Morgunblaðið - 02.05.2016, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
✝ Guðlaug Pét-ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
desember 1956. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á
heimili sínu að
Kleppsvegi 40 22.
apríl 2016.
Foreldar hennar
eru Þórunn Sigurð-
ardóttir hjúkr-
unarritari frá
Reykjavík, f. 21. mars 1929, og
Pétur Ágúst Þorgeirsson
múrarameistari frá Akureyri, f.
2. janúar 1928, d. 24. apríl 2003.
Systkini Guðlaugar eru Sigríð-
ur, f. 1952, maki Jónas Már
Ragnarsson, f. 1951. Þorgerður,
f. 1954, maki Öyvind Glömmi, f.
1952. Gísli, f. 1959. Rúna, f. 1965,
maki Egill Lárusson, f. 1964.
Barn Guðlaugar og
Guðjóns Þórs Péturs-
sonar er Pétur Þór, f.
6. september 1976,
hann er kvæntur Sig-
ríði Þóru Þorsteins-
dóttur, f. 2. ágúst
1980, barn þeirra er
Natalía, f. 2014. Barn
Péturs og Kristínar
Báru Bryndísardóttur
er Pétur Arnar, f.
2003. Börn Guðlaugar
og Finns Gíslasonar, f. 21. apríl
1949, d. 27. janúar 2005, eru a)
Gísli, f. 22. nóvember 1987, sam-
býliskona hans er Kolbrún Gígja
Björnsdóttir, f. 6. desember 1992,
dóttir þeirra er óskírð Gísladóttir,
f. 2016. Barn Gísla og Hildar
Torfadóttur er Amelía Rós, f.
2012, c) Elísa, f. 17. september
1989, barnsfaðir hennar er Andri
Þór Guðlaugsson, f. 5 mars 1990,
dóttir þeirra er Gabríela, f. 2013.
Þann 17. desember 2010 giftt-
ist Guðlaug Bjarna Júlíusi Ein-
arssyni vélstjóra frá Reykjavík, f.
22. apríl 1953.
Guðlaug ólst upp með stór-
fjölskyldu sinni á Flókagötu 23 í
Reykjavík og kláraði Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur 1974. Hún
byrjaði sinn starfsferil í Tré-
smiðjunni Víði, en lengst af vann
hún við verslunarrekstur þ.á m. í
tískuvöruversluninni Quadro á
Laugavegi. Eftir að yngstu börn
hennar fæddust sinnti hún bæði
verslunar- og húsmæðrastörfum.
Nú í seinni tíð áttu barnabörnin
hug hennar allan .
Útför Guðlaugar verður gerð
frá Fríkirkjunni í dag, 2. maí
2016, og hefst athöfnin klukkan
13.
Elsku besta mamma mín, ég er
svo stoltur af því að fá að vera son-
ur þinn, erfiðasta barnið sem gerði
mig svo sérstakan eins og þú sagð-
ir, ég hafi verið erfiðasta fæðingin
og ekki fór það nú batnandi. En ég
fór í flugvirkjanámið með þinni
hjálp og þínum stuðningi. Eitt-
hvað sem ég hefði aldrei getað
nema með þig mér við hlið. Svo
komstu út til Grikklands í útskrift-
ina mína og þú varst svo glöð yfir
því sem okkur tókst, það eina
skipti mig máli. Ég er þér ævin-
lega þakklátur fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og stelpuna
okkar. Amelía mun alltaf elska þig
og sakna, ég á endalaust af sögum
til að segja henni frá bestu
mömmu/ömmu í heimi og tala ekki
um klárustu. Þú varst alltaf með
svör við öllu og ef maður þurfti að
vita eða finna eitthvað þá voru all-
ar líkur á að þú vissir svarið.
Elsku mamma mín, ég mun aldrei
gleyma þegar við áttum ekkert að
borða og ekki til dropi af djús, en
einhvern veginn tókst þér að búa
til besta mat sem maður gat feng-
ið, úr nánast engu – ótrúleg. Ég
mun aldrei gleyma hversu góður
kokkur og eldabuska þú varst,
eins og ég sagði alltaf, þú ert með
hreinsi- og eldunar„sjúkdóm“.
