Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
Víkingaskipið Drekinn Haraldur
hárfagri siglir væntanlega úr höfn í
Færeyjum í dag, á leið sinni til Ís-
lands og áfram til N-Ameríku. Sök-
um slæms sjóveðurs hefur skipið
legið við bryggju í Þórshöfn og
áhöfnin beðið átekta.
Samkvæmt upplýsingum frá
Faxaflóahöfnum er reiknað með að
víkingaskipið komi til hafnar í
Reykjavík næstkomandi þriðjudag,
ef siglingin til Íslands gengur að
óskum. Um er að ræða stærsta vík-
ingaskip sem smíðað hefur verið í
seinni tíð. Fyrirmyndin er Gauks-
staðaskipið en þó stærri útgáfa þess.
Embla beið líka í vari
Hraðskipið Embla hefur einnig
orðið að bíða veðrið af sér í Fær-
eyjum síðustu daga og hyggur á
áframhaldandi siglingu í dag, áleiðis
til Gautaborgar í Svíþjóð, með við-
komu á Hjaltlandseyjum og í Nor-
egi. Alls er leiðin frá Reykjavík til
Gautaborgar 1.200 sjómílur og eins
og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu hefur opnum báti af þessari
gerð ekki áður verið siglt jafn langa
leið á jafn skömmum tíma.
Embla er nýjasta afurð skipa-
smíðastöðvarinnar Rafnar, 11 metra
strandgæslubátur sem fer hratt yfir.
Stefnir áhöfnin að því að setja
hraðamet í siglingu bátsins yfir N-
Atlantshaf. Áfangastaðurinn er
bátaráðstefna í Gautaborg.
Haraldur hárfagri
og Embla halda
áfram för í dag
Víkingaskipið væntanlegt til hafnar
í Reykjavík næstkomandi þriðjudag
Ljósmynd/Arne Terje Saether
Víkingaskip Drekinn Haraldur
Hárfagri er væntanlegur til Íslands.
Ljósmynd/Rafnar
Hraðskreið Báturinn Embla fer
hratt yfir á leið sinni til Svíþjóðar.
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Fram kemur í umsögnum Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ) og Félags
kvikmyndagerðamanna (FK) um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um tímabundnar endur-
greiðslur vegna kvikmyndagerðar á
Íslandi, að rökstuddur grunur sé
uppi um að lög- og kjarasamnings-
bundin réttindi starfsfólks í kvik-
myndagerð séu brotin.
Í frumvarpinu kemur m.a. fram
framlengdur gildistími og lagt er til
að hlutfall endurgreiðslu hækki úr
20% í 25%. Alls hafa átta umsagnir
um frumvarpið borist til atvinnu-
veganefndar Alþingis.
Í umsögn ASÍ segir að framleng-
ing á gildistíma muni styðja við vöxt
íslenskrar kvikmyndagerðar en
sambandið vekur athygli á því að þau
verkefni sem falla undir endur-
greiðslur séu gjarnan unnin á
skömmum tíma og við langa vinnu-
daga. ASÍ þykir „rétt að benda á að á
Íslandi er við líði skipulagður vinnu-
markaður og í gildi eru lög og kjara-
samningar sem gilda um öll störf.
Rökstuddur grunur er uppi um að al-
gengt sé að lög- og kjarasamnings-
bundin réttindi starfsfólks er starfar
við kvikmyndagerð séu brotin,“ seg-
ir í umsögn ASÍ, sem metur það svo
að óbreytt kerfi muni ekki ganga án
þess að mörkuð sé stefna um þátt
launafólks í starfseminni.
Stjórn FK tekur í sama streng og
ASÍ og segir í umsögn sinni að borið
hafi á því að brotið sé á fólki hvað
varðar hvíldartíma, öryggi á töku-
stað og aðbúnað. „Krefjumst við
þess að það verði gert að skilyrði fyr-
ir endurgreiðslu að þjónustufyrir-
tæki og -kaupendur virði íslensk lög
um vinnutíma, laun, aðbúnað, holl-
ustuhætti svo og íslenskra kjara-
samninga,“ segir í umsögn FK.
Fyrirtækið True North gagnrýnir
í sinni umsögn fullyrðingar FK.
„True North virðir íslenskar og evr-
ópskar reglur um vinnutíma, laun,
aðbúnað og hollustuhætti og vísar al-
farið á bug ásökunum að starfsfólk
sé látið skrifa undir samninga sem
innihalda ólögleg ákvæði um vinnu-
tíma.“ Fyrstu umræðu um frum-
varpið er lokið og er það nú hjá at-
vinnuveganefnd .
