Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Laugavegi 99 – Sími 777 2281
(gengið inn frá Snorrabraut) aff.is
Concept store
10-50% afsláttur á völdum vörum til 7. maí
Rýmum fyrir nýjum vörum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Alls 24 túristaverslanir á Lauga-
veginum gæti verið vísbending
um hættu á fullmikilli einsleitni á
kostnað sjarmans,“ segir Jakob
Frímann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Miðborgarinnar
okkar. Tími göngugatna í mið-
borg Reykjavíkur hefst í dag.
Pósthússtræti við Kirkjustræti
verður göngugata fram til 1.
október en opið fyrir bílaumferð í
morgunsárið. Hafnarstræti verð-
ur fyrir gangandi að austan frá
Pósthússtræti en umferð heimiluð
í vesturenda. Laugavegur, frá
Vatnsstíg að gatnamótum Banka-
strætis og Þingholtsstrætis, og
Skólavörðustígur frá Bergstaða-
stræti að Bankastræti verða
göngugötur fram á haust. Þá
verður neðsti hluti Bergstaða-
strætis göngugata.
Aðlaðandi og áhugaverðar
Með sumargötum á að auðga
mannlíf og bæta aðgengi gang-
andi og hjólandi fólks, segir í frétt
frá Reykjavíkurborg. Þar kemur
einnig fram að skv. könnun séu
um ¾ aðspurðra jákvæðir fyrir
framtakinu, sem á sér nokkurra
ára sögu. En hvernig líkar kaup-
mönnum og öðrum sem eru með
rekstur í miðborginni þetta?
„Sumir eru sáttir en aðrir
ekki – nú einkum þeir sem starfa
á neðri hluta Skólavörðustígs.
Hvað sem því líður verður að
kappkosta að gera þessar götur
aðlaðandi og áhugaverðar og að
þar séu ýmsir viðburðir,“ segir
Jakob Frímann. En er orðið of
mikið af ferðamannabúðum, hót-
elum og slíku við Laugaveg?
„Sumir ganga svo langt að segja
að útlendingar hafi hernumið Ís-
land og þá ekki síst miðborgina,
sem fær til sín 95% allra þeirra
sem landið sækja heim. Það er
ekki óeðlilegt að reynt sé að höfða
til þessa mikla fjölda og að leitast
sé við að hámarka arðsemi versl-
unar við Laugaveg en við nálg-
umst þó óðfluga þolmörkin,“
segir Jakob Frímann og heldur
áfram:
„Sömuleiðis er pirrings farið
að gæta hjá venjulegu miðborgar-
fólki. Það kvartar yfir því að fá
ekki lengur inni á veitingahús-
unum sínum eða kaffihúsum.
Þetta sé ekki lengur gamla góða
Reykjavík heldur þjónustu-
miðstöð fyrir útlendinga. Hinir
eru þó að líkindum fleiri sem
fagna þessu og eygja þau jákvæðu
hagrænu áhrif sem þessu fylgja.“
Um þessar mundir eru víða
framkvæmdir í miðboginni, enda
kallar gestafjöldinn þar á upp-
byggingu. Jakob Frímann segir
þetta vissulega reyna á þanþol
rifja og tauga þeirra sem búa og
starfa í miðborginni. Uppbygg-
ingin verði þó til bóta þegar til
lengri tíma er litið. Annars sé þró-
unarstarf á svæðinu í sífelldri
deiglu og endurmótun – og í dag
sé iðandi mannlíf með list-
viðburðum einkenni 101 Reykja-
víkur. Í því efni koma gamla höfn-
in og Grandinn sterkt inn.
„Kostir miðborgarinnar eru
fjölmargir, svo sem nálægð og að-
gengi að lykilstöðum, þjónustu í
víðasta skilningi og verslun á
þægilega afmörkuðu svæði miðað
við stórborgir nágrannalanda.
