Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 05.08.1999, Side 15

Víkurfréttir - 05.08.1999, Side 15
Magnús Þór mikilvægastur Unglingalandslið íslands í körfuknattleik sigraði á dög- unum í evrópukeppni smá- þjóða en þar kepptu Albanía, Andorra, Irland, Island, Lux- embourg, Malta, Gíbraltar og Wales „Við lentum í vandræð- um í íyrri hálfleik gegn And- orra í undanúrslitunum og vorum undir 32-30 í hálfleik. Leikurinn vannst 94-72 og var það minnsti stigamunurinn í leikjum liðsins“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari pilt- anna. „Það var síðan vel við hæfi að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Gunnarsson, var valin MVP (mikilvægasti leikmaður) mótsins. Hann var vel að titlinum komið og mál manna á mótinu að það ætti vel við að fyrirliði liðs sem sigraði með slíkum yfirburð- um fengi þennan titil.“ Logi Gunnarsson varð stiga- hæstur okkar manna með 17,2 stig, Guðjón Lárusson tók 7,4 fráköst og Davíð Þór Jónsson stal 3,4 boltum á leik. L rslit leikja Islands: ísland - Albanía 106-5 ísland - írland 119-43 Island - Gíbraltar 119-26 Undanúrslit: ísland - Andorra 94-72 Úrslitaleikurinn: Island - írland 93-65 U-20 landsliðið vann fvrsta leikinn Sjö Suðurnesjapiltar hófu keppni með unglingalandsliði U-20 til Malmö í Svíþjóð í undanriðli Evrópukeppni ung- lingalandsliða í gær með leik gegn Pólverjum sem vannst örugglega. Af þessum sjö Suðurnesjamönnum eru 5 sem nýkomnir vom heim eftir frægðarför U-18 liðsins til Luxembourg þannig að ljóst er að nægur efniviður er til á Suðumesjum. Liðið: Einar Öm Aðalsteinsson Þór Magni Hafsteinsson KR Morten Szmiedowicz V i rg i n i a Lynchburg HS/Grindavík Davfð Þór Jónssón Keflavík Örlygur Sturluson Njarðvík Jón N. Hafsteinsson Keflavík Lýður Vignisson Alabama Huntsville UN/Snæfell Sævar Sigurmundsson Alabamaa Huntsville UN/KR Guðlaugur Eyjólfsson Grindavík Logi Gunnarsson St. Marys HS/Njarðvík Isak Einarsson Tindastól Þjálfari liðsins er Friðrik Ingi Rúnarsson og aðstoðarþjálfari eru Ingi Þór Steinþórsson. Leika gegn NBA nýliða íslensku strákarnir í U-20 landsliði íslands í körfuknatt- leik leika m.a. gegn Rússum en þeir hafa innanborðs And- rei nokkurn Kirilenko sem | Utah Jazz gerði sér lítið fyrir [ og valdi nr. 24 í nýliðavali NBA 1999. Andrei þessi, sem | er 205 cm og 93 kg, hefur leikið með rússneska A-lands- liðinu og sigraði í troðslu- keppni stjömuleiks rússnesku A-deildarinnar á síðustu leik- tíð. Gunnari Oddssyni var sagt upp störfum sem þjálfara Keflavíkurliðsins eftir sigur- leik liðsins gegn Víkingum á dögunum en ákváð að standa áfram pliktina sem leikmað- ur, ákvörðun sem margir dáðust að en sumir skildu ekki til fulls. VF spurði hann hvað lægi að baki þessari ákvörðun hans. „Ég ákvað að halda áfram að spila hér í Keflavík vegna þess að staða liðsins er þannig. Ég hef alltaf tekið ábyrgð á gjörðum mínum og fínnst ég eiga þátt í að liðið er í þessari stöðu . Þetta var erfið ákvörðun enda hef ég ekki verið þekktur fyrir að láta slá mig niður tvisvar í röð. Þjálfaraskiptin voru eitthvað sem maður réði ekki við. Við Sigurður, sem höfum átt far- sælt samstarf. stóðum í