Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 13

Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 13
sem Lóa Hjálmtýsdóttir hannaði sér- staklega fyrir félagið, og vettlingar úr íslenskri ull frá Farmers Market. Að sögn Margrétar Baldursdóttur, eins skipuleggjenda göngunnar, þóttu teikningar Lóu of dónalegar fyrir Facebook. „Teikningarnar sem prýða bolina, innkaupapokana og höfuðklútana voru ritskoðaðar, en þær sýndu tvær konur og brjóst þeirra. Við neyddumst því til að hylja geirvörturnar,“ segir Margrét og bæt- ir við að sama hafi átt við um kenni- merki Göngum saman, sem er hann- að af Sigurborgu Stefánsdóttur. Brjóstabollur með kaffinu Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Lands- samband bakarameistara sem stend- ur fyrir sölu á brjóstabollum 6.-8. maí í tengslum við mæðradaginn. Lands- menn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Frá stofnun félagsins hefur um 60 milljónum verið úthlutað til íslenskra rannsóknaraðila á sviði brjósta- krabbameins og í haust er stefnt að því að 10 milljónir renni til vísinda- rannsókna. Á sama tíma hefur öfl- ugum vísindasjóði verið komið á fót. Göngum saman er rekið af sjálf- boðaliðum og fjármagnað með sölu varnings, frjálsum framlögum og styrkjum frá fyrirtækjum en rekstrarkostnaður félagsins er vart mælanlegur. Göngum sam- anleggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar og á vegum félagsins eru vikulegar göngur á nokkrum stöðum á landinu mestan hluta ársins. Nánari upplýsingar: www.gongum- saman.is Getty Images/iStockphoto hlutverkinu. Þeir eru hræddir við fordóma og hugsanlega að önnur börn þeirra verði fjarlægð af heim- ilinu.“ Margt spilar inn í Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent og leiðbeinandi Guðrúnar Andreu, hefur starfað um tíu ára skeið við barnavernd í hlutastarfi og komið að nokkrum málum þar sem unglingar beittu foreldra sína líkam- legu ofbeldi eða voru með ógnandi hegðun. „Gera má ráð fyrir að ein- ungis alvarlegustu brotin séu til- kynnt til barnaverndaryfirvalda og því sé meira um þau en lesa megi úr opinberum gögnum. Hlutverk barnaverndarnefnda er að greina of- an í kjölinn hvað það er sem ýtir undir slíka hegðun barna og ung- linga,“ segir Freydís Jóna og upp- lýsir að vímuefnaneysla unglingsins sé einn helsti áhættuþátturinn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tekur í sama streng. Þótt ekki hafi verið greint sérstaklega í hve miklum mæli ung- lingar beiti foreldra sína ofbeldi hafi slíkt lengi verið þekkt, a.m.k síðan hann fór að starfa að málefnum barna og unglinga. Hann leggur áherslu á að ofbeldið sé oftast sam- ofið öðrum og fjölþættum vanda. „Ágreiningurinn getur líka snúist um tölvunotkun, útivistartíma og að barnið lúti húsaga að öðru leyti. Samskiptin fara úr böndunum, orð- ræðan magnast og endar með þeim ósköpum að unglingurinn leggur hendur á foreldra sína,“ segir Bragi og bætir við slíkar uppákomur séu oft vel varðveitt fjölskylduleyndar- mál. Fátt í fréttum Á tveggja ára tímabili, 2012 til 2014, fann Guðrún Andrea aðeins tvær fréttir í Fréttablaðinu og jafn- mörg tíst frá lögreglunni um að ung- lingur hafði veist að foreldrum sín- um. Nýjasta fréttin á mbl.is í fyrra var um að foreldrar hefðu óskað að- stoðar lögreglu vegna „æðiskasts“ sem barn þeirra fékk þegar því voru settar skorður um tölvunotkun.“ Henni finnst visst áhyggjuefni að sjaldan er fjallað um ofbeldi barna gegn foreldrum vegna þess að þá sé fólk síður upplýst um tilvist þess og foreldrar veigri sér við að leita sér aðstoðar. „Þótt ég sé auðvit- að fylgjandi því að hlífa börnum og forða því að þau verði brennimerkt sem glæpamenn, finnst mér brýn þörf á að rannsaka nánar alla þætti sem varða ofbeldi barna gegn for- eldrum. Til þess að geta veitt fjöl- skyldunni viðeigandi aðstoð þarf fagfólk að geta aflað sér upplýs- inga.