Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Karlakórinn Fóstbræður fagnar 100 ára afmæli með afar fjölmennu karlakóramóti sem haldið verður í Hörpu 12.–14. maí nk. Mótið er haldið í samvinnu við Norræna karlakórasambandið og með stuðningi Sambands íslenskra karlakóra og í tengslum við 100 ára afmæli Fóstbræðra á þessu ári. Alls hafa 23 kórar frá Íslandi, Fær- eyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Sviss boðað komu sína í Hörpu og einn af stórvið- burðum mótsins verður þegar Eg- ill Ólafsson stígur á svið með sex karlakórum og Stórsveit Reykja- víkur í Eldborg föstudagskvöldið 13. maí. Þá verða einnig hátíð- artónleikarnir Þúsund kallar á laugardeginum 14. maí en þá munu 23 kórar syngja saman eða samtals þúsund raddir. „Við Fóstbræður erum afar ánægðir að geta boðið upp á þessa miklu tónlistarveislu í Hörpu. Þetta er stærsta karlakóramót sem haldið hefur verið á Íslandi. Það er gaman að bjóða til þessarar hátíð- ar sem er haldin í tengslum við 100 ára afmæli Fóstbræðra á þessu ári. Kórinn er elsta samfleytt starfandi tónlistarstofnun á Íslandi,“ segir Arinbjörn Vilhjálmsson, formaður Fóstbræðra, í tilkynningu. 100 Fóstbræður fagna aldarafmæli í ár og hér sjást söngmenn mynda töluna við Hörpu. Þúsund karlar syngja saman í Hörpu Steinunn Mart- einsdóttir leir- listakona færði Hönnunarsafni Íslands á dög- unum veglega gjöf, fjölda leir- muna eftir sig sem voru á yf- irlitssýningu á verkum hennar fyrr á þessu ári. Meðal verka sem hún gaf eru stórir skúlptúrvasar, Jökulstef og Esju- stef, sem hún sýndi á fyrstu einka- sýningu sinni á Kjarvalsstöðum ár- ið 1975. Þessi verk eru lykilverk á ferli Steinunnar. Færði Hönnunar- safni veglega gjöf Steinunn Marteinsdóttir Bandaríkjaforseti hefur nú heimsótt Kúbu ásamt fjölskyldu sinni, gömlu rokkararnir í Rolling Stones léku fyrir þarlenda, bandarísk skemmti- ferðaskip eru aftur farin að leggjast við bryggju í Havana og Hollywood er að kvikmynda Furious 8 þar í landi – væntanlega atriðin sem ekki voru kvikmynduð á Íslandi. Og nú hefur tískuveldi Chanel gert vinsam- lega innrás í Havana. Kúba er í tísku. Havana breyttist eitt síðdegið í vikunni í leikmynd fyrir fjölda fyrir- sæta sem sprönguðu um afgirt breiðstræti í nýjustu fatalínu Cha- nel. Fjöldi boðsgesta var viðstaddur sýninguna sem hönnuðurinn Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi Cha- nel, fylgist með árvökulum augum; samkvæmt fréttum var alþýðunni síðan haldið í nokkurri fjarlægð af hundruðum öryggisvarða en fólk reyndi samt að koma auga á ein- hverjar stjarnanna, sem komu víða að. Leikkonan og fyrirsætan Tilda Swinton mætti og eins ofurfyrir- sætan Gisele Bundchen og leikarinn Vin Diesel, sem er á eyjunni við upp- tökur á fyrrnefndri hasarkvikmynd. Þekktum heimamönnum var einnig boðið, eins og tónlistarmanninum Gente de Zona og söngkonunni Om- ara Portuondo, sem hefur í seinni tíð gert garðinn frægan víða um lönd með Buena Vista Social Club, og þá var Tony barnabarn Fidels Castro viðstaddur sýninguna. Lagerfeld sagði sýninguna hafa verið innblásna af litríkri menningu Kúbu. Yfirmaður tískuhússins, Bruno Pavlovsky, sagði blaðamönn- um að fyrirtækið hefði fyrst í stað verið efins um þá hugmynd að kynna fatalínuna á Kúbu en síðan hefði komið í ljós að þarlend yfirvöld væru afar gestrisin og hjálpsöm. Sumir Kúbanir sem blaðamenn ræddu við voru gagnrýnir á þessa glamúrsýningu. Þeir bentu á að vörur Chanel væru ekki seldar þar og að fæstir heimamenn gætu látið sig dreyma um að eignast þær, þar sem lítil handtaska kostaði þúsundir dala en meðalmánaðarlaun á eyjunni væru um þrjú þúsund krónur. AFP Goðsögn Omara Portuondo, ein af stjörnum hljóm- sveitarinnar Buena Vista Social Club, mætti. AFP Hönnuðurinn Þýski hönnuðurinn og ljósmyndarinn Karl Lagerfeld fylgdist uppábúinn með sýning- unni á Chanel-flíkum sínum í Havana, umkringdur fyrirsætum, ljósmyndurum og öryggisvörðum. AFP Harðhausinn Vin Diesel er við tökur á Kúbu og lét sig ekki vanta. AFP Leikkonan Tilda Swinton fylgdist áhugasöm með sýningu Chanel. Litrík tísku- innrás á Kúbu BAD NEIGHBORS 2 3:50, 6, 8, 10 CAPTAIN AMERICA 3D 6, 9 CAPTAIN AMERICA 10:25 RATCHET & CLANK 3:50 ÍSL.TAL MAÐUR SEM HEITIR OVE 8 THE BOSS 5:55 KUNG FU PANDA 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 3:50 STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 616 2120 mail: info@ballet.is INNRITUN ER HAFIN Í KLASSÍSKA LISTDANSSKÓLANUM KENNSLA HEFST 29. ÁGÚST UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á HEIMASÍÐU SKÓLANS WWW.BALLET.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.