Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
GARÐAR OG GRILL
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstud. 13. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569-1105
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
20. maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
Garða og grill. Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita
potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum.
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á vegum utanríkisráðuneytisins verður áfram
unnið að því að styðja kröfugerð Íslands um
mörk landgrunns Íslands á Reykjaneshrygg.
Undirbúningur að endurskoðaðri greinargerð
er þegar hafinn, en líklegt er að sú vinna geti
tekið drjúgan tíma og aðeins er talað um að
stjórnvöld geti skilað slíkri greinargerð „innan
hæfilegs tíma“.
Því er engan veginn ljóst hvenær endanleg
niðurstaða fæst, en unnið er á grundvelli kröfu-
gerðar sem fyrst var sett fram árið 2009 og
byggðist á umfangsmiklum mælingum og
rannsóknum á landgrunninu. Með utanríkis-
ráðuneytinu vinna sérfræðingar hjá ÍSOR (Ís-
lenskum orkurannsóknum) og Háskóla Íslands
að verkefninu.
Ísland skilaði upphaflegri kröfugerð til land-
grunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna í apríl
2009. Skipuð var undirnefnd á vegum SÞ, sem
skilaði tillögum til landgrunnsnefndarinnar í
febrúar 2014. Nú nýlega skilaði landgrunns-
nefnd SÞ tillögum sínum og þar er ekki tekin
afstaða til suðurmarka undan Reykjaneshrygg
og gögn um svæðið utan 350 sjómílna vestur af
hryggnum voru ekki talin styðja nægilega
kröfur Íslands um að það teldist náttúrulegur
hluti landgrunnsins.
Heildarmynd af kröfunum
Kristján Andri Stefánsson, skrifstofustjóri á
laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, segir að með tillögum landgrunns-
nefndarinnar hafi í sjálfu sér engu verið hafnað
þó svo að kröfur Íslands hafi ekki verið sam-
þykktar í þessari atrennu. Réttindi á Reykja-
neshrygg verði sótt áfram og segir Kristján
líklegt að í vinnu við endurskoðaða greinargerð
verði dregin upp heildarmynd af kröfum Ís-
lendinga á svæðinu. Það er vestur og suður af
Reykjaneshrygg, en jafnfram austur af
hryggnum, en sá hluti fylgdi ekki með upp-
haflegu greinargerðinni. Alþingi samþykkti á
fjárlögum fyrir yfirstandandi ár að verja 10
milljónum króna í afmörkun eystri hlutans og
til að undirbyggja kröfur Íslendinga.
Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins frá
miðjum síðasta mánuði er greint frá tillögum
landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um
ytri mörk íslenska landgrunnsins vestur af
Reykjaneshrygg annars vegar og á Ægisdjúpi
í suðurhluta Síldarsmugunnar hins vegar. Nið-
urstaða landgrunnsnefndarinnar var að fallast
á kröfur Íslands varðandi Ægisdjúp í samræmi
við upprunalega greinargerð þar um og um
ytri mörk vestur af Reykjaneshrygg innan 350
sjómílna.
Dregur úr trúverðugleika
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fagn-
aði í tilkynningunni tillögu nefndarinnar um
Ægisdjúpið, „þar sem hún geri Íslandi kleift að
ákvarða með bindandi hætti ytri mörk land-
grunnsins á því svæði og ganga formlega frá
samningi þar að lútandi við nágrannaríkin“.
Hún lýsti hins vegar vonbrigðum yfir tillögu
nefndarinnar um mörkin vestur af Reykjanes-
hrygg, „enda víkur nefndin töluvert frá tillögu
undirnefndarinnar án þess að færa fyrir því
sérstök rök. Það dregur úr trúverðugleika ferl-
isins og gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að vinna
málið áfram á þann hátt sem hafréttarsamn-
ingurinn gerir ráð fyrir,“ er haft eftir Lilju.
