Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Bragi Finnbogason, formaður Veiði-
félags Laxár, sem rennur úr Mý-
vatni, segir að það eina sem breyst
hafi á svæðinu á undanförnum árum
sé gríðarleg fjölgun ferðamanna
með tilheyrandi skólpnotkun. Það
kunni að skýra það að Mývatn sé
hvítt og fullt af bakteríublóma.
Hann segir þó ekki hægt að fullyrða
um það og kallar eftir því að stjórn-
völd geri frekari rannsóknir á þeim
aðstæðum sem leitt hafa til þessa.
„Þegar vatnið er svona gruggugt þá
sérðu ekki fiskinn og fiskurinn sér
ekki agnið,“ segir Bragi. Að hans
sögn er það þekkt að bakteríublómi
sé mikill í 5-7 daga á sumrin en í
fyrra var hann hins vegar svo til allt
sumarið. Að sögn Braga hafa ein-
hverjar afbókanir verið í Laxá.
Sölubrestur á ábyrgð beggja
Stangveiðifélag Reykjavíkur hef-
ur leigt veiðiréttinn af Laxárbænd-
um. „Það liggur á borðinu að ef við
getum ekki skaffað þá vöru sem við
höfum sagt að við höfum, þá verður
mjög erfitt um vik að biðja þá að
standa við samninginn. Svo er í
samningnum ákvæði um það að ef
sölubrestur verður, þá er það ekki
bara þeirra mál,“ segir Bragi.
Veiðifélag Laxárbænda og Veiði-
félag Mývatns hittust á fundi í
fyrrakvöld þar sem rædd voru
næstu skref. „Það er tvennt sem
þarf að gera. Það þarf að auka rann-
sóknir á því sem er að gerast og að
grípa til viðeigandi framkvæmda,“
segir Bragi. Hann veit til þess að
gerð hafi verið áætlun um skólp-
hreinsistöð sem myndi minnka álag
á Mývatni. „En það kostar mörg
hundruð milljónir. Ég veit að sveit-
arstjórnin hefur farið fyrir nefnd
hjá Alþingi og óskað eftir stuðningi.
Þetta eru miklu meiri fjármunir en
svona fámennt sveitarfélag ræður
við,“ segir Bragi.
Vita ekkert um áhrif á lífríki
Hann segir að það eina sem menn
viti á þessari stundu sé það að notk-
un á skólpi hefur margfaldast vegna
ferðamannastraums. „Bakteríu-
blómi er överur sem fjölga sér of-
boðslega við viss skilyrði og fyrir
vikið verður liturinn á vatninu
grænn eða hvítur. Þetta er engin
drulla, en þetta gerir það að verkum
að litur vatnsins breytist,“ segir
Bragi. Hann segir að þar sem svip-
aðar aðstæður hafa komið upp er-
lendis hafi fylgt eitrun sem drepur
lífríki, en hann veit ekki til þess að
slíkt hafi komið upp við Mývatn.
„En við vitum ekkert um það. Meg-
ingallinn er sá að við þekkjum þetta
ástand ekki,“ segir Bragi.
Skólpið geti verið sökudólgur
Bakteríublómi geti leitt til sölubrests
veiðifélaga Kalla eftir rannsóknum
Hvítt Mývatn var hvítt lungann úr sumrinu í fyrra. Veiðifélög Mývatns og
Laxár kalla eftir rannsóknum. Stendur þetta veiði fyrir þrifum.
Símaskránni fyrir árið 2016 verður
dreift til landsmanna í dag í síðasta
skipti. Ákveðið hefur verið að hætta
útgáfunni en símaskráin hefur verið
gefin út frá árinu 1905.
Hún hefur verið hluti af íslensku
samfélagi í 111 ár og gegnt mikil-
vægu upplýsingahlutverki á heim-
ilum landsmanna, segir í tilkynningu
frá Já, sem gefur símaskrána út. Þar
segir einnig að skráin hafi markað
sér menningarlegan sess í samfélag-
inu og kápan endurspeglað tíðar-
andann hverju sinni. Hönnunin á
þessari síðustu útgáfu er í höndum
Guðmundar Odds Magnússonar,
Godds, prófessors við Hönnunar- og
arkitektúrdeild Listaháskóla Ís-
lands, og hefur Stefán Pálsson sagn-
fræðingur ritað sögu hennar sem er
gefin út með símaskránni.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Símaskráin Frá pökkun og dreif-
ingu símaskrárinnar árið 1973.
