Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.06.1999, Blaðsíða 14
I------------------------1 i Rjúkandi ratsjáreftir-. I *■* I Lögreglan í Keflavík kærði | | hvorki nieira né minna en 84 | I ökumenn fyrir of hraðan | I akstur í liðinni viku. Nutu I I lögreglumenn aðstoðar hinn- I I ar alræmdu hraðamyndavéla-1 ' bifreiðar ríkislögreglustjóra ' [ auk hefðbundins hraðakst- j [ urseftirlits. [ Kvenfélagiö gefur j I sjúkrarúm II dag kl. 16 mun Kvenfélag | | Keflavíkur afhenda Heil- | I brigðisstofnun Suðurnesja I I tvö sjúkrarúm til eignar og I I fer athöfnin fram í matsal I I sjúkrahússins. Maraþonsýning á MATRIX í Nýja bíói Háspennutryllirinn og l'ramtíðarmyndin Matrix verður frumsýndur hjá Nýja bíói í Keflavík á morgun föstudag kl. 5. Að sögn Davíðs Jónatanssonar bíóstjóra verður sannkölluð maraþonsýning á mynd- inni, því myndin verður jafnframt sýnd kl. 9, 11.40 og kl. 2.10 um nóttina. Einnig verður myndin á öllum sýningum alla helg- ina. Jesús Krístur er svaríð Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Bæna og lofgjördarsamkoma sunnudaga kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is KIRKJA ■ Keflavíkurkirkja Föstud. 25. júní. Jarðarför Kristínar Guðmundsdóttur Heiðarbraut 15, Keflavík, fer fram kl. 14. Keflavíkur- og Útskálasóknir Sunnud. 27. júní. Sjösofenda- dagur. I tilefnikristnitökuhátíðar verður sameiginleg útiguðs- þjónusta við vörðu sr. Sigurðar B. Sívertsen í Leiru kl. 17. Safnast verður saman við Golf- skálann í Leiru kl. 16.30. Til- valin gönguferð fyrir fólk á ölluni aldri. Gengið verður að vörðu sr. Sigurðar B. Sívertsen, sem hann lagðist við eftir að hafa villst af leið milli Hafna og Útskála á sínum tíma. Kórar Keflavíkur- og Útskálasókna syngja. Ragnar Snær Karlsson, safnaðarfulltrúi Keflavíkur- sóknar, segir söguna og lesið verður úr ritningunni. Varðan verður hlaðin að nýju og steini, með áletruðu versi sr. Sigurðar um atburðinn, verður komið fyrir efst í henni. Keflavíkurkirkja Ytri-Njarðvíkurkirkja Sunnud. 27. júní. Fermingar- messa, fermd verður Elsa Antonsdóttir, Borgarvegi 32, Njarðvík. Framkvæmdir eru að hefjast við breytingar á Myllubakkaskóla vegna cinsetninarinnar. Húsagerðin sem mun annast framkvæmdirnar kom í vikunni upp byggingakrana og munu starfsmenn fyrirtækisins næstu vikurnar vinna við að „uppfæra" gamla barnaskólann. EES handbók til hjá Reykjanesbæ Ahugamenn um EES ætti að létta aðeins að vita af kaupum Bæjarráðs Reykjanesbæjar á handbók Sigurrósar Þorgríms- dóttur um Evrópska Efna- hagssvæðið. Bókin er sögð vera handhægt uppflettirit um EES. Stórátak í kennara- málum Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 16. júní sl. að gera tímabundið átak í ráðningarmálum kenn- ara næstu tvö skólaárin. Felast í átaki bæjaryfirvalda aðstoð við útvegun leiguhúsnæðis og heimild til að greiða kennur- um með full réttindi í 100% stöðu sem flytjast búferlum til Reykjanesbæjar flutningsstyrk að upphæð kr. 300 þúsund (eingreiðslu) gegn því að samið sé til í.þ.m. tveggja skólaára. Næóisstund fyrir 1-3. bekk Á sama fundi bæjarráðs var samþykkt að skóladagurinn byrjaði kl. 08:15 í öllum skól- um bæjarins og að nemendur í 1, 2 og þriðja bekk fengu næðisstund að loknu hádegis- verðarhléi. Sérkennslumiöstööv- ar innan hvers skóla Eiríkur Hermannsson, skóla- málastjóri, fékk enn eina til- lögu sína samþykkta í bæjar- ráði þann sextánda sl. er bæj- arráð féllst á tillögur hans um tilhögun sérkennslu þó með áherslu á að kostnaður verði ekki meiri en áður. Sam- kvæmt skólamálastjóra hefur hver skóli sína sérkennslu- miðstöð, stjóm hennar verði í höndum skólastjóra og fag- stjóra sérkennslu. Fagstjórar j haldi reglubundið samráðs- fundi ásamt fulltrúa Skóla- skrifstofu. Fréttir úr bæjarráði Reykjanes- bæjar Úrræói gegn brottfalli eldri nemenda BæjatTáð samþykkti á fundin- um þann 16. júní, tillögu Ei- ríks, skólamálastjóra, varð- andi úrræði gegn þeim nem- endum 9. og tíunda bekkjar sem hætta er á að flosni úr skóla áður