Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
RÓSA PÁLMADÓTTIR
frá Hraunum í Fljótum,
lést á heimili sínu á Akureyri þann 25. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 9. maí kl. 13.30.
.
Björk Pétursdóttir Gylfi Traustason
Elísabet Pétursdóttir Sigurður Björgúlfsson
Viðar Pétursson Anna Kristinsdóttir
Pétur Sigurvin Georgsson Jónína Halldórsdóttir
Berglind R. Magnúsdóttir Ásgrímur Angantýsson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNAS ÓLAFSSON,
Þingeyri,
sem andaðist 27. apríl, verður jarðsunginn
laugardaginn 7. maí nk. klukkan 14 frá
Þingeyrarkirkju.
.
Nanna Magnúsdóttir,
Magnús Jónasson,
Angantýr Valur Jónasson, Edda H. Ársælsdóttir,
Ingunn Elín Jónasdóttir, Vilhelm Benediktsson,
Kristinn Jónasson, Helga V. Guðjónsdóttir,
Steinar Ríkarður Jónasson, Nanna B. Bárðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS ERLA GUNNARSDÓTTIR
KAABER,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund 30. apríl
2016. Útför hennar fer fram frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 6. maí
klukkan 15.
.
Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir,
Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson,
Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR ÁRNI THORARENSEN,
kaupmaður á Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 7. maí kl. 14.
.
Ólafur Thorarensen
Ragnar Thorarensen Sigríður Axelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SNÆBJÖRN AÐALSTEINSSON,
fyrrverandi lögreglumaður,
Barðastöðum 7, Reykjavík,
lést að morgni 29. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 11. maí klukkan 15.
.
Kristín Lárusdóttir,
Steinunn Snæbjörnsdóttir, Magnús Þórarinsson,
Aðalsteinn Snæbjörnsson, Elsa S. Bergmundsdóttir,
Lára G. Snæbjörnsdóttir, Magnús Þ. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
SIGRÍÐAR S. SÍMONARDÓTTUR
frá Ártúnum.
.
Birna Kristín Lárusdóttir Sturlaugur Eyjólfsson
Eyjólfur Sturlaugsson Guðbjörg Hólm Þorkelsd.
Sigríður Sturlaugsdóttir
Solveig Sturlaugsdóttir Henrik Aanæs
Helga Helena Sturlaugsd. Eiríkur R. Eiríksson
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN GUNNAR TÓMASSON,
lést á hjartadeild Landspítalans
laugardaginn 23. apríl síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 10. maí klukkan 13.
.
Helga Matthildur Jónsdóttir, Rafn Rafnsson,
Tómas Jónsson, Áslaug Briem,
Sigríður María Jónsdóttir, Björn Bjartmarz
og barnabörn.
✝ Jóhann Krist-insson fæddist
á bænum Nýhöfn á
Melrakkasléttu í
Norður-Þingeyj-
arsýslu 30. mars
1929 . Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 26.
apríl 2016.
Foreldrar Jó-
hanns voru hjónin
Sesselja Benedikts-
dóttir frá Akurseli í Öxarfirði
og Kristinn Kristjánsson frá
Leirhöfn. Systkini: Kristján, f.
1919, d. 1995, Helga Sigríður, f.
1921, d. 2007, Benedikt, f. 1923,
d. 1943, Steinar, f. 1925, d. 1997,
Guðmundur, f. 1931, d. 2003.
Þann 1. október 1960 kvænt-
ist Jóhann Ingibjörgu Þorsteins-
dóttur frá Blikalóni. Börn
þeirra eru: 1) Eiríkur, f. 2. júní
1960. Maki Sigríður Helga Ol-
geirsdóttir. Þeirra börn: Fann-
ey Margrét, f. 6. nóvember
1994, sambýlismaður Egill Mor-
an Rubner Friðriksson. Sóley
Sara, f. 9. júlí 1996. Sonur Sig-
ríðar Helgu er Helgi Þór Harð-
arson, f. 13. maí 1979. Hans
börn eru Hreggviður Dýri,
Hekla Dýrleif. Sambýliskona
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir.
2) Margrét, f. 18. ágúst 1963.
Maki Pálmi Jóns-
son. Þeirra börn: a)
Ingibjörg, f. 6. nóv-
ember 1990. Sam-
býlismaður Magnús
Stefánsson. b) Jón
Helgi, f. 10. júlí
1998. Börn Pálma:
i) Bjarni Víðir, f.
29. apríl 1981.
Hans börn eru
Helga Lilja, Karen
Margrét, Pálmi
Víðir, Freyr Henry. ii) Inga Dís,
f. 12. september 1984. Sambýlis-
maður Guðmundur Steinn Sig-
urðsson. Þeirra sonur er Bjarki
Hrafn.
Jóhann nam vélsmíði við
Landsmiðjuna í Reykjavík og
Iðnskólann í Reykjavík og varð
meistari í iðn sinni. Nær allan
sinn starfsaldur gegndi hann
starfi verkstæðisformanns á
viðhalds- og viðgerðar-
verkstæði Síldarverksmiðju
Ríkisins á Raufarhöfn og síðar
SR-mjöl.
