sóun er
mikið vandamál.