Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 25.02.1999, Síða 12

Víkurfréttir - 25.02.1999, Síða 12
Vestfirðingar athugið! Kirkjukaffi •Sólarkaffi verður haldið 28. febrúar n.k. í Kirkjulundi í framhaldi af messu í Keflavíkurkirkju sem hefst kl. 14. Vestfirðingar eru hvattir til að fjölmenna og endilega að hafa með sér gesti. Stjórnin Starf við Keflavíkurkirkju Auglýst er til umsóknar starf umsjónarmanns kirkju og kirkju- garða í Keflavíkursókn. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega. í starfinu felst m.a. ♦ Að hafa umsjón með daglegum rekstri kirkju og kirkjugarða. ♦ Að sjá um skrifstofuhald sóknarinnar. ♦ Að hafa umsjón með hirðingu kirkjugarðanna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af nútíma skrifstofuhaldi og geta unnið sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Umsóknum ásamt launakröfum og meðmælum skal skila fyrir 13. mars n.k. til Jónínu Guðmunds- dóttur, formanns sóknarnefndar Heiðarhorni 18 eða Sævars Reynissonar gjaldkera sóknarinnar Heiðarbóli 55, 230 Reykjanesbæ. Sjálfstœðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík. Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkennari. Símar 561 5727, 699 2676 eða 568 7111. Jorundur Kristinsson lækmr i Að „krukka" í sannleikann I Framsóknarfréttum l.tölublaði 1999 er m.a. að líta grein undir heitinu: „Hvers vegna sprakk meirihlutinn”, þar er m.a. fjallað um læknamál. Þar eru menn alls óragir við að „krukka" í sann- leikann og minnir þetta á heldur illa lukkaða lýtalækningaað- gerð. Örin eru þeim sem til | þekkja vel sýnileg. Markmiðið virðist vera af hálfu framsókn- armanna hér í bæ að þvo hendur sínar af því klúðri sem þeir ern alfarið höfundar að sjálfir varð- andi búsetumál læknis staðar- | ins. Haustar snemma hjá sumum Þar segir m.a. eftirfarandi: „I haust þegar við vorum að ganga ffá samningum við Jón Gunnar vegna Víkurbrautar 40 kom j annar bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna á fund með bréf frá lækninum... o.s.frv". Tímaskyn virðist ekki vera hin sterka hlið þess er greinina ritar því hið rétta er að umtalað bréf færði ég Jóni Hólmgeirssyni þann 7. júlí 1998 og vonaðist til að það yrði [ tekið fyrir á bæjarráðsfundi sem var einum eða tveimur dögum síðar. Það gekk ekki eins og að j neðan greinir. Það haustar því snemma hjá sumum!! Hjá mér er hásumar í júlímánuði!! Ekkert„Jóns Gunnarsmál" í þessu sambandi vil ég geta þess að mál þetta hófst mun fyrr en framsóknarmenn kæra sig um að muna. Eg ræddi þessi | mál fyrst í febrúarmánuði við Jón Gunnar Stefánsson þáver- | andi bæjarstjóra og var hann j strax mjög jákvæður. Eg reyndi j að ýta á eftir málinu í gegnum Jón Gunnar og veit fyrir vfst að öðrum bæjarfulltrúum, þ.á.m. framsóknarmönnum var full- kunnugt um þetta mál á þeim tíma en snerust strax öndverðir. Á þeim tíma var ekkert “Jóns j Gunnarsmál” til að skýla sér á bakvið og er þetta því hið versta yfirklór. Þar segir ennfremur að menn hafi fyrst viljað ljúka samning- um við Jón Gunnar. Líkir hann þar með tillögu rninni við samn- ing þann sem Jón Gunnar gerði fyrir mörgum ámm en er á eng- an hátt sambærileg. Hér á eftir fer inntak tillögu minnar orðrétt eins og sent var Bæjarráði í um- ræddu bréfi: Bæjarráð Grindavíkur geri við mig samning, hvers inntak yrði að Grindavíkurbær gangist í kaupábyrgð á húsi því er ég myndi kaupa ef mér ekki tækist j að selja það á frjálsum markaði innan ákveðins tíma, t.d. þriggja mánaða. Kaupverð hússins verði markaðsverð á hverjum tíma. Samningur þessi taki fyrst gildi tveimur árum eftir kaup- dag hússins og falli úr gildi 10 j árum eftir kaupdag. Það sér hver sem verða vill að hér er ekki um að ræða svipað- an samning og Jón Gunnar Jörundur Kristinsson læknir í Grindavík gerði. Um er að ræða markaðs- verð á hverjum tíma, ég setji húsið fyrst á sölu í þrjá mánuði og í raun er ég að skuldbinda mig til búsetu næstu tvö árin og samningurinn átti að fella úr gildi eftir 10 ár, semsagt 8 ára gildistími. Aldrei var haft fyrir því að