Kjarasamningar brotnir við tökur
Réttindi starfsfólks í kvikmyndaiðnaði iðulega brotin Slíkt er fullyrt í umsögnum ASÍ og stjórnar
Félags kvikmyndagerðarmanna um frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tökur Þættirnir Game of Thrones
voru m.a. teknir upp á Þingvöllum.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Erla María Markúsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
„Í sumar göngum við til forsetakjörs.
Ég verð þar í framboði,“ sagði Guðni
Th. Jóhannesson að viðstöddu fjöl-
menni á fundi sem hann boðaði til í
Salnum í Kópavogi í gær. Fundurinn
hófst á því að ljóðskáldið og vinkona
Guðna, Gerður Kristný, bauð fólk
velkomið og kallaði Guðna á svið með
orðunum „Velkominn undan feld-
inum“. Í samtali við blaðamann mbl.is
að fundi loknum sagði Guðni að fjöld-
inn hefði bæði komið sér á óvart og
ekki. „Við vissum að hann yrði vel
sóttur. En auðvitað fyllist maður auð-
mýkt þegar maður sér svona marga
saman komna til að lýsa fylgi við
mann.“
Að sögn Guðna mun meginstefna
hans, verði hann kjörinn, felast í að
vera fastur fyrir þegar á þarf að
halda og leiða erfið mál til lykta og
tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta
orðið í stærstu málunum sem hana
varðar. Þá segir hann að forseti Ís-
lands eigi ekki að vera ópólitískur þó
að hann eigi að vera sameiningartákn
þjóðarinnar.
„Mesta alvörustund lífs míns“
Á fundinum sló Guðni á létta
strengi. Aðspurður hvort grín og al-
þýðulegt fas sé eitthvað sem hann
leggi áherslu á í kosningabaráttunni
segir Guðni að í öllu blandist saman
grín og alvara. „Ég vil vera ég sjálfur,
finnst gaman að slá á létta strengi
þegar það á við, en öllu gamni fylgir
alvara og þessi dagur í dag er líklega
ein mesta alvörustund lífs míns.“
Morgunblaðið/Golli
Framboð Guðni Th. Jóhannesson kynnti framboð sitt í Salnum í Kópavogi.
Kominn undan feldinum
og tilkynnir framboð
Sagnfræðingurinn Guðni Th. stefnir á Bessastaði
38% myndu kjósa Guðna Th. Jóhann-
esson í embætti forseta Íslands ef
kosið væri nú, samkvæmt niðurstöðu
skoðanakönnunar Fréttablaðsins,
Stöðvar 2 og Vísis sem framkvæmd
var 2. og 3. maí. Flestir sem tóku af-
stöðu myndu þó kjósa Ólaf Ragnar
Grímsson, eða 45% prósent. 11%
myndu kjósa Andra Snæ Magnason
og 3% Höllu Tómasdóttur. Aðrir njóta
um 1% stuðnings.
Flestir myndu kjósa Ólaf
GUÐNI MEÐ 38% FYLGI OG ANDRI SNÆR 11%
Andri Snær
Magnason
Ólafur Ragnar
Grímsson
Björgunarsveitir frá Vík, Klaustri og
Álftaveri voru kallaðar út vegna
rútuslyss á Mýrdalssandi í gær.
Smárúta með 11 farþega fór útaf
veginum og endaði í skurði um 10 km
austan við Hjörleifshöfða. Fimm
slösuðust en enginn alvarlega.
Þá fauk húsbíll út af veginum í
Kollafirði í gærmorgun. Sesselja
Anna Óskarsdóttir, sem var farþegi í
bíl sem var á eftir húsbílnum, tók at-
burðinn upp á myndband. „Það er
búið að vera mjög hvasst,“ sagði
Sesselja Anna í samtali við mbl.is.
Hún er íbúi á Kjalarnesinu og segir
veðrið alltaf verst í Kollafirðinum.
Ekki urðu alvarleg slys á fólki í
húsbílnum.
Þá fóru þrjár björgunarsveitir í
aðgerðir á Mývatnsöræfum, Möðru-
dalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.
Var lokað fyrir alla umferð þar í
gærmorgun þar sem margir vanbún-
ir bílar voru á ferð í snjóþyngslum.
Síðdegis fengu svo um 50 bílar, sem
festust í Jökuldal, fylgd með snjó-
ruðningstæki og björgunarsveit til
byggða.
Rúta útaf og 5 slösuðust
Engin alvarleg meiðsl Húsbíll fauk útaf í Kollafirði
Fimmtíu bílar fengu fylgd úr Jökuldal til byggða
Ljósmynd/Júlíus Valsson
Fór út af Rúta með ellefu innanborðs fór út af veginum á Mýrdalssandi.