“ Heimildum Guðrúnar Andreu ber saman um að ákveðnir þættir einkenni ungmenni sem beita for- eldra sína ofbeldi. Þau séu líkamlega sterk, glími við frávikshegðun og hafi slök tengsl við foreldra sína. Stjórna foreldrum „Í nýlegri breskri rannsókn kom fram að foreldrar lýstu ofbeld- inu sem hegðunarmynstri sem ein- kenndist af yfirgangssemi, svívirð- ingum í þeirra garð og líkamlegu ofbeldi. Einnig væru börnin gjörn á að eyðileggja hluti og kasta ýmsu lauslegu að foreldrum sínum. Í raun- inni stjórnuðu þau foreldrunum með hegðun sinni. Þátttakendur í rann- sókninni nefndu margar ástæður sem þeir töldu eiga þátt í að börnin beittu þá ofbeldi, t.d. vímuefna- neyslu, geðræn vandamál, námsörð- ugleika, sjálfskaða og heimilisofbeldi sem barnið kynni að hafa upplifað.“ Fyrrgreind rannsókn leiddi ennfremur í ljós að ofbeldi barns gegn foreldrum kemur upp hjá fjöl- skyldum í öllum stéttum. Hins vegar tilkynni foreldrar sem þegar eru tengdir félagsþjónustunni þau frek- ar og biðji um aðstoð. „Flestar fjöl- skyldur sækjast eftir langtímalausn sem felur í sér að fjölskyldan geti haldið áfram að búa saman, jafnvel þótt í fyrstu sé beðið um að barnið sé fjarlægt af heimilinu til að tryggja öryggi heimilisfólksins. Markmið þeirra sem þjónusta fjölskyldur sem glíma við þennan vanda er alla jafna að koma á heilbrigðum samskiptum innan fjölskyldunnar.“ Guðrún Andrea segir að svipað sé uppi á teningnum hér á landi og mörg úrræði í boði. Í ritgerðinni kemur hún víða við og gerir þeim úr- ræðum meðal annars allítarleg skil. Hún hefur áhuga á að fara betur of- an í saumana á öllu því sem lýtur að ofbeldi barna gegn foreldrum í meistaranáminu sem hún hyggst hefja að ári eftir barnsburðarleyfi. „Þöggun leysir ekki vandann,“ segir hún. Fjölskylduleyndarmál Þótt unglingurinn sé ósáttur við foreldra sína er fátítt að hann ráðist á þá. Út á við talar fjölskyldan sjaldan um ofbeldi innan veggja heimilisins. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Í ritgerðinni gerir Guðrún Andrea grein fyrir nokkrum úrræðum fyrir ung- menni sem sýna áhættuhegðun á borð við að beita foreldra sína ofbeldi:  ART reiðistjórnunartækni snýst í aðalatriðum um þjálfun í félags- færni, þjálfun í reiðistjórnun og umræður um siðferðislega breytni eða eflingu siðgæðisþroska.  Persónulegur ráðgjafi mætir persónulegum þörfum hvers og eins og veitir stuðning í daglegu lífi, t.d. aðstoð við heimanám. Áhersla er á þátt- töku barnsins í uppbyggjandi tómstundum, samveru og vináttu.  PMT þjálfun í foreldrafærni hentar foreldrum barna á leik- og grunn- skólaaldri. Aðferðin miðar að því að breyta uppeldismynstri foreldra, með því að kenna þeim jákvæðar og styrkjandi uppeldisaðferðir til að draga úr neikvæðri hegðun barnsins, t.d. árásargirni og skapofsaköstum.  MST fjölkerfameðferð er meðferðarúrræði á vegum Barnavernd- arstofu fyrir 12-18 ára ungmenni sem glíma við alvarlegan hegðunar- vanda. Meðferðin tekur á öllu nærumhverfi barnsins og telst fullreynd eftir 3 til 5 mánuði.  Meðferðarheimili eru ætluð unglingum sem eiga við alvarlegan og/ eða fjölþættan hegðunarvanda að stríða. Einungis barnaverndarstarfs- menn geta sótt um vist fyrir barnið. Þrjú meðferðarheimili veita lang- tímameðferð og eitt skammtímameðferð. Nánari upplýsingar um meðferðarúrræði: www.bvs.is. Reiðistjórnun og foreldrafærni ÚRRÆÐI Á VEGUM BARNAVERNDARNEFNDA Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is 7. – 30. maí Opnun laugardaginn 7. maí, kl. 15 Allir velkomnir Constructive / Uppbyggilegt Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14 Mýrmann Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Laugardaginn 7. maí kl. 11–14 býður Gallerí Fold þér að koma með listaverk, silfur, keramik og postulín til verðmats. Sérfræðingar frá Gallerí Fold verða á staðnum og verðmeta með sölu í huga. Sigurvegarar Anna Elín Svavarsdóttir (efst), Þórunn Björg Marinósdóttir, Karolina Porter og Nadia Katrín Banine í óritskoðuðum bolum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.