þeirri trú að liðið væri að rétta úr kútnum, en aðrar skoðanir urðu ofan á. Sagan segir að þriðja árið í þjálfun sé oft erfitt og gerðum við okkur fyllilega grein fyrir því. Við Siggi göngum frá þessu tein- réttir og teljum okkur hafa markað spor í Keflvfska knattspymusögu. Það sem skiptir máli í dag er að klára þetta tímabil með sóma og það kallar á að allir geri það Fyrsta mark sumarsins mikilvægt Gunnar Oddsson, sem ákvað að leika áfram með liðinu þrátt fyrir að hafa verið sagt upp þjálfarastöðunni, hélt upp á fyrsta leikinn í frelsinu með því að skora sigurmarkið eftir góða fyrirgjöf Þórarins Krist- jánsson á lokamínútum fyrri hálfleiks, sitt fyrsta mark í sumar. af heilum hug.“ Hvernig tilfinning var það síðan að skora sigurmarkið í fyrsta leiknum sem al- mennur leikmaður, fyrsta mark þitt í sumar? „Um markið er það einfald- lega að segja að það var kominn tími á það. Næstu leikir em gegn liðunum sem eru á svipuðu róli og við, þannig að það verður áfram háspenna í Bítlabænum.-* Grind- víkingar steinlágu gegn Blikum Hef altaf tekfð abyrgö á genðum mínum Rútur Snorrason rátt tékk að hrista takkana Nýjasti leikmaður Keflvík- inga, Vestmannaeyingurinn Rútur Snorrason, fékk lítið að spreyta sig gegn Frömurunt enda aðeins búinn að mæta á eina æfingu með liðinu. Hann og Zoran Lubicic komu inn fyrir þá Þórarinn Kristjánsson og Kristján Brooks á lokamínútunum en náðu ekki að setja niark sitt á leikinn. Dunnar Oddsson ______________________I Grindvíkingar guldu afhroð í Kópavogi í sfðustu viku og var glæsimark Grétar Hjartar- sonar eina sárabótin í 4-1 ósi- gri. Grindvíkingar léku án Sinisa Kekic sem þó afsakar á engan hátt hörmungareinbeit- ingu liðsins og væran svefn varnarmanna þeirra. Helgi Bogason, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, var óhress með frammistöðu liðsins. „Þetta var mjög dapurt, vægast sagt og sveiflukenndur leikur liðs- ins áhyggjuefni. Við unnum IBV-peyjana í Grindavík sfð- astliðið sumar og hreinlega verðum að leika sama leikinn í ár.“ I---------------------------- Ólafur Pátusson markvörður Fram er „fæddur og uppalinn í marki Keflavíkur". Hann mátti gjöra svo vel og sækja knöttinn tvisvar í netið í leik Keflavíkur og Fram. Góður stuðningur úr stúkunni hjálpaði Keflvíkingum mikið og vilja þjálfarar og leikmenn koma á framfæri þakklæti til stuðningsmanna Keflavíkurliðsins með von um áframhaldandi góða stemmningu í stúkunni. Ljósmynd: Páll Ketilsson SannMi sigur í fyrsta leik Nýr þjálfari, ný leikuppstill- ing, nýjir leikmenn og endur- fætt sjálfstraust færðu Kefl- víkingum öruggan 2-1 sigur á Frömurum sl. fimmtudag. Heimamenn voru miklu betri allan leikinn og höfðu smá- vaxnir Safamýrarpiltamir lítið að gera í stærri og sterkari leikmenn Keflvfkinga sem voru ákveðnir í að taka öll stigin í boði. Kjartan Másson lét lið sitt leika 3-5-2 leikað- ferðina með þá Marko Tanasic og Hjört Fjeldsted á vængjunum en innkoma jreir- ra var eina breytingin frá því í sigurleiknum gegn Víkingum. Náðu þeir sér báðir í gul spjöld í leiknum nokkuð sem Framaranum Hilmari Bjöms- syni mistókst þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.