Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16
SVEFNSÓFAR
góðir að nóttu sem degi...
-15%
RECAST kr. 129.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 110.415
UNFURL kr. 109.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 93.415ZEAL kr. 79.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 67.915 TRYM kr. 198.900 / TILBOĐSVERĐ kr. 169.000
Ákveðið hefur verið að halda
fyrstu „Darkness into Light“
göngu Pieta á Íslandi aðfaranótt 7.
maí næstkomandi. Þar verður
gengin 5 kílómetra leið úr næt-
urmyrkri inn í dagrenningu, úr
myrkri í ljós, til fjáröflunar hjálp-
armiðstöðvar sjálfsvíga og sjálfs-
skaða. Einnig verður gengið til að
minnast þeirra sem hafa farið úr
sjálfsvígi og fyrir þá sem hafa öðl-
ast von, segir í tilkynningu.
Pieta House var stofnað á Ír-
landi fyrir áratug af Joan Freeman
í kjölfar þess að systir hennar féll
fyrir eigin hendi. Pieta Ísland hef-
ur nú verið stofnað og stendur fyr-
ir göngunni, sem gengin er á sama
tíma í nokkrum löndum og er
reiknað með að yfir 120.000 manns
gangi úr myrkri inn í birtu á sama
tíma.
Gangan hefst aðfaranótt 7. maí
kl. 04:00 við húsnæði KFUM og
KFUK við Holtaveg í Laugardal.
Pieta Ísland hyggst stofna hjálp-
armiðstöð fyrir sjálfsvíg og sjálfs-
skaða sem þátttakendum gefst
tækifæri til að styrkja. Þátttöku-
gjald í gönguna er 3.500 krónur.
Hyggjast
ganga úr
myrkri í ljós
Morgunblaðið/Þorkell
Upphaf KFUM og KFUK.
Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni
tilboð í svokallaða haustdýpkun
Landeyjahafnar árin 2016 til 2018.
Áætlað er að fjarlægja þurfi allt að
280.000 rúmmetra af sandi.
Tvö tilboð bárust. Belgíska stór-
fyrirtækið Jan de Nul bauðst til að
vinna verkið fyrir rúmar 222 millj-
ónir króna. Tilboð Björgunar ehf
hljóðaði upp á 362,4 milljónir.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
var rúmar 266 milljónir.
Belgíska fyrirtækið átti einnig
lægsta tilboðið þegar dýpkun
Landeyjahafnar tímabilið 2015 til
2017 var boðin út í fyrra. Hljóðar
tilboðið upp á tæplega 588 millj-
ónir króna. Tvö tilboð bárust þá
Vegagerðinni auk tilboðsins frá
Jan de Nul. Þau komu frá finnsk-
um og dönskum stórfyrirtækjum.
Björgun ehf skilaði ekki tilboði
þá.
Belgíska sanddæluskipið Gali-
leo 2000 hefur undanfarið unnið
að dýpkun Landeyjahafnar.
Jafnframt unnu starfsmenn
verktakafyrirtækisins Suðurverks
að því að hreinsa foksand upp úr
kverkinni við innri hafnargarðinn.
Herjólfur sigldi 15. apríl sl. til
Landeyjahafnar í fyrsta skipti í
rúma fjóra mánuði.
Mikið er bókað í Herjólf í sum-
ar, meira en síðustu sumur. Vega-
gerðin og Eimskip ákváðu að bæta
40 aukaferðum við sumaráætlun
og segir Gunnlaugur Grettisson,
rekstrarstjóri hjá Eimskip, að
einnig sé bætt við ferðum í kring-
um þjóðhátíð og tvö íþróttamót
sem haldin verða í júní. sisi@mbl.is
Belgarnir lægstir á ný
Ljósmynd/Landeyjahöfn
Dýpkun Belgíska sanddæluskipið Galileo 2000 að störfum í Landeyjahöfn.
Buðu rúmar 222 milljónir í dýpkun Landeyjahafnar
Sindratorfæran
á Hellu hefst á
morgun, laugar-
daginn 7. maí,
klukkan 13.00.
Um er að ræða
1. umferð Ís-
landsmótsins í
torfæru og jafn-
framt Norður-
landamót og
heimsmeistaramót.
Eknar verða 6 brautir á laugar-
deginum. 22 keppendur eru skráðir
til leiks í krefjandi brautum, brött-
um stálum og miklum halla, segir í
tilkynningu frá mótshöldurum.
Sunnudaginn 8. maí hefst keppni
klukkan 13.00 og er þar um að
ræða seinni hluta fyrstu umferðar
Íslandsmótsins í torfæru, Norður-
landamóts og heimsmeistara-
mótsins. Á sunnudaginn bætast við
götubílar og fer fjöldi keppenda þá
í 26.
Aðgangseyrir er krónur 1.500
hvorn dag eða 2.500 fyrir báða
dagana en frítt er fyrir 12 ára og
yngri.
Torfæruver-
tíðin fer af
stað á Hellu