Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Tignarleg eldborg Þessi tilkomumikla eldborg er í hraununum inn af Lyngdalsheiðarvegi milli Þingvalla og Laugarvatns. Í fjallahringnum hér að baki eru Hrafnabjörg lengst til vinstri, þá Þór- isjökull, þá Skjaldbreiður og hægra megin eru Skefilfjöll og fremst loks Kálfstindar. Á sléttunni beint að baki gígnum er Þjófahnjúkur. Náttúra Íslands er einstök á að líta, einnig úr lofti. RAX Það er kunnara en frá þurfi að segja að hinn fullkomni maður giftist aðeins hugsjón sinni. Hjónaband konu og karls er aukaatriði og skiptir ekki máli. Hefði hjónaband verið leiðin til að hefja mannkynið upp frá syndum þess myndi Jesús Kristur hafa end- urleyst heiminn með því að gifta sig og setja upp trésmíða- verksmiðju í Jórsölum með spjald yf- ir dyrunum. Íslendingar eru ekki miklir hug- sjónamenn, því ganga flestir í hjóna- band að hefðbundnum hætti, hug- sjónalaust, en ganga svo af göflum þess á milli þegar talið er að mikil tíð- indi hafi orðið. Nú eru þau mest tíðindi hér um slóðir að fregnir hafa borist af því að til eru Íslendingar sem eiga eignir í Útlandi. Mjög er það misjafnt hvort um er að ræða fjáreignir eða fast- eignir. Það er heldur talinn ókostur ef um fjáreign er að ræða. Hinn venjulegi Íslendingur er að eðlisfari hoddfjandi, þ.e. eyðslusamur á gang- silfur, en skuld hans er talin dyggð. Skuldir eru niðurgreiddar en fjár- eignir og fasteignir eru skattlagðar. Nú eru aðstæður þannig að mannfélagið getur aðeins gert tvennt fyrir mikla spekinga, annað hvort gert þá að lögbrjótum eða sjálfsmorðingjum. Frjálst flæði Það er vissulega rétt að móðir Garðars Hólm taldi að ógæfa Garðars hafi hafist þegar hann lagðist í ferðalög. Það vill til að með samningum um evrópskt efna- hagssvæði er íslenskum þegnum sem eiga heimilisfesti á Íslandi frjálst að eiga eignir í Útlandi. Það er ein af grundvallarstoðum samningsins, að sett er skilyrði um frjálst flæði fjár- magns, hvort heldur til að fjárfesta í fasteignum eða fjáreignum. Það eru einnig gerðir milliríkjasamningar um tvísköttun. Markmið tvísköttunar- samninga er að tryggja að þegnar þeirra ríkja sem aðild eiga að slíkum samningum greiði aðeins tekjur einu sinni af tekjum sínum. Megin sjónar- mið allrar skattlagningar er að skatt- ur skal greiðast þar sem tekjur verða til. Það er því heimilt að flytja fjár- eignir til annarra landa og hafa þar af eignum sínum tekjur og greiða skatta þar. Ef um skattaskjól er að ræða koma svokallaðar CFC-reglur til. Verður þá skattskyldan í heima- landi þess er í hlut á. Öðru máli gegnir um auðlegðar- skatt. Sá skattur var lagður á tíma- bundið og réttlættur af Hæstarétti, „Sökum þess að löggjafanum hefur verið játað verulegu svigrúmi til að ákveða þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu og teknu tilliti til þess að auðlegðarskattur er tíma- bundinn“ þá fellur auðlegðarskattur til greiðslu þar sem skattþegn býr. Nú er það áhyggjuefni úr sögunni eftir að gildistími laga um auðlegð- arskatt rann sitt skeið, þökk sé Stein- grími J. Sigfússyni, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Það er þekkt að fjölmargir Íslend- ingar eiga fasteignir um allar álfur. Það þykja ekki tíðindi að eiga íbúð í Frakklandi eða sumarhús á Spáni eða í Flórída. Það eru margir sem nokkurs mega sín sem halda slíkar eignir enda er slíkt jafngilt því að eiga sumarhús í Grafningi eða íbúð á Akureyri. Hverjar eru sakargiftir? Fyrir ekki svo mögum árum var sýnt leikrit í Þjóðleikhúsinu. Þar voru bornar ýmsar og misalvarlegar sakir á sakborning. Eftir að sakir voru lesnar, var sakborningi boðið að játa hvort hann væri sekur eða mjög sekur. Í þeim málum sem upp hafa komið að undanförnu er þeim „sem nefndir eru í Panamaskjölum“ boðið að játa hvort þeir eru sekir eða mjög sekir. Ekki er gerður munur á póli- tískum sakargiftum eða sakargiftum vegna brota á hegningarlögum, skattalögum eða lögum um gjaldeyr- ismál. Pólitískar sakargiftir eru reist- ar á siðferðilegum grunni þar sem forsendur eru alls ekki ljósar. Þá virðist sem lesa eigi kröfur um hags- munaskráningu alþingismanna sem kröfur um listun á eignum og tekjum, án tillits til þess hvort eignir eða tekjur geti valdið hagsmuna- árekstrum í störfum þingmannsins. Vandamálið er hvenær eignir og til- vist þeirra valda hagsmuna- árekstrum. Oftast er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra ef upp- lýst er um hagsmuni. Stærsta álitamál um óhæði og hagsmunaárekstra einstaklings eru skuldir þess er í hlut á, ekki eignir hans. Slíku aukaatriði er með öllu sleppt í hagsmunaskráningu, þó ljóst sé að sá þingmaður sem er skuldum vafinn eins og skrattinn skömmunum er veikari fyrir en sá er á eina til tvær fasteignir sem hann hefur leigu- tekjur af. Svona staðreyndir afsanna allar nýbylgjusiðferðiskenningar. Hamingja siðbótarmanna er tilvist djöfulsins. Án hans eru ekki til sið- ferðiskenningar helgra manna og kvenna. Sjálfstæðar manneskjur þurfa ekki kristindóm. Er nú ekki rétt að horfa á mál sentralt? Hver eru aðalatriði máls og hvað skiptir ekki máli? Nauðsyn erlendra eigna Það er hverjum frjálsum manni nauðsynlegt að eiga laust fé. Það kallaði einn vinur minn, „Að eiga kontanta“. Íslensk króna getur vart talist „kontant“. Hún er brúkleg til viðskipta í Heimalandi. Króna er ávísun á eign innanlands. Það er eng- inn í útlöndum sem hefur áhuga á slíkri ávísun. Á móti eru „valútur“ frá Útlandi gjaldgengar í viðskiptum í Heimalandi. Það verður að gera það aðlaðandi, ekki aflaðandi, að eiga heimavalútu og kontanta í Heima- landi. Annars þarf hinn fullkomni frjálsi maður að eiga erlenda „va- lútu“. Þá er maður engum háður á Skerinu. Í því sambandi segi ég: „Á meðan ég sælist ekki eftir annarra manna gróða, þá kæri ég mig ekki um að bera annarra manna töp.“ Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það verður að gera það aðlaðandi, ekki aflaðandi, að eiga heimavalútu og kont- anta í Heimalandi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Hvenær er Útland Afland?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.