Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 8
Víkurfréttir valda usla! Blaðamenn og Ijósmyndarar Víkurfrétta gerðu heldur betur usla á heræflngu varnarllðslns sl. mánudag. Þelr Páll Ketils- son og Hilmar Bragi Bárðarson voru eins og svo margir aðrir fastir í umferðartðfum í Aðalhliði Ketlavíkurflugvallar. Tafirnar voru vegna aukins eftirlits í og með bifreiðum sem fóru um hliðið. Hermenn sem stóðu varðstöðu við hliðið urðu æfir þegar Ijósmyndarar blaðslns tóku af þeim myndir. Klöguðu þeir okkar menn strax til lögreglunnar. Hermennirnir fóru fram á að fá filmuna úr myndavélinni afhenta og að kröfu lögreglunnar var filman afhent. Einnig óskaði hermaðurinn eftir öllum upplýsingum um Ijósmyndarana. Það var ekki fyrr en upplýsingafulltrúi varnarliðsins gerði sínum mönnum Ijóst að rétturinn væri allur hjá Ijósmyndurum Víkurfrétta og þeir hefðu fulla heimild til Ijósmyndatöku að filmunni var komið afturtil starfsmanna Víkurfrétta. Meðfylgjandi mynd er af film- unni sem var gerð upptæk og sýnir eftirlit í Aðalhliði Kefla- víkurflugvallar. VF-mynd: Hilmar Bragi 3000 þátttakendur í heræfingum Norður Víkings Vannir gegn hryðjuverkum Varnaræfíngin Norður Víkingur 99 hófst sl. laugardag en þátttakendur í henni að þessu sinni eru 3000 hermenn, þar af allir 2000 hermenn varnarliðsins. Norður Víkingur var fyrst haldin 1983 og í annað hvert skipti síðan. Breytingar hafa orðið á grunnhugmynd æfingarinnar frá því sem áður var á dögum kalda stríðsins. Nú eru Því ekki æfð viðbrögð við árás óvinaríkis heldur alþjóðlegum hryðjuverkum með það fyrir augum að tryggja öryggi almennings og mikilvægra staða. Attahundruð óbreyttir borgarar koma frá Bandaríkjunum en þeir eru í varaliði hersins og sinna m.a. verkefnum sem jressum, fimmtíu koma frá Þýskalandi en auk þess taka Landshelgis- gæsian og íslenska víkingasveitin þátt í æfing- unni. Sérsveitir frá Bandaríkjunum og Þýskalandi gegna hlutverki andstæðinganna. Skotvopn eru hlaðin púðurskotum og notast er í flestum tilfell- um við búnað sem byggir á lasertækni. í flugkosti æfingarinnar eru m.a. sex Jaguar orustuvélar ifá Bretlandi, fjórar F-15 orrustuvélar vamarliðsins og þyrlur af mörgum gerðum auk kafbáta- leitarvéla vamarliðsins. Stjómstöð hefur verið sett upp í gmnnskóla vamarliðsmanna á Keflavíkur- flugvelli en æfingin fer fram víða utan vamarsvæðis, m.a. í Helguvík. Þar gæta hermenn hafnarinnar sem er mikilvægur staður í vömum landsins. Hliðarverkefni æfingarinnar er Norður Nágranni '99 en í því em 4 Chinook þyrlur notaðar til flutn- ingsverkefna víða um land, m.a. á hálendinu. Bandarískar F-15 og breskar Jaguar herþotur taka þátt í æfingunni. Fjölmiðlar fylgdust með vélunum í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. Lambakótilettur koníakslegnar kr. kg. 769, Lærissneiðar koniakslegnar kr. kg. 769, 'fiií J / v J Rpýal Oak kolkr. 299,- wml. JQ.'r. Grill 'bökunarkartöflurnj'bakkaíkrj 149, Bauta hrásalat 500 gr. kr. 129, EöilslkristallffllítrariknfT29* r 1 kg. SSpylsurög The Másk nriyndbandiö kr. 1.098,- HAGKAUP Niarðvík Njarðvík 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.