Morgunblaðið - 02.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur í
gær. Skrúðreið var farin af því tilefni frá Hall-
grímskirkju að Austurvelli, þar sem kór tók á
móti hestum og knöpum. Margt var um mann og
hest, en markmiðið var að kynna íslenska hest-
inn á heimsvísu. Landssamband hestamanna-
félaga stóð í samvinnu við Íslandsstofu að skrúð-
reiðinni, sem var leidd af fjallkonunni sjálfri í
fullum skrúða.
Fjallkonan leiddi skrúðreið um miðborgina
Morgunblaðið/Eggert
Dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur í Reykjavík
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég gagnrýni það að þessi góða
staða skuli ekki vera notuð til að
auka jöfnuð í samfélaginu, heldur
þvert á móti að ýta undir ójöfnuð,“
segir Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd
og fyrrverandi fjármálaráðherra,
þegar leitað er álits á tillögu ríkis-
stjórnarinnar að fjármálaáætlun
ríkisins til næstu fimm ára.
„Áætlunin ber þess merki að
þarna eru hægriflokkar að setja
fram stefnu sína til fimm ára. Við
jafnaðarmenn hefðum haft hana
öðruvísi,“ segir Oddný. Hún bætir
því við að ef áætlunin verði sam-
þykkt í þessari mynd muni Samfylk-
ingin beita sér fyrir því að hún verði
tekin upp eftir
næstu kosningar.
Sem rök fyrir
ályktun sinni um
aukinn ójöfnuð
nefnir Oddný
fækkun þrepa í
tekjuskattskerf-
inu. Sú breyting
komi sér best fyr-
ir þá sem standi
ágætlega fyrir.
Skattkerfið verði vissulega einfald-
ara en það verði einnig óréttlátara.
Hún nefnir einnig að gert sé ráð fyr-
ir því að sjúklingar beri áfram allt of
stóran hlut af kostnaði við heil-
brigðiskerfið. Stefnt sé að því að
gera barnabætur að eins konar fá-
tækrastyrk. Með því sé verið að færa
barnabótakerfið lengra frá fyrir-
komulaginu í hinum Norðurlanda-
ríkjunum, þar sem barnabætur séu
notaðar til að jafna aðstöðu barna-
fólks við stöðu fólks sem ekki er með
börn á framfæri.
Oddný telur að veikleikar séu á
fjármálastefnunni með tilliti til efna-
hagslegs stöðugleika. „Á sama tíma
og skattalækkanir eru boðaðar eru
fjárfestingar ríkisins auknar. Á
sama tíma eru miklar fjárfestingar
annars staðar í þjóðfélaginu. Þessi
blanda býður upp á þenslu og verð-
bólgu. Ég hef áhyggjur af því, nái
þessar tillögur fram að ganga, að
forsendur hennar bresti.“
Lögðu til að tilboði yrði tekið
Fram kemur í tillögu ríkis-
stjórnarinnar að fjármálaáætlun að
á tímabilinu verði lokið við byggingu
Húss íslenskra fræða. Verkið var
hafið snemma árs 2013 með því að
grafið var fyrir grunni hússins. Jafn-
framt var bygging hússins boðin út,
en áður hafði farið fram samkeppni
meðal arkitekta um skipulag og útlit
hússins. Já verk átti lægsta tilboð,
rúmlega 3,1 milljarð kr., og lagði
Framkvæmdasýsla ríkisins til við
menntamálaráðuneytið að því yrði
tekið. Því erindi var aldrei svarað
enda var kosið til Alþingis og bygg-
ing hússins rúmaðist ekki innan þess
ramma sem ný ríkisstjórn setti um
fjármál ríkisins.
Óljóst er hvert framhald málsins
verður þegar fjárveitingar um fram-
kvæmdir rata inn á fjárlög. Margt
hefur breyst á þeim tíma sem liðinn
er frá útboði og því má búast við að
bjóða þurfi bygginguna út að nýju.
Stuðlar ekki að jöfnuði
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir tillögur að fimm ára fjármálaáætlun
Líklegt að bjóða þurfi framkvæmdir við Hús íslenskra fræða út að nýju
Oddný G.
Harðardóttir
Landhelgisgæslan setti af stað um-
fangsmikla leit að fiskiskipi á föstu-
dagskvöld. Ástæðan var sú að skipið
hvarf úr sjálfvirku vöktunarkerfi.
Skipið fannst aðfaranótt laugardags
og þar sem það var ekki rétt útbúið
og ekki með fullnægjandi mönnun
var því vísað til hafnar.