Það verður allt að vera fullkomið
og fínt í kringum þig, eins og allt
sem þú gerðir. Ég er svo þakk-
látur fyrir þann tíma sem við átt-
um saman, seinustu jól voru þau
bestu sem ég hefði getað hugsað
mér og að sjá hvað þú varst glöð
og hamingjusöm með allt, viljug til
að sigra þessa viðbjóðslegu veiki,
en því miður var ekkert hægt að
gera nema bíða og vona. Þú ert
sterkasta kona sem ég hef nokk-
urn tímann hitt. Daginn eftir að þú
fórst kom litla stelpan okkar í
heiminn, sem við höfðum beðið svo
lengi eftir og hlökkuðum til að
hitta, en hún kom heldur betur á
góðum tíma inn í okkar líf og ég
mun alltaf horfa á hana litlu Dollu
mína og brosa, því þú passaðir að
hún kæmi á þeim tíma sem ég
þurfti mest á henni að halda. Ert
best, ég hlakka til að hitta þig og
pabba. En nú er ég að fara að
passa litlu stelpurnar okkar og
gera það besta úr þessu eins og við
töluðum um, elsku mamma mín.
Ég hugsa um þig alla daga og hlæ
og græt til skiptis. Þú ert og verð-
ur alltaf númer eitt, elsku mamma
mín. Hvíldu í friði og haltu áfram
að vera þú, elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Gísli.
Guðlaug Pétursdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðlaugu Pétursdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝ Stefán HjörturHrólfsson fædd-
ist á Ábæ í Austurdal
1. júlí 1927. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 18. apríl
2016.
Foreldrar hans
voru Valgerður
Kristjánsdóttir, f. 25.
maí 1988, d. 8. janúar
1960, og Hrólfur Þor-
steinsson, f. 21. maí
1886, d. 14. október 1966. Systkini
hans voru Friðfinna, fædd 1909,
látin, Ingibjörg Steinvör, fædd
1910, látin, Jórunn Jónheiður,
fædd 1914, látin, Kristbjörg, fædd
1917, látin, Kristján, fæddur
1921, látin, Anna Margrét, fædd
1930, hún býr á Sauðárkróki.
Eiginkona Stefáns var Hildi-
gunnur Þorsteinsdóttir, fædd á
Efri-Vindheimum 24. desember
1930, d. 22. desember
2002. Foreldrar henn-
ar voru Marselína
Hansdóttir, f. 27.
ágúst 1899, d. 3. ágúst
1987, og Þorsteinn
Steinþórsson, f. 19.
júní 1884, d. 4. júlí
1945. Stefán og Hildi-
gunnur giftu sig 24.
desember 1954. Þau
áttu eina dóttur: Val-
gerði, f. 14. nóvember
1956, hún starfar á Sjúkrahúsinu
á Akureyri. Maki Jón M. Magn-
ússon, f. 2. ágúst 1944. Eiga þau
þrjár dætur. Þær eru: 1) Hildi-
gunnur Rut, f. 15. júní 1978, fram-
kvæmdastjóri og á hún tvö börn,
Söru Maríu, nema og fimleika-
þjálfara, f. 16. febrúar 2001, og
Jón Óla nema, f. 23. ágúst 2005. 2)
Kolbrún, f. 2. október 1981, dag-
foreldri. Hún á tvær dætur, Hildi-
gunni Hólm nema, f. 3. nóvember
2007, og Máneyju Hólm, f. 2. mars
2010. 3) Stefaníu Hrönn, f. 30.
desember 1982, viðskiptafræðing,
hún á eina dóttur Önju Rán, f. 17.
júlí 2010.
Stefán fæddist í Ábæ í Aust-
urdal og bjó þar til tveggja ára
aldurs en þá flutti fjölskyldan á
Stekkjaflatir. Þar bjó Stefán þar
til hann keypti Kelduland árið
1954. Sú jörð hafði þá verið í eyði
í yfir 20 ár. Hann byggði hana alla
upp og ræktaði upp tún. Hann og
Hildigunnur bjuggu á Keldulandi
allt til haustsins 2002 en þá flytja
þau til Akureyrar. Stefán var þó
flest sumur eftir það á Keldulandi
í heyskap. Stefán var gangnafor-
ingi í mörg ár í Austurdal.
Útför Stefáns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 2. maí
2016, klukkan 13.30.
