Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
fjölslípi-/fræsisett
MFW 228
beltaslípivél
BT 75
handfræsari
OBF 1200
bandsög - tré
HBS 245HQ
rennibekkur D460FXL
11.662,-
19.568,- 15.615,-
75.390,-
68.982,-
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
V O
Hlutabréf vestanhafs voru á niður-
leið á föstudag en S&P 500 og Dow
Jones vísitölurnar hækkuðu samt
heilt yfir í aprílmánuði. S&P 500
hækkaði um 0,27% í mánuðinum,
Dow Jones um 0,5% en Nasdaq-
vísitalan lækkaði um 1,94%.
Meðal helstu áhrifavalda var
14% lækkun Apple í mánuðinum,
aðallega vegna sölu Carl Icahn á
hlut sínum í tæknirisanum. Micro-
soft lækkaði einnig töluvert, um
10%, og Alphabet um 7 %, að því
er FT greinir frá. Á móti lækkuðu
verði tæknifyrirtækja kom hækk-
un í orkugeira sem hélst í hendur
við hækkað heimsmarkaðsverð á
olíu.
Að sögn Market Watch nam
hækkun olíu um 20% yfir apríl-
mánuð. Á föstudag kostaði WTI-
hráolía 45,92 dali á fatið og Brent-
olía 48,13 dali. Hækkunin er þvert
á væntingar sumra markaðs-
greinenda, sem spáðu því um miðj-
an mánuðinn að fatið færi niður í
30 dali eftir að samráðsfundi olíu-
ríkja í Doha lauk án samkomulags.
Silfur hækkaði um 15,2% í apríl
og kostar núna 17,8 dali á únsuna.
Hefur silfurverð ekki verið hærra í
11 mánuði. Á meðan hækkaði gull
um 4,4% í mánuðinum. Kostar
gullúnsan nú um 1.294 dali. Frá
áramótum hefur silfur hækkað um
27% og gull um 20%. ai@mbl.is
Hlutabréf standa í stað
en olía og silfur hækka
Lækkun Apple dró markaðinn niður
AFP
Sveiflur Tæknifyrirtæki fóru niður en orkufyrirtæki upp í aprílmánuði.
gjald sem nemur 2% af virði eigna í
sinni umsjá og taki að auki í sinn hlut
20% af öllum hagnaði sem fjárfest-
ingarnar skila. Buffett sagði þetta
þóknanakerfi „óskiljanlegt“.
Mikil gosdrykkja ekki
framleiðendum að kenna
Berkshire á hlut í nokkrum mat-
vælaframleiðendum, þar á meðal
rösklega 9% hlut í Coca-Cola. Barst
offituvandinn í tal og einn gesta vís-
aði í nýlega rannsókn sem gerð var
við Tufts-háskóla og tengir gos-
drykkju við 184.000 dauðsföll árlega
á heimsvísu. Buffett sagði ekki rétt
að leggja ábyrgðina á offitu og
sykursýki á herðar gosdrykkjafram-
leiðenda og undir hverjum og einum
væri komið að stilla neyslu sinni í
hóf.
Sjálfur er Buffett þekktur fyrir að
drekka mikið af kirsuberjakóki.
Buffett hefur áður þurft að svara
gagnrýni vegna starfsemi Coca-Cola
en hefur gjarnan snúið því upp í grín
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Árlegur hluthafafundur Berkshire
Hathaway var haldinn í Omaha á
laugardag. Alls ferðuðust um 40.000
manns til Nebraska til að sitja fund-
inn og að vanda fylgdust fjölmiðlar
vel með því sem stjórnarformaður-
inn, stjörnufjárfestirinn og auðkýf-
ingurinn Warren Buffett hefði að
segja.
Athygli vakti að Buffett skaut
föstum skotum að vogunarsjóðum.
„Fólk á Wall Street hefur grætt mun
meira á góðri sölumennsku en á góð-
um fjárfestingum,“ sagði hann við
gesti fundarins. Hann sagði eðlilegt
að fjárfestar væru óánægðir með
þær háu þóknanir sem vogunarsjóðir
rukkuðu þegar frammistaða þeirra
væri engu betri en hjá vísitölusjóð-
um, að því er Bloomberg greinir frá.
Algengt er að vogunarsjóðir taki
og bent á að hann sé sennilega sjálf-
ur kók að einum fjórða hluta.