Jóhann og Ingibjörg bjuggu
lengst af á Raufarhöfn. Við
starfslok Jóhanns árið 1999
fluttu þau hjón til Hafnarfjarð-
ar, þar sem þau hafa búið síðan.
Útför Jóhanns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
maí 2016, klukkan 13.
Þrátt fyrir að kveðjan hafi ekki
verið kærkomin, elsku afi, er það
samt sem áður þakklæti sem er
mér efst í huga.
Ég er þakklát fyrir stundirnar
okkar þegar ég var yngri þegar
spaðarnir voru sprengdir úti á
hlaði og fyrir stundirnar í seinni
tíð þegar spilin voru lögð til hlið-
ar og við tóku sögur af liðinni tíð.
Ég er þakklát fyrir að hafa verið
umkringd hlýju þinni sem
streymdi jafnt til mín sem alls
þíns fólks og er ég viss um að sú
hlýja mun fylgja mér ævilangt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst sambandi þínu og ömmu,
en bæði ást ykkar og umhyggja
var áþreifanleg og til eftir-
breytni.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Þegar við sitjum og hugsum
um afa okkar við skrif á þessari
minningargrein kemur upp í hug-
ann minning sem okkur báðum
finnst vera ein af fyrstu minning-
um okkar af afa. Það var þegar
hann kenndi okkur að telja putt-
ana á gamla mátann sem hljóm-
aði einhvern veginn svona: „þum-
altott, sleikipott, langimann,
gúllíbrann og litli putti spila-
mann“. Þegar afi kvað upp síð-
asta puttann skellti hann ævin-
lega upp úr með sínu fallega brosi
og hlátri sem er svo ferskur í
minni okkar.
Afi fór ekki leynt með tilfinn-
ingar sínar og smituðu þær mikið
út frá sér. Ef afi var glaður var
eins og það lifnaði yfir öllum sem
í kringum hann voru. Það var
alltaf stutt í húmorinn og eigum
við margar minningar af honum
segja ýmsar sögur þar sem allir
lágu í hláturskasti. Afi gat þó
stundum verið með harða skel þó
svo að innihaldið væri dúnmjúkt
og minnumst við þess að ef afi
sagði okkur til syndanna í æsku
þá var öruggt að maður átti eftir
að skammast sín. Á sama tíma
voru samt fáir sem sýndu okkur
jafn hreina væntumþykju og kall-
aði hann okkur ævinlega „rósina“
eða „lóuna“ sína. Móttökurnar
sem við fengum frá honum voru
alltaf svo hlýjar og fundum við
alltaf hvað honum þótti vænt um
fólkið sitt. Afi var mjög gjafmild-
ur maður en gat verið blóðnískur
á sama tíma. Þegar það kom að
því að eyða í aðra var hvergi til
sparað en þegar það snéri að hon-
um sjálfum sætti hann sig við það
„billegasta“. Sem dæmi má nefna
skó á slikk úr Kolaportinu sem
kom svo seinna í ljós að voru í sitt
hvorri stærðinni.
Nú er elsku afi okkar farinn
frá okkur og minnumst við hans
með miklum söknuði en á sama
tíma þakklæti fyrir að hafa átt
svona yndislegan mann í okkar
lífi sem okkur þótti svo óskaplega
vænt um.
Fanney Margrét og
Sóley Sara Eiríksdætur.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast kærs vinar og mágs, Jó-
hanns, sem var frá Nýhöfn á Mel-
rakkasléttu.
Fyrstu minningarnar eru frá
því hann var að taka saman við
Ingibjörgu systur mína. Hann
var alltaf óskaplega góður við
mig, þegar þau fóru að búa á
Raufarhöfn dvaldi ég oft dögum
samann hjá þeim.
Hann hafði frekar gaman af
veiðiskap og fór gjarnan vestur í
Blikalón og lagði net fyrir sjó-
bleikjuna.
Hann var ákafamaður ef eitt-
hvað átti að gera og þurfti helst
að klára það á stundinni; eitt sinn
vorum við að taka upp kartöflur
og máttum við ekki fá okkur
kaffisopa fyrr en verkinu væri
lokið.
Þegar hann varð sjötugur
fluttu þau hjón til Hafnarfjarðar.
Þá breyttist lífið mikið; í stað
þess að vera alltaf á verkstæðinu
fór hann að elda matinn og þvo
gólfin þar sem Inga systir var að
vinna utan heimilis.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir hér fyrir sunnan,
margar góðar jólaferðir austur í
Hruna og margar styttri ferðir.
Eins áttum við margar skemmti-
legar samverustundir í Skaga-
firði er þau Inga heimsóttu mig
og mína heim að Hólum er við
bjuggum þar, margar bílferðirn-
ar fórum við um Skagafjörð frá
Fljótum og inn í Austurdal og út
á Skaga.
En árin líða og þá fer þrekið
minnkandi og seinni árin sat
hann oft við prjóna. Eitt sinn gaf
ég honum bandhespur í jólagjöf
og fékk í staðinn þessa fínu
sokka, hann var iðinn við prjón-
ana og flinkur með þá eins og
annað handverk.
