Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 SKRÁNING ER HAFIN Á BALLET.IS EÐA INFO@BALLET.IS KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN INNTÖKUPRÓF FYRIR SKÓLAÁR 2016-2017 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Morgunblaðið sagði frá því í febr- úar þegar fjármálaráðherrar ESB báðu framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins um að vinna með Seðlabanka Evrópu (SBE) við að draga úr notkun stórra seðla, eink- um 500 evra seðilsins. Á miðvikudag gerðist það svo að SBE tilkynnti að framleiðslu 500 evra seðla yrði hætt. Er ákvörð- unin tekin með þeim rökum að seð- illinn gagnist um of glæpamönnum og skattsvikurum. Með 500 evra seðla í umferð sé auðveldara fyrir vímuefnasala jafnt sem hryðju- verkamenn að flytja stórar fjár- hæðir milli staða. Framleiðslu seðl- anna verður þegar hætt og lætur seðlabankinn síðustu seðlana í um- ferð árið 2018, að því er Financial Times greinir frá. Seðlarnir munu halda virði sínu og verða áfram lög- mætur gjaldmiðill. Var síðasta upp- lag 500 evru seðla prentað árið 2014. Mælt í fjölda seðla myndar 500 evra seðilinn aðeins 2,3% af öllum evruseðlum. En þar sem seðlarnir eru svo verðmiklir jafngildir sam- anlagt verðmæti þeirra um 30% af öllum evrum í umferð. Fer sparnaðurinn í banka? Ákvörðun SBE gæti styggt suma íbúa þýskumælandi þjóða álfunnar. FT segir að þar sé nokkuð rík hefð fyrir því að fólk geymi reiðufé heima hjá sér og í löndum eins og Þýskalandi tengi almenningur pen- ingaseðla við einstaklingsfrelsi. Hafa þýskir stjórnmálamenn ýjað að því að ESB sé að sælast eftir sparifé landsmanna enda ekki eins auðvelt að geyma stórar fjárhæðir í verðminni seðlum. Endalok 500 evra seðlisins þýði þá að fólk verði líklegra til að leggja peningana inn á bankabók – og þar gætu neikvæð- ir stýrivextir nartað í höfuðstólinn. Í síðustu viku sagði austurríski seðlabankastjórinn Ewald No- wotny að seðlabankar Evrópu séu að hætta á að hleypa af stað um- ræðu um að segja alfarið skilið við reiðufé. Þá hefur Jens Weidmann, stjórnandi þýska seðlabankans, varað við að það „væri stórvara- samt ef almenningur fengi þau skilaboð að verið væri að svipta fólk reiðufé“. Seðlabanki Evrópu hefur hins vegar fullyrt að allar aðrar stærðir evruseðla muni áfram verða gefnar út. Núna þegar 500 evru seðillinn er á útleið verður 200 evra seðillinn sá stærsti, en 5 evra seðillinn sá minnsti. ai@mbl.is Seðlabanki Evrópu segir bless við 500 evra seðilinn  Seðlabankastjórar Þýskalands og Austurríkis óánægðir AFP Virði Seðlabanki Evrópu segir stóra seðla gera misyndismönnum auðveld- ara að flytja stórar fjárhæðir á milli staða og stunda svört viðskipti. ● Innkaupastjóravísitala CIPS- stofnunarinnar og markaðsrannsókna- fyrirtækisins Markit gefur til kynna að breska hagkerfið muni aðeins vaxa um 0,1% á þessum ársfjórðungi. Sam- kvæmt nýjustu mælingum, sem kynnt- ar voru á miðvikudag, dróst inn- kaupastjóravísitala breska þjónustugeirans saman úr 53,7 stigum niður í 52,3 stig. Hefur vísitalan ekki mælst lægri síðan í febrúar 2013. Í skýrslu CIPS og Markit kemur fram að nýjar reglur um hækkuð lágmarks- laun þrengi að starfsemi breskra fyr- irtækja. Einnig virðist sem óvissa um niðurstöður fyrirhugaðrar þjóð- aratkvæðagreiðslu um ESB-aðild hafi gert viðskiptavini órólega svo að þeir halda að sér höndum. Að sögn FT spáir Barclays því nú að enginn hagvöxtur verði á þessum fjórð- ungi. Virðast flestir sérfræðingar þó gera ráð fyrir