Reykjavík er sannarlega gleði- og
viðburðaborg á heimsmæli-
kvarða, að sumu leyti sambærileg
við London og New York.“
Við finnum vaxtarverki
Jakob Frímann hefur verið
framkvæmdastjóri Miðborgar-
innar okkar frá 2008, en þessi
starfsemi er undir sviði eigna- og
atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur-
borg. Hann segir starfið fjöl-
breytt og áhugavert. „Þetta á
ekki síst við nú, á tímum upp-
byggingar og þróunar, sem má
rekja til áhuga borgaryfirvalda á
miðborgarþróun og jafnframt
hraðs vaxtar ferðaþjónustu. Við
finnum vaxtarverki sem fylgja
framkvæmdum á svæðinu. Nú sér
hins vegar fyrir lok margra
þeirra og því er full ástæða til að
horfa björtum augum til þéttari,
betri og nútímalegri miðborgar.“
Jakob Frímann Magnússon er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugavegurinn „Reykjavík er sannarlega gleði- og viðburðaborg,“ segir Jakob Frímann í viðtalinu.
Borg á heimsmælikvarða
fer að nálgast þolmörkin
Jakob Frímann Magnússon
er fæddur 1953. Hann er einn
stofnenda Stuðmanna og hefur
mikið sinnt störfum á sviði
menningarmála hvers konar,
m.a. í utanríkisþjónustunni.
Framkvæmdastjóri miðborgar-
mála og Miðborgarinnar okkar
frá 2008.
Kvæntur Birnu Rún Gísla-
dóttur, viðskiptafræðingi hjá
Arion banka, og eiga þau dæt-
urnar Katrínu Borg og Jarúnu
Júlíu. Er MBA frá HR.
Hver er hann?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsmenn geta kosið forseta þótt
ekki liggi fyrir hverjir verða í fram-
boði. Atkvæðagreiðsla utan kjörfund-
ar hófst á laugardag.
Fimmta kjörtímabili Ólafs Ragn-
ars Grímssonar í embætti forseta Ís-
lands lýkur 31. júní. Forsetakosning-
ar eru boðaðar laugardaginn 25. júní.
Framboðsfrestur rennur út fimm vik-
um fyrir kjördag. Stór hópur fólks
hefur lýst yfir áhuga á embættinu og
er að undirbúa framboð. Eðli málsins
samkvæmt er þó enginn orðinn form-
legur frambjóð-
andi því kjör-
stjórnir taka ekki
við meðmælenda-
listum fyrr en líð-
ur á mánuðinn og
þá er eftir að yfir-
fara þá. Fyrstu
skoðanakannanir
gefa til kynna
mikinn stuðning
við núverandi for-
seta, Ólaf Ragnar Grímsson. Næst á
eftir honum koma Andri Snær
Magnason og Halla Tómasdóttir.
Þess ber að geta að margir segjast
enn óákveðnir eða hafa hug á að skila
auðu. Guðni Th. Jóhannesson mun til-
kynna næstkomandi fimmtudag
hvort hann býður sig fram eða ekki.
Guðrún Nordal tilkynnti í gær að hún
yrði ekki í framboði.
Það mun síðan liggja fyrir föstu-
daginn 27. maí hverjir verða raun-
verulega í kjöri, en þá áformar innan-
ríkisráðuneytið að auglýsa nöfnin.
Kveðið er á um það í kosningalög-
um að kosningu utan kjörfundar skuli
hefja svo fljótt sem kostur er, þó eigi
fyrr en átta vikum fyrir kjördag.
Samkvæmt þessu hófst utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla á skrifstofum
sýslumanna landsins sl. laugardag.
Kjósendur sem vilja greiða atkvæði
utan kjörfundar fá ekki neinn nafna-
lista og verða sjálfir að rita á kjör-
seðilinn fullt nafn þess frambjóðanda
sem þeir vilja.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta
fyrst um sinn greitt atkvæði á skrif-
stofum sýslumannsins í Reykjavík og
Hafnarfirði, bæði á virkum dögum og
um helgar. Frá og með 9. júní verður
einungis hægt að greiða atkvæði í
Perlunni. Er það í fyrsta skipti sem
kosningamiðstöðin verður þar, en í
mörg ár hefur hún verið í Laugar-
dalshöllinni.
