Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.05.1999, Side 12

Víkurfréttir - 12.05.1999, Side 12
Atvinna Aðstod óskast á tannlæknastofu eftir hádegi. Umsóknum skal skila á skrifstofu Víkurfrétta merkt „ Tannlæknastofa " fyrir föstudaginn 2 1. maí Fréttavakt Víkurfrétta og Stöðvar 2 á Suðurnesjum sími 898 REYKJAN ESBÆR Umferð Eftirfarandi breytingar hafa verið ákveðnar á umferð í Reykjanesbæ: 1. Einstefna verður á Mánagötu með innakstur frá Skólavegi. 2. Einstefna verður á hluta Klappar- stígs í Keflavík með innakstur frá Túngötu að Vallargötu. 3. Biðskylda verður á umferð á Norðurvöllum gagnvart umferð á Heiðarbergi. 4. Stöðvunarskylda verður á umferð á ónefndri hliðargötu við Njarðarbraut 7 7 til 19 gagnvart umferð á Njarðarbraut. 5. Á svæði á Hringbraut frá Mánatorgi að stað sem er 100 metrum norðan við Heiðarberg verður hámarkshraði 70km/klst. 6. Biðskylda verður á umferð á Miðgarði norðan Fagragarðs gagn- vart umferð á Fagragarði og jafn- framt verður núverandi biðskylda á Fagragarði lögð niður. 7. Biðskylda verður á umferð á Kirkjuteigi og Melteigi gangvart umferð á Kirkjuvegi. 8. Biðskylda verður á umferð á Stapabraut gagnvart umferð á Seylubraut. Breytingarnar taka gildi sunnudaginn 16. maí 1999 kl. 8:00 Bæjarstjóri Qdeyjarkórinn með tónleika Avordögum mun Eldeyjarkórinn, sem starfað hefur í 8 ar, heimsækja Elli- og hjúkrunarheimili svæöisins, taka þátt í kóramóti í Víðistaðakirkju og halda tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Dagskráin hefst á Uppstigningardag en þá heim- sækir kórinn Hlévang, Garðvang og Víðihlíð. Sungið verður fyrir vistmenn og starfsfólk heimil- inna auk gestkomandi en jressar heimsóknir hafa verið fastur liður í kórstarfinu ár hvert, á jólaföst- um og vordögum. Laugardaginn 15. maí nk. tekur Eldeyjarkórinn þátt í kóramóti eða vorfagnaði 5 kóra í Víðistaðar- kirkju í Hafnarfirði. Stjómandi kórsins er Agota Joó, sem hefur stjómað kómunt nteð festu,öryggi og meðfæddri ljúfmennsku sl. 5 ár og náð ein- stökum árangri nteð þessunt hópi sem allflestir eru vel við aldur. Undirleikur er í höndum, eins og alltaf, Vilbergs Viggósonar sem leikur af sinni al- kunnu snilld. Lokahnykkumnn í Sandgerði Eldeyjarkórinn leggur lokahnykkinn á kór- starf vetrarins með tónleikum í nýja Safnaðar- heimilinu í Sandgerði. Tónleikarnir, sem haldnir verða laugardaginn 22. maí kl. 16, gefa Eldeyjarkórfélögum tækifæri til að kanna meintan fráhæran hljómburð safnaðarheimil- isins. Sýslumadurinn í Keflavík, Jón Eysteinsson, mætti á kjörstaði á Suðurnesjum á laugardagsmorgun og dreifði utankjörstaðaatkvæðum en kosning utan kjör- fundar var á sýsluskrifstofunni íKeflavík. Hér eru það Guðmundur Sighvatsson lögreglumaður með kjör- kassann og Jón sýslumaður. VF-mynd: pket Náttúrustofan í Sandgerði Umhverfisráðuneytið ráðgerir að hafinn verði rekstur náttúr- urstofu í Reykjanes- kjördænti og er það ákvörð- un ráðunevtisins að nátt- úrustofan verði starfrækt í Sandgerði í samstarfi Sand- gerðisbæjar og Grindavík- urkaupstaðar. Verður þess- unt bæjarfélögum því falinn rekstur náttúrustofu Reykjaneskjördæmis. I rök- semdarfærslu ráðuneytisins kemur frant að í Sandgerði sé þegar starfrækt fræðaset- ur sem tengist greiningar- stöð fyrir rannsóknir á botndýrum á Islandsntið- um. Aætlað er að undirbún- ingur starfsseminnar hefjist strax og rekstur þess á næsta ári. Umsækjendur um náttúrustofuna voru Kópavogsbær, Hafnarfjarð- arbær, Grindavíkurkaup- staður, Sandgerðisbær og Revkjanesbær. Tónlistarskóli Njarðvíkur: RÖÐ V ORTONLEIKA Tónlistarskóli Njarö- víkur stendur fyrir 5 vortónleikum þetta vorið. Nú þegar hafa tvennir tónleikar verið hald- nir, þeir fyrri laugardaginn 8. maí í Ytri-Njarðvíkur- kirkju, en það voru vortón- leikar hljómsveita skólans þar sem fram komu báðar deildir lúðrasveitarinnar, Jass-combo og málm- blásarakvartett. Vortón- leikar Su/.ukideildar voru svo sunnudaginn 9. maí á sal Njarðvíkurskóla, haldn- ir sameiginlega með Su/.uki- deild Tónlistarskólans í Keflavík. Eftir tónleikana bauð foreldrafélag Suzuki- fiðlunemenda TN og TK upp á kaffi og Ijúffengar vöfflur á vægu verði og rann ágóðinn í ferðasjóð nemendanna. Báðir þessir tónleikar voru skemmtilegir og tókust í alla staði mjög vel. Framundan em síðustu þrenn- ir vortónleikar skólans, í kvöld miðvikudaginn 12. maí kl.20.00 og laugardaginn 15. maíkl. 14.00 og kl. 16.00, allir í Y tri-Njarðvíkurkirkju. A tónleikunum í kvöld, mið- vikudag, munu nemendur í hljóðfæradeildum koma fram í einleiks og samleiksatriðum og nemendur Tölvudeildar flytja fmmsamið efni. A tónleikunum á laugar- daginn kl. 14.00 koma fram nemendur í Forskóla len á tónleikunum kl. 16.00 koma fram nemendur í Forskóla 2. Einnig munu nemendur Tölvudeildar flytja fmmsamið efni á báðum tónleikunum auk þess sem margs konar einleiks og samleiksatriði verða á efnisskrám beggja tónleikanna, flutt af nemend- urn og kennumm. Aðgangur að tónleikunum er að sjálfsögðu ókeypis og öllunt heimill. Skólaslit Tónlistarskóla Njarðvíkur verða svo í Ytri-Njarðvíkur- kirkju þriðjudaginn 18. maí kl.20.00. Þar munu nemendur og kennarar flytja tónlist, nemendur 10. bekkjar útskri- faðir og einkunnir afhentar. Þetta verða jafnframt síðustu skólaslit Tónlistarskóla Njarð- víkur þar sem hann og Tónlistarskólinn í KeRavík verða sameinaðir í Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar, sem hefur starfsemi sína 1. sep- tember n.k. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.