Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.05.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 una hér að sýna þessar gersemar sem við erum svo stolt af með nú- tímalegum og góðum aðferðum, enda feykilegur áhugi á fornmenn- ingu okkar,“ bætir hann við. „Fyrstu viðbrögð eru þannig að við erum ekki í vafa um að fá fólk til liðs við okkur,“ segir Sigurður um starfsemi vinafélagsins, sem leitar til fyrirtækja og félagasamtaka með stærri verkefni og hefur þegar hafið leit að styrkjum til að standa straum að viðgerð Flateyjarbókar. „Við erum að leggja af stað í veg- ferð sem við vonum að beri fljótt ávöxt og lokamarkmiðið er að ekki verði þörf fyrir okkur lengur,“ segir hann. Ífljótu bragði man ég ekki eftirvel heppnaðri kvikmynd sembyggð er á tölvuleik. Allarsem ég hef séð hafa verið heldur þunnar, verður að segjast. Það er auðvitað augljóst hvað vakir fyrir framleiðendum, að græða enn frekar á því sem búið er að græða á fyrir. Og auðvitað er það bráðsnjallt markaðslega séð, þarf varla að hafa fyrir því að kynna vöruna því vænt- anlegir áhorfendur þekkja hana nú þegar. Þannig sér maður fundinn fyrir sér í fyrirtækinu Sony sem framleiðir teiknimyndina Ratchet og Clank sem byggð er á vinsælum og samnefndum tölvuleik fyrirtæk- isins fyrir Playstation-leikjatölvuna. ,Búum til teiknimynd upp úr Ratch- et og Clank og búum svo til tölvu- leik upp úr teiknimyndinni, gæti einhver snjall markaðsmaðurinn hafa sagt. Já, þetta er bráðsniðugt svona markaðslega séð, tölvuleikur – teiknimynd – tölvuleikur, en aug- ljóslega er lítið hugmyndaflug þarna í gangi eða listræn nýsköpun. Sem er svo sem allt í lagi, þetta er ein af þessum teiknimyndum sem hefur ofan af fyrir börnum á meðan á henni stendur og svo gleymist hún fljótlega eftir að úr bíósal er komið. Í stuttu máli segir í myndinni af geimverunni Ratchet (sem lítur út eins og einhvers konar kattardýr) sem vinnur við það að gera við geimflaugar. Hana dreymir um að komast í lið alheimsvarðanna, verndara sólkerfisins, og bjarga Sol- ana-vetrarbrautinni frá hinni illu veru Drek sem ætlar sér að eyða plánetum hennar. Á fjörur Ratchet rekur hjálpfúsa vélmennið Clank og saman tekst þeim að hrinda á bak aftur árás Drek. Ratchet er innlim- aður í hóp alheimsvarðanna og Clank fylgir með og framundan er mikið verkefni og átök við Drek og illa aðstoðarmenn hans. Handritshöfundar hafa hakað í öll klisju-boxin. Hress aðalhetja, spaugilegur aðstoðarmaður (eða vél- menni), ofurhetjulegar aukapersón- ur, ægilega vondur vondi kall, bar- dagar og grín inn á milli. Nema hvað að útkoman er teiknimynd sem er í besta falli í meðallagi og miklu verri en þær sem við höfum fengið að njóta frá Pixar-fyrirtækinu hin síðustu ár. Allt er eitthvað svo kunn- uglegt, engu líkara en maður hafi séð þessa teiknimynd áður, líkt og hún sé samsuða úr svo mörgum öðr- um og betri. Eða er það kannski bara tölvuleikurinn? Það gengur mikið á og þá sérstaklega í mesta hasarnum þegar nálgast lok mynd- arinnar, svo mikið í raun að mörgum gæti þótt nóg um og á ég þá við full- orðna bíógesti. Einn og einn brandari hittir í mark en þeir eru örfáir. Forseti ein- hverrar plánetunnar heitir Rólafur Agnar og Bogi Bergmann er frétta- þulur (leikinn af Loga Bergmann) sem á nokkur skondin innskot. Ratchet er heldur óspennandi sköp- unarverk en vélmennið Clank öllu áhugaverðara, eins konar bræð- ingur af C3PO og Wall-E. Myndin er ágætlega talsett af hópi þjóð- kunnra einstaklinga, m.a. Steinda Jr., Ara Eldjárn, Sölku Sól, Pétri Jóhanni Sigfússyni, Andra Frey Viðarssyni, Sögu Garðars, Sverri Bergmann, Dóra DNA, Auðunni Blöndal, Ólafi Darra Ólafssyni og Loga Bergmann, og ekki við þau að sakast þegar kemur að skemmti- gildi myndarinnar. Reyndar voru synir mínir, annar 4 