en gmnnnámi. Til- lagan gerir ráð fyrir að sam- starf grunnskóla og vinnu- skóla verði umtalsvert og markvisst allan grunnskóla- feril nemendanna. Undir kostaöaráætlun Eldhús Garðasels verður end- urbætt af GD Trésmíði ehf. fyrir kr. 1.296.840,- eða 92,5% af kostnaðaráætlun. Verður að teljast nokkuð gott að fá verkboð undir kostnað- aráætlun þessa síðustu og bólgnustu tíma. Fjarnám fyrir leik- skólakennara Með samþykki bæjarráðs þann 16. júní sl. verður 4 leik- skólakennumm gert mögulegt að stunda fjamám við Kenn- araháskóla Islands. Leyfi til fjamáms þurfa leikskólakenn- arar frá skóla- og fræðsluráði Reykjanesbæjar að fenginni umsögn leikskólafulltrúa. TILSÖLU Stór amerískur ísskápur 120w með straumbreyti, gott verð hæð 160, breidd 64, dýpt 80. Uppl. ísíma 426-7972 og 426-8720. NEC ferðatölva. 233MHz ,32mb Ram,12,l“TFT Active Matrix display,2,l GB hard disc,20X cd-Rom, 56K V.90 modem.windows 98, 6 mánaða gömul. verð: tilboð. Einnig er til sölu Nokia 6110 GSM ,3ja.vikna gamall, kostar nýr 31,000kr. Uppl. í síma 869-9672 og 423-7345 Alda. Leðurófasett 2+3 verð 39.900.- Þvottavél með innb. þurrkara verð 20.000.- Uppl. í síma 421-5894. Sófasett í sumarbústað, svefnsófi og gamall tjaldvagn. Tilboð, hugsanlega í skiptum fyrir ódýran vinnubíl. Uppl. í síma 421- 1094. Rúm 90x200 á 5 þús. Græjuskápur á 3 þús. Skrifborð á 2 þús. Mokkakápa tilboð, og ýmislegt fleira. Uppl. í síma 421-2772 eftir kl.20. Ása. Grá hillusamstæða m/tveimur glerskápum á 6 þús. 14“ sumardekk Michelin, bamabílstóll og Silver Cross barnavagn með bátalagi. Uppl. í síma 421-4726. Hornsófasett, vel með farið, selst ódýrt. Uppl. í síma 421-6153. Victoria harmonikka marmarahvít, 120 bassa og 3ja kóra, einnig Pioner bílageysla- spilari 35wx4. Uppl. í síma 423- 7373 og 899-7373. Teitur Ingvi. Sófasett 3+2+t+l og hjónarúm fást gefins. Uppl. í síma 426-8318. Britax barnabílstóll 9-18 kg á 5 þús. Uppl. í síma 899- 3872. Borðstofuborð og 6 stólar vel með farið á kr. 30 þús. Uppl. í síma 421-4318. Svefnsófi á 5 þús. Tulip tölva 486 4ra ára gömul, ritvinnsluforrit og módem fylgir, verð kr 10 þús. Á sama stað er óskað eftir Trevial Persuit ljós- bláu. Uppl. í síma 421-6302. Góður svefnsófi 120x200 uppl. í síma 421-5244 eftir kl. 17. ÓSKAST Jeppa- eða fólksbílakerra óskast til kaups. Grind að kerru kemur einnig til greina. Uppl. í síma 899 6344 Geymsla fyrir búslóð á Suðurnesjum. Uppl. í sfma 698- 1894. TIL LEIGU Herbergi með aðgangi að snyrtingu og eld- húsi. Uppl. í síma 421-3668. 70 ferm. verslunarhúsnæði að Hringbraut 92c. Uppl. í síma 421-3808. ÓSKAST TIL LEIGU Reglusama 4ra manna fjölsk. vantar íbúð sem fyrst. Lámark eins árs leiga, borgað í gegnum greiðsluþjónustu. Uppl. í síma 421-5858 eftirkl.16. Oska eftir að taka á leigu stóra íbúð, einbýlishús eða raðhús í Kefiavík. Reglusöm fjölskylda. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 868-1065. Bráövantar herbergi með snyrtingu, helst í Heiðar- hvammi. Uppl. í síma 421 -2851. ÞJÓNUSTA Gcrum tilboð í málun á þökum og stærri skemmum. Uppl. í síma 896-4900. Viðgerðir og stillingar garðsláttuvéla og annara smávéla. Uppl. í síma 895-6428. Gestur Friðjónsson. BANAPÖSSUN Vantar barnapössun í ágúst fyrir 3ja ára strák og 5 ára stúlku. Uppl. í síma 421-3668. ÝMISLEGT Aukakílóin í burt óskum eftir 30 manns sem er staðráðið í að léttast. Ráðgjöf og stuðningur. Uppl. í síma 564-1734 og 698-1734 milli kl. 10-12 og 18- 20. Sigurbjörg. Nýtt vinsælt og gott til sölu heilsudrykkur. Uppl. í síma 869-9693, 869-3788 og 421-5639. Nýtt-nýtt-nýtt komdu þyngdinni og heilsunni í lag fyrir 300 kall á dag. Uppl. í síma 588-0809. Alma. Sænskt fæðubótarefni mánaðarskammtur á 6.500,- Uppl. eftir 27. júní í síma 555-3880 Bryndís, 555-3916 Harpa, 565- 4787 Edda. Höfum frábært fæðubótarefni mikil verðlækkun.Uppl. í síma421- 5159 / 699-5564 Visa/Euro Gulla og Helgi. Kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 82 5293 14 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.