Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 16

Morgunblaðið - 06.05.2016, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífyrradag félldómur íHæstarétti í máli SPB hf. gegn Eignasafni Seðlabanka Ís- lands (ESÍ) og var þrotabúi bankans gert að taka til greina kröfu ESÍ að fjárhæð 166 ma.kr. Krafan er til komin vegna veðlánaviðskipta Seðlabankans við Spari- sjóðabankann, sem skipuð var skilanefnd í mars 2009 þegar sýnt þótti að honum yrði ekki bjargað frá þroti. Þegar lausafjárþrenging- ar fóru að gera vart við sig á fjármálamörkuðum á árinu 2007 jókst þörf banka hér heima og erlendis fyrir lausafjárfyrirgreiðslu. Það er einmitt eitt helsta hlut- verk seðlabanka í peninga- kerfinu að sjá til þess að skortur á lausu fé knýi banka ekki í þrot enda séu eignir þeirra nægar til að standa undir skuldbinding- um. Allt frá því þrengingar hófust og fram á þennan dag hafa seðlabankar óspart beitt lausafjárfyrirgreiðslu til að halda fjármálakerfi heimsins gangandi og sér ekki enn fyrir endann á þeim aðgerðum. Á Íslandi dugðu þær ekki til. Lausafjárþrengingar bankanna voru fyrst og fremst í erlendum gjaldeyri og ekki hlutverk Seðla- banka Íslands að veita slíka lausafjárfyrirgreiðslu. Auk þess höfðu þeir áritaða reikninga sem sýndu að þeir væru rekstrarhæfir og var það mat staðfest af FME og lánshæfisfyrirtækjum. Seðlabanka Íslands bar því að veita lausafjárfyrir- greiðslu svo lengi sem við- komandi fjármálastofnanir gátu lagt fram fullnægjandi tryggingar. Reglur um tryggingar voru í megin- atriðum byggðar á reglum Seðlabanka Evrópu (ECB) nema hvað lánshæfiskröfur til undirliggjandi trygginga voru strangari hjá Seðla- banka Íslands. Seðlabank- inn gerði því ríkari kröfur um gæði trygginga en ECB. Með dómi Hæstaréttar er staðfest að Seðlabankinn fór í öllu að reglum um veðlána- viðskipti og vék þar í engu frá. Allt tal um að bankinn hefði mátt vita betur og að um málamyndagerninga hafi verið að ræða gerir Hæstiréttur að engu og var dómur hans sam- hljóða dómi und- irréttar. Hæstiréttur þurfti aðeins tvo daga frá flutningi málsins til að komast að ofan- greindri niður- stöðu. Fimm hæstaréttardómarar stað- festu samhljóða þá niður- stöðu héraðsdóms Reykja- víkur að viðurkenna bæri kröfu ESÍ. Niðurstaðan er augljós þeim sem einhverja þekkingu hafa á hlutverki Seðlabanka við skilyrði lausafjárþrenginga og inn- sýn í fyrirgreiðslu af því tagi sem um ræðir. Af þessum sökum er vandséð hvers vegna slita- stjórnin hélt á málum eins og raun ber vitni, en um störf slitastjórna hafa kröfuhafar lítið að segja. Slitastjórnir eru skipaðar af héraðsdómi og sitja í skjóli hans og gjaldþrotalaga án þess að kröfuhafar banka, í þessu tilfelli Eignasafn Seðlabankans, geti ráðið nokkru þar um. Þrátt fyrir þetta hefur ESÍ árum saman freistað þess að greiða fyrir slitum félagsins og gert slitastjórn og kröfuhöfum SPB tilboð um málalyktir sem hefðu verið öðrum kröfuhöfum SPB en ESÍ mun hagfelld- ari en sú niðurstaða sem nú liggur fyrir samkvæmt dómi Hæstaréttar og greitt fyrir slitum búsins mörgum árum fyrr en ella. Ekki verður fullyrt um hvers vegna slík leið var ekki farin en hún hefði spar- að kostnað við slitastjórn upp á hundruð milljóna króna. Þeir peningar koma á endanum úr vasa almenn- ings í landinu enda er SPB nær alfarið í eigu Eigna- safns Seðlabanka Íslands. Kosturinn við að málið var rekið alla leið í réttar- kerfinu eins og gert var er þó sá að nú hefur fengist staðfesting, sem ekki verður deilt um, þess efnis að Seðlabankinn hafi í einu og öllu farið að reglum um veð- lánaviðskipti í aðdraganda bankahrunsins. Ýmsir hafa, án efa yfirleitt gegn betri vitund, haldið því fram að þarna hefði pottur verið brotinn. Þeir