Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 2
ÞEKKING RCYNSLA ÞJÓNUSTA NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 893 0705 Nýja Bláa lónið er sannkölluð paradís í veðurblíðunni síðustu daga. Aðsókn að lóninu hefur verið fra- mar öllum væntingum og síðdegis í gær voru gestirnir í nýja lóninu orðnir 51.000 talsins. Það er nær 60% aukning frá sama tíma í fyrra. Samtals eru gestir Bláa lónsins orðnir 134.000 sem af er þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir um 200.000 gestum á þessu ári. Aðstandendur Bláa lónsins geta átt von á því að sprengja þá tölu fljótlega og sérstaklega ef þessi einmuna veðurblíða heldur áfram. Meðfylgjandi mynd var tekin í lóninu síðdegis í gær. Þessar myndarlegu stúlkur af Suðurnesjum sóluðu sig þar en Suðurnesjamenn hafa verið duglegir að sækja lónið heim síðustu daga. Islandsbanki Una ráðin útibússtjóri Una Steinsdóttir hefur veriíl ráðin útibús- stjóri í íslandsbanka hf. í Keflavík frá næstu áramótum að telja. Una er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands. Hún útskrifaðist árið 1991 og hóf þá störf í alþjóðadeild ís- landsbanka. Árið 1993 varð hún lánasérfræðingur og fyrir þremur árum tók hún við sameinuðu starfi þjónustustjóra og lánasér- fræðings í litibúinu í Kefla- vík og hefur verið þar síðan. Una er 32 ára, fædd og upp- alin Keflvflcingur, gift Reyni Valbergssyni fjármálastjóra Reykjanesbæjar eiga þau tvö böm. Eiríkur Alexandersson hefur ákveðið að láta starfi úti- bússtjóra um næstu áramót. Hann hyggst flytja á höfuð- borgarsvæðið og hefur verið ráðinn til starfa á útibúasviði frá 1. janúar og þar til hann fer á eftirlaun um mitt næsta ár. Eskimo model managment: Leitað að sumarstúlku! Viltu ná árangri? Breyttu um lífsstíl með frábærum heilsuvörum. Persónuleg þjónsuld, eftirfylgni og ráðgjöf. Filumæling. Erna Pálmey Einarsdóttir sínii 898 3025 ATVINNA Við óskum eftir bílstjóra Kaffitár er kaffibrennsla sem dreifir framleiöslu sinni á Suðurnesjum og Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við erum að leita að traustum og ábyggilegum starfsmanni í fullt starf. Skriflegar umsóknir sendist til Kaffitárs, Holtsgötu 52, 260 Njarðvík, fyrir 10. ágúst nk. Hnim GARDAÚÐUN -----6uðm. 0. Emilssonar- fluk allrar almennrar ?arðvinnu, býð é? upp á 6ARÐAÚÐUN, úðun ?e?n hinum hvimleiða roðamaur auk eyðin?ar á ill?resi í ?rafllötum Tvö þekktustu módel Suðurnesja eru án efa þær Birgitta ína Unnarsdóttir og Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir. Þæreru báðará skrá hjá Eskimo model og hafa báðarverið áberandi í auglýs- ingamyndum. Þessar myndir af þeim fengm við sendarfrá Eskimo model og fengum góðfúslegt leyfi frá skrifstofunni til að birta þærhérí blaðinu. Eskimo model managment stendur fvrir fvrirsætu- og framkomunámskeiði í Revkjanesbæ dagana 12. til 14. ágúst nk. Námskeiðið er í tengsluni við komu Bylgjulestarinnar til Keflavíkur en þá verður m.a. valin sumarstúika Séð & hevrt í Revkjanesbæ. auk þess sem valin verður Séð & hevrt stúlkan. Námskeiðið er fyrir 13-15 ára og 16-25 ára og leiðbeinandi verður Iírynja X. Allir fá Eskimo bol, kvn- ningarbækling, viðurken- ningarskjal og komast á skrá fvrir sjónvarp- sauglýsingar. Þátttakendur á námskeiðinu taka þátt í risatískusýningu sem verður inni í dagskrá Bvlgjulestarinnar. Fjórar til sex stúlkur á aldrinum 16- 25 ára verða valdar til að taka þátt í keppninni um sumarstúlkuna sem haldin verður um kvöldið. Einnig verða valdar Séð & heyrt stúlkur úr hópi þátttakenda. Sumarstúlka Revkjanesbæjar 1999 fer síðan til Akureyrar 28. ágúst þar sem \alin \eröur Sumarstúlkan 1999. Skráning er í síina 552- 8012 eða eski- mo@eskimo.is. Námskeiðið kostar kr. 13.900,- Sjá nánar í augl. á bls. 7 í Víkurfréttum í dag. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.