Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 28

Morgunblaðið - 06.05.2016, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Brauð dagsins alla föstudaga Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Smá hlé á þéttri dagskrá þinni gefur þér tíma til að dreyma, hugsa og plana uppá- komu í náinni framtíð. Vilji er allt sem þarf. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um sérstakt verkefni. Nú er hins vegar kominn tími til að huga að framtíðarmálum heimilisins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er göfugt að halda sig við áætlun – nema þegar hún er hreint og beint heimskuleg. Fólk er jákvætt gagnvart þér og þú sýnir því vináttu á móti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Raðaðu hlut- unum í forgangsröð. Skelltu þér á drauma- hjólið, það er að segja ef þú átt peninga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Brjóttu málin til mergjar og leystu þau svo eitt af öðru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það liggur einhver svartsýni í loftinu í dag en hlutirnir ættu strax að líta betur út á morgun. Hikaðu ekki við að segja hug þinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að koma skikki á hlutina og skila því starfi sem þér er ætlað. Leitaðu hjálpar tafarlaust ef þú telur það nauðsyn- legt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Leyfðu þér að dreyma – en helst ekki framkvæma. Gerðu þér grein fyrir því hvert þú vilt stefna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er sjálfsagt að þú deilir starfsorku þinni með öðrum ef þú á annað borð vilt rétta þeim hjálparhönd. Kynntu þér vandlega þá kosti sem í boði eru og láttu öll gylliboð lönd og leið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Viðkvæmt mál ber á góma og þótt ykkur sé mikil raun að ræða álit ykkar á því verðið þið að gera það. Ef þú ert úthvíld/ur vinnur þú betur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér er lagið af svipta hulunni af leyndardómum í dag. Brostu við lífinu – það gerir allt svo miklu auðveldara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki nóg að ýta hlutunum úr vör, heldur verður þú líka að vaka yfir þeim og hafa forystu um að koma þeim í höfn. Láttu ekki öfund annarra slá þig út af laginu. Þegar afi minn Benedikt Sveins-son varð sjötugur var honum haldin veisla og sat ég, ungur drengur níu ára gamall, við hlið ömmu minnar Guðrúnar Péturs- dóttur við háborðið. Ræðumaður lauk máli sínu með því að lyfta glasi og bað veislugesti að gera slíkt hið sama og drekka heillaskál afa míns. Ég var í vandræðum, hvíslaði „glas- ið mitt er tómt, amma!̈“ „Skálaðu samt!“ svaraði hún. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg- ar ég sá, að Sigurdór Sigurdórsson hafði skrifað á Facebook: Halldór Blöndal var samgönguráðherra þegar Hvalfjarðargöngin voru opn- uð. Tímaritið Mannlíf birti mynd af Halldóri þar sem hann saup áfengi af stút í opnunargillinu en ók svo ráðherrabílnum fyrstum bíla í gegnum göngin. Þá varð þessi vísa til: Eðalsopinn ansi stór efldi gleði sanna og undir Hvalfjörð fullur fór fyrstur allra manna. Magnús Ólafsson skrifaði á Boðn- armjöð: Nú er úti napur vetur nú er kalt um land og sæ. Núna snjóinn niður setur þó nú sé kominn þriðji maí. Magnús Halldórsson svaraði og sagði að hún yrði svona hér syðra: Nú er úti napur vetur, nú er blítt um land og sæ, næga geisla niður setur, því nú er kominn þriðji maí Halldór Guðlaugsson kom með „dönsku útgáfuna“ : Nú er liðinn napur vetur nú er vor um lönd og sæ núna enginn nöldrað getur nú er kominn þriðji maí. Og Anna Dóra Gunnarsdóttir bætti við „Hörgársveitarútgáf- unni“: Nú er liðinn napur vetur, nú er mál að kveðja snæ, Víst er svo að veðrið getur versnað, líka í byrjun maí. Helgi R. Einarsson hafði orð á því í síðustu viku að fréttirnar létu menn ekki í friði, það væri eins og maður hefði misst af einhverju! Í Kastljósinu við könnum klæki í dagsins önnum. Ef að þú stelur og allt síðan felur þá ertu maður með mönnum! Nú er öldin önnur. Framsóknarmaddaman mædd er, svo mörgum kostum sem gædd er. Ýmislegt hér nú aflaga fer, því úr sér hún næstum því brædd er Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skál í botn, veðrið og því um líkt Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÆ, MAMMA. ÉG FÉKK ÞESSA VINNU. KOMDU ÞÉR HINGAÐ FLJÓTT OG SÝNDU MÉR HVAÐ ÉG Á AÐ GERA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... enn aðeins draumur. HELDURÐU AÐ ÉG SÉ NÓGU GÓÐUR FYRIR LÍSU? ÉG SPURÐI RANGAN MANN Ó, ÉG HELD AÐ ÉG HLÆI FYRIR HÖND ALLRA LAFÐI GODIVA ER FYRIR UTAN Á HESTI SÍNUM! Ó, NEI! ÉG GET EKKI LÁTIÐ GREYIÐ VÖKNA Í GEGN! Ef eldur brýst út: Rjúfið þagnareiðinn Bjartsýni er nauðsynleg í íþrótt-um, jafnt hjá keppendum sem stuðningsmönnum, og víst er að fyrsti Englandsmeistaratitill Leic- ester í fótbolta á eftir að blása mörgum víðs vegar um heim kjark í brjóst. x x x Leicester slapp naumlega við fallúr efstu deild á Englandi fyrir ári. Claudio Ranieri missti hins vegar starf sitt sem landsliðsþjálf- ari Grikklands eftir tap á móti Færeyjum og Leicester réð hann í starf knattspyrnustjóra í kjölfarið. Fyrir líðandi tímabil var liðinu víða spáð falli og að knattspyrnustjórinn yrði fyrstur slíkra í deildinni til að missa vinnuna á tímabilinu. Hjá veðbönkum voru möguleikar liðsins á titlinum taldir vera 5.000 á móti 1. x x x Ævintýrin gerast enn og Leic-ester sýndi í vetur að allt get- ur gerst í fótbolta. Úrslitin eru hvergi nærri ráðin, eins og Rauða ljónið segir nánast á hverjum leik. x x x Sérfræðingur í útvarpsþættinumAkraborginni sagði í vikunni að slyppi Eyjólfur Héðinsson, leik- maður Stjörnunnar, við meiðsli í sumar yrði hann leikmaður ársins í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sérfræð- ingarnir eru með allt á hreinu. x x x Ólafur Kristjánsson knattspyrnu-þjálfari varaði hins vegar við sleggjudómum í sjónvarpsþætt- inum Pepsi-mörkunum að fyrstu umferð lokinni. Meðreiðarsveinar hans töluðu um að Skagamenn yrðu að fá nýja menn en hann benti þeim á að þjálfari ÍA væri ekki verri nú en í fyrra, þegar honum var hrósað fyrir að ná því besta út úr hverjum manni, og þjálfarar yrðu einfald- lega að vinna með þann mannskap sem þeir hefðu hverju sinni. Stjórnandi þáttarins vildi fá álit þjálfarans á dómgæslu en hann drap þá umræðu og sagðist ekki vera kominn í þáttinn til þess að ræða dómara. Margt má um þá segja en ástæðulaust að ýta undir að þeir séu hlutdrægir eins og skýrendur vilja oft vera láta. Gott hjá Óla. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23:1)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.