sem reynt hafa að nýta sér fall bankanna til að slá slíkar keilur í um- ræðunni sitja nú uppi með þennan dóm Hæstaréttar. Hæstiréttur stað- festir að veðlána- viðskipti Seðlabank- ans í aðdraganda bankahrunsins voru að fullu í samræmi við reglur} Ótvíræð niðurstaða M jög ánægjulegt er að sjá að sí- fellt fleiri gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að íslenzka krónan er ekki uppspretta efnahagslegra vandamála hér á landi heldur fyrst og fremst aðeins mæli- kvarði á þau. Líkt og hitamælir er ekki upp- spretta hitastigsins heldur einungis mæli- kvarði á stöðu mála. Ég hef áður fjallað um nýleg ummæli hagspekinga Samtaka atvinnu- lífsins og Viðskiptaráðs þess efnis að gjaldmið- illinn væri ekki vandamálið heldur hvernig haldið væri á efnahagsmálum þjóðarinnar. Væri staðið almennilega að þeim málum skipti ekki öllu máli hvað gjaldmiðillinn væri kall- aður. Við það bætast niðurstöður könnunar á meðal félagsmanna SA sem birtar voru í síð- asta mánuði þar sem mikill meirihluti, eða 2/3, sagðist telja að krónan yrði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Gylfi Zoëga, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, orðaði þetta með stöðu krónuna ágætlega í marz í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði að vel væri hægt að reka hér á landi öfluga peningamálastefnu með krónuna að vopni: „Allt þetta tal um að skipta um myntir til þess að fá ein- hvern ímyndaðan veruleika sem er einhvers staðar í öðru landi er held ég á misskilningi byggt og ekki gagnlegt. Ástæðan fyrir því að þetta fór illa 2008 var fyrst og fremst vegna umgjarðar peningastefnunnar. Það hvort það var Jón Sigurðsson eða Eiffelturninn á pen- ingaseðlunum var ekki aðalatriðið heldur um- gjörðin og hvernig ákvarðanir voru teknar og hvernig við brugðumst við áhættum. Það að stökkva á milli og taka upp kanadadollar einn daginn og evruna hinn daginn; allt þetta tal er svo gagnslaust,“ sagði Gylfi í þeim efnum. Þetta er mjög í anda þess sem dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur margoft bent á. Það er að vandamálið væri ekki krónan heldur stofnanaumgjörð hagkerfisins. Hluti þeirrar umgjörðar er til að mynda verðtrygg- ingin sem var komið á á sínum tíma til þess að bregðast við tímabundnu vandamáli eins og svo margt annað sem síðan hefur gengið erf- iðlega að afnema. Eins og nóbelsverðlaunahaf- inn í hagfræði, Milton heitinn Friedman, sagði eitt sinn er ekkert eins varanlegt og tíma- bundnar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Ólafur hefur sýnt fram á að hvorki verðbólga né háir vextir séu afleiðingar krónunnar og þar af leiðandi ekki heldur viðbrögðin við þessu tvennu á sínum tíma, verð- tryggingin. Þvert á innantómar og órökstuddar fullyrð- ingar um annað í gegnum tíðina. Hagspekingar SA og Viðskiptaráðs bentu einmitt á það fyrir jól að með því að kenna krónunni um efnahagslegar ófarir væri verið að beina sjónum frá hinu raunverulega vandamáli í gegnum tíðina sem væri slök efnahagsstjórn. Ríkisstjórnin hefur einmitt sýnt fram á það á kjörtímabilinu að krónan er ekki fyrirstaða góðrar hagstjórnar. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Með krónuna að vopni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kristján L. Möller og 12aðrir þingmenn úr öllumflokkum hafa lagt fram áAlþingi tillögu til þings- ályktunar um jarðgöng milli Siglu- fjarðar og Fljóta. Tillagan hljóðar svona: „Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frum- hönnun á jarð- göngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Ráðherra skili Alþingi skýrslu með niðurstöðum rannsókna fyrir árslok 2018.