Meira: mbl.is/minningar
Það var á sumardegi fyrir rúm-
um 30 árum að leiðir okkar Stef-
áns lágu saman í fyrsta sinn. Mér
fannst þetta hálf skrítinn karl en
man að hann var sérlega glaðleg-
ur. Enda var það eitt af persónu-
einkennum Stebba að gleðin var
ríkjandi og stutt í hláturinn. Hann
var vinmargur og skilur eftir
hafsjó minninga í hugum þeirra
sem áttu samleið með honum.
Hann lifði af því sem að landið
gaf var bóndi og mikill hestamað-
ur. Hann hugsaði vel um hrossin
sín og lagði áherslu á eiga sterka
og fallega hesta sem færu vel með
knapann. Hann ræktaði hross alla
sína tíð, en þau fóru sjaldnast fyrir
kynbótadóm, þar sem hann sá lít-
inn kost við það að ríða á ættbók-
inni. Hann átti marga úrvals
hesta, einn þeirra var Öðlingur
sem lengi var aðal reiðhesturinn
hans. Ég sé í anda þá félaga á fal-
legu tölti á framandi slóðum.
Hann stundaði hestakaup af mik-
illi list og hafði gaman af.
Það var ætíð gott að koma að
Keldulandi til þeirra hjóna, hans
og Hildigunnar, til að taka þátt í
bústörfum, undirbúa hestaferðir
eða bara til að spjalla í eldhúsinu.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja og Stebbi alltaf tilbúinn að
lána ferðahesta. Það var sérstak-
lega gaman að ferðast á hestum
með Stebba. Hann var mikið nátt-
úrubarn og var umhugað um að
aðrir lærðu að meta náttúruna.
Ekki síst fegurð Austurdalsins
sem var honum svo kær.
Ég leggst í grasið og loka augunum, heyri
lind á heiðinni, djúpt undir jörð og sól
streymir hún hljóðlát, geymir hún landið,
líf hvers
lítils blóms og dýrs og manns sem það
ól.
(Snorri Hjartarson.)
Að lokum vil ég þakka Stefáni,
vini mínum, samfylgdina, hann var
vissulega einn af þeim sem gerði
lífið litríkara. Einnig sendi ég Val-
gerði, dóttur hans, og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur.
Anna Hlín Bjarnadóttir.
Stefán Hjörtur Hrólfsson
Fleiri minningargreinar
um Stefán Hjört Hrólfs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Jón BjarniHelgason fædd-
ist í Vík í Mýrdal 18.
febrúar 1947. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
24. apríl 2016.
Foreldrar hans
voru Helgi Helgason
smiður, f. 30. júní
1911, d. 26. október
1985, og Jóhanna
Halldórsdóttir húsfreyja, f. 24.
ágúst 1909, d. 15. febrúar 1969.
Systkini Jóns eru: Halldór Hörð-
ur, Helgi Grétar, Valgeir Ólafur,
Bára, Sævar og Guðjón.
Jón kvæntist 6. mars
1971 Valdísi Tómasdóttur.
Foreldrar hennar eru
Björg Ólafsdóttir hús-
freyja og Tómas Oddsson
sjómaður. Börn Jóns eru:
Ísak Leifsson, Anton Karl
Þorsteinsson, Ævar Örn
og Björg. Barnabörnin
eru vel á annan tuginn.
Jón fluttist frá Vík til
Njarðvíkur þegar hann var
tveggja ára og bjó þar til ársins
1996, þegar leiðin lá til Reykjavík-
ur. Jón lærði málaraiðn en hann
starfaði í fríhöfninni í yfir 30 ár.
Hann æfði og keppti í körfubolta
með UMFN til margra ára en
seinna starfaði hann mikið fyrir
sundíþróttina, fyrst með UMFN
Jón var helsti hvatamaður stofn-
unar Sundfélags Suðurnesja, þar
sem hann var formaður. Hann var
einnig gjaldkeri og varaformaður
Sundsambands Íslands, SSÍ, og
fór í margar ferðir sem farar-
stjóri með landsliðinu í sundi. Þá
sat hann í bæjarstjórn Njarðvík-
ur. Eftir að Jón flutti til Reykja-
víkur söng hann með Karlakór
Reykjavíkur, Óperukórnum og
Kirkjukór Kópavogs.
Jón verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 2.
maí 2016, klukkan 13.
Elsku frændi. Þú ert farinn. Svo
skyndilega, og kemur ekki aftur.
Þú sem varst alltaf svo hress og
kátur.