Heilsuhraustur var hann
mestallt sitt líf, það var ekki fyrr
en síðustu mánuðina sem hann
fór að gefa sig að ráði. Ekki var
hann hrifinn af súrefniskútnum
sem hann varð að hafa með sér
hvert sem hann fór.
Ég sakna hans og þeirra
mörgu góðu stunda sem við átt-
um við leik og störf.
Voru þau hjón mér og fjöl-
skyldu minni mjög góð og mun ég
sakna þeirra samverustunda er
við áttum saman en svona er lífið.
Blessuð sé minning Jóhanns
Kristinssonar.
Sigríður Þorsteinsdóttir.
Jói frændi er látinn, síðastur
Nýhafnarsystkinanna. Benedikt
bróðir hans lést ungur, Kristján
byggði Sandvík, Steinar Reistar-
nes, Guðmundur Nýhöfn II og
eina systirin, Helga móðir mín,
Miðtún – öll býlin í Nýhafnar-
landi. Jói ætlaði að búa í Nýhöfn
– ekki þó sem bóndi því rollukall
var hann ekki; þekkti aldrei kind
– ekki sína eigin heldur. Jói var
hins vegar vélakall og orðlagður
snillingur á því sviði. Þá iðn lærði
hann í Landsmiðjunni – kom
heim og byggði verkstæði; ætlaði
í vörubíla- og jarðýtuútgerð –
enda nóg að gera á Sléttu í þá
daga. Þetta breyttist allt.
Miðtún var tæplega fokhelt
þegar Jói kom til systur sinnar og
hreiðraði um sig í „Jóaherbergi“
eins og það hét í mörg ár. Milli
þeirra var strengur sem aldrei
svo mikið sem tognaði og seinna
kallaði hann hana mömmu: „Það
kom bara eftir að mamma dó,“
sagði hann. Jói hafði gaman af
strákunum hennar, orðlögðum
ærslabelgjum sem fullorðnuðust
og eignuðust heimili. Jói var
sjálfsagður í öll ættartilstönd og
lét óspart í ljós væntumþykju
sína til fjölskyldna okkar. Jói og
hans fjölskylda komu síðar oft í
Miðtún – skrafað og hlegið.
Og auðvitað vissi mamma fyrst
allra þegar Jói var að ná í Ingu
því það var hún sem gerði við
hnén á sparibuxum Jóa eftir að
hann datt á leið sinni í myrkrinu á
stefnumót heim að Blikalóni. Um
samdragelsi Ingu og Jóa töluðu
amma og mamma laumulega á
leið í berjamó og eyru mín stóðu
þvert út frá hausnum, enda
spennandi mál. Já – og Jói náði í
Ingu, elskuna sína alla tíð. Þau
hófu búskap á Raufarhöfn. Þar
var allt að gerast; síldarævintýrið
á fullu og vélar Síldarverksmiðj-
unnar þrautpíndar. Þær biluðu
og þá þurfti mann sem gat allt og
auðvitað kallað í Jóa. Hann hætti
að hugleiða jarðýtubisness en
gerðist verkstæðisformaður Síld-
arverksmiðjanna og stóð vaktina
í 40 ár. Starfinu fylgdi að sinna
vélaviðgerðum skipanna og voru
engar pásur þegar skipt var um
legur eða soðið rör í þröngu kjal-
soginu.
Jóa vantaði ekki svartsýnina ef
því var að skipta – miklaði stund-
um hlutina óþarflega mikið fyrir
sér, taldi allt ómögulegt – en
þetta var tómt bull, hann sá svo
sannarlega spaugilegu hliðar lífs-
ins. Þegar komið var með biluð
stykki fullyrti Jói oft að þau væru
ónýt en það brást aldrei að næsta
morgun voru þau tilbúin, betri en
ný úr höndum Jóa. Hann átti ekki
langt að sækja það – sonur Krist-
ins í Nýhöfn, þjóðþekkts völund-
ar á járn og vélar. Jói hafði þá
skemmtilegu kímnigáfu að gera
grín að sjálfum sér og þá með
kjarnyrtum lýsingarorðum. „Æi
– Ninni minn, þú veist hvað ég
meina.“ Og ég vissi hvað hann
meinti og grét af hlátri. Þekkti
þetta ágætlega því systir hans,
hún mamma mín, þurfti iðulega
að „hella úr gleraugunum“ þegar
sá gállinn var á henni, var þá
kannski að rifja upp óborganleg
tilsvör eða kómískar uppákomur
– þau náðu vel saman systkinin.
Ég átti með honum góða stund
og daginn eftir kvaddi hann held-
ur fljótt, sáttur við Guð og menn.
Inga mín og fjölskylda. Við frá
Miðtúni vottum ykkur dýpstu
samúð og þökkum allar gleði-
stundir. Guð blessi Jóa frænda og
varðveiti hann að eilífu.
Níels Árni Lund.
Jóhann
Kristinsson