“ Flutningsmenn reikna með að ráðherra muni fela Vegagerðinni að framkvæma þessa vinnu. Fram kemur í greinargerð með til- lögunni að með stóraukinni umferð um Siglufjörð með tilkomu Héðins- fjarðarganga og sífelldu jarðsigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga og mjög tíðum aur- og snjóflóðum á ströndinni út frá Siglufirði að Strákagöngum sé fullljóst að fram- tíðarvegtenging frá Siglufirði í vest- urátt verði best tryggð með gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Fljóta. Tveir möguleikar gefnir Gefnir eru tveir möguleikar. Ann- ars vegar 4,7 kílómetra löng jarð- göng frá Hólsdal í Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum og gerð u.þ.b. fimm kílómetra langs vegar til að tengjast núverandi vegakerfi. Og hins vegar 6,1 kílómetra löng göng frá Skarðsdal yfir að Hrauni í Fljót- um. Með hvorri leið mundi vegurinn frá Ketilási í Fljótum til Siglufjarðar styttast um rúmlega helming, eða um 15 kílómetra. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns L. Möller má reikna með að kostnaður við jarðgöng í dag sé í kringum 1,5 milljarðar á hvern kíló- metra. Má því gróflega áætla að kostnaður við styttri göngin yrði um 7,5 milljarðar og kostnaður við lengri göngin rúmlega 9 milljarðar. Núver- andi Siglufjarðarvegur frá Ketilási að bæjarmörkum Siglufjarðar er um 25 km langur og liggur um svokall- aða Almenninga. „Vegurinn var lagður í tengslum við opnun Stráka- ganga árið 1967 og er barn síns tíma, hlykkjóttur og bugðóttur, en það versta er að hann liggur um 7 km langt jarðsigssvæði sem er á hreyf- ingu á löngum köflum og hefur verið í mörg ár með tilheyrandi vandræð- um og kostnaði, að ekki sé talað um hversu hættulegur vegurinn er og víða mjög hátt yfir sjó. Þessi vega- kafli er jafnframt mesti farartálminn á leiðinni til og frá Siglufirði og mjög oft ófær vegna snjóa,“ segja flutn- ingsmenn í greinargerðinni. Þeir benda á að með tilkomu Héðinsfjarðarganga, sem opnuð voru í október 2010, hafi umferð til og frá Siglufirði og Ólafsfirði stór- aukist. Umferð um göngin hafi slegið öll met og sé langt umfram umferð- arspá sem gerð var á undir- búningstímanum. Þær geysimiklu breytingar sem hafi orðið á svæðinu frá opnun ganganna séu besta vís- bendingin um mikilvægi þeirra. Sveitarfélögin Siglufjörður og Ólafs- fjörður voru sameinuð í sveitarfélag- ið Fjallabyggð í júní 2006 og hefur ýmiss konar samrekstur og hagræð- ing orðið í framhaldi af sameining- unni. „Héðinsfjarðargöng eru eitt besta dæmið um verulega jákvæð áhrif af framkvæmdum hins opin- bera til að efla innviði veikra svæða og stuðla þar með að viðsnúningi og eflingu þeirra,“ segir í greinargerð- inni. Er það mat flutningsmanna að ný Siglufjarðargöng muni styrkja og efla mjög byggð í Fljótum. Jarðgöng milli Siglu- fjarðar og Fljóta Siglufjarðargöng Skarðsve gur 1946 Miklavatn Hraun Ketilás SI GL UF JÖ RÐ UR HÉ ÐI NS FJ ÖR ÐU R ÓL AF SF J. Strákagöng 1967 Héðinsfjarðargöng 2010 Hó ls da lu r 2,6 km 0,3 km 0,3 km 6,1 km 4,7 km 2,3 kmNa ut ad alu r Kristján L. Möller Fyrir mörgum árum útbjó Krist- ján L. Möller alþingismaður þetta skilti í tölvunni sinni, „þegar ég var að læra á fótó- sjoppið“. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að raunhæft væri að hefja framkvæmdir við göng milli Siglufjarðar og Fljóta eftir um 10 ár. Ef það gengur eftir ætti ártal að koma á skiltið á þriðja áratug þess- arar aldar. Komið hefur fram í fréttum að Dýrafjarðargöng séu næst á dagskrá. Þau eiga að fara í út- boð í haust og framkvæmdir að hefjast seinni hluta árs 2017. „Ég er bjartsýnn á að til- lagan nái fram að ganga enda hef ég fundið fyrir miklum stuðningi við hana,“ segir Kristján L. Möller. Raunhæft eftir 10 ár HVENÆR KEMUR ÁRTAL?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.