Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 6
Afmæli Til hamingju ineö afmælið elsku Krístófer Viktor. Kær kveðja. systkini, frændur. frænkur, afar og ömmur. Hann Edvard Ámi varð 6 ára þann 3. áyúsL Til hamingju með daginn elsku drengurínn okkar. afi.ammaog bræður. Hún Magga systir okkar kæra varð feitug þann 21. júlí sl. Brostu breitt um leið og þú horfirframá veginn. Allt er fertugum fært Til hamingju og takk fyrír kaffið. Bræðumir. Hún Guðrún Edda (Gunna). þessi broshýra og söngelska frú er fertug 5. ágúsL Til hamingju með daginn og með kveðju undir bláhimni. Leíðnétting í 29. tölublaði VF er sagt að Vinnuskólinn kostaði leiðbeinendur Ijirótta- og leikjaskóla Keflavíkur og er það rangt. Leikjaskólin naut aðstoðar Vinnuskól- ans sem lagði leiðbeinend- um til aðstoðarmenn en Ketlavík íþrótta- og ung- mennafélag á veg og virð- ingu að rekstri leikja- skólans. Lumarþúágóðum myndum af Suöurnesjafólki á útihátíðum um verslunar- mannahelgina? Við erum að taka púlsinn á mannlífinu í TVF sem nú er komið í framleiðslu og kemur út síðar í mánuðinum. Hafið samband við útgefendur í síma 427 4777 á daginn. TVF - áhugavert og ódýrt! Frá umferðaröryggisfulltrúa: UndanþagiH* fra notkun oryggisbelta í vinnubílum mjög takmarkaðar Bæjarverkstjóri Grindavíkurbæjar sér ástæðu til þess að svara opinberlega bréfi sem ég ritaði henni nýverið. I bréfi þessu gætir ákveðins alvarlegs mis- skilnings. A bréfinu sé ég að tilgangi mínum er náð. Hann var að þessi mál væru skoðuð á þessum vinnu- stöðuni og farið yfir reglur. Tilgangur minn var ekki að benda á einhvern ákveðinn og ásaka. Ég hef ekki vald til þess og vill það heldur ekki. Varðandi 2 gr. a lið reglna um undanþágur frá bílbeltanotkun gætir mikils miskilnings hjá Agústu. a.) með orðunum “akstur í atvinnuskyni osfrv.” er eingöngu átt við ökumanninn. Farjoegar eiga undan- tekningalaust að nota belti. b. ) vinnubflar joegar þeir eru notaðir til að flytja unglinga milli staða flokkast sem farþegaflutningar og falla undir reglur sem slíkir. (Mjög aukin ábyrgð ökumanna) c. ) Gagnvart ökumönnum vinnubfla hefur 2 gr. verið túlkuð þannig af lögreglu í framkvæmd, að ökumönnum sé skylt að nota beltið við akstur milli staða, að heiman og heim, við akstur á stofn- brautum, milli hverfa og jjess háttar. Undantekningin gildir aðeins ef verið sé að fara á marga staði keyra út í marga staði á stuttum kafla. Ég get tekið dæmi: Ökumað- ur er að keyra út vömr milli verslana í Skeifunni. Hann notar ekki belti. Næst fer öku- maður upp í Kringlu með vörur. Þar er hann tekinn á Miklabraut og fær 4000 króna sekt og einn punkt í ökuferils- skrá vegna jjess að hann er að keyra á milli hverfa ekki með beíti. Það að keyra fyrirtækis- bfl undanþiggur ökumanninn ekki sjálfki'afa beltanotkun eins og margir virðast halda. Unglingavinnan Þú vísar til reynslu minnar af vinnu íbæjarvinnu. Hún er heilmikil eins og þú veist. Kjaminn f unglingavinnunni er einmitt að þú ferð frá punk- ti A til punkts B og ferð að vinna. Kannski skrcppur flokkstjóri eina ferð til að ná í eitthvað fyrir hópinn fyrir morgun kaffi. Farið í morgunkaffi og hálftíma síðarsótt úr kaffi. Ein skotferð á klukkutíma fresti réttlætir ekki undanþágu frá belta- notkun. Ég bendi á það fordæmi sem flokkstjórar setja unglingunum og hvaða skilaboð þau fá. Eitt ár þegar ég var yfir unglingavinnunni var málum þanni háttað að á föstudögum þurfti ég að keyra út launaumslögin kl: 11.45. Þá fór ég til allra hópa inn og út úr bflnum og hefði verið undanþegin bflbeltaskyldu. Ég vara alvarlega við því ef þú segir fólkinu þínu að það þurfi ekki að nota belti vegna 2. gr. Það gæti komið í bakið á fólkinu sem sjálft fær sekt- ina og punktinn ekki Grindavíkurbær.. Lögreglan mun á næstunni taka tamir þar sem beltanotkun á vinnu- bflum verður athuguð sérstak- lega. Jón