Morgunblaðið - 02.05.2016, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um hálft árer liðið fráþví að
Zika-veiran bloss-
aði upp í Brasilíu
og öðrum ríkjum
Suður-Ameríku. Útbreiðslu
veirunnar, sem moskítóflugur
dreifa, fylgdi ný og óhugn-
anleg þróun: fjölgun fóst-
urskaða, sem einkum fólst í því
að börn fæddust með minna
höfuð en eðlilegt getur talist.
Þau börn sem verst urðu úti
létust innan skamms, en þau
sem eftir lifa mega eiga von á
því að búa við skertan þroska
það sem eftir er ævinnar.
Nýjar rannsóknir benda til
þess að afleiðingar veirunnar
séu jafnvel enn skelfilegri en
talið hafði verið, þar sem heili
ungbarnanna sé beinlínis eyði-
lagður af veirunni. Grunn-
starfsemi hans, þar á meðal
hugsun og sjón, sé skert. Þá sé
veruleg hætta á að börnin
muni aldrei geta talað eða
gengið.
Það sem gerir sjúkdóminn
ekki síst skelfilegan er að áhrif
hans koma vart í ljós fyrr en
um of seinan, þegar börnin
fara að fæðast. Heilbrigðis-
starfsfólk í Suður-Ameríku
býr sig nú undir að takast á við
eftirköstin sem munu fylgja
umönnun þeirra.
Enn hefur ekki tekist að
þróa bóluefni gegn Zika-
veirunni og hefur athygli
manna því beinst að leiðum til
þess að hindra út-
breiðslu hennar,
einkum með því að
ráðast gegn þeim
moskítóflugum
sem hafa borið
hana. Það gæti þó verið hæg-
ara sagt en gert, þar sem nýj-
ustu fregnir herma að veiran
hafi nú fundist í öðru afbrigði
moskítóflugunnar en áður, og
að það geti farið nokkuð norð-
ar á bóginn en hin.
Bandaríkjamenn búa sig nú
undir komu veirunnar og er
talið að hún kunni að hafa mik-
il áhrif þar í sumar, einkum í
Suðurríkjunum. Heilbrigðis-
starfsmenn vestra telja þó
ólíklegt að faraldurinn verði
jafn illvígur þar og hann hefur
verið í Brasilíu, þar sem að-
stæður á bandarískum heim-
ilum séu allt aðrar og betri en
sunnar á hnettinum. Engu að
síður sé veiran mikið áhyggju-
efni.
Það flækir óneitanlega
myndina að Ólympíuleikar
verða haldnir í sumar Brasilíu,
landinu sem hefur helst orðið
fyrir barðinu á faraldrinum.
Gert er ráð fyrir að fjöldi
ferðamanna frá öllum heims-
hornum, auk íþróttamannanna
sjálfra, ferðist til landsins
vegna leikanna. Það verður
áskorun fyrir brasilísk stjórn-
völd, sem og alþjóðlegar heil-
brigðisstofnanir, að tryggja
það að faraldurinn fari ekki úr
böndum í sumar.
Huga þarf að frekari
vörnum gegn
Zika-veirunni}
Óhugnanlegur faraldur
Forseti lýðveld-isins og mark-
tækir stjórn-
málamenn hafa
sagt að eðlilegt sé
að „bregðast við“
kröfum mæti hópur á Austur-
völl og hlýði þar á stóryrtar
ræður, oft útbelgdar af fullyrð-
ingum sem eiga litla eða enga
stoð. Þetta er óvenjuleg af-
staða. Það ber að hlusta, en
efnið hlýtur að ráða viðbrögð-
unum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
var úthrópuð þegar hún hafði
þrek til að benda á að mótmæl-
endur væru ekki þjóðin, þótt
þeir töluðu umboðslaust í nafni
hennar. Sjálfsagt er að horfa til
hræringa í þjóðfélaginu við
stefnumótun og stjórnun lands.
En það sýnir alvarlega skort á
lágmarksfestu að lúta offorsi,
og er lýðræðislegt hættuspil.
Því er gefið undir fótinn að nái
hávaðamenn 5.000 manns á
Austurvöll, sem er fjöldinn sem
völlurinn rúmar, og fimm-
hundruð þeirra grýti Alþingis-
húsið eða takmarki málfrelsi
þingmanna með hávaða, þá fái
þeir beygt löglega kjörna ríkis-
stjórn í duftið.
Ríkisstjórnin hefur
hundrað þúsund
kjósendur á bak
við sig, fólk sem
umgengst lýðræðið
af virðingu.
Um helgina þyrptust tug-
þúsundir mótmælenda í mið-
borg Parísar og sökuðu Hol-
lande forseta um svik við
hugsjónir vinstrimanna.
Stærst þeirra var að sam-
þykkja lög sem auðvelda fyrir-
tækjum að ráða og reka starfs-
menn. Tilgangur laganna er að
bæta aðgengi ungs fólks að
vinnumarkaðnum, en nærri 30
prósent þeirra eru án vinnu.
