Morgunblaðið - 06.05.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
Hjörtur Steindórsson húsasmiður fagnar í dag 52 ára afmælisínu og í tilefni þess verður blásið til veglegrar veislu umhelgina.
„Ég hitti ættingja og vini á morgun í kaffiveislu sem haldin verð-
ur heima hjá bróður
mínum, en við erum tví-
burar og höldum því
saman upp á daginn,“
segir Hjörtur, en tví-
burabróðir hans heitir
Ágúst Steindórsson og
er sá einnig húsasmiður.
Í dag starfar Hjörtur
sem sölumaður hjá um-
boðs- og heildversl-
uninni Vélar og verk-
færi sem selur og dreifir
meðal annars verkfær-
um og útivistar- og
sportvörum. Hefur hann
starfað þar í um 15 ár
en áður vann hann við
húsasmíði, í um 10 ár,
auk þess að hafa gegnt
starfi deildarstjóra hjá
Húsasmiðjunni um ára-
bil.
Óhætt er að fullyrða
að eitt helsta áhugamál
Hjartar séu göngu- og
hjólaferðir, en þegar
blaðamaður náði tali af
honum hafði Hjörtur
einungis fáeinum dögum áður verið við göngu á Eyjafjallajökli
ásamt hópi fólks. Aðspurður segist hann ekki vera búinn að ákveða
neinar ferðir þetta sumarið. „Það er nú ekkert sérstakt planað eins
og er. En fjöllin eru framundan og hjólið – það er alltaf gaman að
leika sér eitthvað á því,“ segir hann og bendir á að hann hafi fyrir
ekki svo löngu síðan hjólað frá Reykjavík til Landeyjahafnar þaðan
sem hann tók Herjólf yfir til Vestmannaeyja. „Ég hjólaði austur og
svo þegar komið var til Eyja þá hjólaði ég um allt þar. Maður stefnir
því á einhverja skemmtilega hjólatúra og ferðir hér innanlands þótt
ekkert sé beinlínis ákveðið eins og er.“
Spurður hvort hann hafi lengi verið virkur í útivist kveður Hjört-
ur já við. „Ég er búinn að vera í þessu sporti í mörg ár og er t.a.m. í
gönguhópi sem fer alltaf sjö fjöll á sumrin.“ khj@mbl.is
Kappi Hjörtur er mikill hjóla- og göngu-
garpur og stefnir á nokkra tinda í sumar.
Með fjöllin fram-
undan í sumar
Hjörtur Steindórsson er 52 ára í dag
S
igríður Margrét fæddist í
Reykjavík 6.5. 1976, ólst
þar upp og á Skagaströnd
og í Njarðvík: „Þegar ég
var fimm ára fluttu for-
eldrar mínir á Skagaströnd þar sem
pabbi var prestur í nokkur ár. Eitt
eftirminnilegasta augnablik þeirra
ára var útimessa hjá pabba sem sýnd
var í kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Kúrekar norðursins.
Pabbi var fjölhæfur prestur, var
t.d. kennari, bankastarfsmaður og
vann á sveitarstjórnarskrifstofunni.“
Frá Skagaströnd lá leiðin til
Njarðvíkur þar sem faðir Sigríðar
varð bæjarstjóri: „Í Njarðvík kynnt-
ist ég mínum bestu vinkonum, lærði
á fiðlu og lagði mig fram í náminu.
Ég er enn þakklát þeim kennurum
sem ég kynntist í Njarðvík, hvatning
þeirra, stuðningur og framsýni var
með eindæmum.“
Sigríður lauk stúdentsprófi frá VÍ
1995 og B.Sc. gráðu í rekstrarfræð-
um frá HA með áherslu á markaðs-
fræði, árið 1999: „Ég flutti til Ak-
ureyrar til þess að verða mér út um
háskólanám en náði mér þar jafn-
framt í mann, yndislega tengda-
fjölskyldu og tvo syni.“
Sigríður varð ráðgjafi og við-
skiptastjóri á skrifstofum ráðgjafa-
fyrirtækisins Ráðgarðs á Akureyri
1999, sem þá var stýrt af Jóni Birgi
Guðmundssyni. Ráðgarður samein-
aðist svo Gallup og varð IMG. Árið
2002 varð Sigríður svæðisstjóri IMG
á Akureyri og sinnti jafnframt við-
skiptastjórn til 2005 en þá voru
breytingar í aðsigi: „Árið 2005 mark-
aði tímamót í mínu starfi. Þá hóf ég
samstarf við viðskiptafélaga minn,
Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, sem
er stjórnarformaður Já og formaður
Viðskiptaráðs Íslands.“
Sigríður hefur verið
framkvæmdastjóri og forstjóri Já hf.
frá 2005. Árið 2007 var sú starfsemi
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.is – 40 ára
Eiginmaður og synir Einar og synir þeirra Sigríðar, Einar Oddur Páll og Elmar Fossberg, uppáklæddir og flottir.
Með hugann við fjöl-
skylduna og viðskiptin
Nöfnurnar Sigríður Margrét með
ömmu sinni, Sigríði Guðjohnsen.
Margrét Sigurðardóttir (Magga
massi), margfaldur Íslandsmeistari í
vaxtarrækt, er 50 ára í dag. Eiginkona
hennar er Ríkey Garðarsdóttir. Þær
eru að heiman.
Árnað heilla
50 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
1.395
Öflugar
Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákústar á
tannbursta-
verði
Garðklóra/
Garðskófla
595
1.995
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri ímiklu úrvali
frá 1.995
Garðslöngur
ímiklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
4.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
Úðabrúsar
ímörgum
stærðumfrá 995
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295