Það er í mér mikill söknuður en
ég veit að það hefur verið tekið vel
á móti þér hinum megin af mömmu
og bræðrum þínum, honum pabba,
Sævari, Guðjóni og Grétari, for-
eldrum þínum og ekki síst Jóhönnu
systur minni. Það hafa orðið fagn-
aðarfundir hjá ykkur en að sama
skapi verður þín sárt saknað meðal
okkar sem eftir erum.
Takk fyrir allar ferðirnar sem
við fórum saman í gamla daga í
hjólhýsið á Laugarvatni og takk
fyrir ferðirnar í Víkina sem þið
Guðjón fóruð með pabba, eftir að
mamma dó. Ykkur bræðrum þótti
nú aldeilis gaman að vera saman í
Víkinni, sem var ykkur afar kær
staður, enda komuð þið alltaf end-
urnærðir heim eftir dvöl þar.
Þú reyndist okkur vel þegar við
systkinin misstum mömmu okkar,
Jóhönnu systur og pabba, varst til
staðar þegar á þurfti að halda.
Ómældar þakkir frá okkur í fjöl-
skyldunni fyrir það.
Að leiðarlokum, elsku frændi,
er það fyrst og fremst þakklæti
sem kemur upp í hugann, þakk-
læti fyrir það viðmót og hlýju sem
þú sýndir mér og fölskyldu minni
meðan á samfylgd okkar stóð og
takk fyrir alla þá hlýju sem þú
sýndir alltaf börnunum mínum.
Valdís, Ísak, Ævar, Björg, Ant-
on og barnabörn. Ykkar missir er
mikill. Við fjölskyldan vottum
ykkur dýpstu samúð.
Elsku frændi, minning þín lifir.
Kveðja og takk fyrir allt.
Guðrún Bergmann Valgeirsd.
Jón Bjarni Helgason
Fleiri minningargreinar
um Jón Bjarna Helgason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Karl SigurgeirÓskarsson fædd-
ist á bænum Dal við
Múlaveg 23. maí
1942. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Ísafold 23. apríl
2016.
Foreldrar hans
voru Óskar Jacob-
sen, fæddur 29. jan-
úar 1923, dáinn 20.
október 1999, og
Guðrún Áslaug Magnúsdóttir,
fædd 11. mars 1924, d. 10. sept-
ember 2014. Systkini Karls voru
Þórarinn Kolbeinn, f. 9.7. 1944,
Magnús Friðrik, f. 17.9. 1948, d.
16.2. 1990, Sigrún
Svanfríður, f. 3.2.
1950, Esther Rut, f.
22.4. 1951, Óskar
Helgi, f. 20.6. 1953,
Gunnar Þór, f. 23.5.
1955, d. 25. janúar
2015, Fríða, f. 6.2.
1957, d. 19.5. 2015,
Elsa Inga, f. 3.8. 1960,
Hjörtur, f. 2.10. 1961,
og Helga, f. 8.12. 1962.
Karl giftist Brynju
Ásgeirsdóttur 1969 en Brynja lést
í Gautaborg 1981 en Karl og
Brynja dvöldu 13 ár í Gautaborg í
Svíþjóð. Karl og Brynja eignuðust
einn son, Anton Karlsson, f. 6. maí
1972, og fyrir átti Brynja Hildi
Fríðu Þórhallsdóttur, f. 25. októ-
ber 1968. Anton Karlsson er í sam-
búð með Jóhönnu Óskarsdóttur, f.
9. júní 1977, og eiga þau tvær dæt-
ur Viktoríu, f. 2003, og Brynju, f.
2008. Karl giftist Chaluai Yuc-
hangkoon 1995 þau skildu 2005.
Karl bjó fyrstu árin með for-
eldrum sínum á Kampi og síðan
Höfðaborg til ársins 1961 en þá
fluttu þau í Útskála við Suður-
landsbraut og gekk Karl í Lauga-
nesskóla. Síðustu árin bjó Karl í
Vogum við Vatnsleysuströnd.
Útför Karls fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 2. maí 2016,
klukkan 13.
Elsku faðir minn, mikið er erf-
itt að kveðja þig þar sem þú hefur
verið stoð mín og stytta alla tíð.
