Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 4

Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016 KRÍT 26.maí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 67.195 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 87.395 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Omega Apartments Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð irá sk ilja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 67.195 FY RI R2 1 ÁFLUGSÆTI M/GISTINGU Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Nú er staðan sú, góðir félagar, að mikil upplausn er á vettvangi stjórnmálanna og í raun er pólitísk kreppa í landinu og hefur verið við- varandi síðan haustið 2008 [...] Við verðum jafnframt að vera okkur meðvituð um að pólitísk ólga hefur tilhneigingu til þess að grafa undan efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og færa sig yfir á vinnumarkaðinn líkt og við sáum á síðasta og þarsíðasta ári,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, meðal annars í ávarpi á útifundi á Ingólfstorgi í gær, á verkalýðsdaginn. Hátíðarhöld voru á meira en þrjátíu stöðum á landinu í tilefni dagsins, kröfugöngur og baráttu- fundir. Í Reykjavík var gengið frá Hlemmi undir hljóðfæraleik lúðra- sveitar á útifund á Ingólfstorgi. Bitnar á útlendingum Yfirskrift hátíðarhaldanna var „Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra“ og var með því vísað til aldar- afmælis Alþýðusambands Íslands sem fagnað er í ár. Gylfi sagði að hreyfingin væri enn að glíma við svipuð mál og í árdaga hreyfingar- innar. Enn væri verið að berjast fyrir mannsæmandi launum og ýmsum réttindum. „Núna eru það einkum útlendingar og ungt fólk sem verður fyrir barðinu á ósvífn- um atvinnurekendum og kjarklaus- um embættismönnum, en þessir hópar búa að minnstum upplýsing- um um réttindi sín og standa því veikt fyrir. Afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar er skýr; undirboð á vinnumarkaði eru ekki bara óá- sættanleg heldur grafa þau undan því vinnumarkaðskerfi sem við vilj- um hafa á Íslandi. Við ætlumst til þess að komið sé fram af sanngirni og virðingu við fólk. Það eiga allir að fá það sem þeim ber, launamað- urinn, samfélagið og atvinnurek- andinn,“ sagði Gylfi. Hann gerði húsnæðismálin að umtalsefni í sama ljósi. Þau hefðu verið baráttumál Alþýðusambands- ins alla tíð. „Nú bíðum við þess að Alþingi afgreiði frumvörp um þessi mál áður en það verður sundrung- unni að bráð í aðdraganda kosn- inga. Ef svo fer mun það hafa mjög alvarlegar afleiðingar á vinnumark- aði – því það væri hreinn og klár forsendubrestur í kjarasamningum ASÍ og SA sem koma næst til end- urskoðunar í febrúar 2017.“ Heftir aðgang að þjónustu Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sagði að stjórnvöld væru á rangri braut með áformum um aukna einkavæðingu í heilbrigðis- þjónustunni og aukinni kostnaðar- þátttöku stórs hóps sjúklinga. Hún flutti ávarp á hátíðarhöldunum í Hafnarfirði. Elín gagnrýndi fjársvelti heil- brigðiskerfisins. „Ný rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga gefur sterkar vísbendingar um að gjaldtakan í heilbrigðiskerfinu hefti aðgengi tiltekinna hópa að þjónustunni. Niðurstöður hans sýna að of stór hópur Íslendinga frestar því að leita sér læknisað- stoðar, jafnvel þótt hann telji sig þurfa á slíkri þjónustu að halda. Stöðugt fleiri nefna kostnað sem ástæðu þess að þeir leita ekki til læknis. Við slíkt ástand verður ekki unað.