Samtök sem kenna sig við
herópið „rísið upp við rökkur-
tíð“ (La Nuit Debout) standa á
bak við mótmælin. Þau voru
friðsamleg þar til óeirðaseggir
tóku sviðið eins og iðulega ger-
ist. Þegar þeir hunsuðu fyrir-
mæli skaut óeirðalögregla
táragasi. Í átökunum særðust
27 lögreglumenn og allmargir
mótmælendur og missti einn
þeirra sjón á auga. Þetta er
hörmulegt, en á Hollande að
hverfa frá umbótum sínum?
Það er víða beitt
valdi gegn
lýðræðinu}
Skal hampa hávaðamönnum?
S
taðan er 2-1 fyrir Þór Akureyri í átta
liða úrslitum bikarsins. Níu og hálfs
árs gamall patti og faðir hans sitja
áhyggjufullir við útvarpið þegar sá
yngri fær þá hugmynd að kannski
muni gengið snúast við ef hann setji á sig sömu
húfuna og hann er alltaf með á KR-vellinum.
Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir sitja tveir full-
dúðaðir KR-ingar í eldhúsinu sínu í Reykjavík
og hlusta á útsendinguna frá Akureyri. Leikur-
inn fer 4-2 fyrir Þór.
Fyrsti leikur Íslandsmótsins 1992. Nýliðarnir
koma í heimsókn. Sá yngri man ekkert eftir
þessu liði í gulu og svörtu búningunum en pabb-
inn segir að hann hafi alltaf verið logandi
hræddur við úrslitin þegar þessi lið mættust í
gamla daga. KR kemst tvisvar yfir, nýliðarnir
jafna tvisvar. Heilt yfir fínn leikur en úrslitin
svekkjandi.
Lokaumferð sama árs. Nýliðarnir eru orðnir Íslands-
meistarar og KR tryggir sér annað sætið með 9-1 sigri á
erkifjendunum. „Sáuð þið markið?!“ hrópar Arnar Björns-
son þegar Atli smyr honum í vinkilinn. Leikurinn er tekinn
upp á vídeó og spilaður oft næstu árin, sérstaklega þegar illa
gengur hjá þeim svarthvítu.
Skagamenn koma enn og aftur í heimsókn. KR lendir 2-1
undir. Þrenna frá Mihajlo Bibercic tryggir KR-ingum sigur
á Íslandsmeistarakandídötunum og heldur þeim enn inni í
mótinu. Leikurinn snýst við um það leyti sem feðgarnir
knáu koma sér fyrir á sínum stað við grindverkið gegnt
stúkunni. Þegar þriðja markið er skorað standa
þeir sem fastast á „lukkustaðnum“ sínum þar til
flautað er af. Tuttugu árum síðar standa þeir
þar enn þegar KR sækir út að Meistaravöllum.
Hvalfjörður. Heimleið ári síðar. Grafarþögn
ríkir í bílnum alla leiðina. Allt í einu gellur í
föðurnum: „Að minnsta kosti þarf maður ekki
að fara á Eiðistorg í kvöld.“
KR-völlur, 1998. Um sexþúsund manns
mæta á hreinan úrslitaleik um titilinn. Eyja-
menn komast yfir snemma leiks. KR-ingar
skora en Eyjólfur flautar markið af og dæmir
vítaspyrnu. Boltinn hjá Gumma er líklegast
ekki enn lentur. Happasokkar sonarins eru
lagðir á hilluna, fram til næsta vors.
Ári síðar, á afmælisdegi Michaels Jackson,
mætast sömu lið aftur. Að þessu sinni hafa
KR-ingar 3-0 sigur og Stjáni ver víti. Fyrsti
Íslandsmeistaratitillinn í 31 ár blasir við.
Dagurinn í dag. KR tekur á móti Víkingum í fyrsta leik.
Væntingum hefur verið stillt í hóf að þessu sinni. Tveir
hjátrúarfullir feðgar ræða hvort þeir ætli á völlinn. Að
þessu sinni er sá yngri orðinn faðir líka. Sonurinn er of
ungur til þess að geta farið með en hann mun fyrr en varir
fá að kynnast öllu þessu, hjátrúnni, lukkustöðunum á KR-
vellinum, happasokkunum og umræðum um hvort það
boði ógæfu að fara á útileiki eða ekki. Einhverjir kynnu að
kalla þetta allt saman brjálæði. Ég hefði hins vegar alls
ekki fyrir mitt litla líf viljað missa af neinu, hvorki gleðinni
né tárunum. Áfram KR!
Svarthvít minningabrot
Stefán Gunnar
Sveinsson
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ný gögn um matarsóun íEvrópu sýna að hverEvrópubúi hendir aðmeðallagi um 173 kg af
mat á ári, sem er mun meira en
áætlað var. Samanlagt er um 88
milljónum tonna af mat hent ár-
lega, að andvirði um 143 milljarðar
evra. Þetta þýðir að um 20% af
þeim mat sem er framleiddur innan
Evrópu enda í ruslinu. Þetta kemur
fram í tilkynningu á heimasíðu
Umhverfisstofnunar.
