Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
JURA – If you love coffee
Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00 | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Dásamlegt kaffi –
nýmalað,
engin hylki.
Púlsuppáhelling (P.E.P.®) tryggir réttan uppáhellingar-
tíma og framkallar fullkominn espresso, eins og hann
er gerður af heimsins bestu kaffibarþjónum
Vatnskerfið (I.W.S.®) skynjar vatnsfilterinn sjálfkrafa
á meðan CLARIS Smart tryggir bestu mögulegu
vatnsgæði
Notendavæn kaffivél með einföldu stjórnborði,
nútímalegum TFT skjá og vatnstanki sem fyllt er
á að framanverðu
Fullkomið hreinlæti fyrir fullkomna mjólkurfroðu
þökk sé eins hnapps viðhaldi og mjólkurstúti sem
er auðvelt að skipta út
JURA – If you love coffee
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Öllum stofnunum er hollt að eiga
vinafélög og að þeir sem vilja
stofnuninni vel sameinist um að tala
máli hennar,“ segir Sigurður Svav-
arsson, formaður nýstofnaðs vina-
félags Stofnunar
Árna Magnús-
sonar, en á síð-
asta degi vetrar
var félagið sett á
laggirnar með
þann yfirlýsta til-
gang að styðja
við starfsemi
Stofnunar Árna
Magnússonar í
íslenskum fræð-
um og halda á
lofti margþættu hlutverki hennar á
sviði íslenskra fræða. Tilganginum
hyggst félagið ná með því að
styrkja skýrt afmörkuð verkefni á
vegum stofnunarinnar, standa að
viðburðum og veita árlega viður-
kenningu til meistaranema við há-
skóla. Í stjórn vinafélagsins sitja
ásamt Sigurði þau Þórunn Sigurð-
ardóttir, Þórarinn Eldjárn, Kristján
Kristjánsson, Sjöfn Kristjánsdóttir,
Marteinn Breki Helgason og Nanna
Rögnvaldardóttir.
„Stofnfundurinn var vel sóttur og
margir vildu vera skráðir sem
stofnfélagar þótt þær kæmust ekki
á fundinn,“ segir Sigurður, en nú
þegar hafa um 300 manns gengið til
liðs við vinafélagið. Enn er hægt að
gerast félagi á vefsvæði félagisns,
www.vinirarnastofnunar.is
Bæti við menningarlega vídd
Fyrsta verkefni vina Árnastofn-
unar verður að sjá til þess að gert
verði við Flateyjarbók í tíma, en á
sumardaginn fyrsta voru 45 ár liðin
frá því að fyrstu handritin,
Flateyjarbók og Konungsbók eddu-
kvæða, komu til landsins frá Dan-
mörku.
„Það eru ýmis verkefni sem ekki
hafa fengist fjármunir í að sinna og
þar á meðal eru viðgerðir á þessum
gersemum sem okkur hefur verið
trúað fyrir,“ segir Sigurður, en
stórkostleg tækifæri felist í því að
handritin, sem skráð eru á heims-
lista UNESCO yfir Minni heimsins,
séu gerð aðgengileg og sýnileg öll-
um.
„Það mun til að mynda bæta
menningarlegri vídd í ferðamennsk-
Standa að baki ís-
lenskum fræðum
Fyrsta verk að lagfæra Flateyjarbók
Félagskonur KÍ-
TÓN, félags
kvenna í tónlist, á
Norðurlandi
halda tónleika á
Café Rosenberg í
Reykjavík í kvöld
kl. 22. Tónleik-
arnir bera yfir-
skriftina Norð-
lenskar konur í
tónlist og verður
flutt tónlist þekktra kvenna sem
markað hafa tónlistarsöguna hér
heima og erlendis með lagasmíðum
sínum og flutningi.
Á tónleikunum koma fram Ásdís
Arnardóttir á kontrabassa, Helga
Kvam á píanó, Kristjana Arngríms-
dóttir söngkona, Lára Sóley Jó-
hannsdóttir, söngkona og fiðluleik-
ari, og söngkonan Þórhildur
Örvarsdóttir. Sérstakur gestur verð-
ur lagahöfundurinn og tónlistar-
konan Kristjana Stefánsdóttir. Tón-
leikarnir eru uppskera fyrsta
starfsárs kvennanna, sem stóðu fyr-
ir tónleikaröð í tilefni af 100 ára af-
mæli kosningaréttar kvenna, að því
er fram kemur í tilkynningu.
Norðlenskar konur
á Rosenberg
Lára Sóley
Jóhannsdóttir
Læknirinn How-
ard Kornfeld,
sem starfar í
Kaliforníu, segir
tónlistarmanninn
Prince hafa átt
pantaðan tíma
hjá sér vegna
lyfjafíknar, degi
eftir að hann lést
en Prince lést 21.
apríl sl. Kornfeld segist hafa ætlað
að hjálpa Prince í baráttunni við
verkjalyfjafíkn. Talsmenn Prince
höfðu samband við Kornfeld 20.
apríl og báðu um neyðaraðstoð fyr-
ir tónlistarmanninn, að því er haft
er eftir lögmanni læknisins, Willi-
am Mauzy, í dagblaðinu Minneapol-
is Star Tribune. Kornfeld gat ekki
hitt Prince með svo stuttum fyr-
irvara og bað son sinn, Andrew, um
að skipuleggja fund með tónlistar-
manninum. Mun það hafa verið
Andrew sem hringdi í neyðarlínuna
eftir að Prince fannst án lífsmarks í
lyftu í Paisley Park.