ára og hinn 9 ára, sáttir við myndina og vildu auð- vitað eignast tölvuleikinn hið snar- asta, nema hvað. Fullorðnir bíógest- ir gengu hins vegar heldur þreytu- legir úr bíósal. Börn eiga eflaust eftir að njóta þessarar myndar en mér þykir ósennilegt að fullorðnir geri það. Félagar Ratchet og Clank hafa notið vinsælda í tölvuleikjum og nú er komin teiknimynd um þá félaga sem er ekki eins vel heppnuð og leikirnir. Allt heldur kunnuglegt Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó Ratchet og Clank bbmnn Leikstjórar: Jericca Cleland og Kevin Munroe. Bandaríkin, 2016. 94 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Eldfuglinn eftir Stravinskíj í Hörpu á tvennum tónleikum, í dag og á morgun. Tónleikarnir í dag verða haldnir í Norðurljósum og laugar- dagstónleikarnir í Eldborg, þar sem verkið verður flutt í sérstökum æv- intýrabúningi fyrir börn. Daníel Bjarnason, staðarlistamaður hljóm- sveitarinnar, stjórnar báðum tón- leikunum. Tónleikarnir í dag hefjast kl. 18 og eru þeir þriðju tónleikarnir í Föstudagsröð Sinfóníunnar. Titill þeirra er Tímamótaárið 1910 en árin þar í kring mörkuðu tímamót í tón- listarsögunni og tónskáld reyndu ótal nýjar leiðir til að nálgast listina, eins og segir í tilkynningu. Á tón- leikunum verður í forgrunni ballett Stravinskíjs, Eldfuglinn, verk sem var samið árið 1910 og markaði upp- hafið á glæstum ferli Stravinskíjs sem balletttónskálds. „Sama ár samdi Anton Webern annars konar verk þar sem gælt er við þögnina, fjóra stutta kafla fyrir fiðlu og pí- anó. Á meðan sat Debussy í París og samdi prelúdíur fyrir píanó, hrífandi tónlist þar sem gælt er við ótal lit- brigði flygilsins,“ segir í tilkynn- ingu. Sif Margrét Tulinius og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja verk Weberns og Debussys en hljóm- sveitin öll flytur balletttónlist Stravinskíjs und- ir stjórn Daníels. Á morgun kl. 14 snýr Eldfugl- inn aftur, sem fyrr segir, en í verkinu segir frá Ívani prins, sem er hugrakkur með eindæmum, og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Barbara trúður segir tónleika- gestum frá Eldfuglinum sem birtist í öllu sínu veldi, leyndarmálum skóg- arins o.fl. og verður myndum sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjáa varpað á tjald meðan á flutningi stendur. SÍ átti í samstarfi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands í því að koma Eldfuglinum í búning 21. aldarinnar með nýju myndefni og grímugerð. Höfundar myndefnis eru Ari H. Ya- tes, sem gerði teikningar, Gabríel Bachmann, sem sér um hreyfi- myndagerð, og Diðrik Krist- ófersson, sem sér um grímuhönnun. Frá kl. 13 og eftir tónleika gefst tón- leikagestum tækifæri til að búa til Eldfuglsgrímur í Hörpuhorninu við Eldborg. Eldfugl fyrir börn og fullorðna Daníel Bjarnason 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 7/5 kl. 15:00 71.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 7/5 kl. 19:30 72.sýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 14:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fös 6/5 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Vegbúar (Litla sviðið) Fös 6/5 kl. 20:00 Síðasta sýning Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Afhjúpun (Litla sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins Persóna (Nýja sviðið) Sun 8/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda Hamlet litli (Litla sviðið) Fös 6/5 kl. 10:00 Mán 9/5 kl. 10:00 Þri 10/5 kl. 10:00 Handritin heim Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, færði Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyjarbók árið 1971 í Há- skólabíói með orðunum: „Vær så god, Flatöbogen.“ Vinafélagið vill lagfæra bókina svo að hægt sé að sýna hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.