Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 FERÐASUMAR 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikud. 23.maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 27. maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Ferðasumarið 2016. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögumum landið og séðhvað er umað vera á því svæði semverið er að ferðast um í. Oftar en einu sinni hefur sá sem þetta ritar vakið athygli á því hversu mikið fé myndi sparast við það að fækka þing- mönnum um um það bil tuttugu og sendi- ráðum um svipaðan fjölda. Sem betur fer eru fleiri en ég sama sinnis eins og t.d. Björn Óli Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem gat þess í einum pistli sínum að stjórnmálaflokkar ættu að fækka fulltrúum sínum á Al- þingi án þess þó að nefna nokkra sérstaka tölu. Hins vegar varðandi fækkun sendiráða, þá veit ég að Styrmir Gunnarsson, fyrrv. rit- stjóri Morgunblaðsins telur að sendiráð okkar séu alltof mörg miðað við höfðatölu og ekki síst í ljósi þess að tæknilega séð séu samskipti þjóða milli núorðið miklu fullkomnari og auðveldari en hér áður fyrr, þökk sé tölvupóstsend- ingum og reyndar líka snjallsím- um. Það orkar ekki tvímælis að utan- ríkisþjónustan okkar er alltof kostnaðarsöm. Hvað höfum við til að mynda með níu sendiherra sem eru búsettir hérlendis að gera? Og hafa hvorki meira en minna en 750.000 í mánaðarlaun samkvæmt upplýsingum frá kjararáði. Ég gæti nafngreint þá alla en læt mér aðeins nægja að nefna Júlíus Haf- stein og Elínu Flygering. Væri ekki rakið að byrja fækkun sendi- ráða með því að láta þessar níu „heimasætur“ í utanríkisráðuneyt- inu fjúka? Liggur ekki í augum uppi að upphafleg ráðning þeirra hafi á sér ótvíræðan bitlingabrag? Sjálfur utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, mætti líta sér nær og fækka ferðum sín- um til útlanda sem í flestum til- fellum eru óþarfar og bera sjaldn- ast nokkurn árangur. Ekki ber á öðru en hann líti býsna stórt á sjálfan sig og blóðlangi til að vera einn af stóru köllunum, þegar sú augljósa staðreynd blasir við hverjum hugsandi Íslendingi að hann er barasta lítill kall frá fá- mennri eyju lengst norður í Atl- antshafi. Eftir að hafa losað okkur við „heimasæturnar“ þá væri næsta skref að leggja niður 11-12 sendi- ráð eftir ítarlega könnun. Nú væri ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að Bjarna Bene- diktssyni, fjármálaráðherra og einkum og sér í lagi að viðhorfum hans til aldraða og ör- yrkja sem hann vill greinilega halda í sömu fátækragildru og vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússon- ar. Það er segin saga að ríkisstjórnir þessa lands okkar hafa tamið sér þann ljóta ósið að gefa okkur stór loforð fyrir kosningar, sem aldrei nokkru sinni stendur til að halda. Fyrir alllöngu síðan lét maður nokkur í ljós þá skoðun að hæstu laun opinberra starfsmanna ættu að vera þrefalt hærri en þau lægstu. Ég dreg mjög í efa að þessi æðsti embættismaður fjár- mála landsins myndi nokkurn tím- ann samsinna þessu. Bjarni Bene- diktsson er í sannleika sagt „lítill jafnaðarmaður“ eins og sagt er í fornsögum okkar og auk þess sér- lega fátækur í anda. Förum nú út í aðra sálma. Það er óhætt að fullyrða að grisjun al- þingismanna yrði þrautin þyngri. Er ekki Alþingi okkar best lýst sem þrælþéttum frumskógi. Kæmi ekki sterklega til greina að sam- eina nokkur kjördæmi landsins og ennfremur að fjarlægja alla ráð- herrastólana úr þingsalnum. Eru ekki allir ráðherrarnir best geymdir á sínum rétta vinnustað og þá væri áreiðanlega ekki þörf fyrir alla þessa aðstoðarmenn né sendiráð í ríkjum sem við höfum sáralítil viðskipti við. Þeim mætti fækka álíka mikið og „heimasæt- unum“ ef ekki meira. En hvaða þingmanni væri treystandi til að hrinda þessum djörfu og róttæku hugmyndum í framkvæmd. Að mínu viti er það enginn annar en Vilhjálmur Bjarnason. Það er ekki ofmælt að hann sé óvenju miklum gáfum gæddur auk þess er hann í einu orði sagt heill hafsjór af fróðleik. En stóra spurningin er hvort hann er tilbúin að styðja þessar tímamóta hug- myndir mínar. Ef ekki, þá er öll þjóðin í vondum málum sem verða ekki leyst nema með samskonar byltingu og Frakkar gerðu á sín- um tíma á svo eftirminnilegan og sögufrægan hátt. Hugsið ykkur kæru lesendur, ef þessar stórtæku fækkanir þing- manna og sendiráða næðu fram að ganga hvað mætti gera við allt það fé sem myndi sparast við það. Það mætti reisa nýjan Landspítala í Fossvogi eða á Vífilsstöðum eins og Sigurður Oddson verkfræð- ingur hefur margoft bent á með góðum og gildum