Financial Times segir Buffett hafa
verið varkáran í svörum í þá sjö tíma
sem spurningahluti fundarins stóð
yfir. Er talið að hann hafi viljað forð-
ast hvers kyns fjölmiðlafár sem smit-
ast gæti yfir í stjórnmálaumræðuna,
en Buffett er yfirlýstur stuðnings-
maður framboðs Hillary Clinton.
Hluthafafundurinn felldi, með
miklum meirihluta atkvæða, tillögu
þess efnis að Berkshire ynni skýrslu
um þau áhrif sem loftslagsbreyting-
ar gætu haft á tryggingarekstur
samsteypunnar. Umhverfisverndar-
sinnar í hópi hluthafa hafa þrýst á
Buffett að lýsa yfir stuðningi við
breytingar á lögum sem fælu í sér
gjald á losun koltvísýrings. Buffett
hefur fullyrt að loftslagsbreytingar
hafi ekki haft áhrif á tryggingabóta-
greiðslur fyrirtækisins og laga megi
iðgjöld að hækkuðum bótagreiðslum
ef þess reynist þörf.
Hagnaður af rekstri Berkshire
Hathaway dróst saman um 12% á
fyrsta fjórðungi ársins og nam sam-
tals 3,7 milljörðum dala. Var það
einkum tvennt sem skemmdi fyrir á
fyrstu þremur mánuðum ársins: ann-
ars vegar kostnaður í trygginga-
starfsemi Berkshire vegna hagléla í
Texas og hins vegar minnkað magn
flutninga hjá BNSF-lestafyrirtæk-
inu.
Buffett gagnrýnir vogunarsjóði
Á aðalfundi Berkshire var meðal annars rætt um offitu, gosdrykki og loftslagsbreytingar
Reuters
Þamb Warren Buffett sló á létta strengi með hluthöfum þegar hann var
spurður um nýlega rannsókn á skaðsemi gosdrykkja. Mynd úr safni.
● Flugvélaframleiðandinn Bombardier
birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs í lok
síðustu viku. Tekjur námu 3,9 millj-
örðum dala en voru 4,4 milljarðar á
sama tímabili í fyrra.
Meðal flugfélaga sem nota vélar frá
Bombardier er Flugfélag Íslands sem
rekur tvær Q400 vélar og tvær Q200
vélar. Rekstur Bombardier virðist á
réttri leið en tilkynnt var um stóra pönt-
un flugfélagsins Delta á allt að 125 vél-
um af gerðinni CS 100. Segir Alain
Bellemare, forstjóri Bombardier, að
reksturinn sé á áætlun. ai@mbl.is
AFP
Delta með stóra pönt-
un hjá Bombardier
Landsbankinn auglýsir í dag til
sölu allan eignarhlut sinn í fjárfest-
ingarfélaginu Eyri Invest. Er um
að ræða 23,3% alls hlutafjár í félag-
inu.
Í auglýsingunni kemur fram að
Eyrir Invest á 29,3% hlut í Marel
hf. og 33,7% hlut í fjárfestingar-
félaginu Eyrir Sprotar slhf. sem
fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum.
Var eiginfjárhlutfall Eyris 54,5%
um síðustu áramót.
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, segir það hafa verið
stefnu bankans að minnka stöður í
óskráðum hlutabréfum og hafi áður
komið fram að bankinn hefði í
hyggju að selja hlut sinn í Eyri In-
vest. „Eignasafn Eyris hefur ein-
faldast töluvert á undanförnum
Landsbankinn selur 23,3% í Eyri
Stefnan Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans.
Fjárfestingarfélagið á nærri 30% hlut í Marel Erlendar eignir verið seldar
Þrýstingur frá FME um að bankinn selji hlut sinn í félögum í óskyldum rekstri
misserum þar sem erlendar eignir
félagsins hafa verið seldar,“ segir
hann.
„Stærsta eign Eyris er 29,3%
hlutur í Marel en það félag er
nýbúið að birta afkomutölur fyrsta
ársfjórðungs og því nýjar upplýs-
ingar um það félag nú aðgengilegar
fjárfestum. Fjármálaeftirlitið hefur
einnig verið að þrýsta á bankann
um að selja hlut sinn í félögum í
óskyldum rekstri. Í ljósi alls þessa
töldum við að núna væri gott að
auglýsa þessa eign til sölu.“
ai@mbl.is
Umsvif
» Eyrir Invest var stofnað árið
2000.
» Félagið hefur m.a. fjárfest í
Össuri, Fokker og Stork.
Morgunblaðið/Ómar