Morgunblaðið - 02.05.2016, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2016
Hljóðfæri
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Ýmislegt
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt • Strandföt
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
Mikið úrval af
strandfatnaði
Teg. 319304 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Mjúkur sóli. Litir: svart og brúnt.
Stærðir: 40-47. Verð: 15.500.-
Teg. 316202 Vandaðir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Mjúkur sóli. Litir: svart og brúnt.
Stærðir: 40-46. Verð: 15.450.-
Teg. 208204 Klassískir herraskór úr
leðri í úrvali. skinnfóðraðir. Mjúkur
sóli. Litir: Cognac, kaffibrúnt og svart.
Stærðir: 39-47. Verð: 15.500.-
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
Vandaðir dömuskór úr leðri.
Ýmsar gerðir og litir.
TILBOÐSVERÐ: 4.900.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.Hjólbarðar
Bílastofan í Reykjanesbæ er
með alhliða dekkjaþjónustu
og bílaviðgerðir.
Gæðadekkin frá Infinity fást hjá
okkur á frábæru verði, því lægsta
á Suðurnesjum samkvæmt
nýjustu verðkönnun.
Vertu velkomin á Njarðarbraut 11,
eða hafðu samband í síma:
421 1251- 771 4221 eða 861 2319
Verðdæmi fyrir heilsársdekk:
R14 175/65 Heilsárs- 10,990,-
R15 195/65 Heilsárs- 12,990-
R16 215/65 Heilsárs-17,990
R17 225/60 Heilsárs-20,990
Burðardekk í ýmsum stærðum
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Smáauglýsingar
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is eða hafðu
samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum
og ámbl.is
✝ Árný Snæ-björnsdóttir
fæddist í Svart-
árkoti, Bárðardal, 4.
apríl 1915. Hún lést
á Droplaugarstöðum
19. apríl 2016.
Foreldrar hennar
voru hjónin Snæ-
björn Þórðarson, f.
1888, og Guðrún
Árnadóttir, f. 1890.
Árný var elst sjö
systkina. Þau eru: Erlendur, f.
1916, d. 2001, Hrefna, f. 1917, d.
1980, Kristrún, f. 1919, d. 1945,
Hlaðgerður, f. 1922, Svanhildur,
f. 1922, Þórður, f. 1924, d. 2009.
1948, giftur Elínborgu Jónsdótt-
ur, f. 13. september 1951. Þau
eiga þrjú börn og fjögur barna-
börn. 4) Kjartan Búi, f. 6. janúar
1951, d. 21. desember 1991, giftur
Emmu Arnórsdóttur, f. 14. apríl
1951. Þau eiga þrjú börn og eitt
barnabarn. 5) Heiðrún, f. 28. jan-
úar 1955, gift Magnúsi Ögmunds-
syni, f. 21. mars 1955. Með fyrri
eiginmanni sínum Sigmari Arn-
órssyni, f. 28. apríl 1953, d. 17.
ágúst 1989, á hún fjögur börn og
þrjú barnabörn. Magnús á þrjú
börn og sjö barnabörn.
Útför Árnýjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 2. maí 2016,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Árný giftist 29.
janúar 1942
Aðalsteini Þórarins-
syni, f. 1911, d. 2001,
og eignuðust þau
fimm börn: 1) Svan-
hvít Lilja, f. 19. jan-
úar 1941, gift Narfa
Wíum, f. 21. júlí
1936, d. 29. maí 1994.
Þau eiga fjögur
börn, 14 barnabörn
og eitt barnabarna-
barn. 2) Snæþór Rúnar, f. 30. apr-
íl 1942, giftur Sædísi Geirmunds-
dóttur, f. 3. nóvember 1946. Þau
eiga fimm börn og sjö barnabörn.
3) Börkur Trausti, f. 20. febrúar
Móðir mín er látin 101 árs göm-
ul. Hún var lengi vel ern en orðin
þreytt undir lokin og sátt við að
kveðja þennan heim. Mamma
fæddist í Svartárkoti í Bárðardal,
elst sjö systkina. Nú eru bara tví-
burasysturnar eftir af systkina-
hópnum, 93 ára gamlar.
Mamma minntist áranna í
Svartárkoti ætíð eð ánægju og
hlýju. Útiverkin fannst henni
skemmtilegust og reyndi alltaf að
koma sér hjá inniverkunum, móð-
ur hennar til mikillar armæðu.