rökum. Það tæki áreiðanlega sinn tíma en í millitíð- inni væri bráðnauðsynlegt að verja einhverjum peningum í viðhald á gamla spítalanum við Hringbraut. Að lokum eitt atriði í viðbót. Þjóð- veginn kringum allt landið þarf að endurbæta og það með varanlegu slitlagi. p.s. Skeleggi pistlahöfundurinn, Stefanía Jónasdóttir, sem býr á Sauðárkróki telur að okkar örlitla þjóðfélag ætti að láta sér nægja að hafa aðeins 33 þingmenn og hefur hún þar lög að mæla. p.s.s Grein þessi var skrifuð fyr- ir nýlegar breytingar á ríkisstjórn- inni. Enn nokkur orð um fækkun þingmanna og sendiráða Eftir Halldór Þorsteinsson Halldór Þorsteinsson »Hvað höfum við til að mynda með níu sendiherra sem eru bú- settir hérlendis að gera? Höfundur er fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Ásmundarsalur í Reykjavík, sem byggður var 1933– 34, er annað af tveimur húsum sem reist voru sér- staklega fyrir ís- lenska myndlist- armenn á fyrri hluta tuttugustu aldar; hitt er Safn Einars Jóns- sonar frá 1923. Bæði húsin eru einstök að því leyti að þau eiga sér óslitna sögu tengda íslenskum sjónlistum allar götur síðan, auk þess eru þau bæði merkileg framlög til ís- lenskrar byggingarlistar. Safn Einars er höfundarverk þeirra nafna Einars Erlendssonar og myndhöggvarans, en Ásmundur Sveinsson fékk einn helsta full- trúa „fúnkís“-stílsins í bygging- arlist, Sigurð Guðmundsson, til að teikna fyrir sig heimili og vinnu- stofu við Freyjugötu, þétt upp við aðsetur starfsbróður síns. Bygg- ing Sigurðar er sérstaklega gott sýnishorn af stíl hans og kallast á við önnur mannvirki sem hann teiknaði á þessum árum til dæmis húsið sem Vinnuveitendasam- bandið átti lengi vel við Garða- stræti svo og Gamla Garð við Hringbraut. Á holti í kverkinni milli aðsetursstaða þessara tveggja mjög svo ólíku myndhöggv- ara, þar sem nú er barnaheimili, var vettvangur einhverra róttækustu breytinga sem orðið hafa á ís- lenskri myndlist síð- astliðna hálfa öld, þegar settar voru upp útisýningarnar á ár- unum 1966–72, en þær voru beinn und- anfari SÚM-sýning- anna á Vatnsstíg. Í rauninni er varla hægt að fjalla um atburðarásina í íslenskri myndlist og hönnun frá sjötta áratugnum og til nútíðar án þess að Ásmundarsalur komi þar ein- hvers staðar við sögu. Eftir að Ásmundur flutti í kúluhús sitt í Laugardal varð vinnustofu hans breytt í myndlistarskóla. Sá skóli varð síðan eins konar útungunar- stöð fyrir nýja kynslóð myndlist- armanna undir handleiðslu eld- huga á borð við Baldur Óskars- son, Ragnar Kjartansson, Þorvald Skúlason og Jón Gunnar Árnason. Þar kynntust margir nemendur fyrsta sinni nýjum straumum í málara- og höggmyndalist. En fleiri en myndlistarmenn komu við sögu Ásmundarsalar. Prentlistin átti þar einnig full- trúa, því stofnendur Prentsmiðj- unnar Odda fengu afdrep hjá Ás- mundi á fyrsta starfsári hennar, 1943–44. Á áttunda áratugnum, þegar forsendur fyrir rekstri listaskóla höfðu breyst, var sal- urinn seldur Arkitektafélagi Ís- lands og lífeyrissjóði þess árið 1978. Þar hafði arkitektafélagið skrifstofur sínar, ásamt með fé- lagi húsgagna- og innanhúss- arkitekta og félagi landslags- arkitekta, allt til 1995, þegar húsnæðisþarfir þessara félaga gjörbreyttust. Frá þeim tíma hefur Ásmund- arsalur verið í eigu Alþýðu- sambands Íslands. Haldnar hafa verið reglulegar sýningar á lista- verkaeign sambandsins, sem er að stofni títtnefnd málverkagjöf Ragnars í Smára. Auk þess hafa verið haldnar í salnum nokkrar markverðustu myndlistarsýningar síðari ára. Hann er sömuleiðis einstaklega vel staðsettur í borg- arlandslaginu. Sýningarsalir í húsinu eru bjartir og þénugir flestri myndlist og þessir salir eru þeir einu á höfuðborgarsvæð- inu sem listamenn eiga kost á að sækja um og nota á eigin for- sendum. Í ljósi langrar sögu og þeirra menningarlegu skuldbindinga sem Alþýðusambandið tókst á hendur er það þáði gjöf Ragnars í Smára forðum daga er furðulegt tillits- leysi, ef ekki bíræfni, af svoköll- uðu rekstrarfélagi ASÍ að ætla sér að selja Ásmundarsal svo að segja í skjóli nætur og skilyrð- islaust – og án nokkurs samráðs við þá aðila sem mest eiga undir tilvist salarins, að ógleymdum þeim sem komið hafa að fjár- mögnun hans, sum sé ríki og bæ. Það væri menningarslys ef Ás- mundarsal yrði breytt í vist- arverur „fjársterkra“ eða gisti- stað. Sporin hræða. Eftir Aðalstein Ingólfsson Aðalsteinn Ingólfsson » Það væri menning- arslys ef Ásmund- arsal yrði breytt í vist- arverur „fjársterkra“ eða gististað. Höfundur er listfræðingur. Bregðumst ekki Ásmundi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.