Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.05.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016 Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa. Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík. Árshátíð á hálendi Íslands Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU? Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef núverandi ríkisstjórn ber til þess gæfu að auka fjárveitingar til heilbrigðismála í ár mun það auka traust á stjórnmálunum öllum,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, þegar hann afhenti Sigurði Inga Jóhanns- syni forsætisráðherra lista með nöfnum alls 86.729 manns sem tóku þátt í undirskriftasöfnunni Endur- reisum heilbrigðiskerfið. Greiðsluþátttaka úr 18% í 9% Söfnun undirskrifta hefur staðið yfir síðustu mánuði og var eftir- tekjan kynnt á laugardag í húsi ÍE. Ráðherrar og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi voru á samkomunni og fluttu þar stutt ávörp og reifuðu viðhorf sín til heilbrigðismála. Það gerði Kári Stefánsson líka og lagði þar til að kostnaðarþátttaka al- mennings fyrir heilbrigðisþjónustu yrði lækkuð stórlega. „Kostnaðarþátttaka fólksins er 18% af heildarkostnaði, sem er lík- lega 140-150 milljarðar króna. Fólkið í landinu greiðir því 30 millj- arða króna og mín tillaga er að þið, stjórnmálamenn, takið saman höndum og byrjið að skera niður greiðsluþátttöku úr 18% í 9% á þessu ári,“ sagði Kári Stefánsson. Vísaði hann þarna til fregna um góða afkomu ríkissjóðs, sem for- ystumenn ríkisstjórnarinnar segja að gefi svigrúm til að hefjast handa um ýmsar framkvæmdir og auka framlög til velferðarmála í víðasta skilningi þess orðs. Geta pakkað saman og farið Segja má að tillaga Kára Stefáns- sonar um að lækka gjöldin sem al- menningur greiðir fyrir heilbrigðis- þjónustu hafi rímað við sjónarmið stjórnarandstöðu á áðurnefndri samkomu. „Þetta er tilfinninga- þrungið ákall um að við stöndum saman um mikil verðmæti sem við eigum í félagslegu opinberu heil- brigðiskerfi,“ sagði Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingar. „Gjaldfrelsi í heilbrigðisþjónustu er það sem við skulum stefna að.“ Aðrir úr stjórnarandstöðu töluðu á svipuðum nótum. „Þeir stjórnmála- menn sem ekki ætla að taka mark á þessari könnun geta pakkað saman og farið,“ sagði Páll Valur Björns- son, þingmaður Bjartar framtíðar. „Hér sjáum við í verki vilja þjóðar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir frá VG tók í sama streng. Byrja ætti á því að heilbrigðisþjónusta fyrir börn og öryrkja væri endur- gjaldslaus. Þá ætti að mæta kostn- aði fólks vegna sálfræðiþjónustu og tannlækninga. „Næstu kosningar verða um samfélagssáttmálann,“ sagði Svandís. En hverju svarar ríkisstjórnin um mikinn fjölda undirskrifta og þungann sem í því felst? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé tilbúin að stefna í þá átt að greiðsluþátttaka almennings verði lækkuð. Þá nefndi hann að ein krafan í undirskrifta- söfnunni væri sú að 11% af vergri landsframleiðslu skyldu fara í heil- brigðismál. Um það segir fjármála- ráðherra að varast beri í þessari umræða að festa sig um of í hlutfalli af landsframleiðslu. Horfa eigi á gæði, öryggi og aðgengi að heil- brigðisþjónustu fremur en hag- ræna kvarða. „Það sem sameinar okkur er svo miklu meira en það sem sundrar. Í dag höfum við eitt- hvað til að sameinast um,“ sagði Bjarni. Allt þarf að vera í jafnvægi En er mögulegt að þau 18% af heildarkostnaði við heilbrigðis- þjónustu í landinu sem almenn- ingur greiðir í dag með beinum gjöldum fari niður í 9%, eins og Kári Stefánsson leggur til? „Þetta er freistnivandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sem vildi ekki þessari spurningu