Er þar vísað til til FUSIONS-
verkefnisins (Food Use for Social
Innovation by Optimizing Waste
Prevention Strategies), sem er
samstarfsverkefni styrkt af Evr-
ópusambandinu með það að mark-
miði að sporna gegn matarsóun.
Þar kemur jafnframt fram að gögn
úr rannsókn á matarsóun í Evrópu
komi einungis frá fjórðungi landa
Evrópusambandsins.
1.000 heimili í úrtaki
Ísland hefur nú verið styrkt til
þess að taka saman gögn um matar-
sóun á Íslandi. Guðmundur Bjarki
Ingvarsson, sérfræðingur í neyt-
endateymi hjá Umhverfisstofnun,
er einn starfsmanna sem standa að
gagnasöfnun þessa dagana. Til þess
voru þúsund heimili og um 700
fyrirtæki, valin með slembiúrtaki,
fengin til þess að mæla matarsóun.
„Heimilin hafa verið að skrá núna í
apríl og fyrirtækin munu flest skrá
niðurstöður sínar í maí,“ segir Guð-
mundur. Spurður hvort ástæða sé
til þess að ætla að matarsóun sé
meiri eða minni á Íslandi en annars
staðar í Evrópu segir Guðmundur
svo ekki vera. Ekki hefur áður ver-
ið gerð eins umfangsmikil rannsókn
á matarsóun á Íslandi.
48 kíló á hverju heimili
Landvernd og Reykjavíkur-
borg í stóðu í fyrra að lítilli rann-
sókn á matarsóun á heimilum.
Niðurstöður forrannsóknarinnar
benda til að heildarmatarsóun
hvers einstaklings sé a.m.k. 48 kg á
ári, sem jafngildir tæpum 150 þús-
und krónum fyrir fjögurra manna
fjölskyldu. Hafa ber í huga að ólíkt
þeirri rannsókn er nú verið að
mæla alla virðiskeðjuna; allt frá
framleiðslu til heildsala, birgja og
verslana auk heimila og stóreld-
húsa.
Umhverfisstofnun fékk styrk
frá Hagstofu Evrópusambandsins
til að gera rannsóknina. Guð-
mundur segir ekki alla sammála um
það hvernig meta eigi matarsóun
en í íslensku rannsóknini er notast
við aðferð sem Hagstofa ESB legg-
ur til. Að sögn Guðmundar mun
rannsókninni ljúka í maí og í fram-
haldinu hefst úrvinnsla gagnanna.
„Matarsóun er mikið í umræðunni
og ESB er búið að setja sér mark-
mið um að draga úr matarsóun um
helming. Markmiðið nær til allra í
keðjunni um að matvælin nýtist
betur,“ segir Guðmundur. Í þessu
samhengi bendir hann á að bein
tengsl séu á milli matarsóunar og
loftslagsmála, þar sem nokkuð stór-
an hluta af losun gróðurhúsa-
lofttegunda megi rekja til mat-
vælaframleiðslu og matarsóunar.
Er glíman við matarsóun hluti af
markmiðum Íslands um að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Spurður hvort frekar megi tengja
matarsóun heimilum en fyrir-
tækjum segir Guðmundur að al-
mennt sé heldur meiri sóun á heim-
ilum en hjá fyrirtækjunum. „Það
eru því hagsmunir allra, bæði fyrir-
tækja og heimila, að huga að þessu
til að draga úr rekstarkostnaði,“
segir Guðmundur.
Komið er að Íslandi
að mæla matarsóun
Morgunblaðið/Kristinn
Matur Talsvert af matvöru í verslunum selst ekki og fer því beint í ruslið.
Enn stærri hluti matvöru fer þó í ruslið hjá heimilum landsins.
Nú má finna ýmsar upplýsingar
um matarsóun á vefsíðunni
matarsoun.is sem sett hefur
verið á laggirnar fyrir tilstilli
Umhverfisstofnunar. Á henni
má m.a. finna fróðleik um
matarsóun og tengsl við loft-
lagsbreytingar, uppskriftir þar
sem áhersla er lögð á að nýta
allan mat og ráðleggingar til
fólks um hvernig draga megi úr
sóuninni. „Eins má geta þess að
nýlega var gefin út stefna um-
hverfis- og auðlindaráðherra
um úrgangsforvarnir undir yfir-
skriftinni „Saman gegn sóun“.
Þar er matarsóunin áherslu-
flokkur árið 2016–2017,“ segir
Guðmundur. Samkvæmt rann-
sóknum í Bretlandi hefur átak
gegn matarsóun skilað rúmlega
20% minni sóun þar í landi. Ef
dregið yrði úr matarsóun um
20% væri t.d. 1.150 tonnum
minna hent af mat sem þýddi
um 900 milljóna sparnað sam-
anlagt fyrir íbúa Reykjavíkur.
Matarsoun.is
komin í loftið
NÝ HEIMASÍÐA