Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 6
t Módir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Kristín Guðmundsdóttir, Heidarbraut 15, Keflavík sem lést 20. júní sl. verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. júní kl. 14. Eygló Kristjánsdóttir Soffía Kristjánsdóttir, Reynir Pálsson Ólafur Benoný Kristjánsson Bragi Kristjánsson, Kolbrún Björgvinsdóttir t Elsku drengurinn okkar Jón Freyr Óskarsson Stafnesvegi 6, Sandgerði er látinn. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 26. júní kl. 14. Valborg Jónsdóttir, Högni Jensson og systkini hins látna Langar þig í upphlut ? Tek ad mér sérsaum, þ.á.m. Islenska upphlutinn. Nú er rétti tíminn til ad panta fyrir árid 2000. Birna Huld Helgadóttir Kjólameistari S 'lmi: 421 4009 eftir kl:19. Línudans í Selinu Forvamamefnd eldri borgara heldur í kvöld, kl. 20:30 í Selinu, síð- asta línudanskvöldið fyrir sumarfrí. Dansað verður af krafti undir leiðsögn þeirra Láru Yngvadóttur og Astu Sigurðardóttur sem leitt hafa hópinn í vetur. Þeir sem ekki sáu sér fært að vera með sl. vetur eru hvattir til að mæta þetta síðasta kvöld og kynna sér þennan skemmtilega dans. Boðið verður upp á laufléttar veitingar sem seldar verða á kr. 500. Hafið kúrekahattinn með ykkur. Vogar á Vatnsleysuströnd: Fyrsta sveitarfélagið sem ep mapkaðssett fpá a til ö Vogar á Vatnsleysuströnd eru fyrsta sveitarfélagið á íslandi sem markaðssetur sig fyrir verktaka og almenning en í síðustu viku hélt það kynn- ingarfund þar sem þetta óvenjulega markaðsátak var kynnt fjölmiðlum, fasteigna- sölum, verktökum og fleintm. „Okkar markmið er að íbúafjöldi verði kominn í eitt þúsund eftir þrjú til fimm ár“, sagði Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í samtali við Víkurfréttir en í Vogum búa í dag um 700 manns. A kynningarfundinum voru lögð fram gögn um það sem Vogamenn telja góða sölu- vöru. Jóhanna sagði að fyrst og fremst yrði reynt að ná til fjölskyldufólks og öll mál tengd fjölskyldunni efld í bæjarfélaginu. Þar má fyrst nefna skólamálin. Engir biðlistar eru á leikskóla. Grunnskólinn er einsetinn og þar er tölvukennsla fyrir alla bekki. Frá og með næsta hausti verður gefinn kostur á heilsdagsskóla, þ.e. lengdri viðveru að kennsludegi loknum. Þá verður boðið upp á fjölbreytt og öflug tóm- stundastarf með tónlistar- kennslu, danskennslu, leiklis- tarnámskeiðum, tölvunám- skeðum, íþróttum, aðstoð við heimanám og fleira. Öll útivistar- og tómstundastarf- semi verður efld enn frekar auk þess sem verið er að semja um stækkun golfvallar- ins, komin er smábátahöfn, Iþrótta og leikjanámskeið UMFN hefst mámidaginn 28. júní og stendur yfir til 16. júlí. Námskeiðið er œtlað fyrir bömfœdd 1992 til 1989. Á námskeiðinu erm.a.: íþrótlamót, leikir, gönguferðii; skoðunar- og útivistaiferðir o.jl. Verð er kr. 3.500,- fyrir 3 vikur. Veittur er 1.000 kr. afsláttur fyrir systkini. Innritun fer fram í íþróttavallarhúsinu við Vallarbraut fimmtudaginn 24. júní kl. 16-18, föstudaginn 25. júní kl. 14-17 og mánudaginn 28. júní kl. 10-12 unnið er að endurbótum á hafnarsvæðinu og nægt rými er til að stækka hesthúsa- byggðina. Jóhanna sagði að hreppurinn hafi ásamt bæjarbúum gert átak í umhverfismálum sein- ustu vikurnar þar sem rusl hefur verið fjarlægt og umhverfið fegrað með málun og snyrtingu. Hreppurinn hefur gert samning við Húsasmiðjuna um 15% afslátt af vörum ogefni til viðhalds húsa og lóða fyrir alla íbúa Voga. Götur og gangstéttir verða endurnýjaðar í sumar og göngustígar lagðir með- fram sjávarsíðunni, Vogatjöm og víðar. Þá hefur verið stofn- að skógræktarfélag og er gert ráð fyrir stórauknum trjá- gróðri í og við bæinn. Vogar hafa og óskað eftir því að verða þátttakandi í verkefninu Staðardagskrá 21 sem er umhverfisverkefni. Sveitarstjóri benti á mikið og gott byggingarland sem nær allt frá Hafnarfirði að Reykjanesbæ. Nyrst í Vog- unum eru nokkrar stórar sjáv- arlóðir sem eru um 5000 fer- metrar að stærð og henta vel undir stærri einbýlishús auk þess sem nægt pláss er fyrir bátaskýli, hesthús eða önnur útihús á lóðinni. Þessar lóðir kosta aðeins um 2 milljónir króna. „Hér kemst fólk í sveitasælu en er með góða þjónustu í hreppnum. í hrepp- num em m.a. matvöruverslun, bensínstöð, pósthús og hraðbanki, heilsugæslustöð, apótek, tannlæknir og hár- greiðslustofa. Auk þess er stutt til höfuðborgar og Reykjanesbæjar í aðra þjónustu, en nú verður okkar aðal áhersla á næstunni að heilla byggingaverktaka á svæðið og fá þá til að byggja. Fasteignasalar hafa sagt að veruleg eftirspum sé eftir hús- næði, sérstaklega íbúðum og raðhúsum. Það þarf að byggja um 90 íbúir á næstu 2-3 árum“, sagði Jóhanna og benti á að gatnagerðargjöld í Vogum væm um 500% lægri en í Reykjavík. Aðspurð um sameiningu við önnur sveitarfélög sagði Jóhanna það mál ekki lengur á dagskrá, alla vega að sinni, í kjölfar skoðanakönnunar sem gerð var en þar vildu um 60% ekki skoða sameiningu nánar. Hún sagði hins vegar að í náinni framtíð þyrfti að skoða þau mál betur. I lok kynningarfundarins kom sveitarstjóri með nýja veðurfrétt sem vakti athygli. Hún var unnin samkvæmt upplýsingunum veðurstofunn- ar og er svona: Það rignir minna og er lygnara í Vogum heldur eOn á höfuðborg- arsvæðinu! Nýburar Guðbjörg Gerður Gylfadóttir og Ásmundínus Örn Öfjörð eignuðust son 9. júní sl. Hann var 3820 gr. og 51 sm. Elínborg Kristinsdóttir og Helgi Bragason eignuðust dóttur 9. júní sl. Hún var 2920 gr. og 51 sm. Kristín Jóna Hilmarsdóttir og Garðar K. Vilhjálmsson eignuðust dóttur 11. júni sl. Hún var 3320 gr. og 52 sm. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.