Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 framkvæmdastjórans annars vegar og heilbrigðisnefndarinnar hins vegar. Ógilding hennar á álagningu sorpgjaldanna á Akranesi grund- vallast á því að heilbrigðisnefndinni sjálfri sé ætlað það hlutverk sam- kvæmt lögum að veita umsögn um gjaldskrána og geti heilbrigðiseft- irlitið ekki gert það. Álagning gjaldanna hafi því verið ólögmæt þegar hún átti sér stað og geti staðfesting heilbrigðisnefndar á gjaldskránni þegar álagning hefur þegar farið fram ekki bætt úr þeim ágalla. Helgi Helgason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, telur að óvissa sé um gildi annarra umsagna sem hann hefur veitt á milli funda heilbrigð- isnefndar. Nefnir hann sérstaklega umsagnir um gisti- og veitinga- staði. Hann segir að heilbrigðiseft- irlit og heilbrigðisnefndir víðar á landinu séu uggandi yfir stöðu málsins. Úrskurðarnefndin felldi gjald- skrána úr gildi þar sem formsatriði voru ekki í lagi, að hennar mati. Ekki var tekin afstaða til kröfu gjaldandans um að sorpgjöldin væru of há. Verkefni Akraneskaup- staðar er að leggja sorpgjöldin á að nýju og verður það gert á næst- unni. Stjórnendur bæjarins eru að fara yfir forsendurnar. Ekki liggur fyrir hvort þau verða hærri, þau sömu eða lægri en gjöldin sem felld hafa verið úr gildi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrýstingur er á umhverfisráðu- neytið að breyta ákvæðum laga um útgáfu sveitarfélaga á reglugerðum um sorpgjöld eftir að úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í annað sinn ákvörð- un Akraneskaupstaðar um álagn- ingu sorphirðu- og eyðingargjalda á fasteign á Akranesi. Ef ákvæði um að leita skuli umsagnar heil- brigðisnefnda verða ekki skýrð betur í lögunum þurfa heilbrigð- isnefndirnar að funda mun örar með tilheyrandi kostnaði fyrir þá sem eftirlitið beinist að. Fyrir rúmu ári felldi úrskurðar- nefndin úr gildi álagningu Akra- neskaupstaðar á sorpgjöldum vegna ársins 2014 vegna þess að ekki hafði verið leitað umsagnar heilbrigðisnefndar. Stjórnendur bæjarins tóku mið af honum þegar þeir lögðu á gjöld vegna 2016. Bæjarráð samþykkti gjaldskrána 4. desember og leitaði þegar umsagn- ar heilbrigðisnefndar. Heilbrigð- isfulltrúi Vesturlands svaraði um hæl og taldi að efnisatriði gjald- skrárinnar væru í samræmi við ákvæði laga. Frumvarp um fjár- hagsáætlun var í kjölfarið lagt fram til síðari umræðu og afgreitt endanlega á fundi bæjarstjórnar 15. desember og gjaldskrá fyrir hirðingu og eyðingu sorps um leið. Gjaldskráin var síðan auglýst í Stjórnartíðinum þar sem hún birt- ist 29. desember. Heilbrigðisnefndin fundar 7-8 sinnum á ári. Hún var nýlega búin að funda þegar erindi Akranes- kaupstaðar barst. Heilbrigðis- fulltrúinn veitti því umsögnina með fyrirvara um endanlegt samþykki á næsta fundi heilbrigðisnefndar, eins og hann gerir í fjölmörgum öðrum tilvikum, þegar ekki leikur vafi á um vilja nefndarinnar. Nefndin staðfesti gjaldskrána á fundi 27. janúar. Endurálagning undirbúin Úrskurðarnefndin virðist skilja á milli heilbrigðiseftirlits og þar með Morgunblaðið/Eggert Akratorg Akraneskaupstaður hefur tapað tveimur málum um gjaldskrá sorphirðu og eyðingar en unnið það þriðja. Óvissa í stjórnsýslu heilbrigðisnefnda  Álagning sorp- gjalda á Akranesi ógilt í annað sinn Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti gjaldskrár fyrir sorpgjöld í Borgarnesi, Grund- arfirði og Stykkishólmi, á sama fundi og sorpgjöldin á Akranesi. Álagning gjaldanna er því væntanlega ólögmæt í þeim bæjarfélögum, eins og á Akranesi, en gjaldskrárnar standa þar sem enginn hefur kært. Sami gjaldandi hefur kært sorpgjöldin þrisvar á Akranesi á rúmu ári og tvisv- ar haft árangur sem erfiði. Málið er til athugunar hjá umhverfisráðuneytinu, sam- kvæmt ósk lögfræðings Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisfulltrúa Vest- urlands. