Morgunblaðið - 02.05.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Hjólavagnar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
Upp úr sauð á milli mótmælenda og lögreglunnar í
París í miðjum hátíðarhöldum í tilefni af degi verka-
lýðsins og beitti lögreglan táragasi. Allt að 17.000
reiðir mótmælendur gengu um götur Parísar vegna
fyrirhugaðra breytinga á vinnulöggjöfinni og réðust
margir þeirra að lögreglunni með grjóti og flöskum.
AFP
Reiðialda gekk yfir á degi verkalýðsins
Þýski stjórnmálaflokkurinn Val-
kostur fyrir Þýskaland (AfD) tók
upp stefnuskrá á flokksþingi sínu í
gær þar sem kallað er eftir ströng-
um reglum um innflytjendur og þá
sem aðhyllast íslam.
Fulltrúar á flokksþinginu sam-
þykktu að banna bænaturna,
bænakall og andlitsblæjur sem
hylja andlitið, með þeim rökum að
íslam væri „ekki hluti af Þýska-
landi“. Einn fulltrúanna kallaði eft-
ir frekara samtali við hópa músl-
ima en hann uppskar fyrirlitningu
samflokksmanna sinna fyrir. Þetta
kemur fram í frétt hjá BBC. Skoð-
anakannanir sýna að flokkurinn sé
sá þriðji stærsti í Þýskalandi.
Upphaf flokksþingsins, sem
haldið var í Stuttgart, einkenndist
af átökum, en hundruð mótmæl-
enda af vinstrivængnum, sem lok-
uðu vegum, brenndu hjólbarða og
köstuðu flugeldum, voru tekin
höndum.
Íslam „ekki
hluti af
Þýskalandi“
Samþykkir stefnu
gegn innflytjendum
„Við erum algerlega andsnúin gyð-
ingahatri óháð því hvernig það er
sett fram innan Verkamanna-
flokksins,“ sagði Jeremy Corbyn,
leiðtogi Verkamannaflokksins í
Bretlandi, en tveimur þingmönn-
um flokksins var vikið tímabundið
úr flokknum í kjölfar ummæla um
gyðingahatur.
Ken Livingstone, fyrrverandi
borgarstjóri Lundúna, hélt því
fram í viðtali við BBC á föstudag
að Hitler hefði stutt síonisma,
„áður en hann varð brjálaður og
myrti sex milljónir gyðinga“. Þetta
sagði hann til varnar Naz Shah,
þingmanni flokksins, sem hafði
verið rekinn tímabundið fyrir að
láta sér líka við stöðufærslu á
Facebook þar sem lagt var til að
Ísraelum yrði vísað úr landi.
Rannsókn á gyðingahatri
Að halda því fram að Verka-
mannaflokkurinn eigi við gyðinga-
hatur að stríða er ekkert annað en
„rógsherferð“ gegn flokknum,
sagði Diane Abbott, einn nánasti
samherji Corbyns, við BBC.
Sagði hún Verkamannaflokkinn
hafa boðið kynþáttahatri birginn
„löngu áður en það varð vinsælt“.
Corbyn tilkynnti að kynþáttahatur
yrði rannsakað innan flokksins, en
hann hefur verið gagnrýndur fyrir
að loka augunum fyrir undirliggj-
andi gyðingahatri í flokknum.
Spurð hvers vegna væri verið að
rannsaka gyðingahatur í flokknum
ef það væri ekki vandamál sagði
Abbott það spurningu um að gera
reglur og ferli skýr. „Það væri
skrýtið ef þetta hefði engin áhrif
en að gyðingahatur sé viðvarandi
vandamál hjá flokknum stenst
enga skoðun,“ sagði hún. lauf-
ey@mbl.is
Gyðingahatur skekur
Verkamannaflokkinn
Ekkert annað en „rógsherferð“
AFP
Vandi Corbyn stendur í ströngu.
Heimsveldin leggja nú mikið kapp á
að finna leið til að stöðva blóðbaðið
í Aleppo-borg í Sýrlandi, en John
Kerry, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hóf að þrýsta á um frið í
Genf í gær. Viðurkenndu fulltrúar
Bandaríkjanna að mikið ylti á
stuðningi Rússa við málið, en þeir
hafa hafnað því hingað til að stöðva
bandamann sinn, Bashar al-Assad,
forseta Sýrlands. „Við eigum enn í
beinum samræðum við Rússa,“
sagði Kerry. Friðaráætlun Samein-
uðu þjóðanna, sem nýtur stuðnings
stjórnvalda í Washington og
Moskvu, hangir á bláþræði eftir
vikulöng átök sem hafa kostað
hundruð manna lífið.
Leita leiða til að
stöðva blóðbaðið
SÝRLAND
Barack Obama
Bandaríkjaforseti
sló á afar létta
strengi í ræðu
sinni á árlegum
kvöldverði með
fréttariturum í
fyrrakvöld.
Gerði hann m.a.
grín að auknum
vinsældum sínum
en hann hefði ekki verið „svona hátt
upp síðan ég var að velja mér að-
alfag“. Vísar hann þar til kannabis-
reykinga sinna í háskóla. Þá tók
hann einnig fyrir bæði Bernie Sand-
ers og Donald Trump.
Sló á létta strengi
með fréttariturum
Barack Obama
BANDARÍKIN
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hét
því á mótmælafundi í gærdag að
berjast til „síðasta blóðdropa“, en
komandi vika gæti orðið hennar
síðasta í embætti ef hún verður
ákærð fyrir embættisbrot.
Hátíðarhöld í tilefni af degi
verkalýðsins í Brasilíu voru mörk-
uð reiði vegna ákærunnar á hendur
Rousseff, sem hefur sagt að kæran
sé uppspuni andstæðinga hennar.
Rousseff berst til
„síðasta blóðdropa“
BRASILÍA
Þúsundir mótmælenda ruddust inn
á Græna svæðið í höfuðborginni
Bagdad í Írak á laugardaginn var,
en margir þeirra fóru þaðan í gær.
Brotthvarf þeirra kom til af virð-
ingu við fórnarlömb sprengjuárás-
ar í borginni Samawa í suðurhluta
landsins í gær þar sem 33 létu lífið
og tugir særðust. Samtökin Ríki
íslams lýstu árásinni á hendur sér.
Mikil ólga hefur einkennt
ástandið í Bagdad síðustu daga og
æstir mótmælendur rifu niður
múrsteinsveggi í kringum Græna
svæðið á laugardag, en þar eru
helstu stjórnarbyggingar landsins.
Mótmælendurnir héldu þaðan inn í
þinghúsið og mótmæltu aðgerða-
leysi þingsins.
Sæki mótmælendur til saka
Forsætisráðherra Íraks, Haider
al-Abadi, hafði fyrirskipað að þeir
sem staðið hefðu að árásum og
skemmdarverkum í borginni
skyldu sóttir til saka. Öryggis-
verðir gripu þó ekki til aðgerða
gegn mótmælendum á Græna
svæðinu í gær.
Mótmælendur réðust á að
minnsta kosti einn þingmann, bíla
þingmanna og skrifstofur þeirra.
Hætta mótmælum
vegna sprengjuárásar
33 létu lífið í sprengjuárás í Samawa