Gröndal kennari uniferðarörvggisfulltri'ii Skattarnir á réttu róli? Þá hafa álagningarseðlamir borist frá skattinum og skráin verið lögð fram á bæjarskrif- stofunum. Sumir fá til baka, aðrir þurfa að greiða meira en flestir eru á réttu róli. Við það að fletta í gegnum álagningar- skrána á bæjarskrifstofunum, sem er opin öllum íbúum til aflestrar til 13. ágúst n.k.. kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Það sem ég vil gera að umræðuefni í jjessari grein eru jjeir sem greinilega greiða lægri skatta en þeim ber. í flestum tilfellum virðist vera um að ræða fólk sem stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi nýtir sér það út í ystu æsar. Samneyslan Nú standa yfir miklar fram- kvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins á fjölmörgum sviðum. Mest ber á framkvæmdum í skólamálum. Þessar fram- kvæmdir eru fjámiagnaðar af bæjarsjóði og tekjur hans byggjast fyrst og fremst á út- svarsgreiðslum bæjarbúa. Fjölmargir þeirra sem ég nefndi hér að ofan eiga böm á skólaaldri. A meðan þeir hinir sömu skila ekki réttlátu fram- lagi til samneyslunnar má segja að hinn venjulegi launa- maður sé að greiða fyrir menntun bama jjeirra sem ekki em á réttu róli í skatta- málum. Lífsstíll Margir búa í góðu húsnæði, eiga 2 bfla, fara oft á ári til út- landa, eiga sumarbústað o.s.frv. en gefa upp á sig laun sem hvergi nærri standa undir slíkum lífsstfl. Nú má vel vera að einhver skuldi rneira og minna allt góssið en það gengur ekki til lengdar. Fjöl- margir hafa gert jjetta í fjölda ára svo eitthvað hlýtur að vera bogið við skattframtalið. Við þá hina sömu segi ég: „Ég er ekki sáttur við stöð una eins og hún er í dag og krefst jjess að þið endurskoðið ykkar hlut í samneyslunni". Borgum þeim aó auki Það er ekki nóg með að fólk komi sér undan að greiða skatta. Við það að sýna svo litlar tekjur öðlast menn rétt til ýmissra bóta s.s. vaxtabóta og bamabóta. Það er því ekki nóg með að jjessir aðilar borgi lítið eða ekkert í samneysluna heldur fá þeir greiddar bætur fyrir ómakið. Fræg er sagan af fólkinu sem liengdi matarpok- ann á hurðarhún atvinnurek- andans í næsta húsi eftir að skattskráin kom út og ljóst var að viðkomandi átti ekki til hnífs og skeiðar af álagning- unni að dæma. Nágrannamir vissu hins vegar betur. Það var hægt að hlægja af henni jjessari en jregar samfélagið er farið að greiða fullar bama- bætur til þeirra sem ekki eru á réttu róli í skattamálum hlýtur maður að staldra við, eða hvað finnst þér, lesandi góð- Hvaö er til ráöa ? I mörgum tilfellum er um lög- Iegar en siðlausar aðferðir að ræða. í skatta- og bókhalds- lögum og -reglum eru tjöl- margar leiðir fyrir fólk að lækka skattana sína. Þessar leiðir em yfirleitt ætlaðar að auðvelda fólki að reka fyrir- tæki því án öflugs atvinnulífs væri samfélagið ekki burðugt. En siðleysið er mannanna sjálfra. Ég legg til að fólk fari niður á bæjarskrifstofur, fletti álagningarskránni sem liggur frammi til 13. ágúst og ræði málin við þá sem fólk treystir sér til. Það þarf mikið hug- rekki til jrcss að ræða slík mál en án um ræðunnar mun ekk- ert breytast. Venjulegt launa- fólk mun þá halda áfram að halda uppi opinberri þjónustu á meðan jjeir sem eiga jjess kost rnunu koma sér undan því að greiða sanngjaman lilut í samneyslunni. Fáum fleiri til jrcss að vera á réttu róli í skattamálum. Kær kveðja Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njardvík, sími 421 4717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, sími 898 2222 • Bladamaóur: Jóhannes Kristbjörnsson, sími 861 4717 • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Jónas Franz Sigurjónsson • Útlit, umbrot og litgreining: Víkurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. • Stafræn útgáfa: www.vf.is 6 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.