“ Hún ræddi þá ákvörðun stjórn- valda að þrjár nýjar heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu yrðu reknar af einkaaðilum. „Ég hef ekki orðið vör við að fólkið í landinu sé að biðja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og því síður að það óski eftir að greiða meira fyrir læknisþjónustuna,“ sagði hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útifundur Kröfugöngu verkalýðsins lauk á Ingólfstorgi. Þar tóku Parabólurnar á móti göngufólki og ræðumenn hvöttu fólk til dáða. Pólitísk kreppa í landinu  Forseti ASÍ segir forsendur samninga bresta ef húsnæðisfrumvörp verði ekki samþykkt  Formaður BSRB gagnrýnir einkavæðingu í heilbrigðiskerfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfur Margs konar skilaboð voru á skiltum og voru fánar verkalýðs- félaga áberandi í kröfugöngunni og á baráttufundi á Ingólfstorgi. Ögmundur Jónasson, alþing- ismaður fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð, verður ekki í framboði í næstu alþingis- kosningum. Hann greindi frá þessu á vefsíðu sinni síðdegis í gær. „Komið er að því að breyta um um- hverfi,“ segir Ögmundur. „Uppá- haldsdagurinn minn, 1. maí, bar- áttudagur verkalýðsins, þykir mér góður fyrir þessa ákvörðun. Á þess- um degi líta menn yfir farinn veg en fyrst og fremst er horft fram á veg- inn. Það geri ég fullur tilhlökkunar um leið og ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig til verka á þingferli mínum. Annars er ég ekki alveg hættur á þingi. Ég stend að sjálf- sögðu mína vakt til loka kjörtíma- bilsins, hvenær sem nú ákveðið verð- ur að láta því ljúka. Þá taka við ný verkefni. Ég ráðgeri ekki að hætta að lifa lífinu þótt ég hætti á Alþingi.“ Ögmundur ekki aftur í framboði  Kveðst ætla að breyta um umhverfi Ögmundur Jónasson Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ákveðið að blása til átaks í slysa- vörnum hjólreiða- fólks. „Kanntu að hjóla?“ nefnist það og hófst í gær og stendur allan maímánuð. Hjólreiðaslys- um hefur fjölgað um u.þ.b. 400% á Íslandi síðasta ára- tug samkvæmt tölum Samgöngu- stofu. Tugir alvarlegra hjólreiðaslysa verða ár hvert og varð banaslys í fyrra. Í tilefni átaksins hjóluðu í gær 80 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg frá bækistöðvum sínum að Gróubúð á Grandagarði þar sem Björgunarsveitin Ársæll og Slysa- varnadeildin í Reykjavík hafa aðset- ur. Gefinn hefur verið út bæklingur þar sem farið er yfir helstu atriði sem hjólreiðafólk þarf að kunna skil á. Átak í slysa- vörnum hjól- reiðafólks Hjólreiðar Fara þarf varlega. Ragnar Örn Péturs- son, fyrrverandi íþróttafulltrúi Reykja- nesbæjar, lést á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja síðastliðinn föstudag, eftir skamm- vinna baráttu við krabbamein. Ragnar var fæddur í Reykjavík 8. maí 1954 og var því ekki orðinn 62 ára þegar hann lést. Ragnar Örn var lærður framreiðslu- maður og vann við veit- ingarekstur og var íþrótta- fréttamaður um tíma. Hann var íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar í nær 20 ár. Hann var ötull þátttak- andi í íþróttastarfi bæjarfélagsins og var meðal annars í íþróttaráði Kefla- víkur í 12 ár og formaður Íþrótta- bandalags Keflavíkur á árunum 1994 til 1998. Hann var einn- ig fréttaritari RÚV á Suðurnesjum um ára- bil. Ragnar Örn var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og formaður fulltrúaráðs flokksins. Hann var formaður Starfsmannafélags Suðurnesja og sat þá jafnframt í stjórn BSRB. Hann var virk- ur félagi í Kiwanis og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Hann var umdæmisstjóri Kiwanis á Íslandi og í Færeyjum 2011-2012. Ragnar Örn lætur eftir sig eigin- konu, Sigríði Sigurðardóttur, fjögur uppkomin börn og 10 barnabörn. Út- för hans verður gerð frá Keflavíkur- kirkju næstkomandi miðvikudag. Andlát Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi Norska víkinga- skipið Drekinn Haraldur hár- fagri kom inn til hafnar í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi. Skipið kom í þessum áfanga frá Leir- vík á Hjaltlands- eyjum, en þar hafði það komið óvænt við vegna smávægilegra bil- ana sem áhöfnin varð vör við á leið- inni frá Haugasundi í Noregi. Næsti áfangastaður er Ísland. Upphaflega stóð til að hingað yrði komið einhvern fyrstu daganna í maí. Ljóst er að það mun dragast eitthvað. Ekki er heldur vitað hve- nær skipið heldur frá Færeyjum, þar sem leiðindaveður er þar og veðurspá fyrir næstu daga ekki góð. Drekinn er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið í seinni tíð. helgi@mbl.is Drekinn kom- inn til hafnar í Færeyjum Drekinn Næsti áfangi er Ísland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.