Utanríkisráðuneytið kynnti greinargerð um
ytri mörk landgrunns Íslands utan 200 sjó-
mílna fyrir landgrunnsnefnd SÞ í lok janúar
2013. Í frétt um greinargerðina segir m.a. á vef
ráðuneytisins: „Gert er ráð fyrir að mörk land-
grunns strandríkja utan 200 sjómílna verði til
lykta leidd í eitt skipti fyrir öll á komandi árum
á grundvelli ákvæða hafréttarsamningsins.
Lögð hefur verið áhersla á að Íslendingar öðl-
ist yfirráð yfir sem víðáttumestum land-
grunnssvæðum enda er ljóst að réttindi yfir
landgrunninu munu fá aukna þýðingu í fram-
tíðinni.
Þau þrjú landgrunnssvæði, sem Ísland gerir
tilkall til utan 200 sjómílna, þ.e. Ægisdjúp,
Reykjaneshryggur og Hatton Rockall-svæðið,
eru samtals rúmlega 1.400.000 km² að stærð
eða um fjórtánfalt landsvæði Íslands.“ Grein-
argerðin tekur hins vegar ekki til hins um-
deilda Hatton Rockall-svæðis, sem er hluti af
íslenska landgrunninu en Bretland, Írland og
Danmörk/Færeyjar gera einnig tilkall til, né
austurhluta Reykjaneshryggjar sem skarast
við það svæði.
Margvíslegar auðlindir
á landgrunninu
Samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu
þjóðanna eiga strandríki sjálfkrafa landgrunn
að 200 sjómílum sem eru jafnframt ytri mörk
efnahagslögsögunnar. Mörg ríki, þar á meðal
Ísland, eiga hins vegar sökum náttúrulegra að-
stæðna víðáttumeiri hafsbotnsréttindi sam-
kvæmt ákvæðum samningsins.
Þær náttúruauðlindir sem tilheyra land-
grunninu eru jarðefnaauðlindir á borð við olíu,
gas og málma, aðrar ólífrænar auðlindir hafs-
botnsins og botnlaganna, t.d. jarðhiti, og líf-
verur í flokki botnsetutegunda og erfðaefni
þeirra.
Réttindi strandríkisins yfir landgrunninu ut-
an efnahagslögsögunnar hafa ekki áhrif á
réttarstöðu hafsins þar fyrir ofan sem telst út-
haf og ná ekki til fiskistofna né annarra auð-
linda þess.
Réttindi á Reykjaneshrygg sótt áfram
Undirbúningur hafinn að endurskoðaðri greinargerð um mörk landgrunns Íslands á Reykjaneshrygg
Margra ára ferli Landgrunnsnefnd SÞ féllst á kröfur Íslands varðandi Ægisdjúp austur af landinu
Afmörkun Rauðskyggða svæðið sýnir afmörkun landgrunns utan 200 mílna í Ægisdjúpi. Á
Reykjaneshrygg eru þau ytri mörk sem landgrunnsnefndin lagði til sýnd með heildreginni rauðri
línu. Rauð punktalína tekur við af henni og sýnir þau ytri mörk sem undirnefndin lagði til við
landsgrunnsnefndina 2014. Áfram verður unnið að því að tryggja réttindi á Reykjaneshrygg.
Þingflokkar VG og Samfylkingarinnar hafa óskað eftir því að forsætis-
nefnd Alþingis beini þeim tilmælum til Ríkisendurskoðunar að gera sér-
staka úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi Orkubús Vestfjarða (OV). Óska
þingflokkarnir m.a. eftir því að Ríkisendurskoðun kanni ákvarðanatöku og
verklag við starfslok fráfarandi forstjóra OV og gerð starfslokasamnings
við hann. Þá verði verklag við ráðningu nýs framkvæmdastjóra einnig
kannað, með tilliti til þess hvort og þá hvernig tryggt var að hæfasti um-
sækjandi yrði fyrir valinu og hvort fylgt var settum reglum og vönduðum
stjórnsýsluháttum um undirbúning málsins og ákvarðanatöku í stjórn. Þá
vilja þingflokkarnir að verklag á síðasta aðalfundi verði kannað.
Úttekt verði gerð á starfsemi Orkubúsins