Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 08.04.1999, Síða 9

Víkurfréttir - 08.04.1999, Síða 9
r Voptonleikar Kvennakórs Suðupnesja Nú fara að hefjast vortónleikar hjá kvennakór Suðumesja. Kórinn mun að þessu sinni halda fema tónleika, 12. og 14. apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju, 20.apríl í Neskirkju, Reykjavík og 25. apríl í Hafnarborg, Hafnarfirði. Stjómandi kórsins er Agota Joó og er þetta þriðja ár hennar með kórinn. Píanóundirleik annast Vilberg Viggóson. Annar hljóðfæraleikur er í hönd- um þeirra, Þórólfs Þórssonar á bassa, Baldurs I____________________________________________ Jósefssonar á trommur, Ásgeirs Gunnars- sonar á hamioníku, Erlu Brynjarsdóttur á fiðlu og Birnu Rúnarsdóttur á þverflautu. Einsöng flytja þær Birna Rúnarsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Laufey H. Geirsdóttir og Sigrún O. Ingadóttir. Efnisskráin er fjölbreytt og vönduð og eru Suðumesjabúar hvattir til að koma og eiga ánægjulega kvöldstund með kómum. Allir tónleikamir hefjast kl. 20:30. Stórfellt innbrot í Njarðvík:_ Fjörheimar rændir Aðfaramótt þriðjudags- ins 30. mars sl. var brotist inn í félagsmið- stöð unglinga í Njarð- vík, Fjörheima, og greipar látnar sópa um verðmæta inn- anstokksmuni. Peningakassi með u.þ.b. bil kr. 60 þús. var tekinn, 200 geisladiskar, tal- stöðvar, heymartól.Play- Station leikjatölva og leikir. Að sögn Berglindar Bjarna- dóttur, forstöðumanns, hefur tjónið talsverð áhrif á starf- semina. „Fjörheimar misstu þarna allt sitt tónlistasafn að verðmæti yfir 400 þúsund krónur. Við vorum heppin að því leiti að skemmdir voru ekki unnar á innanstokksmun- um og tölvu og hljómlista- tækjum varekki stolið. Ymis- legt bendir til að innbrotsaðil- amir hafi þekkt til innandyra því gengið var að lyklum á vísum stað og myndaalbúm skoðuð. Lögreglan í Keflavík fann peningakassann, nokkrar ávísanir og talstöðvarnar á Fitjarbraut í Njarðvík og hefur málið til rannsóknar." Fá ekki að halda hunda! Heilbrigðiseftirlit Suðumesja hefúr í nógu að snúast þessa dagana við það eitt að svipta hundaeigendur leyfum sínum. í tímarita Vík- urfrétta var þess getið að þingmaður svæðisins hafi verið svipt leyfi og á sama tíma voru þrír aðrir sviptir leyfinu. Nú heldur hreinsunin áfram og í marsmánuði einum hafa vom aðilar sviptir, svo að það virðist vera einhver hundur í Heilbrigðiseftirlitinu jressa dagana. Gunnap Þóp aðstoðap- skólastjópi Heiðapskóla Sex umsækjendur voru um stöðu aðstoðarskólastjóra við hinn nýja Heiðarskóla sem tekur til starfa á haust- mánuðum og voru þetta þau Björn Víkingur Skúla- son, Guðrún Sigríður Jó- hannesdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Kristbjörn Al- bertsson, Svavar Bragi Jónsson og Valgarður Lvng- dal Jónsson. Samþykkt var að ráða Gunnar Þór Jóns- son og niun hann hefja störf þann 1. júlí 1999. I------------------------------------1 | Margip vilja í MOA | Eftirtaldir aðilar sóttu um stóðu framkvæmdastjóra | Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu: Skúli | Thoroddsen, Guðbjörn Helgi Ásbjörnsson, Maríus | Sævar Pétursson, Snjólaug Einarsdóttir, Björn I I Baldursson og Magnús B. Jóhannesson úr Revkjanes- I I bæ, Ólafur Kjartansson úr Reykjavík, Bolli R. Valgarðs- J son og Sighvatur Blöndal úr Kópavogi, Jakob Þór Har- . aldsson og Erlingur Arnarsson af Seltjarnarnesi, Örn . I Þórðarson frá Egilsstöðum og Hallur Magnússon, Dan- | I mörku. I I____________________________________I Smáfréttir úr bæjarstjórn: Á fundum Skipulags- og byggingarnefndar hefur forntaður- inn, Árni Ingi Stefánsson, nú tvívegis vikið af funduni sök- unt vanhælis og er það að mati minnihlutans tii eftirbrevtni, því þeir sökuðu hann um vanhæfi í afgreiðslu nefndarinnar unt fjölnota íþróttahúss á dögunum. Af sömu nefnd er það að frétta, að nýlega lágu fyrir henni tvö erindi sem bera þau skemmtilegu nöfn, Andlit að ofan og Andlit að neðan. Hið fvrra greinir frá hugmynda- og deiliskipulagssamkeppni efri bvggðar en hið síðara frá kynningarfundi sem var haldinn í síðasta mánuði og kynnt- ar voru hugntyndir að deiliskipulagi gamla miðbæjarins, hluta Hafnargötu ásaint svæðinu tii sjávar. Brunavarnir Sudurnesja Sumarafleysingar Slökkvilid Brunavarna Suðurnesja auglýsir lausar stödur yfir sumarorlofs-tímabilid 15. maí til 30. september 1999 vegna sumarafleysinga í fastalidi slökkviliðsins. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna: 1. Vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir og háttvísir. 2. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heil- brigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskyjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. 3. Hafa aukin réttindi til að stjórna a) vörubifreið og b) leigubifreið. 4. Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Umsækjendur skulu að auki ofangreindra skilyrða leggja fram sakavottorð Umsækjendur þurfa að geta hafið störf mánudaginn 10. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt nánari upplýsingum fást á varðstofu slökkviliðsins og hjá Slökkviliðsstjóra í síma 421-4799 Umsóknareyðublöðum eða skriflegum umsóknum skal skila fyrir föstudaginn 30. apríl 1999 til skrifstofu slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja. Brunavarnir Suðurnesja Hringbraut 125 • 230 Keflavík. Sími: 421-4748 • Fax: 421-4578 Netfang: bs@simnet.is Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.