að breska hagkerfið glæð- ist á ný á seinni helmingi ársins, að því gefnu að kjósendur velji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. ai@mbl.is Breskt efnahagslíf í biðstöðu vegna „Brexit“ Kínverski netverslunarrisinn Ali- baba birti á fimmtudag rekstrartölur fyrsta ársfjórðungs. Tekjur fyrir- tækisins hækkuðu um 39% miðað við sama tímabil í fyrra og er það hrað- ari vöxtur en á fjórðunginum á und- an, en þá mældist aukningin 32% milli ára. Var þessi árangur umfram væntingar fjárfesta og hækkuðu hlutabréf Alibaba á bandaríska markaðinum um 3,7% við tíðindin. Kostaði hver hlutur þá 78,60 dali en verð hlutabréfa fyrirtækisins fór hæst upp í nærri 120 dali árið 2014. Ræður Alibaba í dag yfir 80% af allri netverslun í Kína, að því er Fin- ancial Times greinir frá. Einnig er nú svo komið að um 73% af allri sölu hjá Alibaba á sér stað í gegnum far- síma, en var 51% fyrir ári síðan. Hörð barátta Ant og WeChat Ekki voru öll tíðindi ársfjórðungs- ins jákvæð. Fjármálaþjónustuarm- urinn Ant Finance Services Group (áður Alipay) var rekinn með tapi, og er hallarekst- urinn m.a. til kominn vegna kostnaðarsamrar baráttu um mark- aðshlutdeild. Ant, sem rekur m.a. greiðslumiðlun, á að sögn Reuters í harðri samkeppni við WeChat Pay- ment, dótturfyrirtæki Tencent Hold- ings. Gaf Alibaba ekki upp hversu mikið tap var á starfsemi Ant, en rekst- urinn er í dag metinn á 60 milljarða dala og hlutafjárútboð í undirbún- ingi. Jack Ma, stofnandi Alibaba, hefur sagst vera áhugasamur um að Ant verði skráð á markað í Kina en lög þar í landi kveða á um að til að fara á hlutabréfamarkað verði fyr- irtæki að vera rekið með hagnað í þrjú ár. Stjórnendur Alibaba segja að á ársgrundvelli sé Ant réttu meg- in við núllið. ai@mbl.is World Economic Forum Eftirspurn Þó hægt hafi á hagvexti eru neytendur í Kína duglegir að versla á netinu. Mun hærra hlutfall en áður notar snjallsímann við kaupin. Alibaba rokselur en Ant rekið með tapi Jack Ma ● Það vakti athygli heimspressunnar fyrr í vikunni þegar ástralskur tölv- unarfræðingur steig fram í sviðsljósið og sagðist vera hinn dularfulli stofnandi Bitcoin. Allt frá því rafmyntin varð til árið 2008 hefur það verið ráðgata hver upphafsmaður Bitcoin var og hann að- eins verið þekktur undir dulnefninu Sa- toshi Nakamoto. Í desember nefndu tækniritin Wired og Gizmodo Ástralann Craig Wright sem einn af mögulegum höfundum Bitcoin. Sagði Wright að í kjölfarið hefðu fjölmiðlar sýnt sér mikla athygli og óþægilegar sögur farið á kreik. Afréð hann því að veita BBC, Econmist, GQ og London Review of Books viðtöl til að segja allan sannleikann. Á fundinum með BBC sendi Wright blaðamanni skeyti sem undirritað var með dulmáls- lykli frá árdögum Bitcoin. Lykillinn er tengdur Bitcoin-einingum sem vitað er að Satoshi Nakamoto bjó til. Ekki voru allir sannfærðir og nánari skoðun leiddi í ljós að umræddur lykill hafði verið afritaður í Bitcoin-færslu sem átti sér stað árið 2009. Varð þetta til þess að á þriðjudag kvaðst Wright ætla að sýna heiminum óyggjandi sönn- un fyrir fullyrðingum sínum. Á miðvikudag virðist Wright hafa snúist hugur en þá birti hann blogg- færslu sem lýsir því hvernig athygli heimsins hefði brotið hann niður. Segist Wright ekki búa yfir þeim styrk sem að- stæðurnar kalla á. Í færslunni neitar hann því þó hvorki né stæðhæfir að hann sé Satoshi Nakamoto. ai@mbl.is Meintur stofnandi Bitcoin guggnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.