Símaskráin
gefin út í
síðasta sinn
Í dreifingu í dag
og sagan fylgir
Dagur aldraðra var í gær, á uppstigningardegi,
og var m.a. haldið upp á hann víða í kirkjum
landsins. Í Guðríðarkirkju var biskup Íslands,
frú Agnes M. Sigurðardóttir, með predikun. Með
henni þjónuðu til altaris þau sr. Karl V. Matt-
híasson, sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Skírnir
Garðarsson. Vorboðarnir, kór eldri borgara í
Mosfellsbæ, sungu við undirleik Arnhildar Val-
garðsdóttur organista. Að athöfn lokinni var
boðið í messukaffi í safnaðarheimili Guðríðar-
kirkju. Þar tóku Davíð Ólafsson og Stefán Helgi
Stefánsson lagið og fóru með gamanmál.
Morgunblaðið/Golli
Biskup predikaði í Guðríðarkirkju á degi aldraðra
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Stjórn Geðhjálpar hefur skorað á
heilbrigðisráðherra að lækka komu-
gjöld geðlækna í fyrirliggjandi frum-
varpi um sjúkratryggingar. Er á það
bent að samkvæmt frumvarpinu
muni árlegur kostnaður öryrkja við
geðlæknaþjónustu hækka úr 20.000
kr. á ári í 63.500 krónur á ári eða um
43.500 kr. Í útreikningum sínum
miðar Gerðhjálp við það að öryrki
með geðfötlun leiti að meðaltali sex
sinnum á ári til sjálfstætt starfandi
geðlæknis. Eins og sakir standa fær
hann afsláttarkort eftir að hafa
greitt 8.500 krón-
ur. Í framhaldi af
því greiðir hann
1.098 krónur fyrir
hvert viðtal að
sex viðtölum, sem
er samtals um
20.000 kr. Verði
frumvarpið að
lögum greiðir ör-
yrki 16.148 fyrir
hvert viðtal hjá
sjálfstætt starfandi geðlækni upp að
63.500 króna kostnaðarþaki. Þá
hækkar verð á fyrsta viðtali fyrir al-
menning úr 13.695 krónum í 25.690
krónur og viðtöl eftir það úr 9.879 kr.
í 16.148 kr. „Við þekkjum nú þegar
dæmi um að fólk leitar ekki til lækn-
is vegna hás lækniskostnaðar. Við
óttumst að fleiri lendi í þeirri stöðu
ef gjöld hækka. Margir öryrkjar eru
með 185-200 þúsund króna tekjur á
mánuði og þá er þessi 43.000 króna
hækkun á ári umtalsverð,“ segir
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar.
Þá bendir hún á að fólk greiði
meira fyrri hluta árs, þ.e. þar til það
nær kostnaðarþaki. „Jöfn dreifing
kemur sér betur fyrir fólk sem hefur
lítið handa á milli. En það sem er
gott við þetta frumvarp er kostn-
aðarþakið. Sannleikurinn er hins
vegar sá að það eru tiltölulega fáir
sem hafa þurft að bera þennan háa
kostnað. Nú er það eiginlega þannig
að verið er að dreifa kostnaði sem
lenti á þessum fámenna hópi yfir á
meðalmanninn,“ segir Anna og bæt-
ir við: „Við hefðum alveg viljað halda
þessu þaki, en að komugjöldin
myndu ekki hækka svona mikið,“
segir Anna.
Í tilkynningunni segir jafnframt
að stefna beri að því að íslensk heil-
brigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Á
sama tíma og verið er að samþykkja
geðheilbrigðisstefnu, sem er já-
kvætt, þá er þessi hópur að fá þessa
hækkun í andlitið,“ segir Anna.
Kemur illa við öryrkja
Stjórn Geðhjálpar skorar á heilbrigðisráðherra að lækka komugjöld til geð-
lækna Fleiri sem munu borga hærri kostnað Kostnaðarþakið talið jákvætt
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir
Alþýðusamband Íslands fagnar
frumvarpi heilbrigðisráðherra
um breytingar á greiðsluþátt-
töku sjúklinga en gerir um leið
„alvarlegar athugasemdir“ við
að breytingarnar séu eingöngu
fjármagnaðar með aukinni
kostnaðarþátttöku allflestra
notenda heilbriðgðisþjónust-
unnar. Þetta kemur fram í álykt-
un frá miðstjórn ASÍ. Ekki
standi til að auka fjármagn til
málaflokksins og draga úr
heildarkostnaðarþátttöku sjúk-
linga. Þetta leiði til aukins
kostnaðar, ekki síst fyrir aldr-
aða og öryrkja.
Auka þurfi
fjármagnið
MIÐSTJÓRN ASÍ