Kosning hafin án frambjóðenda
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin Mánuður eftir af framboðsfresti
Kosningar Kjör-
kassi fluttur.
Borgarráð sam-
þykkti á fimmtu-
dag að veita
Hjörleifi Stef-
ánssyni arkitekt
styrk að fjárhæð
500.000 krónur
vegna torf-
listaverks í
Hljómskálagarð-
inum. Í bréfi frá
stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík
sem einnig var lagt fram á fundi
borgarráðs var staðfest að verkið
yrði hluti af dagskrá hátíðarinnar.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að óvissa sé upp komin varðandi
verkið og þátt þess í Listahátíðinni.
Óvissa um torf-
listaverk styrkt af
Reykjavíkurborg
Hljómskálagarður
Hallarekstur sem fáar leiðir eru fær-
ar út úr er helsta ástæða þess að Al-
þýðusamband Íslands hefur ákveðið
að selja Ásmundarsal við Freyjugötu
í Reykjavík, þar sem listasafn sam-
takanna er til húsa. Starfsemi þess í
núverandi mynd verður hætt í byrj-
un október næst-
komandi. „Rekst-
ur Ásmundarsals
hefur verið að
þyngjast veru-
lega undanfarin
ár eftir að Alþingi
ákvað að draga
verulega úr fjár-
veitingum til
Listasafns ASÍ.
Hvorki Safna-
sjóður né Reykja-
víkurborg vilja gera svokallaða
rekstrarsamninga, heldur veita
styrki í einstaka viðburði,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Fyrir helgina auglýsti fasteigna-
salan Valhöll eftir tilboðum í Ás-
mundarsal, sem er í eigu listasafns-
ins. Óskað er eftir tilboðum í húsið og
því ekki ljóst hvað fæst fyrir það.
Ljóst má þó vera að verðmætið
hleypur á mörgum tugum milljóna
króna, enda er þetta hús með merka
sögu og á besta stað í borginni. Þeir
fjármunir sem fást af sölu þess, ef
viðunandi tilboð fást, verða nýttir af
safninu. Húsið er byggt árið 1934 og
upphaflega vinnustofa Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara, og af
því er nafnið dregið.
Húsið, sem er 320 fermetrar, er í
funkis-stíl og í því tveir rúmgóðir
sýningarsalir.
Um alllangt skeið hefur Listasafn
ASÍ átt húsið. Safnkostur þess er að
stofni 120 verk sem Ragnar Jónsson
útgefandi, sem jafnan var kenndur
við smjörlíkisgerðina Smára, færði
samtökunum að gjöf árið 1961.
Þarna má finna verk eftir marga af
helstu listamönnum þjóðarinnar fyrr
á tíð en aukið hefur verið við safnið
jafnt og þétt í áranna rás – svo að
verk seinni tíma manna eru þar einn-
ig.
„Kröfur til sýningarhalds eru að
aukast. Slíkt leiðir af sér aukinn
kostnað sem við sjáum ekki neinar
forsendur til að geta mætt,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson. Hann bætir við
að þótt fasteignarekstri og sýningar-
haldi á vegum safnsins verði hætt
verði verk þess áfram sýnd, rétt eins
og Ragnar í Smára skilyrti.
„Hvernig verkin sem eru í eigu
safnsins verði fólki aðgengileg liggur
ekki fyrir. Rekstrarstjórn safnsins
hefur sett í gang hugmyndavinnu um
það og mun kynna niðurstöðu sína
síðar,“ segir forseti ASÍ. sbs@mbl.is
Forsendur safn-
rekstrar brostnar
Ásmundarsalur ASÍ er kominn í sölu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Freyjugata Ásmundarsafn er sér-
stakt hús á Skólavörðuholtinu.
Gylfi
Arnbjörnsson