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur á skrifstofu um- hverfis og skipulags, segir að unnið sé að endurskoðun laga um hollustuhætti og mengunar- varnir. Ef þessi úrskurður gefi tilefni til breytinga muni málið verða tek- ið fyrir við þá vinnu. Hugað að breytingum LÖGIN ERU Í ENDURSKOÐUN Vaskir hlauparar á öllum aldri létu rok og fimm gráðu hita ekki koma í veg fyrir þátttöku í Breiðholts- hlaupi Leiknis í gær. Hlaupið var frá Leiknishúsinu um Elliðaárdal- inn og Efra-Breiðholt. Þrjár vega- lengdir voru í boði: tveggja kíló- metra skemmtiskokk án tímatöku, 5 eða 10 km hlaup með tímatöku. Að hlaupi loknu fengu keppendur frítt í Breiðholtslaugina, enda gott að láta líða úr sér í heitum potti. Breiðholtshlaup Leiknis fór fram á uppstigningardegi Morgunblaðið/Golli Kraftmiklir hlauparar í kuldanum Um 400 manns hafa náð í appið eða smáforritið „Hola“ sem er hannað fyrir Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) í þeim tilgangi að safna saman ljósmyndum af holum sem myndast hafa í götum og vegum landsins. Appið hefur nú verið virkt í tvær vik- ur. „Sömu helgi og appið fór í loftið sóttu það sér nokkrir tugir, en myndir af holunum komu aðeins seinna en við áætluðum og við stílum á að hafa þetta enn formfastara næsta vetur,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. Um 30 myndir af holum hafa borist. Í appinu er hægt að mynda holur og senda ásamt nákvæmri staðsetn- ingu til FÍB sem kemur upplýsing- unum á framfæri við veghaldara. „Við höfum rætt við Vegagerðina um nánara sam- starf svo hægt sé að miðla upplýs- ingum með greið- um hætti og bregðast þannig sem skjótast við,“ segir Runólfur. Appið er fáanlegt fyrir Android en iPhone útgáfa er væntanleg fljót- lega. „Við vonum að appið muni auka upplýsingaflæði og auka þannig ör- yggi borgaranna og draga úr muna- tjóni sem margir hafa orðið fyrir.“ 400 manns hafa sótt „holuappið“  FÍB og Vegagerðin stefna á samstarf Runólfur Ólafsson Skrifstofa forseta Íslands sendi í gær yfirlýsingu, á ensku, frá Dorrit Moussaieff forsetafrú, vegna um- fjöllunar fjölmiðla um eigin fjármál og fjölskyldu hennar. Þar segist Dorrit m.a. aldrei hafa rætt fjármál fjölskyldu sinnar við eiginmann sinn, Ólaf Ragnar Grímsson, þar sem um einkamál foreldra sinna sé að ræða. Þá segist hún eiga heimili á Bret- landseyjum og hafa veitt skattyfir- völdum þar viðhlítandi upplýsingar. Dorrit segir „vangaveltur og óná- kvæmar yfirlýsingar og fullyrðing- ar“ hafa verið settar fram í ýms- um blaðagrein- um, sem hún vilji leiðrétta. Þannig segist hún aldrei hafa átt banka- reikning hjá HSBC-bankan- um eða átt í við- skiptum við bank- ann. Þá segist hún hafa upplýst íslensk skattyfirvöld, þegar hún var skráð til heimilis hér á landi, um hagsmuni sína og látið í té eintak af skattaskýrslu sinni til breskra skatt- yfirvalda. „Skírskotað hefur verið til tengsla minna við fyrirtæki að nafni Jaywick Properties Inc. Jaywick var fyrir- tæki sem tengdist foreldrum mínum og var afskráð 2001. Ég hagnaðist ekki á Jaywick áður eða eftir að það var afskráð,“ segir Dorrit m.a. í yfir- lýsingu sinni. „Ég er nú búsett í Bretlandi þar sem ég hef veitt bresk- um skattayfirvöldum viðhlítandi upplýsingar,“ segir ennfremur. Ekki rætt fjármál við Ólaf Ragnar Dorrit Moussaieff

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.