Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 30.03.1999, Page 12

Víkurfréttir - 30.03.1999, Page 12
Fjölnota íþróttahús Síðastliðin fjögur ár hefur meirihluti bæjarstjómar unnið að því að leita leiða til þess að byggja glæsilegt fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ. Það var gert að beiðni íþrótta- hreyfingarinnar. Norðmenn hafa byggt hús af þessu tagi undanfarin ár og hefur það orðið til þess að árangur þeirra í knattspyrnu verið á heims- mælikvarða. Einnig er meiri- liluti bæjarstjómar sér meðvit- aður um að nauðsynlegt er að bjóða unga fólkinu okkar góða aðstöðu til íþrótta- iðkanna, svo það vilji búa í þessu bæjarfélagi í framtfð- inni. Öflugt íþróttastarf er besta fornvarnarstarf gegn hvers konar óreglu og eitur- lytjum, sem völ er á. Allargeinar Fjölnota íþróttahús er til fyrir allar íþróttagreinar og ekki sfður frjálsar íþróttir en boltaí- þróttir. Einnig er hægt að halda þar stærri menningar- viðburði og sýningar innan dyra. Með byggingu hússins flyst allur fótbolti úr öðrum íþróttarhúsum bæjarins og rýmkar þannig fyrir öðrum íþróttagreinum, svo sem fím- leikum, körfubolta og ýmsu fleiru. Þetta er nóg um ágæti fjölnota íþróttahússins, en það ntun svo sanna sig sjálft í framtíðinni. Samningur við Verkafl hf. um byggingu og leigu bæjarfé- lagsins á þessu húsi var undir- ritaður þann 14 mars sl.. Húsið kostar fullbúið 371 milljón króna og þar af er virðisaukaskattur um 70 millj- ónir króna, sem ríkið fær. Við munum borga 27 milljónir króna leigugjald á ári í 35 ár. Leiguréttur er í 15 ár til við- bótar eftir þessi 35 ár. Þá yrði að semja að nýju um leiguna og að sjálfsögðu á mjög lágu verði. Reykjanesbær getur þó keypt húsið livenær sem er á leigutímanum. Verkafl hf. sér um viðhald að utan fyrstu 5 árin. 20 ár Fyrir 20 árum hófst umræða innan íþróttahreyfingarinnar um að byggja hús af þessari gerð. Nú er rétti tíminn til þess að ráðast í þessa fram- kvæmd, ef við hefðum ekki notað tækifærið sé ég ekki að þessi bygging rísi næstu 20 árin. Eg er ntjög ánægður með þennan samning og tel að bærinn fái húsið ódýrara, þar sem þetta er fyrsta húsið á Islandi af þessari gerð, sem samið er um. Verkafl hf. ætl- ar sér stóra hluti á íslenska byggingantarkaðnum í fram- tíðinni. Þess vegna var þeim í mun að vanda allan undirbún- ing að hönnun og útliti þessa húss, að það fullnægði vænt- ingunt iðkenda iþrótta, áhorf- enda og starfsmanna. Jafn- framt að útlit byggingarinnar muni falla vel að umhverfi sínu og að hún sé viðhaldslítil, bæði utan og innan og að rekstur sé hagkvæmur. Húsið verður auglýsing fyrir Verkafl hf. í framtíðinni. A móti Minni hlutinn hefur barist á öllum stigum þessa máls gegn því að þetta hús yrði byggt. Þeir hafa komið fram í fjöl- miðlunt og lýst því yfir að meirihlutinn í bæjarstjóm sé að brjóta lög með þessari byggingu. Þeir hafa gengið svo langt að hóta að kæra okkur til Eftirlitsstofnunarinn- ar EFTA í Brussel! Einnig segja þeir að við munum setja bæjarfélagið á hausinn vegna þessarar og annarra fram- kvæmda og bæjarfélagið lendi í gjörgæslu hjá félagsmála- ráðuneytinu. Minni hlutinn bendir á að hægt sé að setja gervigras á malarvöllinn. Það er framkvæmd upp á 120 milljónir króna og er gömul hugmynd, sem hentar ekki í dag. Tveir hamborgarar A næsta ári þegar húsið verð- ur tekið í notkun þarf bærinn að borga áðurnefndar 27 milljónir króna. Eignarhalds- félag Brunabótafélagsins mun borga sem nemur 13 til 16 milljónum króna í arð til bæj- arfélagsins árlega. Á síðasta ári var Olíusamlagi Keflavík- ur breytt í hlutafélag og fékk bærinn í sinn hlut að nafn- verði 8,5 milljónir króna, sem metið er í dag nálægt 67 millj- ónum króna. Af Jressari eign mun bærinn fær greiddar 800 til 900 þúsund krónur í arð á næsta ári. Báðir þessir tekju- liðir verða nýir tekjuliðir lyrir bæinn og á að nota þessa pen- inga í umrætt íþróttahús. Þá vantar 10 til II milljónir króna. fbúar í Reykjanesbæ em 10500 og mun bærinn því borga úr rekstri, sem nemur 1000 krónum á livern íbúa. Það er jafnvirði um það bil tveggja tvöfaldra hamborgara með frönskum og kók. Ágætu bæjarbúar finnst ykkur að meirihlutinn sé að fara með bæinn í gjaldþrot vegna þess- arar byggingar? Þrátt fyrir þessa framkvæmd verður far- ið í að laga aðstöðu fyrir fím- leika og síðan verður farið að undirbúa byggingu innisund- laugar og