Þú varst alltaf til staðar og klett-
ur minn í gegnum lífið. Þú varst
alltaf boðinn og búinn fyrir
barnabörn þín sem og aðra. Mín-
ar fyrstu minningar eru frá bú-
setuárum okkar í Svíþjóð, það er
mér minnisstætt þegar ég beið
alltaf eftir þér á bílaplaninu fyrir
framan hús okkar að loknum
vinnudegi og hljóp í fang þitt og
þú tókst á móti mér með bros á
vör. Þú varst ekki bara faðir
minn heldur minn besti félagi.
Eftir erfiðan móðurmissi ungur
að aldri gekkst þú mér í föður- og
móðurstað og veittir mér alla þá
hlýju sem barn á slíkri stundu
getur óskað sér. En nú er komið
að kveðjustund elsku pabbi, mér
er þakklæti efst í huga þegar ég
hugsa aftur. Sem unglingur leið
mér ávallt best í faðmi þínum og
eyddum við ávallt miklum tíma
saman við veiðar, bílastúss og
jafnvel bara í bíltúr um höfnina
sem og aðra staði og þú miðlaðir
visku þinni frá föður til sonar. Þú
keyrðir langt undir löglegum
hraða á meðan á þessum sam-
ræðum stóð, svo hægt að jafnvel
löggjafinn sá ástæðu til að hafa af
okkur afskipti í umferðinni, þessi
samvera okkar feðgana var svo
góð og eftirminnileg.
Eftir því sem árin liðu fórum
við svo oft saman til útlanda og
vildum við fjölskyldan helst ekki
fara nema þú sæir þér fært að
koma með og gaman var að fylgj-
ast með þér hvað þú varst trygg-
ur og góður afi og faðir í þessum
ferðum. Þú vaknaðir fyrir allar
aldir til að fá að eyða tíma með
barnabörnum þínum og naust þín
best í göngutúrum með þeim.
Þeim minningum munu þær búa
yfir og njóta um ókomna tíð. Þú
naust þín sem vinnandi maður og
varst alltaf að, annan eins dugnað
hef ég og aðrir sem til þín þekktu
sjaldan eða aldrei séð. Þú mæltir
þau fleygu orð: „Maðurinn var
skapaður til að vinna.“ Og það má
með sanni segja. Ekki leið á
löngu eftir að vinnuferli þínum
lauk að þú varðst fyrir miklum
skaða sem varð þess valdandi að
síðustu ár þín varst þú rúmliggj-
andi á sjúkrastofnun og er ég
þakklátur fyrir þann stuðning
sem ég gat þá veitt þér. Oft hélt
ég að þú værir að fara að kveðja
en annað átti eftir að koma í ljós.
Þú varst sannkallað hraustmenni
af Guðs náð en nú er komið að því
að þú fáir að hvíla í friði.
Þú varst gull af manni og mátt-
ir hvergi heyra um minni máttar,
hvort sem um var að ræða dýr
eða menn, svo mikil var góð-
mennskan að á tímabili hirtir þú
um þrjá hunda, kött, tvo hrafna
og dyrnar alltaf opnar hverjum
sem var. Þannig varst þú, pabbi, í
hnotskurn. Þú ert mín mesta fyr-
irmynd og er ég endalaust stoltur
af þér. Ég mun ætíð halda á lofti
kærum minningum um þig, hetj-
una mína.
Þá er komið að kveðjustund,
minn kæri faðir, þú ert og verður
alltaf hluti af fjölskyldu okkar og
þín verður sárt saknað, minn
elsku faðir. Takk pabbi.
Þinn sonur, Anton.
Karl Sigurgeir Óskarsson
Fleiri minningargreinar
um Karl Sigurgeir Ósk-
arsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 29. apríl
síðastliðinn. Útför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sigrún Ragnarsdóttir,
Jörgen Albrechtsen,
Skúli Ragnarsson,
Efemía Gísladóttir,
Guðrún Helga Steingrímsdóttir,
Snorri Ágústsson.
Móðir okkar,
BETSÝ GÍSLÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Stella á Aðalbóli, Vestmannaeyjum,
lést föstudaginn 22. apríl á Hrafnistu.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 3. maí kl. 15.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum.
.
Viktoría Karlsdóttir, Gísli H. Jónasson,
Kolbrún Stella Karlsdóttir, Birgir Jóhannsson,
Kristmann Karlsson, Kristín Bergsdóttir,
Ágúst Karlsson, Jensína Guðjónsdóttir,
Friðrik Karlsson, Inga Dóra Sigurðardóttir,
Ingibjörg Karlsdóttir, Rúnar Ágústsson.