Síst skemmtilegt fannst henni að
passa börnin og greiða á sér hárið.
Það hefur ekki verið auðvelt að
vera útistelpa á þessum árum.
Eftir að fjölskyldan flutti úr
Svartárkoti í Kræklingahlíðina fór
mamma fljótlega að vinna á Ak-
ureyri, m.a. við saumaskap. Á Ak-
ureyri kynntist hún föður mínum
og þau fluttu síðan til Reykjavíkur
og bjuggu þar alla sína búskap-
artíð.
Árið 1953 keyptu þau heiðar-
býlið Múlakot í Stafholtstungum
ásamt fleirum. Bóndinn sem seldi
þeim hélt áfram að vera með bú-
skap á jörðinni og mamma dvaldi
þar iðulega allt sumarið, tók þátt í
heyskapnum og öðrum sveita-
verkum. Hún var við stjórnvölinn
enda gantaðist hún oft með það að
hún hefði verið herforingi í fyrra
lífi. Lýsandi fyrir stjórnsemina
var kaffitíminn í Múlakoti sem var
„mikilvægasta“ máltíð dagsins.
Börnin komu hlaupandi inn í kotið
og hún skammtaði kaffibrauðið
ávallt eftir sömu reglunni: Tvö á
mann. Það var ekki auðvelt um að-
föng á þessum tímum, það þurfti
að passa að maturinn dygði.
Hún var mikið náttúrubarn.
Hafði áhuga á fuglum, jurtum og
sagði okkur oft að leggja eyrun við
jörðina og hlusta – á lífið, jörðina
og þögnina. Hún trúði á álfa og
brýndi fyrir öllum að ganga vel
um álfabyggðina í kotinu.
Félagslynd var hún og ferðalög
voru hennar yndi. Hún þekkti nær
hvert fjall, hvern bæ og hverjir
væru ábúendur. Hafði mikinn
áhuga á fólki, rakti ættir þess og
sagði sögur. Hún kunni ógrynni af
vísum og fór með þær í tíma og
ótíma alveg fram undir það síð-
asta. Las mikið og var heppin með
að halda sjóninni og lestrarget-
unni lengi vel sem stytti henni
stundir síðustu æviárin. En á sjón-
varpi hafði hún engan áhuga.
Þegar mamma tók sér eitthvað
fyrir hendur, þá var það aldrei
með hálfum hug. Um tíma prjón-
aði hún lopapeysur af miklum
móð. Hún tók upp á því að búa til
eldivið úr dagblöðum með því að
bleyta þau, troða þeim í mjólkur-
fernur, þurrka og nota síðan sem
brenni í eldavélinni góðu í sveit-
inni. Hún byrjaði í hestamennsku
þegar hún var 75 ára gömul og
stundaði hestamennskuna fram
undir nírætt. Einnig naut hún
þess að spila við barnabörnin og
atast í þeim.
Nú er hún farin í lokaferðina.
Kveð hana með ljóðinu Nótt eftir
Magnús Gíslason.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
Hvíl vel mamma mín, takk fyrir
allt og allt.
Heiðrún.
Árný Snæbjörnsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Árnýju Snæbjörnsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Gestur BjarkiPálsson fæddist
í Dæli í Stað-
arhreppi, Skaga-
firði, 14. maí 1934.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 17.
apríl 2016.
Foreldrar hans
voru Guðrún Elísa
Magnúsdóttir, f. 24.
apríl 1899, d. 26.
júní 1988, og Páll
Sigurðsson, f. 4. apríl 1880, d. 9.
september 1967.
Gestur var næstyngstur sjö
systkina. Þau eru: Sigurður Páls-
son, f. 1.9. 1922, Magnhildur, f.
31.5. 1924, d. 8.6. 1991, Skarphéð-
inn Magnús, f. 5.5. 1926, d. 15.3.
2008, Reynir Bergmann, f. 16.1.
1929, d. 21.6. 2009, Hólmfríður
Sigurrós, f. 24.6. 1930, Hólmar
Bragi, f. 31.12. 1939. Auk eigin
barnahóps tóku þau hjón, Guðrún
og Páll tvær stúlkur í fóstur, þær
Ingibjörgu Aðalheiði Guðvins-
dóttur og Grétu Kjarval Tómas-
dóttur.
Gestur gekk í hjónaband með
Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá
Höfn í Dýrafirði, f. 20.12. 1929.
Þau slitu samvistum. Börn þeirra
eru : a) Kristján Páll, f. 13.5. 1957.