Áhöfnin var að sigla skipinu, Ísleifi
II, til Noregs. Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum hefur selt skipið til út-
gerðarmanna í Trömsö, þar sem það
verður notað til selveiða.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
hafði fylgst með skipinu en um klukk-
an 19.30 á föstudagskvöldið hvarf það
úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af
landi, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Landhelgisgæslunni. Stjórn-
stöð Gæslunnar reyndi ítrekað að ná í
skipið í gegnum fjarskipti og gervi-
hnattasíma en án árangurs. Flugvél
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var
send austur til að leita. Þá var varð-
skipið Týr sem statt var við Austfirði
sett í viðbragðsstöðu.
Um klukkan eitt um nóttina fann
áhöfn flugvélarinnar Ísleif II um 140
sjómílur austnorðaustur af Dala-
tanga. Ekkert amaði að fjögurra
manna áhöfn, samkvæmt upplýs-
ingum skipstjórans.
Landhelgisgæslan segir að svo
virðist sem skipið hafi ekki verið
útbúið í samræmi við kröfur sem
gerðar eru til skipa sem siglt er yfir
hafið og þess vegna ekki hafi áhöfnin
ekki getað tilkynnt ferðir þess í sam-
ræmi við lög. Þá virtist skipið ekki
mannað í samræmi við lög og reglu-
gerðir. „Í ljósi alvarleika málsins vís-
aði Landhelgisgæslan skipinu til
Seyðisfjarðar þar sem mál þess verð-
ur rannsakað frekar. Landhelgis-
gæslan lítur þau mál mjög alvar-
legum augum þegar um möguleg
brot á reglum um vöktun og öryggis-
mál er að ræða,“ segir í tilkynning-
unni. Ísleifur II beið enn í Seyðis-
fjarðarhöfn í gærkvöldi.
Leitað að selveiðiskipi
Ljósmynd/Ísleifur Vignisson
Sigling Ísleifur II var síðast notaður
á loðnuvertíðinni 2015.
Ísleifi II vísað til
hafnar eftir um-
fangsmikla leit
„Við höfum nógan tíma, við viljum
bara vera öruggir,“ segir Sigurður
Ásgrímsson, skipherra hjá Land-
helgisgæslunni, en hann stýrir bátn-
um Emblu á siglingu frá Reykjavík
til Gautaborgar í Svíþjóð. Báturinn
er nú í Færeyjum og var Sigurður
spurður að því hvenær lagt yrði af
stað í næsta áfanga, sem er Leirvík
á Hjaltlandseyjum. Vonast hann til
að komast af stað í dag eða í fyrra-
málið.
Embla er nýjasta smíði skipa-
smíðastöðvarinnar Rafnars ehf.; 11
metra langur strandgæslubátur sem
byggir á nýrri hönnun skrokklags.
Tilgangur ferðarinnar er að sýna
bátinn á bátamessu í Gautaborg.
Ferðin frá Höfn í Hornafirði til
Þórshafnar í Færeyjum gekk vel, að
sögn Sigurðar. Tók ferðin tæpar níu
klukkustundir. Þótt það hafi ekki
endilega verið markmiðið að setja
hraðamet telur hann að sú hafi orðið
raunin. Meðalhraðinn var 27,1 sjó-
míla.
Sigurður segir að vel hafi verið
tekið á móti áhöfninni í Þórshöfn og
báturinn vakið athygli. Haldin var
kynning á vegum ræðismanns Ís-
lands og farið með samtals um 50
manns í siglingu. helgi@mbl.is
Hraðamet
sett á nýj-
um báti
Óðinn Landhelgisgæslan fékk
fyrsta Leiftur-bátinn frá Rafnar.
Meðalhraði Emblu
var 27,1 sjómíla
Á morgun gæti ráðist hvort Reykja-
nesbær nær samkomulagi við
kröfuhafa um 40 milljarða skuld
bæjarfélagsins. Takist það ekki er
líklegt að tillaga um að skipa bæn-
um fjárhaldsstjórn verði tekin á
dagskrá bæjarstjórnar síðdegis.
Viðræður bæjarstjórnar og
kröfuhafa hafa fram að þessu verið
án árangurs. Fram kom í fréttum
Ríkisútvarpsins í gær að Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri væri
nokkuð ánægður með gang við-
ræðnanna undanfarna daga. Hann
útilokaði ekki að málinu yrði frest-
að aftur þótt ekki tækist samkomu-
lag fyrir fundinn á morgun.
Ögurstund
í Reykjanesbæ