félagsaðstöðu fyrir íþróttafólk. Bjartsýni í drögum að nýjum raforku- lögum sem kynnt hafa verið af iðnaðarráðuneytinu er gert ráð fyrir að öll orkufyrirtæki verði gerð að hlutafélögum. Stjóm hitaveitunnar lét Kaup- þing hf. vinna mat á verðgildi Hitaveitu Suðumesja nýlega. Samkæmt þessu mati er verð- gildi fyrirtækisins rúmlega 8 milljarðar króna. Eignarhlutur Reykjanesbæjar f fyrirtækinu er 52,2 % eða um 4,2 millj- arðar króna. Þessi eign okkar er ekki talin með í bæjarreikn- ingunum. Eg er mjög bjart- sýnn varðandi framtíð Reykjanesbæjar með tilliti til allra þeirra valkosta, sem við eigum og er ekki tilbúinn til að hlusta á úrtölur og svart- sýnisspár minnihlutans. Eg vona að bæjarbúar séu sama sinnis og verði áfram jafn glaðir og hressir og þeir hafa verið. Reykjanesbær er í sókn. Þorsteinn Erlingsson Bœjarfulltriii á D- lista, lista Sjálfstœðisflokksins. FJÖLTYNGI ER FJÖLKYNNGI! Á málasviði Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru kennd sex tungumál: Danska, enska, franska, íslenska, spænska og þýska. Öllum nemendum skólans er skylt að taka kjarnaáfanga í dönsku, ensku og íslensku en önnur tungu- mál eru valfrjáls. Islenskan situr að sjálfsögðu í öndvegi. Nemendur þurfa að kljást við ástkært, ylhýrt móðurmálið á margvíslegan hátt. Enginn út- skrifast án jtess að hafa fengið nokkra fræðslu í hljóðfræði, málfræði, stafsetningu og ís- lenskum bókmenntum frá upphafi til vorra daga. Sögur em lesnar og Ijóð krufin. Allir nemendur skólans verða að taka a.m.k. fimmtán einingar í íslensku og þeir sem fara á málabraut átján einingar. Danska og enska eru einnig skyldufög á öllum námsbraut- um skólans. Nemendur á málabraut verða að ljúka a.m.k. átta einingum í dönsku og átján einingum í ensku. Nemendur geta síðan valið að leggja stund á frönsku, spæn- sku eða þsku. Unnt er að velja eitt þessara þriggja mála sem þriðja erlenda málið og svo annað sem það fjórða. Sumir nemendur kjósa að læra öll tungumálin. Á málabraut er skylda að ljúka a.m.k. átján einingum í þriðja máli og tólf einingum í fjórða máli. Stundum hefur verið boðið uppá kennslu í latínu en þar sem hún er ekki skyldugrein á málabraut hefur reynst nokk- uð örðugt að laða nemendur að faginu. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi mála- nám, t.d. á háskólastigi, ættu endilega að velja sér, þó ekki væri nema einn áfanga í lat- ínu. Hún gefur góða hug- mynd um málfræðikerfi og orðaforða annarra tungumála, ekki síst rómönsku málanna, s.s. frönsku og spænsku. Markmið með kennslu tungumála er auðvitað afar margþætt. Á málabraut er til- gangurinn að nemendur fái góða undirstöðu fyrir æðra nám. Almennt er stefnt að þvf að nemendur geti skilið talað mál og ritaðan texta og að tjáning þeirra, bæði munnleg og skrifleg, eflist á námstím- anum. Einnig opnar tungu- málanámið sýn inn í menn- ingarheim og þjóðlíf viðkom- FS INJ E rs/l Av R I LJÓÐUM Laugardaginn, 20 mars, fór fram keppni í flutningi ljóða á ffönsku á sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Keppnin er orðin áiviss viðburður og standa félag frönskukennara og menningar- máladeild franska sendiráðsins að henni. Að |iessu sinni voru keppendur 24 frá framhaldsskólum um land allt. Fjölbrautaskóli Suðumesja sendi tvo keppendur þær Ásdísi Jóhannesdóttur og Guðrúnu Slefánsdóttur og var frammistaða jreirra skólanum til mikils sóma. Ásdís var í hópi átta nemenda sem best jxáttu hafa staðið sig í framsögn og leikrænni tjáningu við flutning Ijóðanna og fékk að launum fransk-íslenska orðabók. Sigurvegaramir voru tveir úr þessum átta manna liópi og fengu í verðlaun þriggja vikna ferð til Frakklands í sumar. Allir |rátttakendur voru leystir út með bókagjöfum. Svo skemmtilega vildi til að 20 mars var einmitt alþjóðadagur franskrar tungu. La vie est belle! andi lands. Tungumálakennarar við FS eru öflugur og áhugasamur hópur sem leggur sig fram um að ná settum markmiðum með stöðugt fjölbreyttari kennsluaðferðum. Allir eru þeir sér sterklega meðvitaðir um mikilvægi tungumála- námsins. Við upphaf nýrrar aldar hefur heimurinn skropp- ið saman, atvinnutækifærin leynast í öllum heimshomum, margmiðlun og fjarskipti hafa fært tungumálaflóruna heim í stofu. Okkur er nauðsynlegt að kunna tungumál ef við vilj- um ftnna okkur ból í landslagi 21. aldarinnar. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.