Hann kvæntist Sig-
rúnu Þorsteins-
dóttur, f. 30.8. 1957.
Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru tvö.
b) Rúnar, f. 13.5.
1957. Maki Sigrún
Erla Sigurðardóttir,
f. 26.9. 1958. Þau eiga
þrjú börn. c) Matt-
hildur Björk, f. 18.9.
1958. Maki Barði
Kristjánsson, f. 11.12.
1958. Þau eiga tvær dætur. d)
Magnús, f. 20.12. 1959. Maki Guð-
björg Sigurgeirsdóttir, f. 19.3.
1962. Þau eiga einn son. Magnús
átti son áður, móðir hans er Haf-
dís Karlsdóttir f. 10.8. 1959. Guð-
björg átti einnig son áður. e) Ás-
geir Örn, f. 19.5. 1961. Börn hans
eru tvö. Barnsmóðir Hallfríður
Einarsdóttir, f. 13.9. 1963. Þau
slitu samvistum. Síðari kona Ás-
geirs er Hildur Björg Hann-
esdóttir, f. 19.12. 1964. Hildur
átti eina dóttur áður. f) Svanhild-
ur, f. 3.9. 1964. Maki Guðmundur
Arason, f. 3.12. 1966. Þau eiga
þrjú börn. g.) Halldór Grétar, f.
1.11. 1965. Maki Hjördís Jóna
Kjartansdóttir, f. 8.5. 1964. Þau
eiga þrjú börn. h) Hlynur, f. 22.4.
1971. Maki Ragnhildur Nielsen, f.
4.4. 1975. Þau eiga tvær dætur.
Seinni kona Gests er María
Kristín Einarsdóttir, f. 17.10.
1937. Dætur hennar frá fyrra
hjónabandi eru: Helen, f. 20.9.
1956, Hulda, f. 29.1. 1958, og
Hugrún, f. 6.4. 1965.
Tvítugur að aldri hélt Gestur
til Reykjavíkur og hóf fljótlega
nám í trésmíði hjá Þóri Long tré-
smíðameistara. Hann byrjaði að
vinna við húsbyggingar 1955
samhliða skóla. Síðan lá leiðin í
meistaraskólann og fékk Gestur
meistarabréf í trésmíði vorið
1965. Gestur starfaði allan sinn
starfsaldur við húsasmíði. Gestur
hafði mikinn áhuga á fé-
lagsmálum. Hann var í stjórn
Meistarafélags húsasmíða í 21 ár,
fyrst ritari, því næst varafor-
maður og síðan gjaldkeri í 12 ár.
Gestur var söngelskur og gerðist
félagi í Alþýðukórnum. Síðar,
þegar Skagfirðingar í Reykjavík
stofnuðu eigin kór, gekk Gestur
til liðs við Skagfirsku söngsveit-
ina. Hann var einnig formaður
Skagfirðingafélagsins í mörg ár.
Síðustu 10 árin átti Gestur við
vanheilsu að stríða.
Útför Gests verður frá Bú-
staðakirkju í dag, 2. maí 2016, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Það var á haustdögum 1984,
sem leiðir okkar Gests lágu fyrst
saman. Þá fór ég að stíga í væng-
inn við Hugrúnu sem þá bjó í
Rauðagerðinu hjá honum og
Maju og tóku þau mér furðu vel.
Fljótt fór ég að kynnast hans
hlýja, sterka og einlæga faðmlagi
sem hann bjó yfir. Eftir föður-
missi minn 1990, þar sem ég hafði
átt hlýjan faðm, þá var mikil
huggun í faðmlagi Gests.
Átti ég margar góðar stundir
með honum og húmorinn hans
frábær. Ein slík minning var þeg-
ar ég prófaði burstaklippingu
ásamt syni mínum og þá kom
Gestur í heimsókn og færði mér
greiðu.
Hjá honum kynntist ég full-
komnun í smíðavinnu og mörg
handtökin hvað það varðar, sem
ég bý enn að.
Nú kveð ég góðan vin og sterk-
an karakter. Hafðu þökk fyrir
allt, þú mikli meistari.
Sé ég nú að svefninn sætur
sígur vært á augu þér.
Fyrir mér nú minning grætur
mikill maður kvaddur hér.
(BJ)
Þinn tengdasonur,
Baldur.
Gestur Bjarki Pálsson
Fleiri minningargreinar
um Gest Bjarka Pálsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.