Átti tíma hjá lækni
vegna fíknar
Prince
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta breiðskífa hljómsveitar-
innar Boogie Trouble kom út 7.
apríl sl. og nefnist hún Í bænum.
Platan hefur verið um þrjú ár í
vinnslu og hefur að geyma níu lög
með textum sem fjalla um allt frá
stanslausu stuði og mökunartil-
burðum landsmanna yfir í dauða
og greftrun, eins og segir í til-
kynningu. Boogie Trouble var
stofnuð í árslok 2012 og hefur ver-
ið iðin við tónleikahald. Hana
skipa söngkonan Klara Arnalds,
Ingibjörg Elsa Turchi bassaleik-
ari, Sigurður Tómas Guðmundsson
trommuleikari, Sunna Karen Ein-
arsdóttir hljómborðsleikari, Sindri
Freyr Steinsson gítarleikari og
Arnar Birgisson, slagverksleikari
og „stuðuppihaldari“, eins og
hljómsveitin lýsir því.
Ekkert hálfkák
„Þetta er spurningin sem við
fáum alltaf,“ svarar Klara og hlær
þegar hún er spurð að því af
hverju fyrsta platan komi svo
löngu eftir að hljómsveitin hóf
störf. „Slatti af efninu sem er á
plötunni varð til fljótlega eftir að
við byrjuðum að starfa saman. Við
fórum að vinna að plötunni fyrir
næstum því þremur árum en náð-
um henni ekki eins og við vildum
hafa hana. Þannig að í staðinn fyr-
ir að henda út einhverju hálfkáki
vildum við gera eitthvað sem við
gætum verið virkilega stolt af,“
segir Klara.
Fyrstu upptökum stýrði Skapti
Þórhallsson í Sundlauginni, hljóð-
verinu góðkunna í Mosfellsbæ, en
síðan var smurt rækilega ofan á
með upptökum sem Janus Rasm-
ussen úr Kiasmos stýrði, að sögn
Klöru. „Hann pródúseraði plötuna
í sinni endanlegu mynd,“ bætir
hún við.
Úr ýmsum áttum
– Er útkoman ekki bara hrein-
ræktað diskó? Er hægt að lýsa
tónlistinni með öðrum hætti?
„Hreinræktað myndi ég ekki
segja. Hún vísar mjög sterkt í
diskó en það eru líka ansi sterk
áhrif frá íslenskri söngvahefð frá
sjöunda áratugnum, þessum ís-
lensku lögum sem allir þekkja.
Það bætist ofan á. Lagauppbygg-
ingin er svolítið þannig og við
leggjum mikið upp úr því að hafa
góða texta á góðri íslensku, þó svo
hljómsveitin heiti erlendu nafni.
Þetta er blanda úr ýmsum áttum
en diskó í grunninn,“ segir Klara.
– Þetta nafn, Boogie Trouble,
hvaðan kom það?
„Þetta kom nú á einhverju
skralli í bænum og vinur okkar,
Pétur Torfi, stakk upp á því. Við
vorum að brenna inni með að
finna nafn, vorum búin að bóka
okkar fyrstu gigg og hétum ekki
neitt. Þannig að við lentum á
þessu og höfum staðið við það síð-
an.“
Klara segir að þó svo mikið sé
lagt í textana vilji lagatitlarnir oft
sitja á hakanum. „Eitt lag á plöt-
unni, „Glópagull“, hét í tvö ár
„Túttur og snakk“ og við kynntum
það þannig á sviði sem er kómískt
því lagið fjallar um ástina, feigðina
o.fl. sem kemur túttum og snakki
ekkert við,“ segir Klara kímin.
Þyngri viðfangsefni
inn á milli
Spurð frekar út í umfjöllunar-
efni textanna segir Klara að þau
séu af ýmsum toga. „Ástin og til-
hugalífið fær heilmikið pláss, eins
og vera ber í góðu poppi, en svo
eru þyngri viðfangsefni inn á milli,
t.d. feigðin og hverfulleiki lífsins,“
segir hún.
Hlýða má á plötuna og kaupa á
vefslóðinni boogietrouble.band-
camp.com og einnig má finna hana
í föstu formi í öllum betri versl-
unum, að sögn Klöru.
Ást, feigð og hverfulleiki
Sungið um allt frá stanslausu stuði yfir í greftrun á fyrstu breiðskífu Boogie
Trouble Metnaðarfull textagerð og diskó í grunninn Þrjú ár í vinnslu
Boogie Trouble Hljómsveitina skipa þau Klara Arnalds, Ingibjörg Elsa Turchi, Sigurður Tómas Guðmundsson,
Sunna Karen Einarsdóttir, Sindri Freyr Steinsson og Arnar Birgisson. Þau leika dansvæna tónlist.
Í bænum Plata Boogie Trouble.
Sigurður
Svavarsson