Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.08.1999, Blaðsíða 4
Skattakóngar Reykjaness eru af Suðurnesjum Útgerðarmenn lang- gjaldahæstir þetta árið 1. Garðar Brvn jólfsson, Krossholti 15, Keflavík kr. 24.053.832 2. Reynald Þorvaldsson, Skólavegi 42, Keflavík kr. 22.012.344 3. Benóný Þórhallsson, Baðsvöllum 7, Grindavík kr. 19.145.889 4. Reynir Jóhannsson, Ránargötu 3, Grindavík kr. 14.969.974 9. Arnbjörn Oskarsson, Heiðargarði 8, Keflavík kr. 9.167.216 „Ætli maður læri ekki bara að prjóna“ Opinber gjöld 55.806 einstak- linga í Reykjanesumdæmi voru gerð opinber í síðustu viku og eigum við Suður- nesjamenn fjóra gjaldhæstu einstaklingana og 5 af 10 gjaldhæstu einstaklingum að þessu sinni. Fjórir efstu menn eru útgerðarmenn að selja kvóta og skip en Arnbjörn Óskarsson, verktaki, sem endaði í níunda sæti varð fómarlamb áætlunar og brosti hann ekki þegar álagn- ingarseðillinn kom inn um lúguna. „Það kom mér mjög á óvart að lenda í þessari stöðu enda áætlunin engan veginn í samræmi við reksturinn. Það vill svo til að vegna mistaka hjá bókhaldara mínum barst skattframtalið ekki inn á rétt- um tíma. Við munum að sjálf- sögðu ekki una þessari nið- urstöðu og á ég von á að gjöldin verði á undir einni milljón. Á jákvæðu nótunum má segja að það hefði verið óskandi ef afkoman hefði verið svona góð. Eg hefði þá eflaust verið á hærri launum er margir forstjórar stór- fyrirtækja á landsvísu. Ætli ég innrammi ekki þennan seðil, svona fyrir barnabörnin" sagði Ambjöm. „Hvað segirðu? Ætlar þú að fara að gera eithvað blaðamál úr þessu“ sagði Reynald Þorvaldsson þegar VF náði í skottið á honum. „Þetta er ekki mjög flókið. ég er orðinn 74 ára gamall og verð sjötíu-og-fimm bráðum þannig að það var kominn tími til að draga sig út úr þessu svo ég seldi Hafþór KE og þann kvóta sem honum fylgdi og söluhagnaðurinn varð 46 milljónir. Ég er í sjálfu sér alveg sáttur við skattinn og vissi alltaf að þegar ég seldi þyrfti að borga skatt af öllu saman. Það var búið að segja mér að skatturinn yrði eitthvað á milli 19-20 milljónir en hann endaði í 22 m.kr.“ I_________________________ Hvað tekur nú við? „Ég hef verið á sjó síðan ég man eftir mér svo einhverjar breytingar verða á lffinu. Síðastliðna tvo mánuði hef ég verið að dytta að sumar- bústaðnum mínum að utan og hyggst dúkleggja hann á næstunni. Nú mér ætti að gefast meiri til að jagast í kerlingunni og snúast í kringum barnabörnin og barnabarnabörnin. Ætli maður læri ekki bara að prjóna og selji þær afurðir svo í Kolaportinu. Annars ættir þú að jagast meira í svila mínum. Garðari Brynjólfssyni, hann hefur ömgglega meira að segja en ég“ sagði útgerðarmaðurinn fyrrverandi Reynald Þor- valdsson. Aðeins einn stútun Lögreglan í Keflavík þurfti aðeins einu sinni að draga fram öndun- arsýnisgræjurnar um verslunarmannahelgina. Það var klukkan 01:40 aðfaramótt laugardagsins að hartnær þrí- tugur karlmaður af Suður- nesjum var stöðvaður á Flug- vallarvegi. Öndunarsýnis sýndi rúmlega 2,0 prómill (á fagmálinu) og verður við- komandi því kærður fyrir meinta ölvun við akstur. Geymslu- skúr brann í Sandgerði Um miðjan dag síðast- liðinn miðvikudag vom slökkviliðið í Sand- gerði og lögreglan í Keflavík kölluð að Hlíðarvegi 24 þar í bæ en þar brann geymsluskúr sem staðsettur var á lóðinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. A baðfotum í Sandvík Soffía Erla Einarsdóttir, 19 ára Keflavíkurmær, naut veðurblíðunnar í Sandvík á Reykjanesi í fyrradag. Veðrið hefur leikið við okkur á Suðumesjum síðustu daga og þegar þetta er skrifað er ekki von til þess að breyting verði á veðurhorfum næstu daga. Opinberir hitamælar í næsta nágrenni höfuðstöðva Víkur- frétta sýndu +18°C síðdegis á þriðjudag og þegar litsíður Víkurfrétta fóru í prentun í hádeginu í gær brostu hita- mælamir við sólinni og stefndu hátt! Það er af Soffíu Erlu að frétta að hún starfar við þjónustu- störf á Café DUUS við smábátahöfnina í Keflavík en tók sér frí um stund á þriðudaginn til að skella sér í sjóinn í Sandvík. Svört sand- fjaran er kjörin til sólbaða og ótrúlegt nokk - sjórinn er heitur. Baðfötin em frá versl- uninni B-wear í Keflavík sem selur Billabong vömr. Veðrið í sumar hefur kannski ekki verið mjög hvetjandi til að selja bikiní en kaupmaðurinn í B-wear og aðrir sölumenn sundfata ættu að geta glaðst yftr veðurspánni næstu daga. Það gemm við alla vega á Víkurfréttum. VF-mvnd: Kristín Stefánsd. 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.