ræða þetta mál við mig af hálfu framsóknarmanna. Formaður bæjarráðs neitaði að taka þetta erindi fyrir á ofan- nefndum bæjarráðsfundi og var það ekki tekið upp fyrr en tveimur vikum síðar og þá að- eins bókað í fundargerð að bréf hafi borist frá undirrituðum, engin efnisleg afstaða tekin í málinu og ekkert rætt við mig frekar en fyrri daginn. Þama var málið tafið enn frekar að nauð- synjalausu. Fullsaddur afandstöðunni Að framansögðu má ljóst vera að framsóknarmenn snerust öndverðir í máli þessu þegar í febrúarmánuði 1998, ég geri síðan ekki alvöru úr húsakaup- um í Hafnarfirði fyrr en í sept- ember og var þá búinn að fá mig fullsaddan af andstöðu framsóknarmanna í þessu ntáli. Semsagt er þarna um að ræða hálft ár sem bæjaryfirvöld höfðu til umþóttunar í máli þessu og er vart hægt að væna mig um bráðræði, ég beið í hálft ár en fékk engin svör, hvorki í febrúarmánuði né síðar. Aldrei hefur neinn af fulltrúum fram- sóknarmanna haft fyrir því að hafa samband við mig en eins og menn vita þá er Heilsugæsl- an í ágætu nábýli við Bæjar- skrifstofumar. Samskipti þau sem ég átti í máli þessu voru í upphafi við Jón Gunnar eins og að framan greinir og síðar við Ólaf Guðbjartsson sem tók já- kvætt í þetta frá fyrstu byrjun. Ég vil þó geta þess að ég er ekki geftnn fyrir pólitísk afskipti og tilheyri engri stjórnmálahreyf- ingu og aldrei gert. Ekki er þó líklegt að framsóknargenin í mér dafni í kjölfar þessa rnáls. Lokatilvitnun þessa greinarhluta ffamsóknarmanna er torskilinn í meira lagi. Þar finnst greinarrit- ara það slæm tilhugsun “ef þetta er það sem koma skal til að halda hátekjufólki í bænum.” Málið snýst á engan hátt um há- tekjufólk bæjarins eða mínar tekjur, þær eru væntanlega mitt einkamál og er þama um hrein- an útúrsnúning að ræða. Rétt er þó að bærinn verður af útsvars- greiðslum mínum er ég flyt í annað bæjarfélag. Má helst skil- ja á greinamtara að hann búist við að allir hálaunamenn bæjar- ins fari að senda óskir til bæjar- ráðs um baktryggingu varðandi húsakaup!!!!! Vilja ekkert leggja að mörkum Málið snýst aftur á móti um það að ég bý hér í bænum. leigi hús á fullu verði á frjálsum markaði. Ég þarf af ýmsum ástæðum að komast í annað húsnæði og í ekkert slíkt er að venda. Leigu- markaður hér er þröngur. Bæj- aryfirvöld hafa með aðgerðar- leysi sínu og andstöðu sýnt áhugaleysi sitt í verki og vilja greinilega ekkert leggja af mörkunt til að stuðla að búsetu læknis hér. Mönnum frnnst þó greinilega mikilvægt að hafa aðgang að lækni eftir kl 17 á daginn í neyðartilvikum en það má greinilega engu til kosta. Er mér til efs að læknar muni í ffamtíðinni flykkjast til bæjarins til húsakaupa. 7ilað þóknast bæjaryfirvöldum Ég er eins og aðrir launamenn launalaus þegar vinnudegi er lokið, bý í húsnæði sem ég kosta alfarið sjálfur eins og áður segir get væntanlega ráðstafað mér að vild utan vinnutíma. Vissulega ber bæjaryftrvöldum engin skylda til að gera neina samninga við lækni bæjarins en ef þeir vilja tryggja búsetu Iæknis verður að koma til móts við hann á einhvern hátt. Af hverju skyldi læknir sá er hér vinnur búsetja sig hér? Það eina sem hann uppsker er ónæði utan vinnutíma. Reyndar er ég fylgjandi því að í Grindavík búi læknir, ég er bara ekki reiðubú- inn að leggja út í áhættusama og stóra einkafjárfestingu hér til að þóknast bæjaryfirvöldum. Verst er þó að bæjarbúar verða í máli þessu fyrir barðinu á skamm- sýni bæjaryfirvalda og er það miður. Allt frá því ég hóf störf hér hefur mér og minni fjöl- skyldu verið vel tekið og okkur hefur liðið vel hér þann tíma sem við höfum búið í bænum. Húsakaup án baktryggingar? Ein spuming að lokum: Ætlast framsóknaimenn í Grindavík til að læknir sá er starfar í bænum kaupi hér hús án nokkurrar bak- tryggingar til að vera til taks þegar þeim þóknast utan síns vinnutíma ?? Ef það er raunin þá er skammsýni þeirra meiri en mig hafði órað fyrir!!! Jörundur Kristinsson læknir, Grindavík (Millifvrirsagnir eru blaðsins) 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.