beint. „Framtíðaráætlun í ríkisfjár- málum sem við vorum að setja fram fyrir helgina er með jafnvægi milli útgjalda og eðlilegs afgangs, án þess að skapa þenslu. Sem betur fer eru miklir fjármunir settir til heil- brigðiskerfisins. Margir falla í þá freistni nú þegar vel árar að vilja fá meira til sín – skiljanlega – en þetta allt þarf að vera í jafnvægi,“ sagði forsætisráðherra við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áskorun Kári Stefánsson afhendir Sigurði Inga Jóhannssyni lista undirskrifta með nöfnum alls 86.729 sem vilja sjá úrbætur í heilbrigðismálum. Tilfinningaþrungið ákall  86.729 manns tóku þátt í undirskriftasöfnun  Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta sé markmið  Minni kostnaðarþátttaka er freistnivandi, segir forsætisráðherra Laust eftir klukk- an hálf sex í gær- morgun var lög- reglan á Norðurlandi eystra kölluð til vegna tilkynn- ingar um heimilis- ofbeldi í húsi á Akureyri. Sá sem tilkynnti málið skýrði frá því að meintur gerandi hótaði að beita skot- vopni. Í kjölfarið lokaði lögreglan þremur götum í nágrenninu og vopn- uðust vakthafandi lögreglumenn lög- reglunnar á Akureyri skotvopnum. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og sérsveit Ríkislögreglustjóra var köll- uð út. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri hleypti meintur gerandi ekki af skotvopni og kom vopnlaus út úr íbúðinni skömmu eftir að þessar aðgerðir hófust og var hann þá handtekinn. Við leit í íbúðinni fundust tvær haglabyssur og nokkurt magn skotfæra. Viðkomandi var und- ir áhrifum áfengis, en hann var vist- aður í fangageymslu og verður yfir- heyrður þegar af honum er runnið. Lögreglan á Akureyri vopnaðist  Ölvaður með skot- vopn handtekinn Akureyri Lögregla var með viðbúnað. Ekkert bendir til þess að þyrluslys- ið í Noregi á föstudaginn hafi rekstrarleg áhrif á þyrluútgerð Landhelgisgæsl- unnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gæslunni. „Tilfinningalega snertir þessi atburður við okkur hjá Landhelgisgæslunni þar sem við höfum átt náið og gott samstarf með Norðmönnum í tengslum við þyrlu- reksturinn. Hugur okkar er hjá þeim á þessari stundu og sendir Landhelgisgæslan innilegar sam- úðarkveðjur,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Þyrlan sem fórst í Noregi var af gerðinni EC225. Hún hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. „Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru eldri út- gáfa umræddrar þyrlu og um margt mjög ólíkar,“ segir í tilkynningunni. Þyrluslys í Noregi hefur ekki áhrif hér Slysið Ekki áhrif hér á landi. Meginbrestirnir í kerfinu eru þrír, segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Heilsugæslan er ekki nægilega sterk, aðstaða á Landspítala er ekki boð- leg og í þriðja lagi er sérhæfð þjónusta úti á landi langt frá viðunandi. En er raunhæft að lækka kostnaðarþáttöku al- mennings eins og Kári Stefánsson leggur til? „Það eru til tugir greiðslukerfa fyrir þjónustu og ef því á að breyta þarf að gera upp við sig hvert af þessum kerfum við ætlum að fara í. Ég er að streitast við að einfalda þetta og búa til eitt greiðsluþátttökukerfi. Þegar það er komið getum við skoðað lækkun.“ Þrír meginbrestir í kerfinu HEILSUGÆSLA, LANDSPÍTALI OG SÉRFRÆÐINGAR Kristján Þór Júlíusson Talsvert annríki var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í fyrri- nótt. Einkum var það vegna fólks undir áhrifum áfengis eða fíkni- efna. Þannig var t.d. tilkynnt um karlmann um miðnætti sem var með vandræði á skemmtistað í Mos- fellsbæ. Hafði hann skemmt hurð og sitthvað fleira. Var hann hand- tekinn og vistaður í fangaklefa. Skemmdi hurð á skemmtistað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.